Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. JUNI 1996 LAUGARDAGUR 15. JUNI 1996 Kraftmikil kjarnorkukona í forstjórastól: Vélstjóri brunni „Ég á tvenns konar vinnuklæðnað - buxnadragt og samfesting - og kem til með aö halda áfram að nota hann til skiptis eftir því sem hentar. Mér liður vel í samfestingnum og það er þægilegt að geta gengið hvenær sem er inn í verksmiðjuna. Mér fmnst eðlilegt að ég sé í sömu fötum og aðr- ir innan fyrirtækisins. Áður fyrr gengu yfirmenn ekki í samfestingum en mér finnst það sjálfsagt. Þetta er ákveðinn öryggisfatnaður og viö eig- um að bera sama öryggisbúnað og aðrir,“ segir nýbakaður forstjóri ál- versins, Rannveig Rist. Rannveig hefur verið ráðin for- stjóri ÍSAL frá og með næstu áramót- um þar sem Christian Roth, fráfar- andi forstjóri, hefur óskað lausnar frá störfum. Fátt hefur vakið jafn mikla athygli í vikunni og ráðning þessarar 35 ára kjamakonu sem ekki hefur farið troðnar slóðir í atvinnu- lífinu. Rannveig er með 4. stigs vél- stjórapróf, sveinspróf í vélvirkjun, B.S.-próf i vélaverkfræði og M.B.A.- próf í alþjóðaviðskiptum frá San Francisco. Hún hefur starfaö sem stundakennari við Háskóla íslands. Rannveig er einnig formaður stjórn- ar Lýðveldissjóðs frá árinu 1991. Rannveig fæddist í Reykjavík 9. maí 1961. Hún ólst að mestu upp í Breiðholtinu og starfaði með foður sínum, Sigurjóni Rist vatnamælinga- manni, á unglingsárunum. Faðir hennar lést árið 1994. Móðir Rann- veigar er María Sigurðardóttir, kenn- ari við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Systir Rannveigar er Bergljót Rist sem er nemi í dýralækningum í Kaupmannahöfn. Eiginmaður Rann- veigar er Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Eiginmannin- um kynntist Rannveig þegar þau voru bæði við nám í verkfræðideild- inni. Þau giftu sig fyrir níu árum og eiga dætumar Guðbjörgu og Maríu sem eru sjö og þriggja ára. „Ég starfa í karlaveldi en öll veldi bregðast við með mótspymu gegn innrás. Mér finnst eðlilegt að karl- menn séu forvitnir og fari hægt í sak- imar þegar kona ryðst inn á þeirra svæði. Ég lít ekki á það sem tor- tryggni eða illvilja. Karlarnir eru mjög góðir starfsfélagar," segir Rann- veig. Rannveig hefur starfað hjá ÍSAL frá árinu 1990. Hún hefur undanfarin ár verið deildarstjóri í steypuskálan- um, annarri af tveimur framleiðslu- deildum ÍSAL, og talsmaður fyrir- tækisins. Rannveig kom því í gegn að aftur var komið á sambandi við fjöl- miðla. Ekki em fordæmi fyrir því að kona gegni forstjórastöðu í svo stóm iðnfyrirtæki hér á landi og ekki vitað um aðra kvenkyns forstjóra hjá ÍSAL. Rannveig var ráðin í starfið vegna hæfileika sinna sem stjórnandi og skipuleggjandi. Boðið starf hjá ÍSAL Aðspurð um launin sagöi Rannveig alvernu - saumaði brúðarkjólinn um borð í togara að það segði sig sjálft að þau kæmu til með að hækka umtalsvert þegar hún tæki við forstjórastöðunni. Hún vill þó ekki nefna neinar tölur. „Upphaflega var mér boðið starf hjá ÍSAL. Ég hef ekki sótt fast að fá þessi störf. Ég var ekki ráðin í for- stjórastarfið sérstaklega vegna þess að ég er kona. Það ræður enginn for- stjóra af þeim sökum. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er óvanalegt að svo ung kona setjist í forstjórastól," segir Rannveig. Rannveig hafði hugsað sér að hasla sér völl í sjávarútveginum. Hún var frá byrjun ákveðin í að starfa við tækni eða vélar og menntaði sig í samræmi við það. Kemur til dvranna eins og hún er klædd „Rannveig hefur aldrei farið troðnar slóðir neinu sem hún ger- ir. Það kom mér ekki á óvart að hún hlyti for- stjóra- stöð- una Kvennaskólanum og Menntaskólan- um við Sund. Að sögn Sigríðar hefur Rannveig alltaf átt auðvelt með mannleg sam- skipti og það hefur átt stóran þátt í velgengni hennar í starfi. Henni þyki frami sinn sjálfsagður því vanmeta- kennd sé ekki til í hennar orðabók. Hún komi til dyranna eins og hún er klædd hverju sinni og sé ekkert öðru- vísi í fjölmiðlum en í hinu daglega lífi. Hún reykti hvorki né drakk þeg- ar hún var yngri og var í alla staði fyrirmyndarunglingur sem foreldr- amir þurftu ekki að hafa áhyggjur af. Óð fljót og ár í æsku Á meðan vinkonur Rannveigar pössuðu börn óð hún ár og fljót með föður sínum. Sigríður Árnadóttir seg- ir að það fljót fyrirfinnist vart hér á landi sem Rannveig hefur ekki séð leið yfir. „Ég fór í fyrsta sinn yfir Sprengi- sand þegar ég var nokkurra mánaða. Pabbi tók mig oft með sér til vinnu þegar ég var lítil en síðar vann ég með honum við dýptarmælingar. Fjallaferðir þóttu meira mál á þess- um tíma heldur en þær þykja núna. Mér fannst þetta mjög spennandi tími. Það var skemmtilegt að kynnast landinu á þennan hátt því við ferðuð- umst um allt land saman. Eftir að hafa unnið með pabba þykir mér eng- in vinna erfið. Ég áttaði mig ekkert á því hvað vatnamælingamar voru erf- iðar fyrr en ég fór á sjóinn. Við vatnamælingarnar bjuggum við stundum í bílunum og sváfum úti. Ég geri lítið að því að fara á fjöll núorð- ið en get farið að huga að því þegar stelpurnar mínar verða eldri,“ seg- ir Rannveig. Gallalaus kona? „Ég man ekki eftir því að Rannveig hafi neina galla. Hún er stór- mynd- arleg kona til orðs verinu höfðu séð þetta fyrir. Stöðu- veiting- in kom þó fyrr en búist var við,‘ segir Sig- ríður Árnadóttir, fréttamaður hjá Ríkisútvarp- inu og vinkona Rannveigar í 23 ár, skólasystir úr Rannveig ósamt vinnufélög- unum Helgu Sig- uröardóttur, Viggó Mar- onssyni, Kolbeini Sigurjóns- syni trúnað- armanni og Halldóri Björnssyni. skemmtileg, glaðlynd og er aldrei með sorg eða sút. Einnig er hún lið- tæk prjóna- og saumakona. Hún hef- ur ekki komist svona langt á frekju en hún kemst á lipran hátt þangað sem hún ætlar sér. Hún er mjög ákveðin og nær yfirleitt því marki sem hún setur sér. Rannveig blandar geði við alla, háa sem lága, en býr ekki í fílabeinsturni," segir Sigríður Árnadóttir. Þeir sem kynni hafa haft af Rann- veigu í gegnum tíðina virðast vera á einu máli um ágæti hennar. Kjark hennar og þor ber oft á góma og það er samdóma álit samstarfsfélaga hennar að hún sé mjög góður stjórn- andi, létt í skapi og hlæi hátt og mik- ið. Lýsingarorð eins og ákveðin, kjarkmikil og dugleg eru mjög algeng þegar Rannveigu ber á góma. Sumir segja að hún geti gert flest það sem hana langar til. Glaðlyndi og kímni er þó aldrei langt undan og hún er oftast nær til í að sprella. Enginn sem DV ræddi við var tilbúinn að benda á galla í fari hennar en hún er talin hörð í horn að taka og lætur engan vaöa ofan í sig. Að sögn sumra á Rannveig ekki í vandræðum með að taka erfiðar ákvarðanir. Hún er sögð hlý persóna og næm fyrir tilfinning- um annarra. „Það er gott að leita til Rannveigar því maður kemur ekki að tómum kof- unum þar. Ég tel hana mjög hæfan og góðan stjómanda og manneskjan á bak við stjórnandann er einnig góð. Hún virðist yfirveguð yfir stöðuveit- ingunni og lætur sér ekki bregða," segir Guðbjartur Sigurðsson, formað- ur starfsmannafélags ísal. Brautryðjandinn Úr Menntaskólanum við Sund út- skrifaðist Rannveig sem stúdent árið 1980. Á sama tíma stundaði hún nám í Vélstjóraskólanum. Hún er nokkurs konar brautryðjandi á sínu sviði þar sem hún varð fyrst kvenna til að taka sveinspróf í vélvirkjun og fyrsta kon- an sem gegnt hefur yfirmannsstöðu hjá íslenska togaraflotanum. Hún hefur í gegnum tíðina unnið að mestu með karlmönnum en lítt kom- ið nálægt störfum í kvennahópi. Sjö togarar létu úr höfn án Bannveigar „Mér gekk illa að fá pláss á sjónum vegna þess að ég er kona. Sjö togarar létu úr höfn með vélstjóra með minni réttindi en ég hafði. Ég held að skip- stjórar hafi alls ekki áttað sig á því að ég væri með fullgild réttindi. Ég átti vísa ráöningu sem háseti eða kokkur. Vélstjórafélagið útvegaði mér að lokum pláss sem fyrsti vél- stjóri á Óskari Halldórssyni. Eftir það var leiðin greiö og búiö að hrista nýjabrumið af,“ segir Rannveig. Höröur Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjarti ÍS-16, sem réð Rannveigu til starfa sem fyrsta vélstjóra, segir hana vera ljóngáfaða og koma mjög Starfsfélagi Rannveigar, Kolbeinn Sigurjónsson, segir að tankarnir virðist litlir í samanburöi viö hana. DV-myndir GS vel fyrir og vera góða í umgengni. „Rannveig var fyrsti kvenkyns vél- stjórinn sem ég var með á sjó. Það kemur mér ekki á óvart að hún skuli vera komin í þessa stöðu. Hún kemur áreiðanlega til með að standa sig vel í þessu starfi. Það kæmi mér ekkert á óvart að hún yrði forseti þegar aldur færðist yfir hana. Ég varð ekki var við að hún hefði neina galla en hún er dugleg og ábyggileg í starfi. Það er hægt að treysta henni til alls,“ segir Hörður. Saumaði brúðarkjólinn um borð „Ég óska henni innilega til ham- ingju með starfið. Hún er vel að þessu komin. Ég man sérstaklega eft- ir því þegar við vorum á Guðbjarti að hún var að sauma brúðarkjólinn um borð á frívaktinni. Okkur strákunum fannst þetta mikið framtak hjá henni og það var mjög skemmtilegt að fylgj- ast með,“ segir Hörður. Að sögn Harðar stóð hún sig prýðilega í vél- stjórastarfinu. Rannveig segist sjálf hafa verið lengur á Guðbjarti ef hún hefði ekki farið að eignast börn og í framhaldsnám. Rannveig hélt utan til MBA-náms í San Francisco þar sem hún nam alþjóðaviðskipti. „Ég ætlaði að verða skipstjóri en mér fannst það ekki ganga upp eftir að ég stofnaði fjölskyldu. Þess vegna ákvað ég að fara í nám sem gerði það að verkum að ég gæti unnið í landi og sinnt fjölskyldunni," segir Rann- veig. Rannveig hefur einnig starfað sem vélvirki hjá Frystikælaverkstæði Sveins Jónssonar, sem vélvirki hjá Landsvirkjun og vélstjóri hjá fyrrum Hraðfrystihúsi Patreksfjaröar. Fer ekki í manngreinarálit Ráðningin kom fáum á óvart í ál- verinu og starfsmenn voru yfirleitt ánægðir með að hafa fengið konu í forstjórastólinn. „Hún getur verið mjög ákveðin kona þótt hún sé oftast nær létt. Hún er skemmtilegur félagi á þorrablótum og öðrum skemmtun- um og fer ekki í manngreinarálit. Rannveig kemur til dyranna eins og hún er klædd. Ég efast ekki um að hún sé vinsæl meðal þeirra starfsfé- laga sem hafa kynnst henni og unnið með henni,“ segir Guðbjartur. „Mér líkar mjög vel að vinna með Rannveigu. Hún er góður stjórnandi og oftast létt yfir henni. Þó getur hún verið alvarleg á milli eins og góðum stjórnanda sæmir,“ segir Friðrik Jónsson, fulltrúi framleiðslu- og áætl- unardeildar. Að sögn Guðbjarts kemur Rann- veig vel fram við starfsmennina. Hann bendir líka á að án þess að hann viti það fyrir víst búist hann við að einhverjir séu á móti ráðning- unni eins og gerist og gengur i stór- fyrirtækjum. Aðspurð hvort hún væri pólitísk sagðist Rannveig engan áhuga hafa á því í bili. Hún segist hafa skoðanir eftir málefnum en alls ekki flokks- pólitískum og hefur hingað til ekki upplýst aðra en kjörseðilinn um hvað hún hefur kosið. Hún hefur ekki til- einkað sér nein sérstök baráttumál og segist ekki vera ofstækismaður að einu né neinu leyti. Utivera heillar Rannveig gefur sér tíma til þess að sinna aðaláhugamáli sínu sem er fjöl- skyldan. „Ég er mikið fyrir útiveru og áður en ég eignaðist börnin ferðaðist ég mjög mikið. Það er erfiðara að ferð- ast með lítil börn. Við hjónin erum eins og allir aðrir að reyna að sam- ræma vinnu og fjölskyldu. Ég vinn enga eftirvinnu því mér finnst að maður eigi frekar að skipuleggja dag- inn svo vel að maður geti unnið í vinnutímanum það sem þarf að gera,“ segir Rannveig. -em 37 Jónas Kafnar, alþm. og bankastjóri Ólafur Ólafsson landlœknir Jón Bjarnason, læknir á Kleppjárnsreykjum Ólafur Bjarnason, hreppstjóri í Brautarholti * Ur frændgarði Rannveigar Rist Bjarni Pálsson, pr. í Steinnesi Guðrún Jónsdóttir, húsfr. á Akri í Þingi Elísabet Sigurðardóttir, húsmóðir í Rvík Sigurður Árnason, vélstjóri í Rvík Ingibjörg Sigurðardóttir, húsfrcyja í Hænuvík Ingibjörg Ólafsdóttir, húsfreyja í Otradal Sigurður Sigurðsson Arni Jónsson, útvegsb. í Hænuvík við Patreksfjörð Jón Guðmundsson Þuríður Pétursdóttir, húsmóðir í Reykjavík Pétur Jónsson, b. á Brúsastöðum í Þingvallasveit Helga Guðmundsdóttir, húsfr. á Brúsastöðum væntanlegur forstjóri Isal Árni Mathiesen, alþm. og dýralæknir Margrét Sigurjónsdóttir, húsm. á Akureyri Siguijón I áS Fnjóskadal Anna Þorkelsdóttir, húsfr. á Sörlastöðum Loftur Guðmundsson Ijósmyndari Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri Þorkell Pálsson, b. í Flatatungu í Skagafirði Jakobína Jakobsdóttir, húsfr. í HvammsvíkíIQós Ingibjörg Jakobsdóttir, ljósmóðir í Botni Guðbjörg Guðmundsdóttir, húsfr. á Valdastöðum Jakob Guðlaugsson, b. á Valdastöðum Sigrún Þorgilsdóttir, húsm. í Hafnarfirði Þorgils Guðmundsson, íþróttakennari í Reykholti Jóhann P.J. Rist, b. í Botni í Eyjafirði Guðmundur Sveinbjörnsson, b. á Valdastöðum, Kjós Petrina Regína Rist, húsfr. í Bygggarði Sveinbjörn Guðmundsson, b. í Bygggarði Jórunn Isleifsdóttir, Björg Gísladóttir, Gísli Björnsson, sjómaður á Bakka í Reykjavík Björn Guðlaugsson, húsm. í Reykjavík húsm. í Hafnarfirði b. á Bakka Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri Sigurður Björnsson, bæjarvcrkfræðingur í Kópavogi Björn Símonarson, kennari á Hólum í Hjaltadal Steingrímur Baldursson, , prófessor við HI Margrét Símonardóttir, húsfr. í Miklabæ Anna Björnsdóttir, húsfreyja í Miklabæ Pálína Björnsdóttir, Ijósmóðir að Syðri-Brekkum Margrét Pálsdóttir, húsfr. að Hofsstöðum t DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.