Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Fréttir__________________________________ x>v Fimm piltar úr hjálparsveit skáta lentu í snjóflóði í Esjunni í gær: Örvæntingarfullur þegar ég lá fastur í myrkrinu - segir Gestur Pálmason, 17 ára, sem grófst um tvo metra niður í flóðinu „Mér varð litið upp og sá snjóflóð- ið koma á ofsáhraða. Ég flaug með því niöur íjallshlíðina og grófst nið- ur í snjóinn. Þar lá ég fastur í al- geru myrkri og var örvæntingarfuil- ur um stund. Síðan heyrði ég í félög- um mínum vera að grafa fyrir ofan mig og þá vissi ég að mér var borg- ið,“ segir Gestur Pálmason, 17 ára piltur sem grófst um tvo metra nið- ur í snjóflóði í Grafardal í Esjunni um klukkan hálfþrjú í gær. Gestur slapp ómeiddur úr flóðinu en var kaldur eftir að hafa legið um háif- tíma grafinn í snjóinn. Sjö félagar í Hjálparsveit skáta í Garðabæ voru í æfingarferð þar í gær þegar stórt snjóflóð fór skyndi- lega af stað. Fimm piitanna lentu í snjóflóðinu tókst fjórum að krafla sig út úr því af sjálfsdáðum en Gest- ur fór með því hátt í tvö hundruð metra niður snarbratta brekkuna. Þrír félagar hans fúndu hann hann á um tveggja metra dýpi í snjónum og grófu hann upp. Piltamir tveir sem lentu utan snjóflóðsins tilkynntu þegcU- um slysið. Tilkynningin barst lögreglu og landhelgisgæslu 20 mínútur fyrir þrjú og um hálftíma síðar tilkynntu þeir að maðurinn væri fundinn, ómeiddur en kaldur. Þyrla landhelg- isgæslunnar fór af stað og flaug í um fimm hundruð metra hæð og lét þá björgunarsveitarmenn síga niður í flallið en lengra komst þyrlan ekki sökum lélegs skyggnis og vonsku- veðurs. Slysstaðurinn var um tvö hundruð metrum hærra og þurftu þeir að klífa þangað upp. Um 10 mínútur fyrir fjögur var lagt af stað niður og pilturinn sem meiddist gat fljótlega gengið sjálfúr. Þyrlan fór aftur með lækni til móts við hópinn og kiukkan rétt rúmlega 6 var til- kynnt um að mennimir sem lentu í snjóflóðinu væm komnir niður að björgunarsveitarbílum viö rætur fjallsins. Héldum í vonina „Við vorum á gangi þama uppi í fjallinu. Aðstæöur vom orðnar slæmar, vonskuveður og skyggni nær ekkert, þannig að við fórum mjög varlega. Skyndilega fór snjó- flóðið af stað og við náðum fjórir að komast upp úr því. Við horfðum á eftir Gesti þjóta þama niður með snjónum og þrír okkar fóm strax niður á eftir honum en hinir þrír biðu uppi í fjallinu ef eitthvað myndi henda okkur hina. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög hræddur um að eitthvað ægilegt hefði komið fyrir hann en við héld- um í vonina um að hann væri á lífi. Við gengum um tvö hundmð metra niöur og heyrðum þá í snjóflóöaýl- unni hans. Við byrjuðum að grafa í snjónum og fljótlega kom höfuð hans í ljós. Hann bar sig vel ótrú- lega vel og eftir smástund gat hann gengið. Ferðin niður gekk ágætlega og viö vorum mjög fegnir þegar við komum niður fjallö," segir Jón Heiðar Andrésson, einn félaganna, en hann fann Gest og gróf hann upp úr snjómun. Þeir félagamir hittust allir í höf- Félagarnir sex sem tóku þátt f afi grafa Gest upp úr snjónum. Frá vinstri eru þeir Danfel Karlsson, Arnar Þór Emils- son, Hallgrfmur Örn Arngrfmsson, Ólafur V. Halldórsson, Jón Heifiar Andrésson og Þórhallur Frifijónsson. Þeir eru allir f Hjálparsveit skáta f Garfiabæ. DV-mynd S Fefigarnir Þálmi Gestsson leikari og Gestur Þálmason glaöir eftir afi Gestur komst lífs af úr snjóflóöinu í Esjunni. Hann lá grafinn í snjóinn um hálftlma áfiur en honum var bjargafi. uðstöðvum Hjálparsveitar skáta í Garðabæ í gærkvöld ásamt fjölda meðlima sveitarinnar og aðstand- endúm. Gestur kom síðastur í hús með foreldrum sínum, eftir stutta dvöl á slysadeiid, og var honum vel fagnað. Félagamir sjö em allir um tvítugt eða yngri og hafa verið í sveitinni í 2 ár. Þeir hafa allir tekið þátt í snjó- flóðanámskeiði hjá sveitinni og kom DV-mynd S það að góðum notum. „Það má fyllilega segja að við höf- um fengið alvöru eldskím í þessu slysi sem við áttum ekki von á, því upphaflega átti þetta bara að vera æfing,“ segir Jón Heiðar. AIls tóku um 80 björgunarsveitar- menn á um 20 bílum, fjöldi lögreglu- manna auk þyrlu landhelgisgæsl- unnar, þátt í björgunarðageröunum. -RR Eignaöist þrjú börn í tveimur lotum á sama árinu: Brá svakalega þegar ég frétti af tvíburunum - segir Katrín Einarsdóttir, þrítug móöir Topp- frammi- staöa - segir formaðurinn „Það var snarræði félaganna sem bjargaði lífi Gests og ekki síð- ur snjóflóðaýlirinn sem hann hafði á sér. Piltamir voru allir í toppæfmgu og vissu hvemig átti að bregðast við og gerðu það ná- kvæmlega rétt í alia staði. Þetta var toppframmistaða hjá strákun- um,“ segir Magnús Schmidt, for- maður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ um frammistöðuna í snjóflóðinu í gær. -RR Magnús Schmidt, formafiur Hjálp- arsveitar skáta f Garöabæ. DV-mynd S „Ég verð að viðurkenna við mað- urinn minn urðum mjög hissa þegar okkur var tilkynnt í sónarskoðim- inni að ég væri aftur ólétt aöeins rúmum tveimur mánuðum eftir að ég eignaðist bam. En þegar ég frétti síð- ar á meðgöngunni að ég ætti von á tvíburum brá mér vægast sagt svaka- lega,“ segir Katrín Einarsdóttir, þrí- tug húsmóðir í Reykjavík, sem eign- aðist þrjú böm í tveimur lotum á síð- asta ári. Katrín eignaðist stúlkubam 24. fe- brúar sl. Tveimur mánuðum síðar varð hún aftur barnshafandi. Hún eignaðist síðan tvíbura, stelpu og strák, klukkan rúmlega 6 á gamlárs- dag en þau komu í heiminn 7 vikum á undan áætlun. Tvíburamir em nú á vökudeild Landspítalans en em væntanlegir heim til foreldra sinna í næstu viku. Gleöi í fjölskyldunni „Þeim hefur greinilega verið svona mikið í mun að koma í heiminn á ár- inu 1996. Þetta er auðvitað skrýtin en skemmtileg tilviljun að þetta skuli at- vikast svona. Það er auðvitað mikil gleöi í fjölskyldunni yfir þessari fjölg- un. Ég frétti á spítalanum að fyrir um 10 árum hefði kona á Suðumesj- um fætt þrjú böm svona í tveimur lotum á sama árinu. Þá frétti ég að önnur kona heföi nýlega fætt 3 börn með sama hætti með 11 mánaða miilibili en þau fæddust ekki á sama ári. Það verður alla vega nóg að gera á næstunni með þessi þrjú litlu böm og ljóst að ég á eftir að verða mikið heima við,“ segir Katrín en hún átti fyrir 10 ára dóttur. -RR Stuttar fréttir Hækkun launa möguleg Formaður Dagsbrúnar segir að með breytingu á sköttum, vísi- töluviðmiðunum og lánamálum megi hækka lægstu laun í 70 þús- und krónur án þess að verðbólga fari á skrið. Ríkisútvarpið greindi frá. Þjóðsögur á Netiö Atján bama faðir í Áifheimum og fleiri þjóðsögur em komnar á Intemetið. Ríkisútvarpið greindi frá. Lifrarbólga C Óvenjumörg tiifeili af vefrusýk- ingu af völdum lifrarbóigu C hafa fundist meðai þeirra sprautufikia sem hafa komið inn á Vog undan- farin þrjú ár. Morgunblaðið greindi frá. Metumferð Flugumferð um íslenska úthafs- flugstjómarsvæðið jókst um 8,1% á síðasta ári. Fer huldu höfði íslendingur, sem dæmdur var í fangelsi fyrir fikniefnabrot, fer huldu höfði í Svíþjóð eftir að is- iensk stjómvöld synjuðu honum um náðun. Stöð 2 greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.