Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimaslöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Forystunni gefið langt nef
Ungt fólk sem aðhyllist jafnaðarmennsku og félags-
hyggju nennir ekki lengur að bíða eftir atvinnustjóm-
málamönnum sem kenna sig við sömu stefnu. Langtím-
um saman hefur sameining jafnaðarmanna og félags-
hyggjufólks verið rædd en án árangurs. Á vinstri væng
stjómmálanna hafa menn verið sundraðir og komið
fram í mörgum áhrifalitlum smáflokkum.
Tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar en þær
hafa mistekist. Flokkamir hafa klofnað vegna átaka for-
ystumanna. Klofningsbrotin hafa þá talið sig boðbera
sameiningar jafnaðarmanna. Það hefur þó ekki gengið
eftir. Jafnaðarmenn og félagshyggjufólk hefur aðeins
komið fram undir enn fleiri merkjum. Flokksbrota þess-
ara hefur aðeins beðið beisklegur aldurtili.
Smáflokkar þessir hafa í raun aðeins verið hækjur
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitt á hvað í land-
stjórninni frá því að núverandi flokkakerfi komst á.
Stundum dugði stærri flokkunum einn lítill til fylgilags
en þess utan þurfti fleiri. Forystumenn smáflokkanna
gripu fegins hendi molana sem féllu af borðum hinna
raunverulegu valdaflokka. Þeir komust þá um stund að
kjötkötlunum og náðu að pota nokkrum flokksgæðing-
um í feit ríkisembætti. Minna fór fyrir stefnubreytingu
af þeirra völdum.
Reynslan sýnir að forystumenn félagshyggjuflokka ná
ekki að sameina flokka sína í einn jafnaðarmannaflokk.
Þar skortir bæði getu og vilja. Þeir sem hafa komist á
toppinn una glaðir við sitt. Þeir eiga nokkuð trygga þing-
mannsstöðu og jafnvel ráðherrastöðu endrum og sinn-
um. Það hentar því ekki þeirra hagsmunum að breyta.
Þetta veit það unga fólk sem um helgina efndi til stofn-
fundar Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggju-
fólks. Það bíður ekki lengur og unir ekki lengur því
kraðaki sem er á vinstri væng stjómmálanna. Það vill
athafnir í stað orða. í yfirlýsingu stofnfundar Grósku er
flokkakerfi gærdagsins send kveðja.
Ekkert skal um það fullyrt hvemig tilraun unga fólksins
tekst. Hún er þó öðmvísi en fyrri sameiningartilraunir
jafiiaðarmanna. Vera kann að með þessum hætti verði ráð-
in tekin af ráðamönnum flokkanna. Þeir hafa setið eftir og
standa frammi fyrir því hvort þeir eigi að stökkva á þann
vagn sem er að fara af stað eða sitja einir eftir.
Tilraunin er einnig athyglisverð fyrir þær sakir að
löngu er tímabært að stokka upp íslenska smáflokka-
kerfið. Fari svo að þessi öfl nái að sameinast einfaldar
það þá kosti sem í boði em. Það yrðu í meginatriðum
nýr jafnaðarmannaflokkur, vinstra megin miðjunnar,
Framsóknarflokkurinn á miðjunni og Sjálfstæðisflokk-
urinn hægra megin hennar. Sumir hefðu kosið að fá
Framsóknarflokkinn inn í félagshyggjuflokkinn og búa
þannig við tveggja flokka kerfi. Það er þó ekki líklegt að
það gerist.
Áherslur og ágreiningsefni em önnur innan flokka og
milli flokka en áður var. Nú er fremur deilt um sjávar-
útvegsmál og Evrópumál en til dæmis afstöðu til Atl-
antshafsbandalagsins sem áður skipti mönnum í flokka.
í stofnyfirlýsingu Grósku er farið fram á fordómalausa
umræðu um Evrópumál og að þjóðinni gefist tækifæri til
þess að segja til um aðild að Evrópusambandinu. Þá eru
Gróskufélagar sammála um að vera ósammála um Atl-
antshafsbandalagið. Þeir gera sér ekki rellu út af göml-
um ágreiningsmálum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hverjir
stökkva á vagninn, komist hann á skrið.
Jónas Haraldsson
Siguröur A. segir tónmenntakennslu vísast virkasta uppeldistækí sem skólar eigi völ á. - Myndin er tekin í
Suzuki-tónskólanum.
Ráð gegn afbrotum
menntafræðslu í grunn-
skólum fullnægt, sem er
vitaskuld fjarstæða.
Víðast hvar er tón-
menntakennsla látin
niður falla við tólf ára
aldur, þó lög mæli ský-
laust fyrir um að hún
skuli veitt öllum börn-
um uppað fjórtán ára
aldri. Er löngu kominn
tími til að þessum frek-
legu lagabrotmn linni,
enda stuðla þau að aug-
ljósu og óviðunandi
misrétti í samfélaginu,
meðþví þeim bömmn
einum er gert kleift að
stunda reglulegt tónlist-
arnám sem eiga sæmi-
lega efnaða foreldra og
„Endaþótt tónlistarlíf á íslandi hafí
staðið með miklum blóma undan■
farna áratugi, og þá fyrst og fremst
fyrir framtak sérhæfðra tónlistar■
skóla um land allt, þá er almennur
skilningur á mikilvægi tónmennta-
fræðslu einkennilega frumstæður.“
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
Kurt Masur, sem
er aðalstjómandi
tveggja helstu
hljómsveita verald-
ar, Gewandhaus í
Leipzig og Phil-
harmonic
Symphony
Orchestra of New
York, kvað uppúr
með það í sjón-
varpsviðtali vestan-
hafs fyrir tveimur
ámm, að ef hverj-
um grunnskóla
væri séð fyrir
tveimur hæfum
tónmenntakennur-
un mætti fækka
lögregluþjónum um
tvo í hverju skóla-
hverfi. Þessi
hressilega stað-
hæflng kann að
þykja nokkuð
dirfskufull og jafn-
vel langsótt, en
ætli hún sé ekki
nær sanni en
margur hyggur?
Endaþótt tón-
listarlíf á íslandi
hafi staðið með
miklum blóma
undanfarna ára-
tugi, og þá fyrst og fremst fyrir
framtak sérhæfðra tónlistarskóla
um land allt, þá er almennur
skilningur á mikilvægi tón-
menntafræðslu einkennilega
frumstæöur, ekki síst hjá ýmsum
forráðamönnum skólanna. Ég hef
haft spumir af skólastjórum sem
telja tónlist einhverskonar auka-
getu eða viðhengi við námsskrána
sem þarflaust sé að leggja sérstaka
rækt við, enda er hún einatt látin
víkja fyrir myndmennt, hand-
mennt og öðrum námsgreinum. í
mörgum skólum er alls enga tón-
menntakennslu að hafa, en í öðr-
um er hún í skötulíki. Til dæmis
telja sumir skólastjórar, að með
því að stofna lúðrasveit eða æfa
söngkór sé ákvæðum laga um tón-
geta því sótt sérhæfða og dýra tón-
listarskóla.
Hverfa frá kennslu
Hitt segir líka sína mælsku
sögu, að það unga hugsjónafólk,
sem sérhæfir sig í tónmennta-
kennslu, á svo erfitt uppdráttar
vegna vanskilnings og ömurlegra
launakjara, að margt af því hverf-
ur frá kennslu til annarra starfa
eftir tvö eða þrjú ár. í þessu efhi
skera íslendingar sig úr meöal
norrænna þjóða og raunar flestra
þjóða norðan Alpafjalla, þarsem
tónmenntakennsla nýtur mikillar
virðingar og er launuð í samræmi
við þaö, að ekki sé minnst á lönd
einsog Japan, þarsem litið er á
tónmenntakennslu sem undir-
stöðu almennrar menntunar.
Þann skilning hafa vestrænar
þjóðir raunar haft allt frá tímum
Forn- Grikkja, sem töldu tónlistar-
nám vera undirstöðu allrar frek-
ari menntunar. Hefur þessi forni
skilningur verið ítrekaður og stað-
festur með margvíslegum tilraun-
um og rannsóknum á þessari öld.
Einn margra frumkvöðla á því
sviði var ungverski tónsmiðurinn
og uppeldisfrömuðurinn Zoltán
Kódaly sem braut blað í sögu tón-
menntakennslu með solfakerfi
sínu. Tiiraunir hans og rannsókn-
ir leiddu ótvírætt í ljós, að tónlist
væri einhver áhrifaríkasti hvati
sem völ væri á til að örva náms-
getu og tryggja góðan árangur í
skóla.
Brýnna viðfangsefni
í þjóðfélagi, þarsem sérdrægni,
eiginhagsmunapot og ófyrirleitin
samkeppni eru sett í öndvegi er
tónmenntakennsla kannski
brýnna viðfangsefni en nokkur
önnur námsgrein, meðþví hún
byggir á samhug og samstarfi
þarsem allir taka virkan þátt í að
njóta, túlka og skapa, ekki einung-
is með rödd og fingrum, heldur
með öllum líkamanum, afþví tón-
list er ekki síður tjáð og túlkuð
með látbragði og dansi en söng og
hljóðfæraslætti. Hópvinna í tón-
listamámi er tvímælalaust væn-
legasta leið sem hugsast getur til
að samhæfa sundurleitar bekkjar-
deildir og fá þær til að vinna sam-
an með einum hug að þeim verk-
efnum sem fyrir eru tekin. Þess-
vegna er það nánast glæpsamlegt
að hérlendir skólar skuli gera
henni svo lágt undir höfði sem
raun ber vitni.
Ég fullyrði að unglingavanda-
málið svonefnda yröi þeim mun
auðveldara viöfangs sem meiri
rækt væri lögð við tónmennta-
kennslu í skólum landsins. Kurt
Masur hafði lög að mæla þegar
hann tengdi skort á tónmenntum
við afbrot unglinga.
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Stríösöxin munduð
„En nú er svo komið i menningarumfjöllun okkar,
að það þykir sjálfsagt að viku eftir viku, mánuð eft-
ir mánuð og ár eftir ár sé hnýtt og jafhvel sparkað í
helstu leikara þjóðarinnar í umfjölíun um leiklist -
oft mjög svo ómaklega og jafnvel af hreinum dóna-
skap í framsetningu og orðavali. Ef hins vegar ein-
hver úr leikhúsheiminum vogar sér að anda út úr
sér aðfinnslu eða athugasemdum um gagnrýnand-
ann Jón Viðar rýkur ekki bara hann sjálfur og rit-
stjóri hans upp til handa og fóta. Sjálft útvarpsráð
snýst til varnar og fjölmiðlaheimurinn mundar
stríðsöxina." Stefán Baldursson í Mbl. 17. jan.
Sami loddarahátturinn
„Ég efast ekki um að formenn þessara félaga vilji
ekki að þessi launastefna gildi í öðrum félögum. Þeir
hafa bara ekkert með það að gera. Þeir hafa hafnað
samfloti innan Alþýðusambandsins. Þrátt fyrir
áskoranir okkar hafa þeir hafnað því að móta ein-
hverja heildstæða launapólitík. Það er hugsanlegt að
tala um að bæta kjör lágtekjuhópa ef öll hreyfingin
stendur saman um það. Hins vegar er það óhugsandi
þegar hvert félag og hvert samband fer fram með sín
sérmál og sinna félagsmanna einna að leiðarljósi.
Þetta er því sami loddarahátturinn og stundum
áður.“
Þórarinn V. Þórarinsson í Alþbl. 17. jan.
Pólitískar upphrópanir
„Sem betur fer eru margir í þessu landi sem hafa
raunverulegan áhuga á því að bæta nám og kennslu.
Gaspur og einfaldar pólitískar upphrópanir eru ekki
líklegar til árangurs í þessu mikilvæga máli. Fólk
vill heyra umræðu sem einkennist af hlutlægni,
raunsæi og framsýni. Það gerir sér grein fyrir að
vandinn er margþættur og að skoða þurfi allar hlið-
ar hans.“ Börkur Hansen i Mbl. 17. jan.