Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 22
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 30 Fílamykja verður að pappír Náttýruvoraíifii maöurinn Mike Bugara hefur dottið niður á skemmtilega leið til að nýta fílamykju í Kenia. Hann býr einfaldlega til úr henni pappír. Frá þessu er skýrt í tímaritinu New Scientist. Bugara sótti hug- myndir sínar til Eg- ypta hinna fornu og aðferðanna sem þeir beittu við gerð pap- írus. Hann safnaði saman fllamykju af ræktarlandi sem fíl- ar höfðu gert sig heimakomna á, sauð hana og stappaði þar til hún varð eins og hafragrautur. Trefjamar voru þessu næst teknar úr og þær látnar þoma í sólinni. Bugara hefur nú fengið stuðning nátt- úruvemdaryfir- valda í Kenía sem ætla svo að senda út boðskort úr flla- mykjupappír vegna 50 ára afmælisfagn- aðarins síðar á ár- inu. Heili kvenna skreppur saman við þungun Það er ekki skrýtið þótt ófrískum konum finnist þær ekki vera eins og þær eigi að sér að vera. Breskir vísindamenn hafa nú komist að því að heili vanfærra kvenna skreppur saman og þær ná ekki aftur fyrri andlegum styrk fyrr en um hálfu ári eftir fæðingu. Margar konur segja að minni þeirra skerðist á meðgöngutímanum og kvarta yfir því að vera utan við sig. Anita Holdcroft, svæfingalæknir við konunglega læknaskólann í Lundúnum, og starfsbræður hennar rannsökuðu vanfærar konur og komust að þvi að heili þeirra skrapp saman seint á meðgöngunni. Við rannsóknina voru teknar segulmynd- ir af heila kvennanna. Sú fyrsta var tekin undir lok meðgöngunnar, önnur myndin sex til átta vikum eftir bamsburð og sú síðasta allt að sex mánuðum síðar. Hundarog um og líffærakerfum líkamans. Þegar gæludýrin verða veik er ekki bara farið með þau tii dýra- læknisins heldur fá alls konar með- hafa líka gagn af svæðanuddi Þeir em sjálfsagt margir sem mundu skrifa undir það að svokall- að svæðanudd komi að miklu gagni í meðferð á margvíslegum kvillum. Reynslan bendir hins vegar til þess að vinir okkar dýrin geti einnig not- ið góðs af meðferð þessari. Þetta á til dæmis við um bæði hunda og ketti. Svo virðist sem þeir bregðist mjög vel við með- ferð á þeim svæðum sem eiga við ósjálffáð viðbrögð þeirra. Kettir era aftur á móti lang- hrifnastir af því þegar fá andlits- meðferð og að sögn svæðanudd- arans Carol Morphett eru þeir líka ákaflega hrifnir af eyma- nuddi. Carol Morphett upplýsir að enda þótt maðurinn hafi 206 bein i líkamanum en bæði hund- ar og kettir 311, séu beinin í beinagrindum dýranna á ámóta stöðum og bein mannsins. Morp- hett segir að vert sé að rannsaka þetta nánar. Hún segir að dýrin, jafnt og mennimir, geti þjáðst af alls konar kvillum. Hún nefnir taugaveiklun, fælni af ýmsu tagi, aðskilnaðarótta, árásar- hneigð, auk fjölda annarra vandamála sem tengjast líffær- reiki, síðast svæðanudd. ferð við krankleika sínum, rétt eins og við. Þar má nefna ilmmeðferð, nálasfimgur, jurtalyfjameðferð og nú Mörgæsir ekki jafn miklir Ijúflingar og talið er: Ræna eggjum og berj- ast upp á líf og dauða Mörgæsir em kannski ekki jafh mikil krútt og gæða- blóð og við höfúm ímyndað okkur þegar við höfúm séð myndir af þeim kjagandi um ísbreiðuna á Suðurskautsl- andinu eða stingandi sér í sjóinn. Nýjustu rannsóknir á fuglum þessum eru nefnilega famar að svipta hulunni af ýmsum miður fallegum leyndarmálum þeirra. Það hefúr sem sé komið á daginn að mörgæsimar stela eggjum hver frá annarri og þær ganga næsfiun af hver annarri dauðri, svo kappsfullar em þær við að vemda yfirráðasvæði sitt á varpstöðvum eins og hinni afskekktu og vindblásnu Torgerseneyju við Suður- skautslandið. Nýju rannsóknimar leiða líka getum að þvi að rekja megi vígamóð mörgæsanna til testósteróns, karlhormónsins sem ólgar í mörgæsablóðinu snemma á pörunartímanum. í mönnum er testósterón gjaman nefnt í sömu andránni og árásarhneigð. Munurinn er bara sá að hormónabúskapur mör- gæsanna er hluti af viðleitni náttúrunnar til að búa ung- unum sem best undir fjandsamlegt umhverfi. „Það sem mér finnst merkilegast er hversu hændar mörgæsimar em að ungum sínum og varpstöðvum," segir Carol Vleck, dýrafræðingur við ríkisháskólann í Iowa í Badaríkjunum. Blóðsýni sem Vleck tók úr Adelie- mörgæsum benda til þess að hormónar ráði ferðinni um sérviskulegt og stundum ofbeldishneigt atferli mörgæsanna snemma á æxlunartímanum. Á eftir fylgir tímabil meiri umhyggju þegar ungamir koma úr eggjunum og magn testósteróns í blóðinu snarminnkar. „Það er stórkostlegt að sjá hversu mikinn persónu- leika þær hafa,“ segir Vleck þar sem hún stendur innan um hundmð mörgæsa á Torgerseneyju, ekki langt frá bandarisku Palmer-rannsóknarstöðinni. Rannsókn vísindamannanna frá ríkisháskólanum í Iowa er ein nokkurra sem verið er að gera á lítt þekkt- um þáttum í lífi mörgæsa. Allajafna er mjög erfitt að rannsaka þær þar sem þær verja mestum hluta lífsins úti á sjó og þær auka kyn sitt í mjög harðneskjulegu loftslagi. Nýlegar rannsóknir á annarri mörgæsategund, svonefndum keisaramörgæsum, hafa sýnt fram á að karlfuglamir liggja á eggjunum í níu vikur við hitastig sem getur farið allt niður í 60 stiga frost á Selsíus yfir vetrartímann. Og mörgæsimar geta kafað niður á 630 metra dýpi, sennilega dýpra en nokkur annar fugl. Æxlunartími Adelie-mörgæsanna hefst í október þeg- ar vetrarísbreiðan tekur að bráðna og kven- og karlfugl- amir koma upp á land til að para sig og marka sér land- skika. Kvenfuglinn verpir tveimur eggjum á stærð við tennisbolta í hreiður sem gert er úr steinvölum og held- ur svo cdeinn út á haf til að fita sig á svifkröbbum. Á meðan situr karlfuglinn á eggjunum og vemdar þau gegn skúminum sem mörgæsunum stendur mikil ógn af. Þegar kvenfuglinn kemur aftur hefúr karlinn fastað í allt að mánuð. Hann heldur þá til fæðuöflunar og síðan skiptast þau á að sitja á eggjunum, svona tvo daga í senn, þar til ungamir koma úr eggjunum seinni- partinn í desember. í mars, þegar vetur konungur hefur innreið sina á suðurhvelinu, em ungamir tilbúnir að sjá um sig sjálffr. En pabbi og mamma mega þó ekki líta af þeim eitt augnablik vegna skúmsins. Vísindamenn fá tækifæri til að rannsaka mörgæsim- ar þessa fáu mánuði sem þær em á þurm landi og dags- birtunnar nýtur við nánast allan sólarhringinn, eins og á norðurhvels- sumri. Og það sem þeir verða vitni að er ekki alltaf par fallegt, eins og eggja- þjófnaðurinn Alveg heilagur sannleikur: Eitt epli á dag kemur heilsunni víst í lag Eitt epli á dag kemur heilsunni í lag. Allir kannast við þennan söng og enn einu sinni hafa vísindamenn sýnt fram á hversu hollt það er að borða mikið af grænmeti og ávöxtum, vilji menn halda heilsunni sem lengst. Hver rannsóknin á fætur annarri styður fyrri fullyrðingar um að neysla grænmetis og ávaxta dragi úr líkunum á því að viðkomandi fái krabba- mein. Nýjasta rannsóknin bendir svo til að minni líkur séu á að grænmetis- og ávaxtaætumar deyi, úr blóðrásarsjúkdómum. Það er hópur breskra vísindamanna við Radcliffe-sjúkrahúsið i Oxford sem er ábyrgur fyr- ir nýjustu rannsókninni og sagt er frá henni í Breska læknablaðinu. Um miðjan áttunda áratuginn og í lok hans fengu vís- indamennirnir í lið með sér ellefu þúsund manneskjur sem gengust upp í því að borða hollan mat. Um var að ræða viðskiptavini í heilsubúðum, grænmetisætur og þar fram eftir götunum. Tilraunadýrin vom beðin að skrá hjá sér hversu oft þau borðuðu matvöm eins og heilhveitibrauð, ávexti og hrátt grænmeti. Þegar dánartiöni þeirra sem tóku þátt í rannsókninni var svo borin saman við almenna dánartíðni í Englandi og Wales kom í Ijós að dánartíðni þeirra sem borðuðu heilsusamlega var ekki jafnmikil og hinna. Og þeir sem sögðu vísindamönmmum að þeir hefðu borðað ávexti á hverjum einasta degi dóu miklu síður úr fijarta- og kransæðasjúkdómum en þeir þátttakendur sem borðuðu sjaldnar grænmeti. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ætla að dagleg neysla ávaxta dragi um 25 til 30 prósent úr lík- unum á dauðsfalli af völdum hjarta- og kransæðasjúk- dóma. Venjuleg gler- autju stórhæituleg Sjóngler úr algengu plasteftii eða bara gleri geta verið stór- hættuleg iþróttafólki þar sem þau em fremur brothætt. Aftur á móti em sjóngler úr fjölliðukarbónati, harðara og dýrara plastefni sem stundum er notað í oragg- ari. Notkun þeirra gæti komið í veg fyrir um 90 prósent þeirra augnskaða sem fólk verður fýrir við íþróttaiðk- un, eins og tennisleik, eða í vinn- unni. Þetta era niðurstöður rann- sóknar sem Paul Vinger við Tuftsháskólann í Bandaríkjun- um gerði og sagt er frá í blaði bandarísku læknasamtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.