Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Fréttir Sandkorn i>v Bankaráösmenn ákveöa kaup og kjör bankastjóranna: Fá laun í hlutfalli af bankastjóralau nu nu m - greiðslur til bankastjóra fyrir stjórnarsetur í endurskoöun „Það er ekki viðskiptaráðherra sem ákveður laun bankastjóra ríkis- bankanna. Það eru bankaráðin sem kosin eru af Alþingi sem taka ákvörðun um kaup og kjör banka- stjóranna. Einu áhrifin sem við- skiptaráðherra hefur af þessum málum er reglugerð frá tímum Matthíasar Bjarnasonar, sem við- skiptaráðherra, um að bankaráðs- mannalaunin skuli vera ákveðið hlutfall af launum bankastjóranna," sagði Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra i samtali við DV. Hann sagðist hafa átt fund með formönnum bankaráða Landsbank- ans og Búnaðarbankans þar sem rætt var um greiðslurnar sem bankastjórar fá fyrir fundarsetu eða stjómarsetu í fyrirtækjum sem bankarnir eiga í. Formennirnir hafa verið að skoða þau mál. „Ég tel að þessar greiðslur séu óeðlilegar og eigi að leggjast af. Mitt álit er að það eigi að móta svipaða reglu og mótuð hefur verið fyrir ráðuneytisstjórana. Kjaranefnd ák- vað þeim laun en þeir geta ekki tek- ið greiðslu fyrir setu í stjómum, nefndum og ráðum sem þeir sinna í vinnutímanum," sagði Finnur. Hann bendir á að stutt sé í að gerð verði formbreyting á ríkis- bönkunum. „Allavega formaður bankaráðs Búnaðarbanka er mér sammála um að rétt sé að gera breytingu á launa- uppbyggingu bankastjóra um leið og formbreytingin á sér stað,“ sagði Finnur Ingólfsson. -S.dór íslensku tónlistarverðlaunin 1997: Upp að helgi I Morgunblaðinu var á dögun- um sagt frá þeirri hugmynd Þór- arins Viðars Þórarinsson- ar, fram- kvæmda- stjóra VSÍ, að „færa“ sumardaginn fyrsta til haustsins og gefa þá launafólki frí á mánudegi í staðinn. Mogginn upplýsti í þessu sam- bandi að sumardagurinn fyrsti væri alltaf á fimmtudegi „upp að helgi“, eins og það var orðað, og þá vita menn það að styttist í helgina þegar kominn er fimmtu- dagur. í þessu sambandi er vert að geta þess að launafólk fær ágætis frí um páskana í lok næsta mánaðar því skírdagur er þá á fimmtudegi, föstudagurinn langi veröur að þessu sinni á fóstudegi „upp að helgi“ og svo kemur páskahelgin í kjölfarið með mánu- daginn „upp að helgi“ sem 2. dag páska. Ekki amalegt frí það. Fjölbreyttur hópur tón- listarmanna tilnefndur Eins og sagt hefur verið frá hér í DV verða íslensku tónlistarverð- launin 1997 afhent með pompi og prakt á Hótel Borg á fimmtudag. Þangað til mun DV fjalla daglega um þá sem eru tilnefndir til verð- launanna. Bassaleikari ársins Fimm eru tilnefndir sem bassa- leikari ársins 1997. Eiður Amarsson hefur leikið með Sniglabandinu og Todmobile en stjarna síðarnefndu hljómsveitarinnar hefur skinið bjart að undanförnu. Jakob Smári Magnússon hefur spilað með SSól og Bubba Morthens sem gaf út nýja plötu á árinu er nefnist Allar áttir. Sú plata seldist vel, en ekki eins vel og margar fyrri plötur Bubba hafa gert. Hin fomfræga hljómsveit Mezzoforte nýtur krafta bassaleik- arans Jóhanns Ásmundssonar en sveitin gaf nýlega út plötuna Mon- key Fields. Jóhann var valinn bassaleikari ársins í fyrra. Ef hægt er að tala um hljómsveit sem hefur staðið undir væntingum þá er það Botnleðja sem var valin bjartasta vonin i fyrra. Þaðan kemur bassa- leikarinn Ragnar Páll Steinarsson. Að síðustu má nefna Róbert Þór- hallsson en hann spilaði í söng- leiknum vinsæla Stone Free og með sönggyðjunni Emilíönu Torrini. Gítarleikari ársins Guðmundur Pétiu'sson var valinn gítarleikari ársins í fyrra en þeir sem eru tilnefndir nú eru Eðvarð Lárusson sem leikið hefur með ýms- um djassveitum, Friðrik Karlsson Mezzofortemaður, Guðmundur Pét- ursson sem lék með Emilíönu Torr- ini og í Stonefree, Kristján Krist- jánsson (betur þekktur sem KK) og Akureyri: Stórtjón á slippkantinum DV, Akureyri: Bráðabirgðaviðgerð á viðlegu- kanti Slippstöðvarinnar á Akur- eyri er lokið. Stórtjón varð þegar 15-20 metra hluti af viðlegukant- inum féll niður á miðvikudag. Talið er að ástæðuna megi rekja til þess að vélar skips sem lá við kantinn voru keyrðar í nokk- uð langan tíma og að þrýstingur- inn frá skrúfú skipsins hafi grafið undan kantinum með þeim afleið- ingum að hann féll niður. Skemmdin er við enda kantsins og hefur lítil áhrif á starfsemi stöðvarinnar. -gk *]*] Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birtmeð fyrirvara um prentvillur. Auður Ósk Einarsdóttir, Hermann Abrahamsen, Lára Bogen, Laugarnesvegi 108, Austurvegi 12, Aðalgötu 13, Reykjavík Hrísey Blönduósi Bjarni Sævar Róbertsson, Ingvar L. Guðjónsson, SigurðurG. Sigurðsson, Norðurbraut 35A, Heiðarbraut 31, Ásgarði 73, Hafnarfirði Keflavik Reykjavík Geirlaug Egilsdóttir, Jón Sæmundsson, Tinna Traustadóttir, Skjólbraut 7A, Kirkjubraut 17, Brekkubæ 37, Kópavogi Njarðvík Reykjavík -■ ■ —-—n P R I M Si S N Todmobilekempan Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Eins og I öðrum flokk- um er erfitt að sjá hver þessara færu tónlistarmanna muni hreppa titilinn, keppnin er jöfn og spenn- andi. Hljómborðsleikari ársins Eftirfarandi eru tilnefndir sem hljómborðsleikari árs- ins: Eyþór Gunnarsson, Jón Ólafsson, Kjartan Valdemarsson, Máni Svavarsson og Pálmi Sigurhjart- arson. Eyþór Gunn- arsson hefur eins og kunnugt er gert garðinn frægan með Mezzoforte og einnig spilað á plötu Bubba Morthens, All- ar áttir. Eyþór var valinn hljómborðsleikari ársins i fyrra. Jón Ólafsson vann náið með Em- ilíönu Torrini, úr því sam- starfi varð metsölu- platan Mer- maim. Kjart- an Valde- marsson tók þátt í endurreisn Todmobile, Máni Svavarsson starf- aði með Stefáni Hilmarssyni við gerð plötunnar Eins og er. Síðast en ekki síst spilaði Pálmi Sig- urhjartarson með fé- lögum sínum í Snigla- bandinu. -JHÞ Guömundur Pétursson var valinn gítarleikari ársins í fyrra. DV-mynd GS Innbrot við Boðagranda: Skrifstofubúnaði og skiptimynt stolið Brotist var inn í veiðarfærafyrir- tækið Ingvar og Ara við Boða- granda í fyrrinótt. Skrifstofubúnaði að verðmæti hundruð þúsunda króna var stolið, þ.á.m. tölvu, tveim- ur prenturum, ljósritunarvél og faxtæki. Einnig var hirt skiptimynt upp á um 10 þúsund krónur. Þjófarnir komust inn með því að brjóta upp hurð og aka bíl inn í bíla- afgreiðslu fyrirtækisins. Þar var góssinu komið fyrir í rólegheitum. RLR rannsakar málið og enginn hafði verið tekinn vegna þess síð- degis í gær. Viskílyktin Meira af þeim vinnuveitenda- sambandsmönnum, eða um þá öllu heldur. Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsfor- kólfur frá Húsavík, sagði á opn- um fundi um kjaramálin á Ákureyri í siðustu viku frá „glasa- gangi" í höf- uðstöðvum vinnuveit- enda í Garða- strætinu. Aðalsteinn sagði að þeg- ar frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur var samþykkt á Al- þingi hefði mikið verið fagnað í Garðastrætinu. Þar hetði ríkt há- tíðarstemning. Hins vegar hefði ekki verið neinn hangikjötsilmur í húsinu en vel hefði lyktað af viskíi þegar skálað hefði verið fyi’ir nýju lögunum um allt húsið. Svartur færi betur I hagyrðingaþætti í blaðinu Feyki á Sauðárkróki segir frá því aö Vigfús Pétursson í Hægindi hafl sett saman visu eftir að fréttir bárust af þvi að er- lendur mað- ur hefði fundið bleik- an smokk við Snorra- laug í Reyk- holti. Hinir svokölluðu gárungar voru fljótir til að eigna séra Geir Waage smokkinn og þá varð þessi vísa til hjá Vigfúsi: Bleika smokka brúka þeir, byrjar snemma vetur. Svartur færi séra Geir sennilega beiur. Boðorðum fækkar í umræddum hagyrðingaþætti i Feyki er ekki látið þar við sitja gagnvart klerkastétt- inni og segir þar að svo virðist sem allur vindur sé nú úr svokölluðum biskupsmál- um. Meðan loftvogin hafi stigið nokk- uð hátt i þeirri um- ræðu á sin- um tíma hafi hins vegar komist á loft eftirfar- andi kveðskapur sem blaðið birti nafnlausan: Kætist lund hjá klerkonuin, hjá konum fá að hátta. Biskup fækkar boðorðum, brátt úr tiu í átta. Umsjón: Gylfi Krístjánsson -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.