Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. Lítill tími til stefnu Kjaraviðræður hafa dregist úr hömlu. Efnahagslíf þjóðarinnar líður fyrir það. Erfiðara er að gera áætlan- ir, fyrir launþega jafnt sem fyrirtæki. Óvissa ríkir um niðurstöðu samninga og það hvort launþegahreyfingin grípi til aðgerða til þess að þrýsta á kröfur sínar. Samn- ingsaðilar hafa staðið í hægfara hnoði ffá því í haust. Samningar voru lausir um áramót. Dýrmætur tími hef- ur farið til spillis í verki sem hefði átt að vera lokið. Vinnuveitendasambandið hefur fram til þessa kvartað undan því að verkalýðshreyfingin sameini ekki kröfur sínar. Þannig væri við færri að semja og mál gengju auð- veldar fyrir sig. Það umkvörtunarefni er að hluta til úr sögunni eftir að landssambönd innan Alþýðusambands íslands lögðu fram sameiginlega kjarastefnu og kynntu vinnuveitendum fyrir helgi. Tvö af stærstu verkalýðsfé- lögunum standa að vísu utan við kröfugerð landssam- bandanna, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Dags- brún og Framsókn. Formaður Dagsbrúnar hefur þó lát- ið hafa eftir sér að félögin séu ekki í andstöðu við kjara- stefnu landssambandanna og ekki beri mikið á milli krafna Dagsbrúnar og Framsóknar annars vegar og landssambandanna hins vegar. Kjarastefna landssambandanna og kröfugerð beinist annars vegar að vinnuveitendum og hins vegar að stjórnvöldum. Fléttað er saman launastefnu með áherslu á kjarajöfnun og breytingar á skattkerfinu. Formenn landssambandanna gefa sjáifum sér og viðsemjendum tíu daga til þess að ná niðurstöðu. Gangi það ekki upp verður tekin sameiginleg ákvörðun um undirbúning að- gerða til þess að fylgja kröfugerðinni eftir. Kröfur landssambanda ASÍ gagnvart vinnuveitendum felast í hækkun lágmarkslauna og að launataxtar verði færðir nær greiddu kaupi, auk krónutöluhækkunar launa. Miðað er við tveggja ára samningstíma sem er ári styttri tími en Verslunarmannafélag Reykjavíkur gerir ráð fyrir í kröfum sínum. Hagdeild ASÍ metur kostnað atvinnulífsins vegna krafnanna á um 5 prósent á hvoru ári samningstímans og að verðbólga á þeim tíma verði svipuð og hún er nú, eða um 2,5 prósent. Hagdeildin met- ur kaupmáttaraukningu á samningstímanum 6 prósent, mesta hjá hinum lægst launuðu. Vinnuveitendur hafa lýst því yfir að gagnlegt sé að landssamböndin séu komin saman að einu borði. Það auðveldi viðræður. Þeir vefengja hins vegar útreikninga Alþýðusambandsins á kostnaðaraukningu fyrirtækj- anna. Þá sé og óljóst hvort launahækkun í krónutölu muni margfaldast upp launastigann, með hækkun álags- og aukagreiðslna. Hér er um hefðbundin úrlausnarmál samningagerðar að ræða og þörf er á þeirri úrlausn fljótt. Þjóðin krefst þess að þegar verði gengið til þessa verks af einurð, festu og ábyrgð allra sem að málinu koma. Um það er ekki deilt að tækifæri er til að auka kaupmátt launafólks. Viðurkennt er að lægstu taxtar eru ekki mannsæmandi. Ábyrgð hvílir á aðilum beggja vegna borðs. Það þarf að bæta kjörin en um leið að gæta þess að sá stöðugleiki haldist sem færir fólki aukinn kaupmátt og fyrirtækjum eðlilegan rekstrargrundvöll. Úrlausn fæst ekki nema stjómvöld komi að, enda snýr kröfugerðin að hluta til að þeim. Forsætisráðherra er til- búinn til viðræðna við verkalýðshreyfmguna um skatta- mál og hvetur um leið samningsaðila til að hraða vinn- unni. Það er brýn nauðsyn. Jónas Haraldsson Þó hreint ekki verði jafnað við þær óbærilegu voðafregnir af margvíslegum hermdarverkum sem daglega berast frá Afríku, Asíu og ýmsum öðrum svæðum á okkar langhrjáða hnattkríli, þá hljóta þær margbirtu hérlendu fregnir á undanfornum árum að teljast til mikilla ótíðinda, að þús- undir manna, ekki síst fólk á efri árum, standi bókstaflega á götunni og hafi misst allt sem það eignað- ist um ævina, vegna þess að skrif- að hafði verið uppá víxla eða skuldabréf fyrir hörn, barnabörn eða önnur skyldmenni. Þetta veldur ekki einungis sárri þjáningu eignamissis og allsleysis, sem engin ástæða er til að gera lít- ið úr, heldur hefur einnig í mörg- um tilvikum í fór með sér tvístrun fjölskyldna og logandi hatur milli náinna skyldmenna, sem er kannski sárara en allt annað. Nýbirtar fregnir herma að 18.000 manns hafi orðið fyrir fjár- hagstjóni af þessum sökum, og má Persónulegar skuldbindingar um 475 af öllum bankaábyrgöum á íslandi. Ómannúðlegt kerfi Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur skipti. Kannski er þess ekki að vænta, að hérlendir bankar fái rækt þessa skyldu, með því reglan hefur verið sú allt til dagsins í dag, að banka- stjórastöður falli i hlut afdankaðra og lang- þreyttra pólitíkusa, sem verðlaunaðir eru með þægilegum og áhyggjulausum emb- ættum fyrir áralanga þjónkun við flokkinn. Hér á landi þykir það sérstökum tíðindum sæta, ef bankastjóra- staða er veitt sérfróð- um, framtakssömum og reyndum bankamanni. „Það er vísast engin tiiviljun, heldur hluti af allsherjarspilling- arkerfí stjórnmálanna, að löggjaf- inn hefur búið svo haganiega um hnútana, að enginn ber beina ábyrgð á þessari gegndarlausu sóun á fjármunum landsmanna. “ vel gera sér i hugar- lund harmsöguna sem tengist hverju einstöku tilviki. Átjánþúsund sorg- arsögur hjá einni hamingjusömustu þjóð veraldar! Öll á þessi dæma- lausa ósvinna ræt- ur i kerfi sem hér hefur verið hlúð að svo lengi sem menn muna, og á sér ekki - að því er ég best veit - hliðstæðu í neinu svokölluðu siðmenntuðu ríki. Ráðherra banka- mála upplýsti að hérlendis næmu persónulegar skuldbindingar 47% af öllum bankaábyrgðum, en hlutfallið væri 10% í nálægum löndum, og segir það sína mælsku sögu um ástandið hér á landi. Samtrygging- arkerfi Um er að ræða samtryggingarkerfi banka og sparisjóða um að firra sig ábyrgð á eigin gerðum og skella henni á blásaklausa ættmenn eða vini þeirra sem lán þurfa að taka. í al- vöruríkjum er bankastofnunum Ijóst að þær eiga sjálfar að hera ábyrgð á lánsviðskiptum sinum og ráða til þess sérstaka ráðgjafa að meta stöðu væntanlegra lántak- enda og getu þeirra til að standa í skilum. Auðvitað útheimtir þetta bæði hæfa sérfræðinga, talsverða vinnu og lifandi tilfinningu for- ráðamanna fyrir sóma og ábjrrgð bankans. Banki sem ekki rækir þessa skyldu við sjálfan sig og við- skiptavinina er fljótlega úr leik í samkeppni um arðvænleg við- Þetta hefur landslýður látið sér lynda áratug eftir áratug, og virð- ist litlu hcifa breytt, þótt banka- stjórar ríkisbankanna hafí gert sig seka um yfirgengilega óráðsíu í lánum til ævintýramanna sem af einhverjum duldum orsökum virð- ast ævinlega eiga innangengt í fjárhirslur bankanna, samanber tveggja ára afskriftir uppá marga milljarða hjá einum banka ekki alls fyrir löngu vegna óinnheimt- anlegra lána í sambandi við fisk- eldi og loðdýrarækt. Nýjasta dæ- mið er skuld Laxárvirkjunar sem „týndist" í kerfinu þartil Ríkisend- urskoðun fór í saumana á óráð- seminni! Það er vísast engin tilviljun, heldur hluti af allsherjarspilling- arkerfi stjómmálanna, að löggjaf- inn hefur búið svo haganlega um hnútana, að enginn ber beina ábyrgð á þessari gegndarlausu sóun á fjármunum landsmanna. „Þetta bara gerðist, það var ófyrir- sjáanlegt," segja menn og þvo hendur sínEir, áðuren hafist er handa um næstu sólund. Víöa pottur brotinn Menn benda væntanlega á, að víðar en á íslandi fari bankar illa með fjármuni eða verði fyrir barð- inu á óprúttnum fjárglæframönn- um, og er frægt dæmi um það hrun Barings-banka fyrir tveimur árum, sem rekja mátti til ungs starfsmanns í útibúinu í Singa- pore og slælegs eftirlits Englands- banka. Það er mikið rétt, að pottur er miklu víðar brotinn en í henni Reykjavík, en það getur með engu móti réttlætt það vítaverða og for- dæmislausa athæfi að setja lög, sem beinlínis stuðla að því að sundra fjölskyldum og ræna aldr- að fólk aleigunni. í stað þess ætti að setja lög sem skylduðu allar bankastofhanir til að ráða til sín hæfa sérfræðinga til að meta allar aðstæður lántak- enda. Enginn er fullkominn, og auðvitað mundi sú tilhögun líka leiða af sér eitthvert tap fjármuna, en þó ekkert í líkingu við þá ábyrgðarlausu sóun sem við höf- um horft uppá í sambandi við fisk- eldi og loðdýrarækt. Hinsvegar mundi slík tilhögun valda margfalt minni skaða á sjálfri undirstöðu samfélagsins, fjölskyldunni, og ekki slá til jarðar kynslóðina sem raunverulega bar hitann og þungann af uppbygging- unni sem átt hefur sér stað frá stríðslokum, hvort heldur hún var til góðs eða ills. Verður er verka- maðurinn launa sinna, stendur í Helgri bók, en því virðast löggjaf- inn og bankavaldið illu heilli löngu hafa gleymt. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Smugudeilan „Deilumar um Smuguna hafa rist djúpt í stjóm- málaátökum á íslandi, og jafnaðarmenn hafa ráðið miklu um að Norðmönnum var mætt af fullri hörku. Það ber að rifja upp, að í djúpri efnahagskreppu á siðasta kjörtímabili var það forysta Alþýöuflokksins, sem tók af skarið og lagðist alfarið gegn áætlun sjáv- arútvegsráðherra um að stöðva Smuguveiðamar, með hæpnum lagarökum...Auðvitað þarf áræði til að breyta um stefnu í málinu. Það gildir ekki síst um jafnaðarmenn, sem hafa fylgt harðri stefnu gagnvart Norðmönnum frá upphafi." Úr forystugrein Alþýðubl. 13. febr. Algjör uppstokkun „Núverandi tekjuskattskerfi gefur ekki þá mögu- leika og er nú svo komið að fólki finnst sjálfsagt að svíkja undan því sé þess einhver kostur. Lítilsháttar lagfæringar á kerflnu em ekki til neins. Á því verð- ur að vera algjör uppstokkun með það að markmiði að einfalda skattkerfið og leyfa fólki að njóta ávaxta erfiðis síns. Það verður að borga sig að vinna i þessu landi!“ Guðlaugur Þór Þórðarson í Degi-Tímanum 13. febr. í góðærinu „Nú skiptir meginmáli, að við fótum okkur jafn vel í góðærinu. Niðurstöður þeima kjaraviðræðna, sem nú standa yfir ráða úrslitum um það. Verzlun- armannafélag Reykjavíkur hefur tekið frumkvæði í því að beina þessum viðræðum í ákveðinn farveg, og ástæða er til að fagna því. Það sýnir mikinn styrk hjá þessu fjölmennasta launþegafélagi landsins...Það er full ástæða til að ætla, að björt framtíð blasi við, ef rétt er á haldið næstu daga og vikur og samstaða tekst um skynsama kjarasamninga en jafnframt sanngjama í garð launþega." Úr forystugrein Mbl. 13. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.