Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Page 6
útlönd LAUGARDAGUR 3. MAI 1997 stuttar fréttir Breytt um stefnu Franskir sósíalistar sögðu í gær að þeir mundu breyta um efnahagsstefnu til að hægt væri að fjölga atvinnutækifærum án þess að auka opinber útgjöld, ef þeir fengju meirihluta i kosning- unum í lok mánaðarins. Nasistagull til Sviss í væntanlegri skýrslu frá bandarískum stjórnvöldum segir að sannanir séu fyrir því að þýskir nasistar hafi selt Sviss- lendingum gull sem stolið var frá fórnarlömbum heltararinnar. Sinn Fein á þing Gerry Adams og Martin McGuinness, leiðtogar írska þjóðemis- flokksins Sinn Fein, pólitísks arms írska lýðveldishers- ins, voru kjörnir á breska þingið fyrir Norður- írland í kosn- ingunum á fimmtudag. Sinn Fein hefur ekki átt tvo fulltrúa á þinginu í rúma fjóra áratugi. Dyr NATO opnar Klaus Kinkel, utanríkisráð- | herra Þýskalands, fullvissaði Slóvaka um það í gær að þótt þeir kæmust ekki inn í NATO í | fyrstu umferð stækkunarinnar, , væri ekki búið að loka endan- I lega á þá. Widerberg látinn Sænski kvikmyndaleikstjór- inn Bo Widerberg lést á mið- vikudag, 66 ára gamall. Ein fræg- asta mynd hans er Elvira Madig- an frá 1967. Iranir vara ESB viö íranskur klerkur varaði ríki Evrópusambandsins við því að þrýsta á írani í deilunni sem nú geisar þeirra í milli þar sem slíkt kynti aðeins undir andúð í garð Vesturlanda. Winnipeg vinnur Flóðgarðar í Winnipeg í Kanada stóðust áhlaup Rauðár þegar flóðið í henni náði há- marki í gær. Ekki er búist við að flóðið fari að sjatna fyrr en eftir : fimm daga. Uppgjöf í Texas Lykilmaður i hópi aðskilnað- arsinna í Texas yfirgaf höfuð- stöðvamar í gær og var umsvifa- laust handtekinn. Lögreglan hef- ur setið um stöðvarnar í tæpa viku. Leiðtogi hópsins og fleiri þráast enn við. Sandbylur á Egyptalandi Versti sandbylur í þrjátíu ár gerði Egyptum lífið leitt í gær. Einn maður lést og truflanir urðu á flugi til og frá alþjóðaflug- vellinum í Kaíró. Reuter Hlutabréfamarkaður: Spurning um áhrif kosninganna Tony Blair fagnaö ákaflega við komuna í Downingstræti: Nú er kominn timi til að láta verkin tala búinn að skipa í helstu ráðherrastöður nýrrar stjórnar Tony Blair, nýr forsætisráðherra Bretlands, var varla búinn að jafna sig eftir stórsigur Verkamanna- flokksins á íhaldsflokknum þegar hann vatt sér í að skipa í helstu ráð- herraembætti stjómar sinnar í gær. Hann sagði að stjórn sín mundi sameina Bretland á ný eftir átján ára valdaskeið íhaldsflokksins. John Major, fráfarandi forsætis- ráðherra, kom félögum sínum gjör- samlega i opna skjöldu þegar hann tilkynnti þeim að hann mundi segja af sér sem leiðtogi Ihaldsflokksins eftir fyrsta tap flokksins í kosning- um frá árinu 1974. Starfsmenn Verkamannaflokksins veifuðu fánum og fögnuðu ákaflega fyrir utan skrifstofu forsætisráðher- rans í Downingstræti í gær. Blair lof- aði flokksmönnum sínum stjórn sem beitti hagsýnum leiðum til að ná fram háleitum markmiðum. „í átján ár, átján löng ár, hefur flokkur minn verið í stjórnarand- stöðu. Hann gat aðeins látið orðin tala, ekki verkin. í dag hefur okkur verið falin sú mikla ábyrgð sem felst i því að stjórna landinu. Nú er búið að tala nóg. Það er kominn tími til að láta verkin tala,“ sagði Blair. Blair staðfesti að varaformaður flokksins, John Prescott, yrði að- stoðarforsætisráðherra og að Gor- don Brown, helsti stuðningsmaður hans í að þoka Verkamannaflokkn- um inn að miðju stjórnmálanna, tæki við embætti fjármálaráðhera. Robin Cook, rauðskeggjaður Skoti og einhver skarpasti maður- inn sem situr á breska þinginu, verður utanríkisráðherra nýrrar stjórnar. Blindur maður tekur nú sæti í breskri ríkisstjórn í fyrsta sinn. Hann heitir David Blunkett og fer með menntamál. Margaret Beckett verður viðskipta- og iðnaðarráð- herra. Major yflrgaf embættisbústað for- Tony Blair og Cherie, kona hans, veifa stuðningsmönnum sínum fyrir utan breska forsætisráðherrans. sætisráðherrans í Downingstræti í síðasta sinn fyrr um morguninn til að afhenda Elísabetu drottningu af- sögn sína, eftir tilfinningaþrungna kveðjuathöfn með starfsliði sínu. „Þegar tjaldið fellur er kominn tími til að yfirgefa sviðið,“ sagði Major við fréttamenn. Ekki er ljóst hvenær Major lætur af embætti leiðtoga íhaldsflokksins. Hugsanlegt er að hann sitji þar til í júlí. Baráttan um eftirmann hans hófst um leið og fréttin um afsögn hans spurðist út. Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra Majors, varð fyrstur til að bjóða sig fram. Michael Heseltine, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra, og William Hague, fyrrver- andi ráðherra málefna Wales, voru hins vegar eftirlætismenn veð- mangaranna. Lokaniðurstöður kosninganna urðu þær að Verkamannaflokkur- Downingstræti 10, embættisbús Símamynd Re inn fékk 419 þingsæti, íhaldsflc urinn 165, Frjálslyndir demókn 46 og aðrir flokkar 29. Verkamar flokkurinn hefur því 179 sæta mt hluta. Rer Kabila mætti ekki til friðarviðræðna Laurent Kabila, leiðtogi uppreisn- armanna í Saír, hefur hætt við þátt- töku í alþjóðlegum friðarfundi, að minnsta kosti um stundarsakir. Fundurinn hafði það að markmiði að fá hann til að ræða augliti til auglits við Mobutu Sese Seko, for- seta Saírs. Þetta var haft eftir heim- ildarmönnum í Angóla í gærkvöld. Opinber heimildarmaður i Lu- anda sagði Reutersfréttastofunni að Thabo Mbeki, varaforseti Suður- Afríku, hefði haldið aftur um borð í skipið þar sem viðræðumar áttu að fara fram til að skýra út fyrir þeim sem þar væru að Kabila kæmi ekki. „Mobutu var kominn um borð í suð- ur-afrískt herskip sem lá við bryggju í Pointe Noire í Kongó. Nel- son Mandela, forseti Suður-Afríku, tók á móti honum. Mandela ætlaði að stjórna viðræðunum. Kabila hélt í gærkvöld aftur til Lubumbashi. Reuter Góð samskipti við Bandaríkin Thatcher biðui Blair um að eyðileggja ekli ávinninginn Talsmaður Hvíta hússins spáði því í gær að gott samstarf mundi takast með Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands. „Forsetinn hlakkar til að vinna með Blair forsætisráð- herra,“ sagði talsmaðurinn, Mike McCurry. Clinton hringdi í Blair í fyrrinótt til að óska honum til hamingju með sigurinn. Hann reyndi einnig að ná í John Major en Major var ekki viðlát- inn svona seint. Reuter Verð hlutabréfa í London endaði í nýju meti við lokun á fimmtudag eft- ir afar dauðan tíma síðustu misser- in. Flestir verðbréfasalar hafa haldið að sér höndum þar til nú að niður- staða er fengin í kosningar til breska þingsins. Kauphallir voru lokaðar í Evrópu 1. maí, alls staðar nema í London. Þar fór FTSE-hlutabréfavísitalan 0,7 punkta upp fyrir hæsta verð ársins frá því 11. mars, upp í 4445,0. Nú velta menn því fyrir sér hvaða áhrif sigur Verkamannaflokksins muni hafa á breska hlutabréfamark- aðinn. Sumir sögðu fyrir kosning- arnar að FTSE gæti hugsanlega fall- ið hratt ef Verkamannflokkurinn sigraði. Nú er það staðreynd og þá er að sjá hvað gerist. Dow Jones reis í vikunni upp fyrir 7.000 punkta í fyrsta skipti í langan tíma. Hún féll niður í 6975,68 á fimmtudag. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 7000 v\ fj 6600^ 6400 6200 6975,68 F M A M —PTBMj | »frs,r 5-3 jrwM. £28 mmmm 2000 1500 250 $/t p 281,6 A M í $/t F 235 225 215 205 \ 23JP 20 15 : $/ r tunnaF 18,02 A M Margaret Thatcher, fyrru forsætisráöherra Bretianc óskaði Tony Blair, leið- toga Verka- mannaflokks- ins, til ham- ingju með kosningasig- urinn í gær. Hún varaði hann þó við því að gera að eni það sem hefði áunnist á átj; ára stjórnartíð íhaldsflokksin Thatcher sagði við frétl menn fyrir utan heimili sitt: Blair hefði tekist vel að fe smáatriði stefnuskrár sinnar meðan á kosningabaráttun stóð. Hann hefði tileinkað s margt af því sem hún og Jol Major, fráfarandi forsætisrá herra, hefðu haldið á lofti un anfama tvo áratugi. Konum vegn- aði vel í kosn ingunum Fleiri konur en nokkru sin fyrr náðu kjöri i kosningunu í Bretlandi á fímmtudag. S: degis í gær benti allt til að þir konur yrðu um 120, hin yngs 24 ára. Á síðasta þingi sátu konur. Karlar verða engu síður áfram í miklum mei hluta. Meðal nýliða á þingi eru t' burasysturnar Angela og Mar Eagle sem voru kjörnar fyt Verkamannaflokkinn. Þær e fyrstu tvíburamir og fyrs systurnar sem komast á þing Reut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.