Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 12
LAUGARDAGUR 3. MAI 1997 Heiðraður eftir 44 ára starf á Vellinum: Var á leið út í heim en varð ástfanginn í Keflavík DV, Suðumesjum:________________ „Þessi tími hefur bæði verið góð- ur og skemmtilegur. Það er mjög gott að vinna fyrir Bandaríkja- menn,“ segir Trausti Björnsson sem lét af starfi framkvæmdastjóra verslunardeildar Varnarliðsins, Navy Exchange, á Keflavíkurflug- velli. Hann lét af störfum sökum aldurs 23. mars en þá hafði hann unnið hjá versluninni í 44 ár. Trausti segir að Bandaríkjamenn styðji við fólk sem þeim líkar vel við. Fólk er látið bera ábyrgð á starfi sínu og miskunnarlaust látið fara ef það stendur sig ekki. Trausti hóf störf hjá Varnarliðinu 1. ágúst 1952. Hann byrjaði á hótel- inu og lagernum. 23. mars 1953 frétti Trausti að það vantaði menn í vinnu hjá verslun Varnarliðsins. Hann sótti um og fékk starfið. Trausti var ráðinn fyrir 1950 krónur á mánuði og þá var dollarinn 4 ís- lenskar krónur en í dag eru 27 dalir 1950 krónur. Hann starfaði fyrst hjá landhernum, sem var með flugvöll- inn á sinni könnu, síðan tók flug- herinn við og nú síðast starfaði hann hjá sjóhernum sem rekur verslunina Navy Exchange. Heiðraður Mikil veisla var haldin Trausta til heiðurs nýlega. Hún fór fram í yf- irmannsklúbbnum á Vellinum. Þar var samankominn fjöldi gesta til að samfagna Trausta á þessum tíma- mótum. Æðstu yfirmenn Varnar- liðsins þökkuðu hon- um fyrir vel unnin störf. Trausti fékk margar glæsilegar gjafir og símskeyti voru lesin upp í veislunni. Þau voru frá yfirmönnum í Bandaríkjaher, sem eru farnir af landi, en höfðu átt góðar stundir hjá Trausta 1 versluninni. Jack Crotty, yfirmaður Navy Exchange á Vellinum, sagði að ef Trausti ynni 40 klukkustundir á viku þá hefði hann unnið 91.250 klukku- stundir hjá verslun- inni. Trausti hefur þjónað 242 þúsund manns á Vellinum og 4316 starfsmenn hafa unnið hjá hon- um. Lítil sala fyrst Trausti segir að salan í versluninni hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Hún jókst þó með árunum eftir því sem hermönnum og fjölskyldum þeirra fjölgaði á Keflavíkurflugvelli. Trausti segir að salan hafi verið mest áramótin 1989-1990 þegar Berlínarmúrinn féll. Þá var selt fyr- ir 20 milljónir dollara sem umreikn- ast í dag í 1,4 milljarða. Á þeim 44 Æöstu yfirmenn Varnarliösins þökkuöu Trausta fyrir glæsilegar gjafir. árum sem Trausti starfaði hjá versl- uninni fór veltan í um 44 milljarða. Þegar mest var unnu hjá Trausta 110 manns en í dag eru starfsmenn einum þriðjungi færri. „Þegar ég byrjaði þá var bara eín gata á Vellinum. Landherinn var með sex skriðdreka sem þeir æfðu sig á innan Vallar og utan. Þá var vel unnin störf. Hann fékk margar DV-mynd ÆMK hægt að telja fjölskyldur hermanna á fingrum annarrar handar. Þegar herinn var við æfingar á þessum tíma var lítið að gera í verslun- inni,“ segir Trausti. Sumarföt frá Kúbu Margt hefur gerst á þessum árum sem Trausta þykir eftirminnilegt. „Við fengum einu sinni nokkra gáma fulla af sumarvörum sem áttu að fara til Kúbu. Kúbverjar fengu í staðinn vetrarfötin sem áttu að koma hingað. Það hefði verið gam- an að sjá svipinn á þeim þegar þeir opnuðu gámana,“ segir Trausti Björnsson. Verslun Varnarliðsins hefur feng- ið þrisvar sinnum hin eftirsóttu Bingham-verðlaun og að auki verið útnefnd nokkrum sinnum. „Verðlaun þessi eru veitt best re- knu versluninni það árið. Þetta er eins og fyrir kvikmyndaiðnaðinn að fá óskarinn," sagði Trausti. En af hverju fór Trausti að vinna hjá Vamarliðinu? „Ég er ættaður að norðan, Húnavatnssýslu, og var á leiðinni út í hinn stóra heim til að skoða mig um. Ég var nýkominn úr skólanum. Mig vantaði peninga og stoppaði í Keflavík til að vinna mér inn fyrir farinu og fór því að vinna á Vellinum. Eftir að ég var nýkom- inn til Keflavíkur, 1952, þá hitti ég eiginkonu mína, Áslaugu Hilmars- dóttur, og hef verið í Keflavík síðan en ekkert varð úr fór minni út í heim,“ sagði Trausti Bjömsson með bros á vör. Trausti hefur nóg að gera i framtiðinni, meðal annars i garðræktinni á heimili sínu að Smáratúni 40 i Keflavík. Hann og eiginkona hans eiga margverðlaun- aðan garð sem hefur vakið mikla at- hygli bæjarbúa. -ÆMK erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Michael Ondaatje: The Engiish Patient. 2. John Grlsham: Runaway Jury. 3. Jilly Cooper: Apassionata. 4. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. 5. Nick Hornby: Hlgh Fldellty. i 6. Graham Swlft: Last Orders. 7. Tom Clancy & Steve Piecenlk: Op Centre: Acts of War. 8. Tom Sharpe: The Mldden. 9. Seamus Deane: Readlng In the Dark. 10. Cllve Cussler: Shock Wave Rit almenns eölis: 1. The Splce Glrls: Girl Power. 2. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 3. Nick Hornby: Fever Pltch. 4. Paul Wllson: A Little Book of Calm. 5. The Art Book. 6. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 7. Herodotus: Tales From Herodotus. 8. Labour Party Minlfesto 1997. 9. Richard E. Grant: Wlth Nails. 10. Will Huttonn: The State to Come. Innbundnar skáldsögur: 1. John Grlsham: The Partner. 2. Wllbur Smlth: Birds of Prey. 3. Raymond E. Felst: Rage of a Demon Klng. 4. Patrlcla D. Cornwell: Hornet's Nest. 5. Arthur C. Clarke: 3001: The Flnal Odyssey. Innbundin rit almenns eðlls: 1. Tlm Smit: The Lost Gardens of Heligan. 2. Jean-Domlnique Bauby: The Divlng-Bell and the Butterfly. 3. Dava Sobel: Longitude. 4. Scott Adams: The Dilbert Prlnclple. 5. Wlllllam Dalrymple: From the Holy Mountain. (Byggt á The Sunday Times) 1470 leikrit Alþena, höfuöborg Grikklands. Þangaö hafa nú borist 1470 leikrit viös vegar úr heiminum. Símamynd Reuter Stærsta alþjóð- lega leikritasam- keppni sögunnar stendur nú yfir á vegum menningar- málastofnunar Onassis-sjóðsins í Aþenu. Úrslit verða tilkynnt í haust og eru vegleg verðlaun í boði. Samkeppnin var auglýst fyrir meira en ári og skilafrest- ur handrita er runninn út. „Við reiknuðum með að það yrðu samin 200-300 ný leikrit vegna þess- ara fyrstu Ólympíu- leika menningar- innar,“ sagði fram- kvæmdastjóri On- assis-sjóðsins, Paul Ioannides, í nýlegu blaðaviðtali. „Það þyrmdi því yfír okkur þegar við fengum fimm sinn- um fleiri handrit. Og þátttakan er svo sannarlega alþjóðleg." Það fór svo að lokum að 1470 handrit bárust í samkeppnina frá höfundum í 76 löndum. Bandarisku leikritin eru flest, eða 254, en 174 komu frá Ítalíu, 114 frá Þýskalandi og 113 frá Argentínu sem reyndist stofnanda sjóðsins, skipakóngnum Aristoteles Ónassis, vel á hans yngri árum - en þar tókst honum fyrst að koma undir sig fót- unum sem skipaeigandi. Að sögn framkvæmdastjórans bárust í keppnina handrit frá öllum ríkjum Evrópu og frá fjölmörgum höfundum í Afríku, Asíu, Mið-Aust- urlöndum, Suður-Ameríku og Ástr- alíu. Hann sagði að verkin væri ým- ist eftir kunna eða óþekkta höfunda. Handritin eru ýmist samin eða þýdd á eitt af sex helstu tungumálum Evrópu. Umsjón Elías Snæland Jónsson Sextíu dómnefndarmenn Síðustu mánuðina hafa sextíu gagnrýnendur og sérfræðingar frá nokkrum löndum farið yfír leikrit- in. Þeir munu halda því starfi áfram þar til í ágúst næstkomandi, en þá eiga dómnefndir að hafa lokið störf- um. Að sögn framkvæmdastjórans er unnið eftir flóknu skipulagi sem á að tryggja óhlutdrægni í mati á handritunum og trúnað við höf- undana. Dómnefndarmennirnir verða að skila skriflegu áliti um hvert þessara nær fimmtán hund- ruð handrita og rökstyðja niður- stöðu sína í hverju einstöku tilviki. Gagnrýnandinn Jan Kott, sem er kunnur leikhús- maður, segir að þessi samkeppni sé mesta alþjóðlega átakið sem gert hafi verið til að hvetja höfunda til að semja leikrit fyrir svið. Ólympíuleik- ar menning- arinnar Af hálfu Onassis- sjóðsins er þetta fyrsta skref í þá átt að efna til Ólympíu- leika menningar- innar, eins og for- seti sjóðsins, Stelios Papadimitrou, orðar það í nýlegu viðtali. Ætlunin er að halda hlið- stæða samkeppni í öðrum listgrein- um á komandi árum. Aristoteles Onassis stofnaði sjóð- inn til minningar um son sinn sem lést árið 1973. Eftir andlát skipa- kóngsins árið 1975 hefur sjóðurinn annast rekstur allra eigna Onassis- veldisins. í samræmi við erfða- skrána er verulegum hluta tekn- anna varið til menningar- og mann- úðarmála af ýmsu tagi og eru þá gjarnan háar fjárhæðir í spilinu. Fyrstu verðlaun i þessari leikrita- samkeppni eru þannig 250 þúsund bandarískir dalir (um 17 milljónir íslenskra króna), önnur verðlaun 200 þúsund dalir (um 14 milljónir) og þriðju verðlaun 150 þúsund dalir (um 10 milljónir). Afhending verð- launanna á að eiga sér stað í sept- ember. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grlsham: The Runaway Jury. 2. Robln Cook: Invaslon. 3. Dean Kootz: Ticktock. : 4. Ursula Hegl: Stones From the River. 5. Mlchael Ondaatje: The English Patlent. 6. Wally Lamb: She's Come Undone. 7. Catherine Coulter: The Wild Baron. S. Susan Isaacs: Llly Whlte. 9. Julle Garwood: The Wedding. 10. Steve Perry: Shadows of the Emplre. 11. Tom Clancy & Steve Pieczenlk: Acts of War. 12. Joseph Wambaugh: Floaters. 13. Mario Puzo: The Last Don. 14. LaVyrle Spencer: The Camden Summer. 15. Sharyn McCrumb: The Rosewood Casket. Rit almenns eölis: 1. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 2. Mary Plpher: Revivlng Ophella. 3. Jonathan Harr: A Clvll Action. 4. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 5. Vincent Bugliosi: Outrage. 6. Carmen R. Berry & T. Traeder: Girlfrlends. 7. James McBrlde: The Color of Water. 8. Jon Krakauer: Into the Wlld. 9. Kathleen Norris: The Cloister Walk 10. Carl Sagan: The Demon-Haunted World. 11. Howard Stern: Prlvate Parts. 12. J.D. Plstone & R. Woodley: Donnie Brasco. 13. Kay Redfield Jamison: An Unquiet Mlnd. 14. Mary Karr: The Llar's Club. 15. Danaiel Jonah Goldhagen: Hltler’s Wllling Executioners. (Byggt á New York Times Book Review)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.