Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Side 18
18
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 T*>~V
* |lagur í lífi
y Dagur í lífi Þorgríms Þráinssonar:
Eg missti af veislunni
„Ég vaknaði þegar tæplega
fimm ára gamall ísskápur lagðist
nánast ofan á mig. Hann heitir
Kristófer og á afmæli 4. maí.
Drengurinn er svo heitfengur að
hann sefur nánast nakinn og svo
laumar hann sér upp í um miðja
nótt. Smátt og smátt kólnar
kroppurinn vitanlega og þarf því
yl í morgunsárið. Kolfinna, rúm-
lega sjö mánaða, tók að æfa radd-
böndin um hálfáttaleytið og barði
í rimlana eins og langalangafi
hennar forðum. Skömmu síðar
reis stórfjölskyldan úr rekkju.
Það fór ekki á milli mála aö það
var sumardagurinn fyrsti því
hitamælirinn rétt skreið yfir
núllið. Lóan leitaði skjóls og
krakkar fóru á stjá í kuldagöllum.
Menn hljóta að hafa verið vel
hífaðir fýrr á öldum þegar þeir
ákváðu að sumarið skyldi hefiast
áður en vorið hélt innreið sína.
Við flögguðum okkar fána eins og
lög gera ráð fyrir og síðcm var
haldið í ungbamasund klukkan
tíu.
Það er öllum foreldrum hollt að
upplifa Snorra Magnússon, „foð-
ur ungbamasunds á íslandi" en
hann er með sitt sundhreiður í
Skálatúni. Þar lagði Kristófer
grunninn að sínum styrkleika frá
tveggja til tólf mánaða aldri og
mun bera þess merki alla tíð.
Kolfinna verður vitanlega að fá
að feta í sundspor hans því ung-
bamasund hefúr fyrir löngu
sannað gildi sitt. Mig skortir lín-
ur til að telja upp kosti þess.
Snorri er einstakur maður og for-
eldrarnir læra eitthvað nýtt í
uppeldismálum í hverjum einasta
tíma. Hann er óspar á gullkomin
og handleikur bömin eins og sá
sem valdið hefur. Það kom í minn
hlut að festa litla krílið á víde-
ófilmu í sundi en það hafði staðið
til lengi. Ragnhildur, konan mín,
sá um fyrirsætustörfm í lauginni
ásamt Kolfinnu og hinum sund-
fúglunum. Dóttirin var ffemur
spör á brosið allt þar til hún hafði
fengið sér mjólkursopa undir lok
tímans. En hún kafaði, flaug, fór í
kollhnís og gerði fjölmargar
þroskandi æfingar án þess að
bregða svip. Kristófer fékk að
bregða sér í laugina undir hið síð-
asta og lék við hvum sinn fingur.
Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég
lærði að synda 12 ára. Ég segi það
engum.
Engin sunnudagssteik
í hádeginu leituðum við dyrum
og dyngjum að einhverju matar-
kyns í eldhúsinu og hringdum í
kjölfar þess í nærliggjandi hús.
Hvergi var sunnudagssteik á
boðstólum. Ég stakk af í Laugar-
dalslaugina og svamlaði um í potti
númer þrjú en komst að því að það
er tiltölulega illa séð að synda 50
metrana þar. Raksturinn tók
skamma stund. Alltaf jafn yndis-
legar þessar konur í afgreiðslunni.
Að ósk hinna hungmðu staldraði
ég við hjá ónafngreindum skyndi-
bitastað og greip með mér ýmislegt
gimilegt fyrir þau sem heima sátu.
Fram að verðlaunaafhendingu
var tíminn drepinn með ýmsu
stússi en það var ástæðulaust að
mæta of snemma. Flestir gestanna
höfðu komið sér haganlega fyrir í
Þjóðarbókhlöðunni þegar við
skriðum inn og það var notalegt að
sjá fjölskyldumar mínar þar.
Bryndís systir frá Sauðárkróki
hafði meira að segja gert sér ferð í
bæinn. Það sem skyggði helst á
þessa athöfn var að ég þurfti að
krota í flestar bækumar sem gest-
unum vom gefnar en þegar því
lauk vom nánast allir horfnir. Ég
missti af veislunni! Það sem mér
þótt mest um vert varðandi verð-
launin var að vinna til þeirra í
skjóli nafnleyndar.
Með frændum út að
borða
Rétt fyrir klukkan sex heimsótt-
um við tengdó, Ólafíu og Eirík, í
Sæviðarsundinu þar sem Kristófer
horfði á bamatímann og nagaði
kalda lifrarpyslu. Við hjónin af-
þökkuðum veitingar enda búin að
panta borð á Einari Ben klukkan
níu. Þangað héldum við ásamt vin-
um okkar, hjónaleysunum Sævari
og Helgu, sem em sérdeilis
skemmtilegir sessunautar og við-
hlæjendur. Maturinn var afbragðs-
góður, staðurinn notalegur og
fjöldi frænda og kunningja þar fyr-
ir tilviljun. Upp úr miðnætti var
mál að linni og við skildum verð-
launabókina eftir handa Victori,
eins eigenda Einars Ben og staðar-
haldara á Hótel Búðum, þar sem
sagan Margt býr í myrkrinu gerist.
Sævar og Helga fengu að sjálfsögðu
bók og við kvöddumst aö hætti
Valsmanna. Þegar við Ragnhildur
vorum nánast komin upp í rúm
rétt fyrir klukkan eitt var dyra-
bjöllunni hringt. Okkur datt helst í
hug að bamapían hefði gleymt ein-
hveiju. Stóð ekki Sævar karlinn
glaðbeittur með pakka handa fé-
laganum, glæsilega grænt bindi og
fagurbláan kertastjaka. Það er
munur að geta skroppið út í búð
um miðja nótt - og þurfa ekkert að
borga! Hann var búinn að smella
sér úr svarta samfestingnum, taka
niður lambhúshettuna og fela kú-
beinið þegar hann birtist með gjaf-
imar. Þúsund þakkir!“
Finnur þú fimm breytingar? 409
Nafn: _
Heimlli:
Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og
sjöundu getraun reyndust vera:
Ingibjörg Erlendsdóttir, Sveinsína Kristinsdóttir,
Grýtubakka 16, Hringbraut 76,
109 Reykjavík 230 Keflavík
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þinu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir veröa sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 408
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík