Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Page 27
Gjafavara í Mjódd
Sími 587 2570
Urval af fallegri gjafavöru
við öll tækifæri
Svnaiandi Rósifnar kojn^raítur
LAUGARDAGUR 3. MAI 1997
Söngvari hljómsveitarinnar
Platters hugfanginn af íslandi
Pálmi í púlinu
Stuttar og síðar kápur
fyrir langömmuna,
ömmuna, mömmuna
og ungu stúlkuna.
Léttar sumar -
£ I
‘ og heilsársúlpur
með eða án hettu.
Söngvari hljómsveitarinnar Platters
er staddur hér á landi í annað sinn.
Hljómsveitin hélt tónleika á Hótel ís-
landi í febrúar en Harold Burr heillað-
ist svo af landi og þjóð að hann ákvað
að koma aftur.
„Áhorfendur voru frábærir þegar við
spOuðum í vetur. Þið eigið mjög öfluga
tónlistarmenn. Hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar er ein sú besta sem ég hef
leikið með. Ég hitti fólk þegar ég var
hérna síðast og hef áhuga á að spila hér
oftar. Mér fínnst mjög áhugavert að
koma hingað. Ég fór upp í sveit og fór
þar á hestbak og skoðaði fjósið hjá Jóni
Valgarðssyni og Heiðrúnu Sveinbjöms-
dóttur á Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðar-
strandarhreppi," segir Harold sem er
búfræðingur að mennt en býr í Los
Angeles.
Harold fannst skemmtilegt að riða ís-
lenskum hestum. Hann fer aftur á hest-
bak í dag. Móttökumar í sveitinni vom
frábærar og hann tók mynd af
rjómapönnukökunum sem Heiðrún
bakaði handa honum. Þær voru eitt það
mesta lostæti sem hann hafði smakkað.
Blaðamann fýsti að vita hvernig
þessu væri háttað með hljómsveitina
Platters. Það er svo óralangt síðan lög-
in hennar voru vinsæl að meðlimir
hennar geta tæplega verið á lífi enn þá.
Skýringin er sú að eiginkona og dóttir
eins upphaflegu meðlima Platters á
einkarétt á nafninu og ber hljómsveitin
það áfram með nýjum meðlimum.
Reynt er að halda Platters-andanum
eins og hann var. Auk þess eru ein-
göngu sungin lög sem Platters gerði
vinsæl.
„Ég er ævintýramaður og finnst gam-
an að uppgötva nýja staði. Það er kalt á
íslandi en það er að minnsta kosti frá-
brugðið Los Angeles. Þar er alltaf sól og
hiti. Maður getur líka orðið leiður á
því. Ég er mest hissa á því að strákam-
ir hérna bíða í röðinni á Kaffi Reykja-
vík í þunnum jökkum á veturna," segir
Harold.
Harold segist hafa hitt mikið af góðu
fólki á ferðum sínum til íslands. Það
hefur þau áhrif að hann hefur áhuga á
að eyða hér einhverjum tíma. Hann hef-
ur komist í samband við íslenska tón-
listarmenn og hefur áhuga á að starfa
með þeim.
-em
„Mér fannst tími til kominn að
fara að hreyfa mig aftur,“ segir
Pálmi Gestsson leikari. Pálmi sést
nokkrum sinnum í viku lyfta lóð-
um í World Class og hann púlar
og puðar mikið.
Pálmi byrjaði að púla aftur eftir
nokkurt hlé fyrir rúmum tveimur
mánuðum. Hann segist aðallega
reyna að halda sér við en fimm til
átta kíló hafi samt horfið á þess-
um tíma. Fyrir nokkrum árum
grennti Pálmi sig um mörg kíló.
Hann segist taka sér tak með
jöfnu millibili og eiga auðvelt með
það.
„Það er lífsspursmál að vera í
góðu formi í mínu starfi þar sem
ég vinn mjög mikið,“ segir Pálmi
sem skokkar stundum auk þess að
lyfta lóðum. -em
Pálmi svitnar mikiö þegar hann lyftir lóðum nokkrum sinnum í viku.
Harold Burr, söngvari hljómsveitarinnar Platters.
DV-mynd E.ÓI
tm
Wí
Kennarar óskast!
Að Heiðarskóla vantar 3-4 kennara í almenna grunnskólakennslu
næsta skólaár. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 433-8920 eða
433-8884.
Skólinn er rekinn af eftirtöldum sveitarfélögum: Hvalfjaröar-
strandarhr., Skilmannahr., Innri Akraneshr. og Leirár- og Melahr.
Skólinn er einsetinn grunnskóli með mötuneyti og skólaakstur. í
Heiðarskóla er unnið metnaðarfullt skólastarí og skólinn er vel út
búinn. Nemendur eru um 115. Heiðarskóli er í um 100 km fjarlægð
frá Reykjavík og til Akraness eru um 19 km. Ódýr húsaleiga!
Tilboðsslá
Alltaf eittthvað nýtt
Allt á kr. 5000
Opið laugardaga
kl. 10-16