Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Side 33
I>V LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 Dansk-íslenskur „vinaskokkhnpur" að myndast: trímm 4i Afdrifarík heimsókn skokkarans af Nesinu - nærri Heimsókn Kristjáns Jóhannsson- ar, prentsmiðjustjóra og félaga í Trimmklúbbi Seltjamarness til ætt- ingja sinna í Moslet í Danmörku í fyrrasumar, leiddi til þess að um fjörutíu danskir skokkarar og hlauparar munu mæta galvaskir í Reykjavíkurmaraþonið í ágúst nk. Tildrög málsins voru þau að Krist- ján fór ásamt fjöldskyldu sinni i heimsókn til Moslet þar sem systir hans og mágur búa. Moslet er smá- bær skammt frá Árósum. Kristján brá sér á æfingu með systur sinni og mági Eins og sönnum hlaupara sæmdi brá hann sér í æfingagallann og setti á sig hlaupaskóna og mætti með Elínu systur sinni og manni hennar, Guðjóni Guðmundssyni, á æfingu hjá hlaupahóp þeirra. Sú ferð gekk að óskum og varð úr að Kristján skokkaði með þeim dönsku um sléttlendi Jótlands nokkrum sinnum. Var það að hans sögn ósköp svipað því að fara um Sel- tjamamesið og nágrenni, þó svo að veðráttan væri óneitanlega nokkuð mildari hjá Dönum. Fljótlega kom í ljós að dönsku skokkaramir höfðu mikinn áhuga á fjörutíu Danir frá bænum Moslet á Jótlandi koma í Reykjavíkurmaraþonið á vegum TKS Kristján Johannsson á hlaupum ásamt félögum sínum fyrr í vikunni. að bregða sér til íslands og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og skoða landið. Málin þróuðust síðan á þann veg að Danirnir munu koma hingað til lands hinn 22. ágúst nk. Félagar í Trimmklúbbi Seltjamarness taka á móti þeim. Hinn 24. ágúst verður síðan hlaupið. Seltirningarnir munu síöan kynna Dönunum helstu staði og m.a. er ætlunin að ganga á Esju og að sjálfsögðu að skokka vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Góðar horfur eru á því að þarna sé að myndast nokkurs konar nor- rænn „vinaskokkhópur" á milli skokkaranna í Moslet og Trimm- klúbbs Seltjarnarness. Kannski verða það Seltirningarnir sem tjöl- menna að ári og taka þátt í almenn- ingshlaupi á Jótlandi. Fyrrum IWurlandameist- ari í 200 m bringusundi Að lokum má geta þess að þau Elín Jóhannsdóttir og Guðjón Guð- mundsson hafa svo sem komið ná- lægt íþróttum fyrr. Guðjón er ætt- aður af Akranesi. Á árum áður var hann fremstur bringusundsmanna okkar og varð þá m.a. Norðurlanda- meistari í 200 m bringusundi. TKS-hlaupið á Seltjarnarnesi TKS-hlaupið, árlegt hlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness, fer fram 10. maí nk. Þetta hlaup er eitt af föstu punktunum í vordagskrá hlaupara á höfuðborgarsvæðinu ár hvert. Vegalengdimar verða 6,5 km og 13 km. Auk þess er 3 km skemmt- iskokk. Keppt er í öllum aldurs- flokkum kvenna og karla. Allir sem koma í mark fá verðlaunapening. Auk þess verða einir þrjátíu út- dráttarvinningar, sem eru pitsumál- tíðir á veitingastaðnum Pasta Basta á Klapparstíg. TKS-hlaupið hefst Skokkið eykur matarlystina Hjá flestum sem byrja að skokka eða stunda aðra líkamsrækt reglu- lega koma upp vangaveltur um hvort ekki sé jafnframt nauðsynlegt að breyta jafnhliða um mataræði. í þeim efhum gildir hið sama og um líkamsræktina, að fara sér að engu Umsjón Ólafur Geirsson óðslega og fyrir fæsta borgar sig að breyta snögglega um mataræði. Þekking fólks og fræðsla um sam- setningu fæðunnar hefur aukist mikið undanfarin ár. Hins vegar er ekki þar með sagt að fólk fari eftir því. Fyrsta skrefið hjá þeim sem vilja bæta mataræði sitt er að átta sig á núverandi matarvenjum. Þá kemur upp spurningin um hollustu, magn og fjölbreytileika. Oft kemur það nokkuð af sjálfu sér að þeir sem stunda íþróttir sækjast fremur eftir léttum mat sem er ríkur af kolvetni. Nefna má kornmat og ávexti. Fisk- ur er einnig mjög góður. Þungan mat eins og saltað og reykt kjöt er hins vegar ekki æskilegt að borða reglulega. Þeir sem eru nýbyrjaðir að skokka finna örugglega fyrir því að matarlyst þeirra eykst frá því sem áður var. Þá er nauðsynlegt að láta ekki freistast og borða meira, því þá er lítið gagn af hreyfingunni. Marta Ernstdóttir varð ekki í fyrsta sæti í Víöavangshlaupi ÍR sem að venju var haldið á fyrsta sumardag. En sigurinn fór ekki langt því systir hennar Bryndís t.h. sigraði og Marta varð í öðru sæti. DV-mynd S Hlaupabókin mín: Hvar hljóp ég í fyrra og með hverjum? Hlaupabókin mín er lítið kver sem er sérsniðið fyrir þá hlaupara og skokkara sem gjarnan vilja fylgjast með árangri sín- um og því færa nokkurs konar dagbók. Höf- undur er Jóhann B. Loftsson, sálfræðingur og áhugahlaupari. „Ég hef gaman af þvi að líta um öxl og sjá hvað ég hef verið að að- hafast í fortíðinni. Auk þess er ég þannig gerður að vilja gjaman kanna vel það sem ég ætla að taka mér fyrir hendur. Þannig varð efni hlaupadagbókarinnar eiginlega til samhliða því sem ég kynnti mér grunn- atriði skokks og hlaups fyrir nokkmm árum,“ sagði Jóhann í stuttu spjalli á dög- unum. Gaman væri að geta rifjað upp i hvaða formi maður hefði verið á ákveðnum tíma, hve mikið var hlaupið og hvar, svo dæmi sé tekið. Hefur manni farið fram eða er um afturför að ræða? í Hlaupabókinni eru leiðbeiningar um upphitun fyrir hlaup jafnt sem nauðsynlegar teygjur á eftir. Þar eru líka þjálfunaráætlanir fyrir bæði byrj- endur og lengra komna. Auk þess getur eig- andi bókarinnar fært inn grannupplýsing- ar um hverja æfingu og auk þess sett inn ljósmynd af hverju keppnishlaupi ásamt stuttum texta. Hlaupabókin mín hefur not- ið vinsælda því þriðja útgáfa er uppseld en að sögn Jóhanns er 4. útgáfan, aukin og endurbætt, fyi'irhuguð í byrjun næsta árs. Vindurinn og skokkarinn ímyndaðu þér að þú sért vindurinn. Vindurinn fær orku sína frá sólinni og ögrunina frá jörðinni. Finndu mýktina og styrkinn sem er í vindinum. Mundu að vindurínn fer alltaf rólega af stað og hægir rólega á sér. Vindurínn leikur mjúklega við hvert einasta strá sem á vegi hans verður, gárar vatnið í pollunum, strýkur fuglunum, feykir til regndropunum, ýfir upp sjóinn og sverfur niður fjöllin. ímyndaðu þér að þú sért vindurinn þegar þú líður um skokkandi. Þessi hugleiðing skokkarans birtist í „Hlaupabókinni minni“ sem við segjum frá annars staðar hér á síðunni. Að vísu má alveg eins líta á þetta sem ljóð, sem ort er í orðastað skokkarans þar sem hann líður um í eigin hugarheimi um leið og hann hleypur eða skokkar um götur, göngustíga eða um víðan völl. / Rituleg laun fyrlr rðttasta ást -Hs.136 Kasit Airtlyte: Baðker á hvolfi -bls.24 ÚltlUKltHtKUli Skvp MaSsr inn sem viídi ikki tfayja Umitetótósksmnitstas AlhyjhsþfMt Ksrei þt rt ör» rwð málsfUBtU? íftstarinn tsthm: Maf-u !ii I thw elstaki Níds A-rttjU: Dsöltt ð hfeHI OniiskrcMfðta >!» sem stsUptasem) i tkkf hslma IRfl nnsðareRjHlíon Viit pó að híre*5 þM vtrði »w«a? KttfMlðiugíiM Míira mt Wmmwm Kýj« mefrenatpiífao - hastv hún ifium? ÓHBjvltg* vw-ötesuf Vaturfaysi gegn eiðftesgum StúSð í sárem lisííva í críam A8ðrnaá(ða^s#ristrete; Baráttsn við reyklausa mi(ðin|]oan Ifáo var líígjíff fðður sins Sójurérhemam FramUkssamarkww ötðaterðtan friftkvðtfMtifðfaiiasuðar Vertjatíui is lyija Miðí að »ð[(|átu íllkulig bao tyrtr réttaita ést oað aam gera þart EkW ««tuglisa frjáls Fjölbreytt og áhugavert! 22 greinar og frásagnir um margvísleg málefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.