Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Síða 50
58 fywikmyndir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 M-9~\T Stjörnubíó - Svindlið mikla: Guðlast? ** Mér hefur sjaldan verið komið eins lítið á óvart. Svindlari kemur til Los Angeles, eltir samviskusaman garðyrkjumann (sem var reyndar vel skiljanlegt) sem er ást- fanginn af giftri bardömu sem ræður svindlarann til að svindla peninga út úr höltum eiginmanni sínum, með hjálp ákveðins trés og ... hvern hefði grunað: sæta samviskusama garðyrkjumanninn. Það verða ekki veitt nein verðlaun fyrir rétta ágiskun á endinum á þessu öllu sam- an. Annars ætti íslenska kirkjan kannski að læra af þeim praktísku prestum sem þama urðu (óvart) þátttakendur í svindli. Tréð, nefnilega, er blessað af presti og vex (eða réttara, vex ekki) við kirkju, og tilgangurinn er sá að eig- inmaðurinn eygi von um kraftaverk (afheltist) og baði það peningum. Prest- urinn veit vel að vöxtur trésins er ekkert kraftaverk heldur bara svindlari sem skiptir því út á nóttunni fyrir stærra tré; en hann veit líka að munur- inn á sannleikanum og því sem fólk er tilbúið að trúa skiptir ekki öllu máli og að þar sem kirkjuna vantar peninga (líka) þá er það svindlarinn sem í raun er eins konar kraftaverk! Þetta eru prestar sem kunna að nýta sér tækifæri. Mér líkaði þetta, verð bara að segja það. Því miður líkaði mér fátt annað, nema náttúrlega sæti og vel vaxni (og dálítið væmni) garðyrkjumað- urinn. Hann fær hálfú stjömuna. Tréð fær þessa heilu. Leikstjóri og handritshöfundur: Marcus De Leon. Kvikmyndataka: Jaques Haitkin. Tónlist: Mark Mothersbaugh. Aöalleikarar: Lara Flynn Boyie, Peter Dodson, Danny Nucci og Luca Bercovici. Úlfhildur Dagsdóttir. Regnboginn - Basquiat: Listir og listamenn irk Myndin Basquiat segir frá samnefnd- um listamanni sem byrjar feril sinn sem 19 ára veggjakrotari en endar sem uppá- hald Andys Warhols. 27 ára er hann dá- inn úr eiturlyfjaneyslu. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Julian Schnabel var vinur Basquiats og einsetti sér að gefa sanna mynd af lifi hins unga listamanns. Útkoman getur vel verið „sönn“, en hvort hún er sönn þessum svarta listamanni er annað mál. Schnabel setur listamanna- samfélagið upp sem hreina yfirborðs- mennsku og tiigerð, gagnstætt hreinleika og einlægni Basquiats. Það er næstum óhugnanlegt að sjá hvernig þetta snýst í höndunum á honum, því útkoman einkennist einmitt af allri þeirri tilgerð og yfirborðsmennsku sem hann er að gagnrýna. Því meira sem reynt er að gera stflinn persónulegan og listrænan, því fjarlægari verður myndin og maðurinn Basquiat. Þetta er í sjálfu sér áhugavert, því þarna birtist á hvíta tjaldinu undarleg endurgerð á stöðu ungs óþekkts svertingja meðal frægra hvítra manna, þar sem lítt þekktur leikari Jeffrey Wright (Basquiat) heldur sínu meðal stórstjama eins og David Bowie (Andy Warhol), Dennis Hopper (Bruno Bischofberger), Gary Oldman (Albert Mflo), Michael Wincott (Rene Ricard) og Christopher Walken (blaðamaður). Áhugavert vissulega, en ekki beint það sem tryggir gæði í hefðbundnum skilningi. Annars er ein- valalið leikaranna dálítið ráðvillt í öllu þessu. Wright sjálfur er góður, en Oldman, Wincott og Hopper virðast dálítið týndir um leið og Walken og Bowie taka málið fosturn tökum og spila tilgerðina upp og eiga þar með bestu senurnar. Sérstaklega skemmtir Bowie sér greinilega stórvel sem Warhol og á einhvern sinn besta leik til þessa. Kynþáttaþátturinn er tekinn fóstum tökum, svo fóstum að þau fijósa í sporunum og verða ekkert annað en enn eitt púslið í gervimennskumyndina; og sjálf listin, listin var bara ansi góð, hefði ekki verið best að setja bara upp almennilega slidessýningu? Leikstjóri og handritshöfundur: Julian Schnabel. Kvikmyndataka: Ron Fortunado. Tónlist John Cale. Aðallleikarar: Jeffrey Wright, David Bowie, Dennis Hopper, Gary Oldman og Courtney Love. Úlfhildur Dagsdóttir Laugarásbíó/Háskólabíó/Bíóhöllin - Lygari lygari: Sannleikurinn sagna bestur ** Jim Carrey hefúr oft verið líkt við Jerry Lewis þegar hann var upp á sitt besta og skilaði frá sér mörgum vinsælum kvikmyndum sem voru á mörkum fárán- leikans, og þvi er ekki að neita að Jerry Lewis kemur upp í huga manns þegar Jim Carrey er í ham í Liar Liar. í mynd- inni leikur hann lögfræðinginn Fletcher sem á ekki í vandræðum með að sneiða fram hjá sannleikanum hvort sem það er i starfi eða einkalfli. Hann lendir þvi heldur betur í vandræðum þegar ósk son- ar hans rætist, en sú ósk gengur út á það að faðir hans geti ekki annað en sagt satt í heilan sólarhring. Má segja að líf Fletchers sé lagt í rúst á þessum sólarhring. Jim Carrey er þannig gamanleikari að annaðhvort meðtekur maður hann eða ekki. í Liar Liar á hann það til að ofleika allsvakalega og kemst yfirleitt upp með það, en fer að vísu stundum yfir mörkin. Það er sameiginiegt með öllum vinsælustu kvikmyndum Jims Carreys að heildarramminn er veikur, einstaka atriði mjög fyndin og fellur Liar Liar vel inn í þessa formúlu. Það er mjög skemmtflegt að fylgjast með Jim Carrey berjast við að reyna að segja ósatt orð. Andlit hans tekur á sig ýmsar myndir í tilraunum hans, en þessi fáránleikaatriði mega ekki vera of löng, eins og lokaatriðið á flugvell- inum er. Vert er að geta þess að eftir að myndin endar eru sýndar öðruvísi útgáfur af atriðum i myndinni, sem sýnir að Jim Carrey á stundum erfitt með að halda sig innan ramma handritsins, á það til eins og allir góðir grínistar að bregða á leik og impróvisera. Leikstjóri: Tom Shadyac. Handrit: Paul Guay og Stephen Mazur. Kvik- myndataka: Russell Boyd. Tónlist: John Debney. Aöalleikarar: Jim Carrey,, Maura Tierney, Jennifer Tilly, Swoosie Kurtz og Cary Elwes. Hilmar Karlsson Lygari, lygari í þremur kvikmyndahúsum: A Oforbetranlegur lygari segir sannleikann Vinsælasta kvikmynd það sem af er árinu í Bandaríkjunum er nýjasta kvikmynd Jims Carreys, Liar Liar, en þar nær Carrey heldur betur að rétta úr kútnum eftir ófarimar með The Cable Guy, sem sumir sögðu að væri líkkistunagli í líkkistu hans. í Liar Liar er Carrey í miklum ham sem Fletcher Reede, metnaðargjarn lögfræðingur sem er í lífsgæðakapp- hlaupi og lætur ekki sannleikann hindra sig í að vinna mál fyrir rétti. í réttarsalnum er hann mjög sann- færandi og á létt með að tala alla upp úr skónum, enda óforbetran- legur lygari sem gerir engan mun á hvað er satt og hvað ósatt. Þessar lygar lenda einnig á syni hans sem tekst þó í einn dag að láta föður sinn segja sannleikann og ekkert annað en sannleikann. Allt í einu er kjafturinn á Fletcher, sem hefúr bjargað honum á lífsleiðinni, orðinn það sem bakar honum ekkert nema vandræði. Mótleikarar Jims Carreys í Liar Liar eru Jennifer Tilly, Swoosie Kurtz, Amanda Donohoe, Maura Tierney og Cary Elwes. Jim Carrey seg- ir um Fletcher: „Hann er náungi sem lýgur til að komast af í harðri sam- keppni. Hann verður að sigra hvað sem það kost- Fletcher ar til að hann geti haldið valdandi uppi þeim lífsstíl sem hann liflr. Það er ekki hægt að segja að hann geri margt rétt og kemur það í bakið á hon- um.“ Byrjaði að skemmta öorum 15 ára gamall Handritið að Liar Liar var skrifað með Jim Carrey 1 huga, en hann fékk þó ekkert að vita af því strax og fékk sent til sín full- klárað handrit. Universal treysti á það að Jim Car- rey vfldi vinna aftur með Tom Shadyac, en þeir höfðu slegið í gegn í Ace Ventura: Pet Det- ective. Sú mynd var stökkpallurinn fyrir Carrey. í kjölfarið fylgdu The Mask, Dumb & Dumber og Ace Ventura: When Nature Calls, allt kvikmyndir sem nutu gífurlegra vin- sælda og gerðu Jim Car- rey að kvikmyndastjömu. Er hann nú í hópi út- valdra sem geta farið fram á 20 milljónir dollara fyrir leik í einni kvikmynd. Þá er vert að geta frammistöðu hans í Bat- man Forever þar sem hann var sannkallaður senu- þjófur. Þrátt fyrir að The Cable Guy fengi afleita dóma og ekki mikla aðsókn ef miðað er við fyrri kvikmyndir Car- reys, þá er það sú kvik- mynd sem gerði það að verkum að aðgangseyr- ir að kvikmyndum með honum fór yfir einn milljarð dollara. Jim Carrey fæddist í sjónvarpsstöðinni í seríunni Duck Fact- ory. Fyrsta hlutverk Carreys í kvik- mynd var í Once Bitt- en, þar sem hann lék á móti Lauren Reede (Jim Carrey) ásamt syni sínum Max (Justin Cooper) sem verður þess að faðir hans neyðist til að segja eingöngu sannleikann. Kanada og byrjaði að skemmta í næturklúbbum á Toronto-svæðinu fimmtán ára gamall. Árið 1981 ákvað hann að setjast að í Los Ang- eles og fékk fljótt vinnu í frægum klúbbi sem heitir Comedy Store. Vinsældir hans þar leiddu til þess að hann fékk hlutverk á NBC- Hutton. í kjölfarið komu lítil hlut- verk í The Dead Pool, Earth Girls Are Easy og Peggy Sue Got Married. Hæfíleikar hans sem gamanleikara komu samt best í ljós í hinni vin- sælu sjónvarpsseríu In Living Color, þar sem hann bjó til margar persónur sem urðu vinsælar hjá sjónvarpsáhorfendum. Gullkálfurinn Tom Shadyac Tom Shadyac hefur aðeins leikstýrt þremur kvikmyndum en ailar hafa þær náð gífurlegum vinsældum og eftir hina miklu sigurgöngu Liar Liar er Shadyac nú í þeirri aðstöðu að geta nánast ákveðið laun sín sjálfur. Kvikmyndir hans þrjár eru, auk Liar Liar, Ace Ventura: Pet Det- ective og The Nutty Professor. Má með sanni segja að hann hafi bjarg- að andliti tveggja stórgrínista, Eddies Murphys og Jims Carreys, með því að taka þá upp á arma sína. Tom Shadyac var tuttugu og tveggja ára gamall þegar hann fluttist til Los Angeles og ári síðar varð hann yngsti brandarahöfundur sem Bob Hope hefur ráðið til sín. Með fram skrifum stundaði Shadyac kvik- myndanám við UCLA-háskólann og vákti prófverkefni hans, stuttmynd- in Tom, Dick and Harry, mikla at- hygli. Var hann strax að námi loknu ráðinn til 20th Cent- ury Fox og fékk vinnu bæði við að skrifa og leikstýra sjón- varpskvik- myndum. Með fram öllu þessu vann Shadyac einnig sem „stand-up“ grínisti á ýms- um klúbbum og hefur sjálf- sagt gott vega- nesti úr þeirri vinnu í gerð gamanmynda." Jim Carrey þykir takast vel upp í hlutverki hins útsmogna lögfræöings, Fletchers Reede, í Liar Liar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.