Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 51
Basquiat í Regnboganum: Svartur myndlistarmaður í veröld hinna hvítu Árið 1981, þegar Jean- Michael Basquiart var nítján ára, sló hann í gegn og varð einhver eftirsóttasti myndlistarmaður New York borgar næstu árin og fór frægð hans víða. Sýningar hans voru stórviðburðir i menningunni í New York og stærstu söfnin, þekktir safnarar og forríkir einstaklingar keyptu verk hans. 1988 dó hann, 27 ára að aldri. Hann hafði lifað hratt þessi fáu ár meðan frægð- arsólin lék um hann. í minningar- orðum í New York Times var hon- um lýst sem James Dean myndlist- arheimsins. Þrátt fyrir miklar vin- sældir og mikla hæfileika var Basquiat þjáður af einmanakennd, sjálfstortímingu og var haldinn þeirri trú að fólk meðtæki hann ekki eins og hann var. Jean-Michel Basquiat er fyrsti þeldökki mynd- listarmaðm’inn sem slær rækilega i gegn í veröld þar sem hvítir ráða. Kvikmyndin Basquiat er byggð á ævi þessa listamanns og er leikstjóri og handritshöfundur Julian Schna- bel sem er þekktur myndlistarmað- ur. Er þetta fyrsta tilraun hans í kvikmyndagerð og segist hann gera myndina til að heiðra félaga sinn og kollega. Schnabel tekur sér höfunda- leyfi í sumum atriðum og blandar saman persónum sem voru sam- ferðamenn Basquiats og diktar einnig upp nokkra persónur sem þó eru byggðar á fólki sem umgekkst Basquiat. í hlutverki Basquiat er þekktur sviðsleikari, Jeffrey Wright, en hann hefur meðal annars fengið Tony-verðlaunin eftirsóttu fyrir leik sinn á sviði, David Bowie leikur hinn umdeilda listamanna, Andy Warhol, Michael Wincott leikur skáldið Rene Ricard og veitinga- húsaeigandinn Michael Chow leikur sjáifan sig. Aðrir leikarar eru Gary Oldman, Elina Lowensohn, Benico del Torto, Christopher Walken, Willem Dafoe og Courtney Love. Kvikmyndin er ekki bein ævisaga Basquiats. Schnabel segir að mynd- in sé alveg eins um lífsmunstur Basquiats og félaga hans: „Flest það sem er í myndinni hefur gerst, það sem ekki er sannleikanum sam- kvæmt er vonandi rétt lýsing á þeirri veröld sem Basquiat lifði í,“ segir Julian Schnabel, en hann og Basquiat tilheyrðu sömu klíku menningarvita í New York. Schna- bel vann í sex ár að gerð myndar- innar og segir að það sem hafi drif- ið hann áfram hafi verið öll sú vit- leysa sem skrifuð var og sögð um Jean-Michel Basquiat: „Ég vildi að Basquiat fengi réttlát eftirmæli og enginn miðill er sterkari til að koma þessu á framfæri en kvikmyndin." Julian Schnabel hélt sína fyrstu málverkasýningu í Mary Boone gall- eríinu í Soho í New York árið 1979. Vöktu verk hans strax mnikla at- hygli og hafa málverk hans og skúlp- túar verið á sýningum um allan heim. Mörg þekktustu söfn Banda- ríkjanna eiga verk eftir hann og má geta þess að farandsýning með verkum Schnabels og Jean- Michel Basquiats hefur farið víða og fengið af- bragðsdóma. Hlutverk Jean- Michel Basquiat er fyrsta aðalhlutverk Jeffreys Wrights í kvikmynd. Hann hefur í mörg ár leikið á sviði í New York en uppskar fyrst laun erfiðis síns þegar hann fékk hlut- verk hjúkr- unarmanns- ins Roy Cohns 1 leikritinu Ang- els in America. Fékk Wright mörg verðlaun fyrir leik sinn í þessu verki Hann hefur meðfram leikhúsum leikið í nokkrum sjónvarps- myndum og var í litium hlutverkum í kvikmyndunum Jumpin’ at the Boneyars og Fait- hful. -HK Jeffrey Wright leikur myndlistarmanninn Jen- Michel Basquiat. Stjörnubíó - Einnar nætur gaman Að mætast á brú Einhvers staðar leyndist þarna góð hugmynd. Sú að taka ástarævin- týrið fyrir í öfugri röð: byija á giftingu og enda á ást og alsælu. Ekki svo slæmt, sérstaklega þar sem fólk hefur löngum velt vöngum yflr framhaldinu af hinum klassíska ævintýraendi: „Og það var sleg- ið upp brullaupi og unnust þau heitt og voru hamingjusöm til æviloka." Matthew Perry (úr Friends) leikur fremur hversdags- legan ungan mann á uppleið sem á einnar næt- ur gaman með mexíkóskri stúlku, gerir hana ólétta og giftist henni, án þess að vita með vissu hvort eilífa hamingjan sé tryggð. Ekki veit stúlkan það heldur, en hún hefur allavega sínar hugmyndir um málið. Aðalvandamálið er að handrit- ið er ekki nógu gott, vantar byggingu og þéttingu og býður upp á fátt í stað- inn, þ.e. fyrir utan röð af smellnum senum um miðbikið. Það sem heldur þessari mynd á floti er hvað hún er lít- ið tilgerðarleg miðað við margt af sama toga. Salma Hayek, sem leikur Isabel hina mexíkósku er sérstaklega skemmtileg og hressileg kvenper- sóna og það er virkilega áhugavert að sjá að það þarf mexíkóska stúlku til að sýna sjálfstæða konu, meðan sú bandaríska ljóshærða er með eindæm- um einföld í hugsun. Alex Whitman (Perry) er heldur ekki sá stereotýpíski uppi sem iðulega skríður upp á ameríska skjái, en hann er einfaldlega ekki nógu sætur til að halda manni (eða konu) við efnið. En sam- spil og mótsagnirnar milli þessara tveggja heima, mexíkóska og bandaríska, eiga sinn þátt í að skapa skemmtilega stemningu án þess að berja mann utan með boðskap. Ó, og brúin sem tákn-bákn fyrir heimana tvo var virkilega flott. Leikstjóri: Andy Tennant. Handrit: Kather- ine Reback. Kvikmyndataka Robbie Green- berg. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalleikarar: Matthew Perry, Salma Hayek, Jon Tenney, Thomas Milian og Jill Clayburgh. -ÚD Le Clnquleme Element, nýjasta kvlkmynd Luc Besson er opnunarmynd hátíöarinnar. Luc Bes- son er hér fyrlr mlörl mynd vlö gerö myndarinnar en meö aöalhlutverklö fer Bruce Willls. Kvikmyndahátíðin í Cannes: Pær keppa um gullpálmann Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst 7. maí og stendur til 18. maí. Búiö er aö tilkynna hvaöa kvikmyndir munu hljóta þann heiður aö fá aö keppa í aðal- keppninni og eru þær tuttugu talsins. Þó er ekki alveg búiö aö loka fyrir list- ann, ein til tvær myndir gætu bæst viö, þótt þaö sé ólíklegt. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem keppa um hinn eftirsótta gullpálma: Helti Leikstjóri Land The lce Storm Ang Lee Taiwan II principe di Hombourg di Einrich Von Kleist Marco Bellocchio Italía Call it Love Nick Kassavetes Bandaríkin The Sweet Hereafter Atom Egoyan Kanada Funny Games Michael Haneke Austurríki L.A. Confidential Curtis Hanson Bandaríkin La femme defendue Philippe Harel Frakkland Unagi Shohei Imamura Japan Assassins Matthieu Kassovitz Frakkland Nil By Mouth Gary Oldman Bretland Kiny et Adams Idrissa Quedraogo Burkina Faso Western Manuel Poirier Frakkland La Tregua Francesco Rosi Ítalía Happy Together Wong Kar-Wai Hong Kong The End of Violence Michael Winterbottom Bretland Keep Cool Zhang Yimou Kína Le Cinquieme Element Luc Besson Frakkland Enn vinnur hún til verðlauna! Sýnd í samvinnu við Fjárvang hf ÍTTT^ FJÁRVANGUR BAFTA VERÐLAUN (Bresku Óskarsverðlaunin) l»nr á meðal BESTA MYNDIN ÓSKARSVERÐLAUN l»ar á meðal K L'á GOLDEN GLOBE VERÐLAUN l»ar á meðal BESTA MYNDIN DIRECTORS GUILD AWARDS ANTHONY MINGHELLA PRODUCERS GUILD AWARDS SAUL ZAENTZ G . r y H J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.