Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 Fréttir Hærri húsaleiga hjá borginni: Mun rýra afkomu flestra leigjendanna - segir formaöur Leigjendasamtakanna „Eftir tvo fundi með stjómarfor- manni og framkvæmdastjóra Félags- bústaða hf. liggnr það fyrir að þeir ætla að hækka húsaleiguna í félags- legum leiguíbúðum borgarinnar um helming. Það er ver- ið að búa til skuld upp á fjóra millj- arða sem leigjendur borgarinnar eiga að fá að borga,“ segir Jón Kjartansson, formaður Leigj- endasamtakanna, í samtali við DV. Jón segir það mjög líklegt að tO- koma Félagsbústaða hf. inn á leigu- markaðinn eigi eftir að hafa veruleg Jón Kjartans- son, formaöur Leigjendasam- takanna. og mótandi áhrif á leiguverð yfirleitt. Þá segir hann að almennar yfirlýsing- ar sumra borgarfulltrúa um að bæta fólki væntanlegar húsaleiguhækkanir séu vafasamar. Engin svör hafi feng- ist við því hvemig það verði gert. Samkvæmt nýjum lögum um húsa- leigubætur ná þær nú til alls ibúðar- húsnæðis. Jón segir að það dragi sára- lítið upp í fyrirhugaða helmingshækk- un leigu hjá borginni og muni skapa mörgum leigjendum hennar mikinn fjárhagsvanda. Leigjendasamtökin hafi haldiö nokkra fundi með leigjend- um hjá borginni og farið yfir málið og séu margir mjög uggandi. Jón nefnir sem dæmi um áhrif húsaleiguhækkananna konu sem hann segir vera dæmigerðan íbúa í fé- lagslegri leiguíbúð. íbúinn er kona sem lifir af ellistyrk sem er 54 þúsund kr. á mánuði auk þess að fá greiðslu- úr lífeyrissjóði sem er 11 þúsund kr. Húsaleiga hennar er 14 þúsund kr. á mánuði þannig að hún á nú eftir 51 þúsund kr. á mánuði til að fæða sig og klæða. Á næstunni mun húsaleiga kon- unnar stíga í 28 þúsund kr. á mánuði en jafnframt mun hún fá húsaleigu- bætur upp á 4 þúsund krónur þannig að hún greiðir sjálf 24 þús. kr. í stað 14 þúsund króna og ráðstöfunarfé hennar verður 41 þúsund krónur á mánuði í stað 51 þúsund króna. Jón segir að eina fólkið sem eigi að fá hækkunina bætta að fullu séu þeir sem hafa tekjur undir skerðingar- mörkum, sem er 1,5 milljónir á ári og hafa þrjú eða fleiri börn á framfæri. Fé flutt milli byggða DV, Hólmavík: Eftir nokkrar endurbætur á vegin- um yfir Steinadalsheiði á milli KoOa- fjarðar og GOsfjarðar fyrir nokkrum árum hefur sá tími nokkuð lengst sem hann er fær ár hvert. Með tOtölulega litlum endurbótum á tveimur stöðum mætti enn lengja þann tíma. Algengt getur það þó ekki talist að hann sé jeppafær síðari hluta des- embermánaðar eins og nú var raunin enda tíðarfar það sem af er vetri nokkuð með óvenjulegum hætti hvað snjóalög snertir. Fé var flutt á paOi jeppabifreiðar fjórum dögum fyrir jól á miOi þessara byggða og gekk vel. Ökumaður jeppans var Bergsveinn Reynisson, bóndi á Gróustöðum, og með honum var Kristján Garðarsson, bóndi á Efri- Múla í Saurbæjarhreppi. -GF Bergsveinn til vinstri ásamt Kristjáni og Tíla, fjárhundur Bergsveins, sem fékk að vera með ef hennar hefði verið þörf við rekstur kindanna sem ekki var. DV-mynd Guöfinnur „Það er því ekki nema brot af því fólki sem leigir af borginni sem fær hækk- unina bætta að fidlu, því að flestir leigjendurnir eru eUi- og örorkulífeyr- isþegar." -SÁ Amerískur útivistarfatnaður Cortina Sport Skólavörðustíg 20 - Sími 552 1555 VERSLUN FYRIR ALLA ! 8 eldunaraðgerðir • Þrívíddarblástur • Grill með grillteini • 3 hitaelement • Sjálfhreinsibúnaður • Klukka • Helluborð með 4 hellum • Burstað stál eða hvítt Tilboðsverð Aðeins kr. 42.900,- stgr. Við Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kt. 9-18, laugard. kl. 10-16 COHa RADGREIÐSLUR ) l i i i NA LENGRA GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR24 SÍMI: 520 1100 FYRST KEM EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.