Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 9 Utlönd Finnar smíðuðu snekkju Saddams Finnsk skipasmíðastöð smíðaði lystisnekkju fyrir Saddam Hussein íraksforseta, að því er finnska sjón- varpið greindi frá um helgina. I byrjun níunda áratugarins áttu Finnar ýmis viðskipti við íraka sem þeir vilja helst ekki tala hátt um nú. Lystisnekkjan, sem smíðuð var fyrir Saddam, er 120 metra löng. Á myndum, sem finnskur háseti tók af snekkjunni, má sjá gullhúðaða krana, kristalsljósakrónur, marmara, risastórt hjónarúm og matarstell úr gulli og silfri fyrir 100 gesti sem kostaði um 150 milljónir íslenskra króna, að því er fram kemur í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Samkvæmt skrám trygg- ingafélags notar Saddam enn snekkjuna. í lystisnekkjunni, Al-Mansur, eru skotheld rými og rými sem ekki er Saddam getur hleraö samræður allra gesta í snekkjunni. Þessir skemmtilegu fýrar fóru á stjá f borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu f rnorgun, sungu jólasálma og léku „vertep", en þaö er sagan um fæöingu Krists. Úkrafnumenn halda jól 7. janúar og veröur engin undantekning á þvf þetta áriö. Símamynd Reuter ísraelska þingiö: Stjórn Netanyahus hafði sigur að sinni Stjóm Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels, stóðst fyrstu prófraun sína á þingi í gær eftir afsögn Davids Levys utanríkis- ráðherra. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1998 var samþykkt með 58 atkvæð- um gegn 52. Aðeins einn þingmaður Likud, flokks Netanyahus, sat hjá. Ágreiningur um fjárlagafrumvarpið var helsta ástæða afsagnar Levys. Netanyahu brosti breitt þegar niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Hann hafði annars setið með áhyggjusvip og hlustað á um- ræðumar. „Þeir hafa flutt líkræðuna yfir mér að minnsta kosti átján sinnum á síðustu átján mánuðum en ég er samt enn hér,“ sagði Netanyahu við fréttamenn. Atkvæðagreiðslan um fjárlögin var mikilvæg vísbending um stöðu Netanyahus þar sem stjóm hans hefúr nú aðeins 61 þing- mann af 120. Netanyahu sagðist ekki telja að boðað yrði til kosninga á næstunni. Stjómmálaskýrendur sögðu þó að stjómin, sem þarf nú að reiða sig meira á harða hægrisinna, kæmist senn í vandræði vegna deilna um frekari brottflutning ísraelskra her- manna frá hemumdu svæðunum á Vesturbakkanum. Reuter hægt að hlera. Hins vegar getur Saddam hlerað gesti sína því skipið er útbúið þróuðum hlerunarbúnaði. Að káetu forsetans sjáifs er leyni- gangur falinn á bak við spegladyr. Smíði snekkjunnar fór fram með mikilli leynd og sá sem pantaði hana krafðist þess að öll gögn um skipið yrðu eyðilögð. Þegar snekkj- unni var siglt um Kielarskurð til Marokkó til þess sem pantaði hana urðu skipverjar að þekja íraska öm- inn á reykháfmum. Var það gert af ótta við hryðjuverk íraskra náms- manna í Þýskalandi. í sjónvarpsþættinum var einnig getið um ýmis önnur verk sem finnsk fyrirtæki unnu fyrir íraka. Meðal annars áttu Finnar þátt í byggingu kjamorkuvers og úran- námu í írak. Þeir byggðu einnig loftvamabyrgi fyrir íraka. Slegisf um miða að gröf Díönu Símalinur í Bretlandi voru rauð- glóandi í gær er sala hófst á að- göngumiðum að grafreit Díönu prinsessu. Tekjunum af miðasöl- unni á að verja til góðgerðarstarf- semi sem prinsessunni var sérstak- lega umhugað um. Sala miðanna hófst klukkan 9 í gærmorgun. Átta klukkustundum síðar höfðu selst 10 þúsund miðar. Þó komust ekki allir sem vildu í samband við miðasöluna. Díana var jarðsett á eyju í vatni á ættarjörð fjölskyldu sinnar. Al- menningur fær ekki að fara út í eyj- una. En fjölskylda Díönu ákvað að leyfa 2500 gestum aðgang á hveijum degi að vatninu frá 1. júlí, sem er fæðingardagur prinsessunnar, til 30. ágúst sem er dagurinn fyrir dán- ardag hennar. Díana lést aðfaranótt 31. ágúst síðastliðinn. Aðgangurinn kostar um 1 þús- und krónur fyrir fullorðna og um 500 krónur fyrir böm. Gestir geta jafnframt skoðað ættarsetur Spencerfjölskyldunnar og safn tengt Díönu. 30 milljarðar í vaskinn DV, Ósló: Norskur fiskiprófessor hefur reiknað út að Norðmenn tapi um 30 milljörðum íslenskra króna ár- lega á að flytja fisk út óunninn í stórum stíl. Prófessor Vassdal segir að fyrst verði ríkið að láta af ofstýringu á sjávarútveginum og þar á hann sjávarútvegsráð- herranum Öngulssyni að mæta þvi ráðherrann segir að opinber stýring á veiðum og vinnslu sé homsteinn byggðastefnunnar norsku. Prófessorinn vill að frystitogarar verði látnir um fúll- vinnsluna og að fiskverð verið gefið ffjálst. -GK Lífogjjör í ballettskób Getuin bætt við nyium nemenduin Byijenda- og framhaldsílokkar frá íjögurra ára Ballettskóli ra Eddu Scheving Leng> Félag íslenskra listdansara Skúlatúni 4 • Innritun og upplýsingar í síma: 553 8360 Líf mitt hefur tekið miklum breytingum til hins betra, ég lít björtum augum á framtíðina og er hætt að velta mér uppúr fortíðinni. Sjálfstraustið hefur aukist til muna og ég á betur með að koma skoðunum mínum á framfæri. Dale Carnegie® var svarið. Björg Ólöf Bjarnadóttlr Ég mæli eindregið með Dale Carnegie® námskeiðinu. Þaö hefur aukið sjálfstraust mitt og einnig kennt mér að lifa í „dagþéttri veröld“. Ég er óhræddari við að standa upp og tjá mig og halda tölu í áheyrn fjölda manna. Elfn Þorbergsdóttir Samskipti mín við yfirmenn mína hafa gjörbreyst auk þess sem áhyggjur mínar af bókstaflega öllu hafa minnkað verulega. Trausti Jónsson STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphson - Einkaumboð á íslandi 581-2411 FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT KYNNINGARFUNDUR fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30 aö Sogavegi 69, 108 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.