Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Side 47
I
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
iafmæli *
Karl P. Maack húsgagnasmíða-
meistari, Skipholti 50, Reykjavík,
verður áttræður á morgun.
Starfsferill
Karl fæddist við Nýlendugötuna í
Reykjavík og ólst upp í Vesturbæn-
um. Hann lauk prófi frá Gagnfræða-
skólanum í Reykjavík 1936, lærði
húsgagnasmíði hjá Guðmundi
Grímssyni húsgagmasmíðameist-
ara, lauk prófum frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1941 með hæstu einkunn
sem gefin var það árið, lauk sveins-
prófi í sinni grein og öðlaðist meist-
araréttindi 1946.
Karl stofnaði, ásamt Sigurgeiri
Gíslasyni og Guðmundi Gíslasyni,
fyrirtækið Húsgögn Co 1943. Hann
starfrækti fyrirtækið með þeim í
meira en hálfa öld eða þar til fyrir
tveimur árum.
Karl gekk snemma í Húsgagna-
meistarafélag Reykjavíkur, var kos-
inn í stjóm þess um 1950 og sat sam-
fellt í stjórn þess til 1972, var oft for-
maður samninganefndar félagsins
og formaður þess á árunum 1963-71.
Hann var kjörinn heiðursfélagi arf-
taka þess félags, Félags húsgagna-
Karl P. Maack
og innréttinga framleið-
enda 1981. Karl stóð fyr-
ir því í sinni formanns-
tið að tekin var gæða-
merking íslenskra hús-
gagna.
Karl er félagi í Tenn-
is og badmintonfélagi
Reykjavikur, sat í bygg-
ingarnefnd húss félags-
ins við Gnoðavog, var
kosinn heiðursfélagi
TBR 1985, var formaður
Badmintonsambands ís-
lands 1972-76 og lengi
dómari í þeirri íþrótta-
grein. Hann hefur verið virkur fé-
lagi í Skíðadeild KR frá því á fjórða
áratugnum, hefur setið í stjórn
deildarinhar og tekið þátt í bygg-
ingu allra skíðaskála KR í Skálafelli
nema þess sem hann opnar form-
lega á áttræðisafmælinu. Hann leik-
ur enn badminton og fer á skíði.
Fjölskylda
Eiginkona Karls var Þóra Run-
ólfsdóttir, f. 31.10. 1919, d. 2.3. 1994,
húsmóðir. Hún var dóttir Runólfs
Sigurjónssonar, verkamanns í
Reykjavik, og k.h., Guð-
rúnar Þorbjörnsdóttur
húsmóður.
Böm Karls og Þóru:
Pétur K. Maack, f. 1.1.
1946, verkfræðiprófess-
or við HÍ, kvæntur Sól-
eyju Ingólfsdóttur og
eiga þau þrjár dætur;
Runólfur K. Maack, f.
15.11. 1949, verkfræð-
ingur og framkvæmda-
stjóri í Rvík, kvæntur
Stefaníu Kjartansdótt-
ur og eiga þau einn son;
Gunnar Maack, f. 14.3.
1954, d. 8.7.1994, viðskiptafræðingur
og framkvæmdastjóri í Rvík, kvænt-
ur Eygló Baldursdóttur og eignuð-
ust þau tvo syni.
Systkini Karls: Pjetur Andreas
Maack, f. 24.2. 1915, d. 1944; Aðal-
steinn Maack, f. 17.11. 1919, húsa-
smíðameistari; Viggó E. Maack, f.
4.4. 1922; Elisabet Thorsteinsson, f.
23.2. 1925, húsmóðir.
Foreldrar Karls vom Pjetur
Andreas Maack, f. 11.11. 1892, skip-
stjóri í Reykjavík, og k.h., Halffríð-
ur Maack, f. 7.6.1885, húsmóðir.
Ætt
Pjetur var sonur Pjeturs Maack,
pr. á Stað í Grunnavík Þorsteins-
sonar, kaupmanns á Skipaskaga
Guðmundssonar.
Móðir Pjeturs Þorsteinssonar var
María Pétursdóttir.
Móðir Péturs Andreas var Vigdís
Einarsdóttir, b. í Neðri-Miðvík í Að-
alvíkurhreppi Friðrikssonar, Halls-
sonar. Móðir Einars var Katrín
Jónsdóttir. Móðir Vigdísar var
Ragnhildur Jóhannesdóttir, b. í
Skáladal, og Rannveigar Ólafsdóttur
frá Læk.
Hallfríður var dóttir Hallgríms
Benediktssonar, b. í Eiðaþinghá og
Elísabetar Jónsdóttur sólargangs,
Guðmundssonar. Móðir Elísabetar
var Ingibjörg Sigurðardóttir frá
Heiðarseli Benediktssonar, og Ingi-
bjargar Einarsdóttur frá Bót.
Karl býður öllum vinum og
vandamönnum til kaffisamsætis í
gamla KR-skálnum í Skálafelli,
sunnudaginn 15.2. milli kl. 14.00 og
18.00.
Karl P. Maack.
Ingigerður Eiríksdóttir
Ingigerður Eiríksdóttir, húsfreyja
að Skipum í Stokkseyrarhreppi, er
sjötug í dag.
Starfsferill
Ingigerður fæddist á Löngumýri á
Skeiðum og ólst þar upp. Hún var í
barnaskóla á Skeiðum, var einn vet-
ur á húsmæðraskóla og var ráðs-
kona hjá bróður sínum í Brautar-
holti einn vetur.
Fjölskylda
Ingigerður giftist 7.1. 1950 Jóni
Ingvarssyni, f. 28.8. 1912, bónda að
Skipum. Hann er sonur Ingvars
Hannessonar, bónda að Skipum, og
Vilborgar Jónsdóttur húsfreyju.
Böm Ingigerðar og Jóns eru Gísli
Vilhjálmur, f. 2.2. 1950, skipstjóri í
Þorlákshöfn, kvæntur Herdísi Jónu
Hermannsdóttur og era böm þeirra
Ingigerður, f. 5.7. 1976, Hermann
Þór, f. 31.1. 1978 og Axel Már, f. 3.9.
1983; Móeiður, f. 28.7. 1953, húsmóð-
ir í Reykjavík en maður hennar er
Ólafur Benediktsson, bifreiðastjóri
hjá Fóðurblöndunni hf og era börn
þeirra Benedikta, f. 13.3. 1973, Jón
Ingi, f. 14.5.1976, Kristín Ósk, f. 17.1.
1981 og Óli Ben, f. 3.3. 1991; Ragn-
heiður, f. 30.10. 1962, húsmóðir en
hennar maður er Vilhjálmur Vil-
mundarson bakari og eru börn
þeirra Stella Sigríður, f. 10.1.1995 og
Eiríkur Bjöm, f. 10.8. 1996.
Systkini Ingigerðar: Ágúst Eiríks-
son, f. 7.10. 1916, garðyrkjufræðing-
ur og bóndi á Löngumýri, var
kvæntur Emmu Guðnadóttur sem
er látin og eru böm þeirra
átta; Elín, f. 29.10. 1917,
húsfreyja á Votumýri, gift
Eiríki Guðnasyni og era
böm þeirra þrjú; Þor-
steinn, f. 13.4. 1920, d. 1.10.
1978, yfirkennari í Reykja-
vík, var kvæntur Solveigu
Helgadóttur Hjörvar og
áttu þau einn kjörson auk
þess sem hún á þrjú börn;
Páll, f. 16.7. 1921, fyrrv. að-
stoðaryfirlögregluþjónn í
Reykjavík, kvæntur Svan-
fríði Gísladóttur og eiga
þau þrjú böm; Sigurður, f.
16.6. 1926, d. 24.11. 1981, vélamaður
hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík.
Fósturbróðir Ingigerðar er Bald-
vin Árnason, f. 17.6. 1939, iðnaðar-
maður á Selfossi.
Foreldrar Ingigerðar
vora Eiríkur Þorsteins-
son, f. 6.10. 1886, d. 25.7.
1979, búfræðingur og
bóndi á Löngumýri á
Skeiðum, og k.h., Ragn-
heiður Ágústsdóttir, f.
9.3. 1889, d. 26.2. 1967,
húsfreyja.
Ingigerður og Jón
taka á móti gestum í
Reykjavík á afmælis-
daginn. Upplýsingar
um samkomustaðinn
eru veittar símleiðis.
Ingigerður afþakkar vinsamlegast
allar afmælisgjafir.
Pétur Svavarsson
Pétur Svavarsson
tannlæknir, Meistara-
völlum 15, Reykjavik, er
fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Pétur fæddist að
Ásvallagötu í Reykjavík
og ólst upp í vesturbæn-
um til tíu ára aldurs er
hann fluttist í Laugar-
nesið. Hann lauk stúd-
éntsprófi frá MR 1968 og
cand. odont-prófi frá HÍ
1975.
Með námi vann Pétur
Pétur Svavarsson.
við landmælingar hjá
Vegagerð ríkisins. Hann
var tannlæknir á ísafirði
frá 1975-84 þegar hann
hóf rekstur eigin tann-
læknastofu sem hann
rak þangað til 1985. Síð-
an þá hefur hann rekið
tannlæknastofu á Eiðis-
torgi á Seltjarnamesi.
Fjölskylda
Sambýliskona Péturs
frá 1989 er Auður Ragn-
arsdóttir, f. 10.9. 1953,
hjúkrunarfræðingur og
deildarstjóri á bamadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur. Foreldrar henn-
ar vora Ragnar Kristjánsson, yfir-
tollvörður í Reykjavík, f. 1.3.1917, d.
13.3. 1988, og Jóhanna Jóhannsdótt-
ir, húsfreyja í Reykjavík, f. 29.5.
1921, d. 30.8. 1989.
Sonur Péturs og Auðar er Pétur
Jóhann Pétursson, f. 3.12.1990.
Pétur var áður kvæntur Önnu
Pálsdóttur, meinatækni og kynning-
arfulltrúa NLFÍ. Þau skildu 1986.
Böm þeirra eru Ingibjörg Hanna,
f. 26.4. 1970, nemi í fatahönnun í Ut-
recht í Hollandi; Hrafnhildur, f. 1.4.
1977, stúdent frá MH.
Systkini Péturs era Ágúst, f. 29.6.
1949, tæknifræðingur í Göppingen í
Þýskalandi, og á hann þrjú börn;
Sigurður, f. 14.1.1954, framkvæmda-
stjóri Máls og menningar, kvæntur
Guðrúnu Svansdóttur líffræðingi og
eiga þau tvö börn; Sigrún, f. 26.4.
1960, aðstoðarmaður tannlæknis,
gift Mána Arngrími Amgrímssyni
bifvélavirkja og eiga þau þrjár dæt-
ur.
Foreldrar Péturs eru Svavar Júlí-
usson, f. 15.10. 1920, d. 27.8. 1976,
verkstjóri, og Hanna I. Pétursdóttir,
f. 8.8.1926, skrifstofumaður, búsett í
Reykjavík.
Stefán Orn Stefánsson
Stefán Örn Stefánsson, vélaverk-
fræðingur og framkvæmdastjóri
verkfræðistofunnar Stefán Öm Stef-
ánsson ehf., Valhúsabraut 21, Sel-
tjarnarnesi, verður sextugur á
morgun.
Starfsferill
Stefán fæddist í Traðargerði á
Húsavík, Suður-Þingeyjarsýslu.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1958, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá
HÍ 1961 og vélaverkfræðiprófi frá
DTH 1964.
Stefán var vélaverkfræðingur
við Olíuhreinsunarstöð Dansk
Esso í Kalundborg 1964-66, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins á Seyðisfirði 1966-69,
deildarstjóri tæknideildar Flugfé-
lags íslands 1969-72 en hefur rek-
ið eigin verkfræðistofu frá 1972.
Ásamt störfum við verkfræði-
stofuna hefur Stefán endurskipu-
lagt ýmsar af helstu fiskimjöls-
verksmiðjum landsins og unnið
að þróun framleiðslu
hágæðafiskimjöls.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 15.2.
1961 Gunnþórunni R.
Þórhalldóttur húsmóður,
f. 21.5.1941.
Foreldrar Stefáns:
Stefán Halldórsson, f.
25.9. 1899, d. 9.11. 1940,
verkamaður á Húavík,
og k.h., Jónína
Stefán Örn Stefánsson.
Brynjólfsdóttir, 12.9.
1906, húsmóðir.
Þau hjónin taka á
móti ættingjum, vinum
og samstarfsmönnum á
afmælisdaginn í Sunnu-
sal Hótel Sögu kl. 16-19.
111 hamingju með afmælið 15.febrúar
85 ára
Kristinn Ólafsson, Hænuvík Innri 2, Vesturbyggð.
80 áxa
Enuna Hansen, Barmahlíð 33, Reykjavík. Júlía Guðrún Jónsdóttir, Vestri-Tungu, Vestur-Landeyjahreppi.
75 ára
Baldvin Ágústsson, Hringbraut 88, ReyKjavík.
70 ára
Karl Kristinsson bifreiöarstjóri, Bugðulæk 20, Reykjavik. Eiginkona hans er Bjarndís Friðriksdóttir. Þau verða að heiman á afmæl isdaginn.
60 ára
Sveinn Vilhjálmsson, Ártröð 14, Egilsstöðum.
50 ára
Edda Hörgdal Stefánsdóttir, Þóroddsstaö, Ljósavatns hreppi. Emma Ásgeirsdóttir, Steinum 7, Djúpavogshreppi. Hjalti Einarsson, Grófarseli 9, Reykjavík. Hjálmar Ágústsson, Langsstöðum, Hraungerðis hreppi. Ingibjörg Magnúsdóttir, Þrastarhólum 10, Reykjavík. Kristín Ó. Sigurðardóttir, Lindargötu 62, Reykjavík. Ólafur Eggertsson, Vestmannabraut 58b, Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, Dalshöfða, Skaftárhreppi. Sigmundur Rafn Einarsson, Laugargötu 2, Akureyri. Sigriður Sigurjónsdóttir, Norður-Flankastöðum, Sandgerði. Sævar Björn Gunnarsson, Blikahólum 4, Reykjavík. Víðir Björnsson, Vörðu 12, Djúpavogshreppi,
40 ára
Edda Elísabet Kjerulf, Fljótaseli 12, Reykjavík. Guðrún B. Tryggvadóttir, Suðurlandsbraut, Rafstöð 6, Reykjavík. Hanna Björk Hilmarsdóttir, Bakkaseli 12, Reykjavík. Jón Stefán Ingólfsson, Höfðagötu 12, Grenivík. Kristján Hauksson, Áshamri 75, Vestmannaeyjum. Sigrún Edda Hringsdóttir, Austurströnd 2, Seltjarnamesi. Steinþór Gunnarsson, Merkjateigi 2, Mosfellsbæ. Ægir Magnússon, Goðheimum 23, Reykjavík.
öW mil/i hlmin,
- , 6 Oq .
Smáauglýsingar
550 5000