Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 D"V 4 *Mréttir * ★ ★ Héraðsdómur í máli árásarpilta sem töldu sig eiga harma að hefna: Borgarar mega ekki grípa til hefnda - 210 þúsund króna bætur og málskostnaður fyrir að nefbrjóta mann á tónleikum Borgurum er ekki heimilt að taka sér refsivald í hendur með því að beita hefndaraðgerðum og er það ákærðu ekki til málsbóta - það er hins vegar virt þeim til refsiþyng- ingar að þeir voru tveir eða fleiri saman um að valda líkamstjóni. Þetta er m.a. niðurstaðan í dómi Hjördisar Hákonardóttur héraðs- dómara í máli tveggja pilta sem hún hefur sakfellt fyrir líkamsárás eftir tónleika í Laugardalshöllinni í mars árið 1996. Piltarnir, sem voru 17 og 18 ára, voru ákærðir fyrir að hafa í félagi veist að 21 árs karlmanni og slegið hann hnefahöggum í andlit með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Þeim var einnig gefið að sök að hafa sparkað í fætur hans. Þeir báru að fómarlambið hafi veitt öðrum þeirra og vitni í málinu áverka við allt ann- að tækifæri -17. júní árið áður. Dómurinn taldi að ítrekuö vísan ákærðu til meiðsla frá árinu áður benti til að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða en féllst ekki á að það væri þeim til málsbóta. Við ákvörð- un refsingar var hins vegar litið til þess að rúmt ár leið frá atburði þangað til ákæra var gefin út - það hefði torveldað sönnunarfærslu fyr- ir dómi. M.a. með vísan til þess og ungs aldurs var refsing pfltanna ákvörðuð 40 og 20 daga varðhald og refsingamar skUorðsbundnar. Þeir voru sakfeUdir fyrir hnefahöggin en spörkin þóttu ósönnuð. Kærandinn lagði fram 351 þúsund króna skaða- og miskabótakröfu í málinu. Dómurinn dæmdi pUtana til að greiöa honum 10 þúsund krón- ur fyrir vinnutap. Miskabótakrafa þótti hins vegar ekki það vel rök- studd að henni var vísað frá dómi og ekki var faUist á aö sakborning- amir greiddu kæranda fyrir lög- mannsþóknun vegna kröfunnar. Á hinn bóginn var þeim gert að greiða verjanda þeirra 100 þúsund krónur og ríkissjóði aðrar 100 þúsund krón- ur í saksóknaralaun. -Ótt Miklar breytingar hafa sta&lð yfir á l&nó. Leikfélag íslands og veitingahúsiö Viö Tjörnina munu reka l&nó. DV-mynd Hilmar Þór Leikfélag íslands að flytja í Iðnó: Sýningar I apríl „Það styttist i aö leikfélagið flytji stafsemi sina í Iðnó. Þaö gerist þegar samningurinn viö borgina verður undirritaður, sem ég á von á að veröi á næstunni," segir Magnús Geir Þórð- arson, Ustrænn stjómandi Leikfélags íslands. Borgarráð hefur samþykkt samninginn við Iðnó ehf., sem er í eigu Leikfélags íslands og veitinga- hússins Við Tjömina. „Viö erum þessa dagana að undir- búa verkefnaskrána. Við gerum ráð fyrir að fyrsta sýning í Iðnó veröi í aprU nk. Leikfélag Reykjavíkur var reyndar með hátíðarsýningu á verk- inu Dómínó í desember sl. Leikfélag íslands rekur starfsemina í Iðnó. Hins vegar tökum við upp samstarf viö ýmsa sjálfstæða hópa, hvort heldur sem er leikhópar, tónlistarmenn eöa annað. Það verður þvi fjölskrúöugt og fjölbreytt lista- og menningarlíf í hús- inu. Það var samdóma áht manna á hátíöarsýningunni að húsið er gullfal- legt og breytingamar virðast hafa tek- ist vel þó að þeim sé ekki alveg lokið. Neðri hæðin er nær alveg tilbúin, þ.e. sýningarsalurinn, sem rúmar 170 manns í sæti, kaffistofa og eldhús. Á efri hæðinni er matsalur og í risi veröa koníaksstofa og skrifstofúr sem eftir er að ganga frá. Það er mikUl hugur í okkur enda spennandi tímar fram undan,“ segir Magnús Geir. Töluverðar deUur stóðu um það á síðasta ári hvort rétt væri að vera með matsölustað og leikhús undir sama þaki. Aðspurður segir Magnús Geir að borgin hafi lagt mflda áherslu á það í endurbótunum aö rekstur leik- húss og matsölustaðar truflaði ekki hvort annað. Magnús Geir segir að húsið hafi verið hljóðeinangrað vand- lega og sérfræðingar álíti að engin hljóð eigi að berast þar á mUh. Leikfelag íslands var stoftiað 1985. Leikfélagið setti upp verkið Stonefree vorið 1986 og Veðmálið 1987. Leikfélag- ið hefúr einnig séð um markaðsmál fyrir aUar kvikmyndir íslensku kvik- myndasamsteypunnar á síðasta ári.RR Upplýsingar um afla: Útvegs- menn tregari að veita leyfi Bjarni Gríms- son fiskimála- stjóri. Bjarni Grímsson fiskimála- stjóri segir að erfiðara sé að fá leyfi til að birta upplýsingar um einstök skip og fyrirtæki en áður. „Áður fyrr voru menn opnari yfirhöf- uö en á síðari árum eru menn orðnir á móti þvi að upplýsingar birtist um ein- staka aðila,“ sagði Bjarni. í DV-yfir- heyrslu sagði Sævar Gunn- arsson, forseti Sjómannasam- bands íslands, að erfiðara væri aö fá upplýsingar hjá Fiskifé- laginu. Ákveönar reglur Bjami sagði Fiskifélagið fara eftir reglum og þaö safnaöi ákveönum tölum og birti heild- artölur og í gegnum tíðina hefði stundum verið gengið svo langt aö birta heildartölur fyrir ein- staka báta og fiskvinnslustöövar yfir áriö og þaö væri á mörkun- um. „Að öðru leyti megum viö ekki og getum ekki birt tölur einstakra aðila þar sem það stríöir á móti þeim almennu reglum sem eru um meðferð á persónulegum upplýsingum. Við getum birt upplýsingar um viö- komandi menn, fyrirtæki eöa málefni, ef þeir veita sjálfír heimild til þess,“ segir Bjami. -sm Menntaskýrsla ES: Búið að bregðast við vandanum - segir formaöur menntamálanefndar Alþingis „Það er bæði búið að bregðast við með því að fjölga vikulegum stundum hjá nemendum í grunn- skólum og einnig skóladögum þannig að þessir hlutir hafa verið lagfæröir verulega," segir Sigríður Anna Þórðardóttir, formaöur menntamálanefndar Alþingis, í samtali viö DV. Hún telur að um- fjöllun blaðsins í gær og fyrradag um niðurstöður skýrslu Evrópu- sambandsins um menntamál í Evr- ópulöndum sé ósanngjöm í garð ís- lenska skólakerfisins vegna þess að í engu hafi verið getiö þeirra breytinga sem gerðar hafa verið og verða gerðar á gmnn- skólakerfinu samkvæmt áætlun stjómvalda fram til 2001. Varðandi kennslu- stundafjölda 10 ára bama segir Sigríður að i stað 29 vikustunda sem þau fengu árið 1995 fái þau nú 31 kennslustund. Næsta haust verði enn Sigrf&ur Anna Þórfi- ardóttir, alþinglsmaó- ur og formaöur menntamálanefndar Alþingis. fjölgað í 32 stundir og loks í 35 stundir árið 2001. Ennfremur væri verið að fiölga kennslu- stundum á ári. Árið 1996 hefðu þær verið 1.020 í 5. bekk, það er að segja hjá 10 ára bömum, en verða 1.190 sem er hvorki meira né minna en 170 stunda aukning. Þetta sýni glöggt að hvað mest áhersla er lögð á einmitt þennan aldurshóp í skólakerfinu. „Ég tel því að þegar hafi verið brugðist við. Menn vom sér meðvitandi um að við værum orðin á eftir hvað varðaði tíma- fiölda og úr því hefur verið bætt, bæði með því að fiölga skóladögum og kennslutímum. Ástandið verður þvi fyllilega sambærilegt við það sem best gerist annars staöar þegar áætlunin er að fullu komin til fram- kvæmda. Aðalatriðið er að það hef- ur verið brugðist viö því sem við töldum að væri að,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir. -SÁ orn Varaþingmaðurinn Sá sem kom máli Franklins Steiners inn í þjóðmálaumræöuna var þáverandi rit- stjóri Mannlífs, Hrafn Jökulsson. í snörpum umræð- um á Alþingi um afskipti Þorsteins Pálssonar af reynslulausn Franklins Stein- ers gerði dóms- málaráðherra talsvert úr því að Hrafh væri varaþingmað- ur Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Nú hefur Hrafn hins vegar gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. í kjölfarið velta menn því fyrir sér hvort Hrafn verði orðinn varaþing- maður Þorsteins eftir næstu kosn- ingar... Ættbogi kölska Á fundi umhverfissamtakanna Húsgulls á Húsavík fyrir skömmu var fúndarstjóri Sigur- jón Jóhannesson. Talsvert var rætt um ný lög um um- hverfismál og Sig- urjón fundar- sfióri sagði að oft væri erfitt að hemja andann í orðum við lagasetningu. Af því til- efni hraut af vörum samgönguráð- herra Halldórs Blöndals lítil staka: Það er í ætt við fiandann, að oft er blandin raust, að hemja í orðum andann, ekki er vandalaust... Búrhvalur í fýlu Á stofnfúndi sameiginlegs lista vinstri manna i Garöabæ, sem hald- inn var laugardaginn 14. febrúar, létu nær engir ungir alþýðu- bandalagsmenn sjá sig. Ástæðan ku vera sú að þeir eru í fýlu út í eldri deild fé- lagsins sökum ágreinings um stefnumál. í félagi ungra alþýðubandalagsmanna í bænum eru um hundrað manns og fer þar fremstur í flokki Þorkell Máni Pétursson. Pilturinn sá þykir róttækur mjög og vill hann umbylt- ingu og breytingar á öllum sviðum bæjarfélagsins. Skarst í odda með honum og Hilmari Ingólfssyni, enda telja Þorkell Máni og félagar að hann ætti ekki að vera í forystu fýrir hinn nýja lista. Félag þessara ungu manna heitir Búrhvalur og ástæðan fyrir því er að búrhvalur er sú skepna ein sem gleypt getur kol- brabba... Bæjarstjóraslagur Þótt ekki sé útséð með hversu mörg framboö verði vegna bæjar- sfiómarkosninganna mega Akureyringar eiga von á fiörlegri kosningabaráttu á næstu vikum og mánuðum. í efstu sætum á listum Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknar og Akureyrarlistans verða nefnilega þrír bæjarstjórar, tveir fyrrverandi, Ásgeir Magnús- son sem „þjónaði" á Neskaupstaö, Krisfián Þór Júlíusson sem sat þann stól á Dalvík og ísafirði, og nú- verandi bæjarstjóri Akureyringa, Jakob Bjömsson. Þeir Ásgeir og Kristján Þór eru miklir baráttumenn og oröhákar og ekki aö efa að þeir munu sauma nokkuð aö Jakobi sem hyggst verja stöðu slna af alefli. Ekki er séð að málefnaágreiningur sé mikill, frekar áherslumunur, og því frekar reiknað með að þe’ssir „hákarlar" muni leggja enn harðar að sér í þeirri viðleitni að láta ljós sín skína... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.