Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 52
60 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 idge Bridgehátíð '98: Þórður Björnsson og Þröstur Ingimarsson - sigruðu með miklum yfirburðum í tvímenningi ' Þröstur Ingimarsson og Þórður Bjömsson höfðu algjöra yfirburði yfir aðra keppendur í tvímenn- ingskeppni Bridgehátíðar og sigr- uðu glæsilega. íslensk pör voru einnig í þremur næstu sætum og hefir þáttur íslands aldrei verið meiri í tvímenningskeppninni. í sveitakeppninni var mikil bar- átta cillan tímann en þegar upp var staðið hafði danska sveitin einu stigi meira en sú í öðru sæti, sveit Samvinnuferða-Landsýnar. I dönsku sveitinni spiluðu hjónin Sabine og Jens Auken, Morten And- ersen og Sören Cristiansen, en sveit Samvinnuferða skipuðu Roger Bates, Fred Hamilton, Helgi Jó- hannsson, Guðmundur Sv. Her- mannsson, Guðmundur Páll Arnar- son og Þorlákur Jónsson. Röð og stig efstu para í tvímenn- ingskeppninni var þessi: Þröstur Ingimarsson-Þórður Bjömsson, 1345. Guðmundur P. Amarson-Sverrir Ármannsson, 974. S/Allir 4 532 m 109842 4 84 * ÁDG * 7 w KD753 4 KG9753 4 6 4 K109864 V ÁG6 45 4 843 N V A S spurðu um ása, fjórir spaðar sýndu tvo og Þröstur taldi líklegt að nógir slagir væra fyrir hendi ef andstæð- ingarnir tækju hina tvo ekki strax. Hann stökk því í slemmuna, enda líklegt að fimm tíglar gæfu ekki góða skor. Þórður horfði nú á 4 ADG 4 ÁD102 4 K109752 Með Þröst og Þórð í n-s en Stefán Stefánsson og Hróðmar Sigurbjöms- Umsjón .Kristján Kristjánsson forseti Bridgesambandsins, afhendir bridge- meisturunum verðskulduð verðlaunin. son í a-v gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1 4 pass 1 * 1 4 3 4 pass 3 4 pass 3 Gr pass 44 pass 4 4 pass 64 pass 74 pass pass dobl pass pass pass ák Aðalsteinn Jörgensen-Jakob Kristinsson, 778. Ólafur Lárasson-Hermann Láras- son, 665. Glenn Grötheim-Terje Aa, 659. Það gefur augaleið að þegar yfir- burðir sigurvegaranna eru svona miklir er líklegt að spilaguðinn hafi hcift hönd í bagga að einhverju marki. Við skulum skoða eitt spil úr tví- menningskeppninni. Þröstur og Þórður spila Gulrótar- laufið sem Svíinn Anders Morath hefur samið. Það byggist á Canapésagnvenj- unni, þ.e. seinni litur opnara er ávallt lengri. Fyrstu sagnimar vora nokkuð hefðbundnar, fjórir tíglar Stefán Guðjohnsen hjartaeyðuna og hækkaði ótrauður í sjö. Austur sá að maðkur var í mys- unni og útspilsdoblaði, þ.e. bað um hjartaútspil. Það reyndist afleit ákvörðun þvi makker hlýddi og Þórður rúllaði heim 13 slögum. Það er erfitt að eiga við tvo harð- snúna andstæðinga sem þar að auki hafa spilaguðinn í sínu liði. Næststerkasta skákmót allra tíma hefst í Linares í dag: Karpov ekki boðið til glímu þeirra mestu HÚSGÖGN Viltu flytja - eitthvaö taktíska möguleika. Kasparov hefur áður lýst því yfir að hann telji þessa hugmynd athyglisverða því að á þennan hátt þurfi skákmaðurinn ekki að treysta á minnið heldur geti beitt sköpunargáfunni að fullu. Nú á sem sagt að láta á þetta reyna. Sterkt mót í Kalkútta Indverjar merkja auknar vin- sældir skáklistarinnar í kjölfar þess að þeir eiga nú skákmann í allra fremstu röð, Viswanathan Anand. Indversk stjómvöld hafa sett skák á forgangslista og skáklistin fær nú mun meiri umfjöllun í fjölmiðlum en áður var. Þessu virðist hins veg- ar vera þveröfugt farið hér á landi, a.m.k. hvað fjölmiðla áhrærir, þótt skákáhugi í skólum hafi ekki mælst meiri um langa hríð. Sterkasta mót ársins á Indlandi er í milljónaborginni Kalkútta. Nokkrir þekktir stórmeistarar vora þar meðal þátttakenda en óvæntur sigurvegari varð hins vegar Alex- ander Nenashev frá Úsbekistan. Hann kom degi of seint til leiks og fékk hálfan vinning gefins í fyrstu umferð. Þegar hann náði síðan jafn- tefli við Short í lokaumferðinni tryggði hann sér jafnframt efsta sætið óskipt. Nenashev hlaut 8 vinninga i 11 umferðum (tefldi raunar aðeins 10 skákir) en næstir komu ensku stór- meistaramir Nigel Short og Jonat- han Speelman, Jaan Ehlvest frá Eistlandi, Philipp Schlosser frá Þýskalandi, Dao Thien Hai frá Víet- nam og Indverjinn Dibyendu Baraa. Þeir fengu allir 7,5 v. Lítum á skemmtilega skák frá mótinu þar sem svartur fómar peði, tekst aö opna línur og ná öflugri sókn gegn hvíta kónginum. Ind- verski stórmeistarinn Barua er hér í aðalhlutverki gegn rússneskum starfsbróður. Hvítt: Alexander Lastin Svart: Dibyendu Barua Slavnesk vöm. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c6 4. Dc2 RfB 5. e3 Rbd7 6. Rc3 Bd6 7. g4 Þessi sókndjarfi leikur hefur átt vinsældum að fagna undanfarin ár. Ætlunin er að sækja fram á kóngs- væng og hróka langt en hér verður atburðarásin þó önnur. 7. - dxc4 8. g5 Rd5 9. Bxc4 b5 10. Be2 Rxc3 11. bxc3 Bb7 12. Hbl a6 13. a4 c5! Peðsfómin byggist á því að opna taflið drottningarmegin þannig að hvíti kóngurinn muni hvergi geta leitað athvarfs. 14. axb5 axb5 15. Hxb5 Bc6 16. Hbl Hb8 17. Hxb8 Dxb8 18. e4 Da8! 19. Rd2 Bf4 Ljóst er að svartur vinnur peðið til baka en best er nú 20. Bf3 og ef 20. - Bxg5 má hróka stutt. Eftir næsta leik hvíts verður hvíti kóng- urinn strcmdaglópur á miðjunni. 20. Hgl? cxd4 21. cxd4 0-0! 22. Hg4 Ba4 23. Dbl Ef 23. Dc3 Hc8 24. Rc4 Bxcl 25. Dxcl Rb6 og leppunin ræður úrslit- um. Svarta sóknin er þegar orðin of sterk. 23. - e5 24. dxe5 Hb8 25. Da2 Hc8 26. Da3 Skárra er 26. Dbl. 26. - Dc6 27. Bb2 Bxd2+ 28. Kxd2 Dc2+ 29. Ke3 29. - Hb8! Rekur smiðshöggið á sóknina. 30. Bd3 Hb3 31. Dd6 Bb5 - Og hvítur gafst upp. Ekkert þátttökugjald Taflfélagið Hellir stendur fyrir svonefndri Fyrirtækjakeppni í hrað- skák sem hefst mánudagskvöldið 23. febrúar, kl. 20, í Þönglabakka 1, Mjódd (gengið inn hjá Bridgesam- bandinu). Mótinu verður fram hald- ið á miðvikudags- og fimmtudags- kvöld. Allir skákmenn era velkomn- ir til leiks og verða ekki krafnir um þátttökugjald. Tefla má eitt kvöld eða öll en veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestan Scunanlagðan árangm- úr þremur mótum, 15.000, 10.000 og 5.000, auk unglingaverðlauna fyrir 15 ára og yngri. Meðalskákstig keppenda á ofur- mótinu í Linares á Spáni, sem hefst í dag, eru 2752 stig og styrkleika- flokkur mótsins mælist númer 21 á kvaröa Alþjóðaskáksambandsins. Aöeins einu sinni áður hafa meðal- stig verið hærri, á stórmóti í Las Palmas fyrir tveimur áram. Sam- kvæmt þessu er mótið í Linares næststerkasta skákmót allra tíma. Þess ber þó að geta að skákstig hafa nokkuð rýrnað að verðgildi á síð- ustu áratugum og auðvitað er styrk- leiki skákmanna á hverjum tíma af- stæður. Athygli vekur að meðal keppenda í Linares era sjö af níu stigahæstu skákmönnum heims - einungis Kar- pov og Kamsky vantar í hópinn. Sá siðamefndi hefur gefið taflmennsku upp á bátinn og einbeitir sér nú að læknanámi i Bandarikjunum. Fjar- vera Karpovs er skýrð með því að hann ku hafa móðgað aðalfor- sprakka mótsins, Senjór Luis sparov. Sumir veðja á Anand, með þeim orðum að hann komist næst því að tefla eins og tölva. Keppendalistinn í Linares lítur svona út: 1. Garry Kasparov (Rússlandi), 2825 stig. 2. Vladimir Kramnik (Rússlandi), 2790 stig. 3. Viswanathan Anand (Indlandi), 2770 stig. 4. Vassily Ivantsjúk (Úkraínu), 2740 stig. 5. Veselin Topalov (Búlgaríu), 2740 stig. 6. Alexei Sírov (Spáni), 2710 stig. 7. Peter Shvidler (Rússlandi), 2690 stig. Mótið verður sett í dag en fyrsta umferð tefld á morgun, sunnudag. Hver keppenda teflir tvisvar við hina og lýkur keppninni 9. mars. Nýstárlegt einvígi í Leon Kasparov og Topalov munu heyja sex skáka einvígi í Leon á Spáni dagana 9.-13. júní. Þetta væri vart í frásögur færandi ef ekki kæmi til nýstárlegt fyrirkomulag skákanna. Umhugsunartími verður einungis ein klukkustund á hvom þeirra en þeir mega hins vegar hafa með sér öflug hjálpargögn ' í skákirnar, þ.e.a.s. tölvur. Tölvumar mega vera stútfullar af skákrannsóknum og enn fremur verður þeim heimilt að nota skákforrit til þess að yfirfara Síðumúla 5108 Rentero, með þvi að hafna þátttöku á mótinu í fyrra vegna kosningabar- áttu í Rússlandi. En eflaust er Kar- pov bara feginn því að þurfa ekki að kljást við þessi villidýr, minnugur ófaranna á dögunum í Wijk aan Zee, þar sem hann kom hvergi nærri baráttunni um efstu sætin. Luis Rentero kaus að hafa sjö keppendur á mótinu frekar en að bjóða Karpov sem áttunda manni. Kasparov, Kramnik og Anand verða væntanlega í eldlínunni. Fróðlegt verður að sjá hvort „áskorendaefn- unum“ ungu tekst að klekkja á Ka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.