Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Uppstillingarnefnd Reykjavíkurlistans: Atök um 9 sætiö Ingibjörg Sólrún mun einnig ráða 14. sæti Hér má sjá hluta uppstillingarnefndar Reykjavíkurlistans. Guömundur Haraldsson, Alþýðuflokki, Valdimar K. Jónsson, Framsóknarflokki og Einar Daníel Bragason frá Alþýöubandalagi hafa í nógu aö snúast. DV-mynd E.ÓI. Uppstillingarnefnd Reykjavíkur- listans, sem hefur þaö verkefni að ljúka uppröðun þeirra frambjóðenda sem eru fyrir neðan áttunda sætið, hittist í Ráðhúsinu á hádegi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri er formaður nefndarinnar. Ljóst er að nokkur átök eru um röð sæta og bæði Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag sækjast enn eftir að fá níunda sætið. Ingibjörg Sólrún mun hins vegar standa fast á sínu og vilja ráða því sæti sem og því fjórtánda. Sagði Ingbjörg í samtali við DV að vinna gengi vel og að listinn mundi liggja fyrir fljótlega eftir mánaðamót. Hún sagði aö þó að flokkarnir legðu til hugmyndir um fulltrúa á listann væri það hlutverk uppstillingar- nefndar að ganga frá heildstæðum lista. Ákveöið með Árna Þór Samkvæmt heimildum DV hefur Alþýðubandalagið þegar ákveðið að þau Ámi Þór Sigurösson og Sigrún Elsa Smáradóttir verði varaborgar- fulltrúar flokksins. Alþýðuflokkur- inn á hins vegar í meiri vandræðum. Pétur Jónsson sagði í samtali við DV i gær að litlar líkur væru á að hann tæki sæti á listanum, jafnvel þó eftir því yrði leitað við hann, og Bryndís Kristjánsdóttir mun hafa lýst efa- semdum innan flokks um setu. Áhrifamaður innan Alþýöuflokksins sagði menn þar á bæ leita að „konu sem tengdist vel við flokkinn og breikkaði listann í skírskotun sinni.“ Þar hefúr nafn Aðalheiðar Sigursveindóttur, nema í stjómmála- fræði, verið nefnt sem og nafn Krist- ínar Dýrfjörð sem lengi hefur staðið framarlega i flokki fóstra. Þá hafa Pálmi Gestsson leikari, Tómas Waage, starfsmaður viðhaldsdeildar Rikisspítalanna, og Þorsteinn Vil- hjálmsson tölvufræðingur verið nefndir en vegna þess að tveir aðal- borgarfúUtrúar veröa karlar þá eru líkur þeirra álitnar minni. Innan Framsóknarflokks era allar líkur taldar á að þau Guðrún Jóns- dóttir arkitekt og Óskar Bergsson trésmiður verði varaborgarfúlltrúar. Auk borgarstjóra eiga sæti í nefnd- inni Guðrún Ögmundsdóttir, fráfar- andi borgarfulltrúi Kvennalistans, Valdimar K. Jónsson prófessor, Framsóknarflokki, Guðmundur Har- aldsson, skólastjóri Brunamálaskól- ans, fyrir Alþýðuflokk, og Einar Dan- íel Bragason trésmiður fyrir Alþýðu- bandalag. Þegar niðurstaða uppstill- ingarnefndar liggur fyrir þarf listinn síðan að fara fyrir fulltrúaráð og fé- lagsfundi flokkanna til endanlegrar samþykktar. -phh Hér má sjá Magnús Hreggviösson, framkvæmdastjóra Fróöa hf., afhenda Sigrlöi Siguröardóttur, markaösstjóra DV, verölaun fyrir auglýsinguna „Rak- vélarblaö". ímark-verðlaunin: DV verðlaunað fyrir auglýsingu Imark-verðlaunin fyrir athyglis- veröustu auglýsingar ársins 1997 vora afhent í Háskólabíói í gær. Veitt vora verðlaun i 11 flokkum. I flokki tímaritaauglýsinga fékk DV fyrstu verðlaun fýrir auglýsinguna „Rakvélarblað" sem Hvíta húsið framleiddi. Fyrir auglýsingaherferðir fékk Vifilfell verðlaun fyrir „Sumarflösk- ur“ sem Mátturinn og Dýrðin fram- leiddi. í flokknum dagblaðaauglýs- ingar fengu Samtök iðnaðarins fyrstu verðlaun fyrir auglýsinguna „Þessi stíll hindrar samdrátt". Fram- leiðandi er Nonni og Manni. Fyrir kvikmyndaðar auglýsingar fékk Eimskip fyrstu verðlaun fyrir aug- lýsinguna „Eimskip" sem framleidd var af Hvíta húsinu og Hugsjón sam- eiginlega. Óvenjulegasta auglýsingin var að mati dómnefhdar Langbylgja Ríkisútvarpsins" sem ffamleidd var af auglýsingastofunni P&Ó. -rt Gullinbrú matsskyld Umhverfisráðuneytið hefur úr- skurðað aö umhverflsmat þurfi að fara fram vegna fyrirætlaðrar tvöföldunar Gullinbrúar. Ráðuneytið skilgreinir tvöfóldunina sem nýffamkvæmd. Sigurður Ingi Skarphéðinsson gatnamálastjóri sagði i samtali við DV í gær að hann teldi framkvæmd- ina ekki matsskylda þar sem þetta væri framkvæmd sem var byrjað á árið 1984 og væri sýnd á skipulagi 1990. Lögin um umhverfismat tækju ekki gildi fyrr en 1994, eða tíu áram eftir að framkvæmdir við brúna hófust. „Mér er ómögulegt að líta á þetta sem nýffamkvæmd en úrskurð- urinn er kominn og að sjálfsögðu munum við hlíta honum," sagði Sig- urður. Hann sagði að borgaryfirvöld hefðu á sínum tíma tekið þá ákvörð- un að láta gera öll þau skjöl sem krafist væri við umhverfismat og nú yrðu þau gerð formlegri þar sem lægi fyrir að gert yrði formlegt mat. Umhverfismatið tekur um 9-10 vik- ur. Gatnamálastjóri segir að sú töf verði þó ekki veruleg. Hann segir að áætlað hafi verið að framkvæmdir hæfust í byrjun apríl. Nú telur hann að framkvæmdir gætu hafist um mán- aðamótin apríl-maí og að framkvæmd- ir myndu því tefjast um 3 vikur. -sm Reykjanes og Kópavogur: Prófkjör og skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn í Kópavogi mun framkvæma skoðanakönnun meðal félaga sinna í dag. Þá lýkur skoöanakönnun sama flokks í Reykjanesbæ í dag en hún hefur staðið yfir síðan á fimmtudag. Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjanesbæ mun síðan verða með prófkjör í dag, en þar er Ellert Eiríksson bæjarstjóri í fyrsta sæti. -phh Hlaup er I Skeiðará og var þessi mynd tekin I gærdag af Skeiöarárbrú. Hlaup- iö er lltið, mun minna en venjuleg hlaup, og sérfræöingar Orkustofnunar telja að um helmingur vatnsmagnsins I ánni sé hlaupvatn. Öræfabúar greindu sterka brennisteinslykt af ánni 9. febrúar og hefur rennsliö aukist ró- lega þar til nú. Mannvirki á Skeiöarársandi eru ekki talin I hættu. DV-mynd Einar R. Sigurösson stuttar fréttir Suðurstrandarvegur Sveitarstjórnir í Grindavík og Þorlákshöfn skora á þingmenn Reykjaness og Suðurlands að beita sér fyrir því að lagður veriö hið fyrsta vegur milli Þorláks- hafnar og Grindavikur, Suður- strandarvegur. Vegurinn sé í þágu atvinnu-, viöskipta- og ör- yggishagsmuna. Sendiherra i Bosníu Róbert Trausti Ámason sendi- herra hefur af- hent Izet- begovic, forseta Bosniu- Herzegóvínu, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands með aðsetur i Kaupmanna- höfn. Nítrítsaltkjöt stöðvað Heilbrigðiseftirlitin á höfuð- borgarsvæðinu hafa tekið 19 sýni af sprengidagssaltkjöti. Nítrít, eða saltpétursinnihald, reyndist yfir viðmiðunarmörkum í fimm sýnum og var sala á því kjöti stöðvuö. Kuldaskór til Kasakstan :: Rauði kross íslands hefur ; keypt 20.000 pör af loðfóðruðum j kuldaskóm sem verða gefnir fólki, einkum börnum í Kasakst- I an sem ekki komast í skóla vegna j skó- og fataleysis. Skórnir kost- ! uðu 10 milljónir kr. Hrossasjúkdómur Upp hefur komið veiki í hross- | um á höfuðborgarsvæðinu sem lýsir sér með háum hita. Verið j er að rannsaka málið og biður yfirdýralæknir hestamenn að I hafa sem minnstan samgang milli hesthúsa meðan á rann- sókn stendur. Ekki er talið að i hægt sé að rekja sýkina til fóð- urs. Kaupþing á flugi Verðbréfafyrirtækið Kaupþing hagnaðist um ! 179,3 milljónir króna á síðasta ári. Heildartekj- ur jukust um 56% á milli ára og arðsemi eig- in fjár var 36%. j Starfsmönnum fjölgaði á sið- asta ári um 60%, úr 43 í 72. j Skattasýknun áfiýjað Ríkislögmaður ætlar að áfiýja ógildingu héraðsdóms á úrskurði yfirskattanefndar um að hækka hafi mátt skatta á brauðgerðina Mylluna vegna gjaldaliða í skatt- framtali árið 1990 upp á samtaig 45 milljónir. Sveitarfélagið Hérað Sameiningarnefnd fimm sveitar- félaga á austanverðu Fljótsdalshér- aði leggur til að nýja sameinaða sveitarfélagið fái nafnið Hérað. Mokveiði af loðnu Mok loðnuveiöi var í gær skammt austur af Papey. Loönan er á litlu svæði og er stutt á milii veiðiskipa sem fylltu sig hvert af öðru. í gærkvöld voru 30 skip komin með fullfermi. Byggingarvísitalan upp Byggingarvisitalan um miðjan febrúar, sem er vísitala mars- mánaðar, hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 12 mán- uði hefur byggingarvísitalan hækkað um 5,3% og um 1,9% síð- ustu þrjá mánuði. Hiö síðasttalda jafngildir 7,8% verðbólgu. Hlaup í Skeiðará 3 „Það er hlaup í Skeiðará en j það verður aldrei stórt,“ segir j Hrefna Krist- 5 mannsdóttir, deildarstjóri hjá Orkustofn- un. Rennsli ár- I innar er um 155 j rúmmetrar á sekúndu og j Hrefna telur að j um helmingur þess sé hlaup- vatn. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.