Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 33"^ !yndbönd Conspiracy Theory: Rugludallur rambar á rétta kenningu Sleeping with the Enemy, Dying Young, Hook, The Pelican Brief og Mary Reilly. Mennirnir á bak við myndavélarnar Fyrir utan Lethal Weapon-myndirn- ar hafa Richard Donner og Joel Silver starfað saman við gerð Assass- ins og einnig við gerð sjónvarpsþáttanna Tales From the Crypt. Meðal mynda sem Donn- er hefur ieikstýrt eru The Omen, Superman, Lady- Harder, The Last Boy Scout, Demolition Man, The Hudsucker Proxy, Fair Game og Executi- ve Decision. Nýjustu myndir hans eru Fat- her’s Day og Midnight in the Garden of Good and Evil. -PJ Leigubílstjórinn og lög- fræöingurinn. Julia Ro- berts og Mel Gib- son í hlutverk- um sínum. Leigubílstjórinn Jerry Fletcher (Mel Gib- son) er haldinn ofsóknarbrjáiæði á háu stigi. Hann er sannfærður um að vondir menn fylg- ist með honum og sér samsæri í hverju homi. í frístundum sinum sankar hann að sér alls kyns misáreiðanlegum upplýsingum og gefur út fréttabréf þar sem hann kemur samsæris- kenningum sínum á framfæri. Ennfremur reynir hann ítrekað að sannfæra Alice Sutton (Julia Roberts), lögfræðing í dómsmálaráðu- neytinu, um sannleiksgildi kenninga sinna. Hún tekur lítið mark á honum og hefur látið fleygja honum út af skrifstofu sinni átta sinn- um. Að lokum fer hún að hlusta á hann eftir að honum hefur verið rænt af dularfullum manni. Samsæriskenninyat Samsæriskenningar hafa alltaf verið til en svo virðist sem þeim hafi vaxið ásmegin und- anfarna áratugi, sérstaklega í bandarísku þjóðlífi. Tækninýjungar, sérstaklega á sviði upplýsingatækni og fjölmiölunar, gefa kenn- ingasmiðum aukin tækifæri til að koma boð- skap sínum á framfæri með þeim afleiðingum að samsærishyggja er nánast orðin eins og trúarbrögð og liðsmenn hennar geta verið misheitir i trúnni, allt frá vægri efahyggju upp í ofsatrúarmenn sem halda fram hlutum eins og að Sameinuðu þjóðimar hafi látið skrifa leynilegar upplýsingar aftan á umferð- arskiiti til að búa í haginn fyrir innrás í Bandaríkin. Raunveruleg eða líkleg samsæri, eins og tilraunir CIA til að myrða erlenda þjóðarleiðtoga, íran-contra-málið og fleiri slík, kynda undir þessu og samsæri háttsettra manna í stjórnsýslunni er vinsælt umfjöllun- arefni í kvikmyndum. Þarf aðeins að benda á nokkrar myndir Olivers Stones. í Conspiracy Theory fara leikstjórinn Richard Donner og framleiðandinn Joel Silver, sem ásamt Mel Gibson mynduðu þríeykið sem bar ábyrgð á hinni feykivinsælu Lethal Weapon trílógíu, nokkuð óhefðbundnar leiðir með þvi að gera aðalsöguhetjuna að rugludalli sem trúir nán- ast hverju sem er. Hann er hjarðsveinninn sem hrópar úlfur, úlfur og enginn trúir hon- um þegar hann rambar loksins á raunverulegt samsæri. Leikararnir Mel Gibson vakti fyrst athygli í Mad Max og lék síðar meir í tveimur framhaldsmynd- um, The Road Warrior og Mad Max Beyond Thunderdome. Hann hefur leikstýrt tveimur hawke, Scrooged og Maver- ick. Silver hefur aft- ur á móti framleitt myndir eins og 48 Hrs., Brewster’s Millions, Comm- ando, Jumpin’ Jack Flash, Predator, Die Hard. Die Hard 2: Die A flotta undan glæpamonnum. myndum, The Man Without a Face og Braveheart, sem hlaut óskarsverðlaun sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn. Hann lék einnig aðalhlutverkið í báðum myndun- um. Nýlega lék hann í metsölutryllinum Ransom. Aðrar myndir hans eru m.a. Tim Gallipoli, The River, Tequila Sunrise Hamlet, The Bounty, Maverick og auðvit- að Lethal Weapon myndirnar. Nýjustu myndir Julia Roberts eru Michael Collins, Everyone Says I Love You og My Best Friend’s Wedding. Hún komst á kortið með hlutverki sínu í Mystic Pizza, var tilnefnd til óskarsverð- launa fyrir næstu mynd sína, Steel Magnolias, og aftur fyrir Pretty Woman sem varð tekjuhæsta mynd ársins 1990 og gerði hana að stórstjörnu. Síðan þá hefur hún leikið í myndum eins og Flatliners, IIPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Hrannar Pétursson fréttamaður: „Ég er mikill aðdáandi banda- ríska leikstjórans Olivers Stone. Sérstaklega finnast mér sögulegu myndirnar hans frábærar, myndir eins og Nixon, Heaven and Earth og svo auðvitað JFK um John F. Kenn- edy. Þetta eru langar myndir sem byggjast að mestu leyti upp á töluðu máli án allra tækni- brellna. Oftar en ekki eru þær það flóknar að maður þarf hreinlega að spóla til baka til að átta sig nákvæmlega á söguþræðinum og því sem er að gerast. Aðrar myndir Stone finnast mér einnig góðar, t.d Natural Born Killers sem var mjög töff og full af um hugmyndum. Hins vegar myndi ég ekki vilja horfa oft á þá mynd eða álíka myndir. Sprengju- og brellumyndir eru svo sem ágætar öðru hverju en þær skilja aldrei mikið eftir sig. Af nýlegum myndum get ég nefnt The Shine, sem hét Undrið á íslensku, um ástralska píanó- leikarann David Helfgott. Myndir sem fjalla um sannsögulegt efni virðast höfða vel til mín. Einnig verð ég að nefha myndina Broa- dcast News en það er mynd sem lýsir á raunverulegan hátt andrúmsloftinu og starfsumhverfínu á sj ónvarpsfréttastofú. Ég mæli eindregið með henni við fólk sem vill kynna sér hvem- ig slík starfsemi gengur fyrir sig.“ -KJA Fever Pitch Fever Pitch er upplögð kvikmynd fyr- ir alla sem hafa gaman af fótbolta. Sér- staklega er hún þó fyrir alla sem halda með enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Aðalpersónan er .Paul Ashworth sem byrjaði ungur að halda með Arsenal. Með timanum hefur áhuginn þróast upp i hálfgerða þráhyggju, áhugi án takmarkana. Hann hefur sótt alla leiki Arsenal i fjöldamörg ár og má segja að líf hans snúist um þaö eitt að komast á völlinn. Málin fara að flækjast verulega hjá Paul þegar hann hittir Söru og ástarsamband hefst á milli þeirra. Sara hefur engan áhuga á fótboltanum og skilur ekki hvað það er sem rekur Paul áfram. Það kemur síðan í ljós hvort hann á nokkum tíma eftir að geta sameinað ást sína á Söru og aðdáun sína á Arsenal. Fever Pitch er þrátt fyrir allan fótbolt- ann langt í frá að vera eingöngu fyrir fót- boltaaðdáendur, hún er fyrst og fremst rómantísk gamanmynd sem ailir ættu að hafa gaman af. Með aðalhlutverkin fara Colin Firth og Ruth Gemmell. Leikstjóri er David Evans. Háskólabíó gefur Fever Pitch út og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfudagur er 24. febrúar. Swingers Swingers er lítil bandarisk kvikmynd sem vakti mikla athygli í fyrra, fékk frá- bæra/dóma og var fljót aö vinna upp í ko^tnaðinn sem var nánast enginn á bandariskan mælikvarða. Swingers var sýnd á Kvik- myndahátíð í Reykjavík siðast- liðið haust. í myndinni segir frá náunga að nafni Mike sem er í hálf- gerðu ástarsorg- armóki þótt liðnir séu heilir sex mánuðir frá þvi upp úr slitnaði á mUli hans og kærustunnar. Allan þennan tíma hefur hann verið að gera sér vonir um að þau myndu ná aftur saman. Félagar hans, sem ekki geta lengur horft upp á þetta, leggja á ráðin um aö fá Mike út á lífíð og skipuleggja heljarinnar skemmtidagskrá sem á ekki aðeins að hressa upp á Mike heldur þá alla. Fjallar myndin síðan um kostulegt næturbrölt félaganna. í aðalhlutverkum eru John Faverau, Vince Vaughan og Ron Livingstone. Leikstjóri er Dough Liman. Skífan gefur út Swingers og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfu- dagur er 25. febrúar. Romy and Micheles High School Reunion Romy and Michele’s High School Reunion fjallar um tvær ljóshærðar stelpur, vinkonur sem eiga ótrúlega margt sameiginlegt. Um er að ræða líf- lega og skemmtilega gamanmynd þar sem Mia Sorvino og Lisa Kudrow eru í hlutverkum ljóskanna og Janea- ne Garofalo ieikur eina dökkhærða sem hefúr orðið að standa í skugganum. Þær Romy og Michele hafa gert ailt sam- an og þegar við komum til leiks búa þær í Kalifomíu og þeirra helsta takmark í lifinu er að skemmta sér nógu vel. Þegar þær fá boð um að taka þátt í tíu ára útskriftaraf- mæli bekkjarins þeirra fara þær að líta yfir farinn veg og komast að því að það er ná- kvæmlega ekkert sem gerst hefur í lífi þeirra. Þær hafa því ekkert ffarn að færa þgar þær hitta gömlu bekkjarfélagana. Þetta finnst þeim ómögulegt. Þær ákveða því að plata bekkinn og látast vera ríkar og vel metnar viðskiptakonur sem hafi hagn- ast gríðarlega á uppfinningum sínum. Allt virðist ætia að ganga upp þegar Heather mætir á svæðið en hún veit alli um þær. Sam-myndbönd gefur Romy and Michele's High School Reunion út og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfu- dagur er 26. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.