Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 16
16 * Wiðtal LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Heimsmethafinn Vala Flosadóttir segir að sár líði vel í Lundi og þar verði hún eitthvað áfram: Athyglin trnflar ekki „Ég hef vissulega fund- ið fyrir allri at- it,', hyglinni, bæði hér úti og eins heima, en þetta hefur :J alls ekki far- " ið illa í mig. Ég held að g haldi bara - segir stangarstökkvarinn um þessa erfiðu íþróttagrein í myrkri og kulda vetrar hér á Fróni er fátt sem yljar sálartetrinu meir og vekur meiri gleði en þegar íþróttafólkið okkar nær góðum ár- angri á erlendri grund. Stutt er síðan allir töluðu lun Kristin Bjömsson skíðakappa og nú kemur fólk hvergi svo saman að ekki sé talað um nýja ljósið í skammdeginu, heimsmeistar- ann Völu Flosadóttur. íslendingar eru stoltir af þessari glæsilegu stúlku og frábæru íþróttakonu sem þrátt fyrir velgengni heldur ró sinni og jafnaðar- geði. Vala varð tvitug í vikunni og á stefnumóti á öldmn ljósvakans upp- lýsti hún helgarblað DV um að hún teldi sig eiga nóg inni með stöngina að vopni. Haldi hún heilsu stefnir hún að því að vera að minnsta kosti tiu ár til viðbótar á stökki. Erfitt fyrsta veturínn „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en hafði búið í um sex ár á Bíldudal þegar ég fluttist til Svíþjóðar fyrir rúmum fimm árum með foreldrum mínum. Ég fór beint i tíunda bekk og get alveg viðurkennt það hér og nú að þessi fyrsti vetur héma úti var síður en svo auðveldur," segir Vala sem nú býr í Lundi ásamt móður sinni, Ragn- hildi Jónasdóttur, og þrettán ára syst- ur, Lám. Aðspurð hvort þær mæðgur búi bara í Svíþjóð vegna stangar- stökksins segir Vala svo alls ekki vera, móðir hennar sé að ljúka námi í Glæsilegur árangur 14/2: 4,44 m, HM . 6/2: 4,42 m, HM ■ 4/2: 4,35 m, EM ■ Jan. '97: 4,20 m, NM ■ og heimsmet ungllnga Jan. '96: 4,00 m, NM ■ Jan. '96: 3,82 m, NM ■ Jan. '95: 3,63 m, NM ■ Vorlð '94: Yfír 3,0 m ■ Fyrsta mót 1994: 2,50 m guðfræði í vor og sé einmitt þessa dagana að vinna lokaverkefni í Suð- ur-Afríku. Vala segir að vel hafi gengið að aðlagast öllum aðstæðum ytra. Hún hafi farið í menntaskóla og lokið stúdentsprófi af náttúra- fræðibraut vorið 1996. Enginn kærasti „Siðan þá hafa æfmgar og keppni tekið allan minn tíma. Upp á síðkastið hef ég að vísu verið að lesa frönsku tvisvar i viku og ætla mér að sækja einhverja tíma í háskóla í haust. Ég hef ekki ákveðið í hvað ég ætla að fara en það er ljóst að það verður að vera eitthvað sem ég get samræmt æfingum og ferðalögum. Ég fer ekki í læknisfræði eða eitthvað slíkt á næstu árum,“ segir Vala sem eins og alþjóð veit hefúr undanfarin ár æft stangarstökkið við frá- bærar aðstæður í Malmo. Vala er nú í þriggja daga fríi frá æfmgum en venjulega taka æfingar 4 til 4% klukkustund með ferðum fram og til baka. Hún æfir yfirleitt einu sinni á dag en á undir- búningstímabili era tvær æfing- .TTTj ar á dag. Þá VOlll segist hún ekkert gera nema æfa. Að- spurð hvort hún hafi þá haft tíma til þess að finna hinn eina sanna segir hún svo ekki vera, hvort sem tímaleysi sé um að kenna eða ein- verju öðra. Hún segist vissulega hafa augun hjá sér. Sem sagt, draumaprinsinn hefúr ekki enn hreppt þennan góða kvenkost, en hvemig skyldi það vera með sænsku þjóðina? Skyldu Svíamir enn vera að reyna að eigna sér hana? Var harðorð við Svíana „Þeir töluðu voða mikið um að ég ætti að gerast sænskur ríkis- borgari og keppa fyrir þá. Ég væri búin að vera svo lengi í Svíþjóð og þvi væri sanngjam- DV gera sitt besta hafi hún ekki átt von á heimsmeti þegar hún hafi verið að æfa í haust. Markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ná sér vel af meiðsl- unum fyrir innanhússtímabilið. Ár- angurinn þakkar hún þrotlausum æf- ingum og því að hún horfði bjartsýn fram á veg þótt mótlætið væri vissu- lega nokkurt um tíma. „Ég stekk alltaf hæma í keppni," segir Vala, aðspurð hvort hún hafi verið að stökkva heimsmetshæðimar á æfingum upp á síðkastið. „Ég er mikil keppnismanneskja og veit að ég á míkið inni. Ég á eftir að bæta við mig í tækni, styrk og snerpu og stefni að minnsta kosti að tíu árum til við- bótar í þessu.“ Mikil umræða hefur verið hér heima um óréttlæti það sem falist hef- ur í því að eina heimsmeistaranum okkar í frjálsum íþróttum séu ekki tryggð hámarkslaun úr þeim sjóð- um sem til era. Vala segir að nú sé verið að vinna að þessu og þau mál líti öll betur út í dag. Hún segist ekki eiga að þurfa að hafa áhyggjur af því að geta ekki stundað sitt heimsmeistarasport vegna peningaskorts. „Ég get ekki kvartað. Ég æfi við frábærar að- stæður og dáist að félög- um mínum heima á ís- landi, að þeir skuli geta æft við þær ömurlegu að- stæður sem þar era. Það er auðvitað fáránlegt að ekki skuli vera búið að koma upp góðri frjálsíþróttaaö- stöðu innanhúss." Síðara metið ast að ég keppti fyrir þeirra hönd. Nú era þessar raddir svo gott sem hljóðnaðar. Ég hvessti mig aðeins og var svolítið harðorð við þá á dög- unum. Ég var orðin svolítið þreytt á þessu tali og benti þeim kurteislega á að ég væri íslensk og ætlaði aö keppa fyrir ísland. Þrátt fyrir það er mér rosalega vel tekið og mér líður alls ekki eins og útlendingi hér,“ segir Vala og neitar því að þeirri hugsun hafi skotið niður i huga hennar af ein- hverri alvöra að hún léti til leiðast og keppti fyrir aðra þjóð en ísland. Framfarir Völu hafa verið stórkost- legar og eftir að hafa sett tvö heims- met á einni viku á dögunum hefúr henni skotið með hraði upp á stjömu- himininn. Erlendir fiölmiðlar hafa haft mikinn áhuga á henni og al- menningur hér og í Svíþjóð fylgist grannt með gengi hennar. áfram að vera ég sjálf og reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Ég er bara Vala og verð bara Vala.“ Aðspurð hvemig hún myndi lýsa sjálfri sér segist Vala eiga erfitt með það. Aðrir væra kannski betur til þess fallnir. Hún virkar hógvær og róleg en segir aðspurð hvort það sé rétt lýsing á henni að hún geti orð- ið alveg brjáluð á vellinum. „Ég skeyti skapi mínu á stökkun- um og stönginni og held ég megi segja að ég sé ekki skapmikil fyrir utan völlinn. Ég fæ virkilega útrás á æfingum og er því eins og lamb þegar þeim lýkur." Stekk hærra í keppni Síðasta ár var Völu erfitt. Hún var mikið frá vegna meiðsla og seg- ir að þrátt fyrir að hún hafi vita- skuld stefnt að því að bæta sig og mikilvægara Undirritaður hefur aldrei skilið til fulls hvemig fólk þor- ir að stökkva fióra til fimm metra upp í loftið og stóla á að koma óbrotið niður á dýnu. Þegar áhyggjumar era bomar undir Völu segir hún að stangarstökk sé vissulega ekkki fyrir neinar rolur. Þetta byggi allt á æfingum og fólk bæti við sig smám sam- an. Fyrsta skrefið sé bara að sveifla sér á prikinu á dýnu og síðan þróast allt út frá því. Góður stangarstökkvari þurfi að hafa allt í senn, góða tækni, mikinn kraft og mikla snerpu, auk þess sem hugarfarið þurfi að vera í lagi. Allir þessi þættir hafi verið í lagi þegar hún setti heimsmetin. „Síðara heimsmetið skipti mig meira máli. Fyr- ir mig var það meiri viður- kenning en hitt. Eitt er að gera hluti einu sinni en annað að gera þá aftur og þá undir mikilli pressu. Ég setti fyrra metið í Þýska- landi í ærandi hávaða og stemningu. Hitt setti ég frammi fyrir 25 áhorfend- um i kyrrð og ró i Svíþjóð. Tilkynnt var í hátalara- kerfinu að Bartova hefði slegið heimsmetið mitt frá vikunni áður og ég ákvað með sjálfri mér að ég skyldi bæta um betur. Það gerði ég og það var gríðar- lega mikilvægur sigur fyrir mig,“ segir Vala sem vill ekkert gefa uppi um tak- mörkin í stönginni á þessu ári. Hún sefii sér sín tak- mörk en flíki þeim ekki. En kemur til greina að hún fLyfii heim? „Nei, það sé ég ekki. Þjáif- arinn minn, Stanislaw Sczcyrba, er hér og ég get vart ætlast til þess að hann fLytji með mér til íslands. Mér líður vel hér í Lundi," segir Vala Flosadóttir, stolt yfir því ef hún er fyrirmynd einhverra ungmenna á ís- landi og víðar og heillaráð hennar til ungs íþróttafólks: „Hafið trú á sjálfúm ykkur og hafiö gaman af því sem þið eruð að gera. Það er mikilvægast." -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.