Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 45 Skíðaferð til Noregs er ódýr kostur í páskafríinu: Beint í s(n)jóinn DV, Noregi Tólf hundruð sjötlu og tveir metr- ar beint niður - eða nærri því. Ein salíbuna frá fjallstoppi og niður í Qöru og lengra ef menn ná ekki að stoppa sig. Æsilegasta skíðabrekka í heimi; brekka sem lokkar til sín alla helstu ævintýraskíðamennina - skræfurnar halda sig á flatlendinu. Brekkan sú arna er líka ein af nyrstu skíðabrekkum í heimi og því fjarri alfaraleið. Það freistar ævin- týramannanna líka og í Narvík í Norður-Noregi reikna skiðafrömuð- ir með skjótri heimsfrægð fyrir brekkuna sína. Heimamenn hafa rennt sér á þessum stað frá því lyfta var sett þar upp fyrir sex árum og nú hafa nágrannamir í Svíþjóð einnig upp- götvað hvernig það er að „hoppa af fjallinu og beint í sjóinn“. Afskekkt og spennandi Gallinn við skíðaparadísina í Nar- vík er að hún er alveg á hjara verald- ar. Til Narvíkur liggja engar beinar leiðir og hafi menn hugsað sér að aka þangað frá Ósló er vissara að taka með sér ríkulegt nesti. Þetta er þriggja daga ferð á sjó og landi. Til Narvíkur er heldur ekkert beint flug frá Ósló en með því að skipta um flug í Bodö er hægt að komast á leiðarenda samdægurs en það kostar um 15.000 íslenskar krón- ur. En það hefur svo sem aldrei ver- ið auðvelt að komast til Paradísar. Enn nóg pláss Fyrir íslendinga er Noregur kjör- ið skíðaland. Flugfargjöld eru lág í vetur og ferðin til Óslóar tekur að- eins tæpa þrjá tima. Norskir hótel- eigendur hafa í vetur kvartað und- an því að venjulegir Norðmenn komi ekki í fjallahótelin. Þeir fari annað - þar á meðal til íslands. Þetta gerir það að verkum að nóg pláss er fyrir íslendinga á þessum sömu hótelum. Flestir skíðaiðkendur í Noregi sækja staðina sem eru innan seil- ingar frá Ósló - það er of langt að fara til Narvíkur eða annarra álíka staða þótt það þyki ævintýralegra. Skíðapakkar í Valdres, um þriggja tíma rútu- ferð frá Ósló, er nægur snjór allan veturinn og á hótelum þar eru boðn- ir „skíðapakkar“ fyrir 4.500 ísl. kr. á sólarhring. Þá er innifalin gisting og fullt fæði. Um páskana hækkar verðið lítillega. Síminn hjá Valdres Háyfjeflshotefl er 00 47 61 12 19 60. Margir skíöastaöir í Noregi eru svo sannarlega Paradís á jörðu. Gísli Kristjánsson Norðmenn hafa alltaf verið miklir gönguskíðamenn og aðstaða til slíkrar iðkunar er meö því besta sem gerist í heiminum. Með fyrstu ferð á fjöll Eftir að komið er til Óslóar er best að koma sér til fjalla með fyrstu ferð. Hótel i Ósló eru fremur dýr og ef markmiðið er að fara á skíði er ráðlegast að halda áfram ferðinni strax. Flugrútan stoppar bæði á járnbrautarstöðinni og rútu- bílastöðinni í miðborg Óslóar. Til staðanna sunnan Dofrafjalla - Lflle- hammer og þar í grennd - er hand- hægast að taka lestina. Verðið er sjaldan meira en 4000 til 6000 ís- lenskar krónur. TU Geilo og nágrennis og í Hall- ingdal eru lestirnar líka hagstæður kostur en til Valdres eru rúturnar eini möguleikinn. Fargjaldið er inn- an við 5000 íslenskar krónur og ferð- ir tvisvar til þrisvar á dag. í mörg- um tilvikum sjá hótelin um að sækja gesti sína á stöðvarnar ef þeir koma með lest eða rútu. í Lillehammer, þar sem vetrar- ólympíuleikarnir voru haldnir fyrir fjórum árum, er enn nóg pláss á hót- elunum fyrir páskana og vorið. Þar er verðið hjá Quality Lillehammer Hotel t.d. 5.200 íslenskar krónur fyr- ir sólarhringsdvöl. Síminn er 00 47 61 28 60 00. Smábærinn Geilo býður upp á einhver vinsælustu skíðalöndin i Noregi. Þar er nú orðið erfiðara að komast að í gistingu en samt eru enn lausar íbúðir hjá Geilo apart- ments á hagstæðu verði. Síminn þar er 00 47 32 08 83 00. Norsku ríkisjárnbrautirnar bjóða sérstakan skíðapakka til Geilo og kostar þá farið og gisting í íbúð 7.500 íslenskar krónur á mann ef fjórir eru saman um pakkann. Far og gist- ing á hóteli kostar 9.500 krónur. Náttúrufegurðin er mikil í Norður-Noregi. Skíðasláðir á Netinu Margir kjósa heldur ijallakofa en hótel eða hótelíbúðir. Þá er best að hafa samband við Norsk Hytteferie sem hefur þúsundir slíkra kofa til leigu. Síminn þar er 00 47 22 35 67 10 en einnig er hægt að sjá úrvalið og verðið á Netinu. Slóðin er www.hytte.com en einnig er hægt að sjá hvað er í boði á auglýsinga- síðum Aftenposten, sérstaklega á laugardögum. í Geilo dreifa skíöafrömuðir einnig upplýsingum á Netinu. Hjá þeim er skíðaslóðin www.skiin- fo.no/geilo. Sömuleiðis er hægt að fá upplýsingar á Netinu um skíða- löndin í Kongsberg. Þar eru léttar brekkur fyrir alla fjölskylduna í klukkustundarfjarlægð frá Ósló. Slóðin þar er www.kongsberg- skisenter.no. Skemmtisiglingar Skemmtiferðaskip eru að verða vinsælasti ferðamátinn á meðal breskra ferðamanna. Mikið fram- boð er á slíkum ferðum og telja breskar ferðaskrifstofur að árið 2001 verði tala breskra farþega komin í eina milljón á ári. Enn kvikna skógar- eldar í síðustu viku brutust skógar- eldar út á ný í Indónesíu. Skammt er liöið síðan slíkir eld- ar geisuðu á þessu svæði og ferðamenn voru hvattir til að forðast ákveðna landshluta í Indónesíu, Taílandi, Malasíu og Hong Kong vegna loftmengunar. Ekki er vitað enn hversu alvar- legar afleiðingar skógareldanna verða en aflýsa varð flugi á nokkrum stöðum i vikunni. Varasamir minibarir Hver kannast ekki við að hafa Ífengið sér súkkulaðistykki eða gos á minibar í hótelherbergi og fá svo svimandi háan reikning í kjölfarið? Þeir sem eru vanir að gista á hótelum vita nú oftast að þessa bari er best að nota sem minnst. Þá hafa margir notað barinn, sem í raun er ekkert annað en ís- skápur, til aö geyma ýmsa svala- drykki sem keyptir eru utan hót- elsins. Nú hafa nokkrir þeirra sem reka slika bari ákveðið að sporna við því að fólk noti ísskáp- inn til annars en að neyta þeirra vara sem þar eru fyrir. Þannig eru komnir á markað minibarir, búnir skynjara sem nemur minnstu hreyflngu í ísskápnum. Ef kókdós færist til er andvirði hennar umsvifalaust komið á reikning hótelgestsins. Þetta hljómar svívirðilega en er stað- reynd á sumum hótelum. Reykingar enn bannaðar Þýska flugfélagið Lufthansa hefur sent út tilkynningu þess efnis að reykingar verði alfarið bannaðar á öllum flugleiðum fé- I lagsins. Bannið er sett í kjölfar ; könnunar sem flugfélagið gerði á meðal farþega en samkvæmt henni vildu tveir þriðju þeirra fljúga í reyklausu umhverfi. Það verður sífellt erfiðara fyrir forfallna reykingamenn að fljúga með evrópskum flugfélögum þvi þau eru hvert af öðru að leggja þennan ósiö af. Hins vegar eru asísk flugfélög aftarlega á mer- inni í þessum efnum og flest þeirra bjóða enn upp á reykrými í sínum flugvélum. Engill norðursins í bænum Gateshead á Englandi var nýlega vígt stærsta útilista- verk landsins. Um er að ræða risavaxinn engil eftir mynd- höggvarann Antony Gomrley. Vænghafið er tuttugu metrar og vegur verkið heil 200 tonn. Eng- illinn stendur við Al-veginn sem liggur á milli Edinborgar og Lundúna. Þannig munu um 90 þúsund bílstjórar njóta hans á degi hverjum. -aþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.