Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 I ''»~\jT
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR Hf.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarbiað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Audlindagjald svæft í nefnd
Málamiðlunin innan Alþýðubandalagsins um að
drepa auðlindagjaldi á dreif með því að setja það í
þverpólitíska nefnd fellur vel að þörfum stjórnarflokk-
anna fyrir að láta líta svo út sem eitthvað sé verið að
gera, þegar ekkert er í rauninni verið að gera.
Þess vegna tóku stjórnarflokkarnir vel í þingályktun-
artiUögu Alþýðubandalagsins þessa efnis. Skipun nefnd-
ar er gamalkunn aðferð til að fresta óþægilegum málum
fram yfir næstu kosningar, svo að þau verði ekki til
trafala og óþæginda í næstu kosningabaráttu.
Víðtækt samkomulag á þingi um þessa tillögu staðfest-
ir um leið, að fleygur er milli Alþýðubandalagsins ann-
ars vegar og Grósku, Alþýðuflokksins og jafnaðarmanna
hins vegar. Það staðfestir, að A-flokkarnir munu ekki. ná
saman í landsmálum fyrir næstu kosningar.
Veiðileyfagjald skiptir nú þegar árlega milljörðum í
sjávarútvegi. Það greiða allir, sem taka kvóta á leigu eða
kaupa hann. Annaðhvort greiða þeir beint leigugjald eða
þeir greiða vexti og afborganir af fjárfestingu sinni í að-
gangi að skömmtuðum verðmætum.
Núverandi veiðileyfagjald rennur ekki í sameiginleg-
an sjóð landsmanna, heldur í vasa þeirra, sem leigja út
kvóta eða selja hann. Að sinni rennur gjaldið að mestu
til aðila innan sjávarútvegs, en smám saman verður það
að gjaldi til aðila utan sjávarútvegs.
Það gerist með þeim hætti, að sumir sjá hag sínum
bezt borgið með því að hætta útgerð og nota leigu- eða
sölutekjurnar annaðhvort í öðrum rekstri eða þá sér til
lífeyris. í báðum tilvikum er fjármagnið notað utan
gömlu verstöðvanna, einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Núgildandi veiðileyfagjald er ranglátt, af því að það
rennur ekki til ríkisvaldsins, sem hefur gert auðlindina
verðmæta með því að semja við umheiminn um stóra
fiskveiðilögsögu og halda uppi skömmtunarkerfi, sem
hefur komið í veg fyrir algert aflahrun.
Eðlilegast væri, að þjóðin nyti í heild ávaxtanna af
þessu pólitíska afreki sínu og léti jafnframt markaðinn
um að ákveða verðgildi auðlindarinnar að núímalegum
hætti. Það gerist með því að ríkið bjóði út kvótann á al-
þjóðamarkaði og taki hagnaðinn á hreinu.
Því miður rúmast svona stór hugsun ekki í músarhol-
um stjórnmálaflokkanna. Þess vegna er þar aðeins deilt
um, hvort eigi að afnema svokallað kvótabrask eða ekki
og hvort auðlindagjaldið megi fara út úr sjávarútvegin-
um eða ekki. Um annað er ekki rifizt á Alþingi.
Sumir stjórnarþingmenn vilja breyta núverandi kerfi
með því að afnema svokallað kvótabrask og taka upp
gjald, sem haldist innan sjávarútvegsins en fari ekki úr
honum til annarra þarfa þjóðarinnar. Aðrir eru harðir í
hagsmunagæzlu fyrir valdamikla heimamenn.
Stuðningsmenn innangreinargjalds og hagsmuna-
gæzlumenn kvótaeigenda eiga sameiginlega alls kostar
við þá, sem vilja, að tekjurnar renni til sameiginlegra
þarfa og verði notaðar til að lækka skatta í landinu.
Þama á milli er fleygurinn í pólitísku umræðunni.
Styrkleikahlutfóll umræðunnar á Alþingi endurspegla
ekki skoðanir kjósenda. Úti í þjóðfélaginu er meiri
stuðningur við róttækari breytingar. Þess vegna vill
meirihluti stjórnmálamanna drepa málinu sem mest á
dreif og setja það helzt í langvinna nefnd.
Umræðan á Alþingi í fyrradag var gagnleg, af því að
hún auðveldar almenningi að skilja, hvers vegna eðlilegt
auðlindagjald nær ekki fram að ganga.
Jónas Kristjánsson
Þjófar eða lýðræði?
Ef eitthvað er að marka áætlan-
ir innlendra og erlendra sérfræð-
inga um auð forsetafjölskyldu
Indónesíu er ljóst að með þokka-
legri ávöxtun eigna sinna gæti
Suharto prívat og persónulega
greitt öll ríkisútgjöld íslendinga
um fyrirsjáanlega framtíð án þess
að ganga á eignir sínar. Breskur
fræðimaður sagði nýlega að
Suharto, stjórnandi fjóröa stærsta
ríkis heimsins í þriðjung aldar,
væri sá af helstu valdamönnum
tuttugustu aldarinnar sem minnst
hefði borið á í fjölmiðlum heims-
ins. Hann bætti því við að Suharto
væri snjallastur allra þeirra
stjórnmálamanna sem hann hefði
fylgst með um sína daga.
Mælt í lífi og dauða
Sumir segja Suharto ábyrgan
fyrir dauða öllu fleiri manna en
búa á íslandi. Um 600 þúsund voru
myrtir í blóðbaði þegar hann
braust til valda. Suharto bar ekki
einn ábyrgð á því en hundruð þús-
unda manna hafa hins vegar dáið
vegna innrásar Indónesa á Aust-
ur- Tímor sem Suharto stjórnaði.
Aðrir benda hins vegar á að millj-
ónir manna hefðu mætt dauða sín-
um vegna fátæktar ef ekki hefði
verið fyrir efnahagsuppgang í
stjómartíð Suhartos og að 200
milljónir manna í óhemju flóknu
þjóðfélagi hafa búið við frið og
uppgang í áratugi vegna styrkrar
stjórnar hans. Það er í svona
statistik en ekki í prósentubrotum
í skattbyrði eða prósentu til eða
frá í verðbólgu sem menn meta ár-
angur í risasamfélögum Austur-
landa.
Skógur af skýjakljúfum
Ástæðurnar fyrir því að
Suharto berst nú fyrir pólitisku
lífi sinu eftir 32 ára stjórn,
frekar en að sitja dáður á
friðarstóli, má ekki síður sjá
með því að horfa á nýju
marmarahallimar í Jakarta
en ömurleg fátækrahverfin.
Úr gluggum á þrítugustu
hæð í nýrri byggingu í mið-
borg Jakarta lítur þetta út
eins og kraftaverk, að
minnsta kosti fyrir þá sem
muna hvernig þessi fimmtán
milljóna manna borg leit út
fyrir aðeins áratug. Eigandi
þessarar skrifstofu var hins
vegar ekki lengur stuðnings-
maðm' Suharto. Hann þuldi í
sífellu, putri, putra, putri,
putra um leið og hann benti
á tugi nýrra skýjakljúfa allt í
kringum okkur. Putri, þýðir
dóttir, putra, þýðir sonur, og
þetta voru nýjustu hús fyrir-
tækja í eigu sona og dætra
forsetans. Erlendar lántökur
ríkisbanka til framkvæmda
þessara og annarra fyrir-
tækja voru teknar á pólitísk-
um forsendum. Aileiðingin
er hrun á gjaldmiðlinum,
gjaldþrot og yfirvofandi at-
Erlend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
vinnumissir 8-10 milljóna manna
á nokkrum mánuðum.
Lýdræði í Asíu
En hvað tekur við þarna og í
fleiri löndum Asíu sem nú eru í
kreppu eftir að hafa risið til stór-
aukins ríkidæmis undir stjórn
þjófa og bófa? Á síðustu árum hef-
ur fjöldi fræðimanna og blaða-
manna gert því skóna að lýðræði
fái ekki þrifist í þessum löndum af
menningarlegum ástæðum. Sagt
er að menning í Austurlöndum,
sem raunar er stórum ólíkari frá
einu landi til annai's en menning í
Evrópu, sé fjandsamleg lýðræði,
einstaklingsfrelsi og opinni stjórn-
málabaráttu. Reynsla Taivan, Suð-
ur-Kóreu, Indlands og Japan gefur
annað til kynna. Ef algengum
kenningum um þessi efni er beitt
á menningu einstakra landa kem-
ur í ljós að það er einmitt á Ind-
landi og i Japan, auk Indónesíu,
sem lýðræði hefði átt að þrífast
einna síst.
Hagsmunir en ekki
menning
Það sem hefur hamlað lýðræði í
Asíu er ekki hin eldforna og
flókna menning þessa heimshluta,
heldur miklu frekar sú staðreynd
að hagsmunir í atvinnulífinu hafa
ekki kallað eftir lýðræði til þessa.
Þetta- er af flóknum sögulegum
ástæðum. Nánast öll risafyrirtæki
Indónesiu eru í eigu manna sem
eru nátengdir ríkisvaldinu og
njóta greiðasemi þess. Það sama
mátti segja um Suður-Kóreu,
Malasíu og fleiri lönd, þótt að-
stæður séu ólíkar á milli landa.
Sterkustu hagsmunirnir í at-
vinnulífmu hafa því kallað eftir
sterku ríkisvaldi sem opnar þeim
efnahagsleg tækifæri. Millistétt-
irnar hafa líka verið gegn lýðræði.
Líkt og frjálshyggjumenn 19. aldar
í Evrópu sem óttuðust lýðræði
vegna þess að ríkið myndi setja
jöfnuð ofar frelsi, ef fátækir fengju
kosningarétt, þá óttast millistéttir
Asíu að nýfenginn auður gæti tap-
ast með lýðræði. í Evrópu var
þetta í nafni frelsis, i Asiu í nafni
menningar og skilvirkni.
Þróun atvinnulífs margra Asíu-
landa kallar hins vegar nú á eftir
lýðræði með gagnsæju stjórnkerfi,
ekki síst vegna aukinnar sam-
keppni sem fylgir vaxandi alþjóða-
viðskiptum. Þetta er þó kannski
síst í Indónesíu þar sem risastórt
og óhemju flókið þjóðfélag með
Qölda óuppgerðra mála mun lík-
lega búa við takmarkað lýðræði
löngu eftir að ríkasti þjófur heims-
ins, og kanski snjallastur allra
núlifandi stjómmálamanna,
Suharto forseti, fer loksins veg
allrar veraldar.
Suharto, forseti Indónesíu, sem hér er til vinstri á myndinni, tekur á móti nýjum
seðlabankastjóra landsins, Syahril Sabirin, í forsetahöllinni sl. fimmtudag.
Honum er ætlaö aö rétta viö efnahag landsins. Reuter
skoðanjr annarra____________________py
Taugatitringur í Indónesíu
I„Indónesía hefur þátt þola miklar efnahagsþreng-
ingar og landið er ekki undir það búið að einræöis-
herrann Suharto láti af embætti. Nokkurs taugaó-
styrks gætir og er full ástæða til. Síðast þegar skipt
var um ráðamenn í landinu, á sjöunda áratugnum,
lét hálf milljón lífið í umrótinu, flestir af kínversku
bergu brotnir. Hægt er að koma í veg fyrir að of-
beldi verði beitt við næstu stjórnarskipti með því
að hefja undirbúning að því að lýðræði verði tekið
: upp á skipulegan og skjótan hátt. Til að svo megi
i verða, verða sfjómvöld í Washington að hreyfa
s andmælum við áformum hins 76 ára gamla
5 Suhartos um að láta endurkjósa sig til fimm ára í
: næsta mánuði."
Úr forystugrein New York Times 17. febrúar.
Hugrekki Sévardnadzes
1 „Sévardnadze (Georgíuforseti) leiddi að þvi lík-
Eum að stefna hans í lagningu oliuleiðslu kynni að
hafa legið að baki banatilræninu gegn honum. Enn
er of snemmt að fella endanlegan dóm yfir slíkum
getgátum. Aðrar kenningar hafa verið settar fram,
þar á meðal sú að róttækir og óánægðir uppreisn-
armenn Tsétséna hafi verið þarna aö verki. Þaö er
þó ekki of snemmt að vekja athygli á hugrekki Sé-
vardnadzes."
Úr forystugrein Washington Post 18. febrúar.
Skiljanleg undanfærsla
„Það er skiljanlegt að framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna hafi færst undan því að fara til
Bagdad. Hann man vel eftir árangurslausri heim-
sókn fyrirrennara síns, Javiers Perez de Cuellars,
til höfuðborgar íraks fyrir Persaflóastríðið í janúar
1991. Nú þegar hinn reyndi stjórnarerindreki er
samt sem áður á leiðinni bendir ýmislegt til að
hann hafi fengið einhvers konar vísbendingu um
að írak sé fúst til að láta undan kröfum Sameinuðu
þjóðanna. Á fréttamannafundi í gær sagði hann að
hann heföi ekki lagt í ferðina væru ekki líkur á ár-
angri.“
Úr forystugrein Aftenposten 19. febrúar.