Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 sælkerinn Kristín Harðardóttir skautasérfræðingur er sælkeri: Snúðarnir hennar ömmu „Þessir snúðar hafa verið í uppá- haldi hjá mér frá því að ég var krakki og ef ég á aö segja alveg eins og er þá held ég að þeir séu það eina sem ég hef bakað um ævina fyrir utan pönnukökur og muífins. Ég er satt að segja nokkuð lunkin við snúðagerðina þótt ótrúlegt sé, miðað við ferilinn i eldamennsku. Maður er kannski ekki eins flinkur og amma en flinkur engu að síður,“ segir Kristín Harðardóttir, sælkeri vikunnar. Kristín hefur að undanförnu leitt landann í allan sannleika um allar þær kúnstir sem framdar eru á skautasvellinu í Nagano í Japan þessa dagana. Hún hefur verið Rík- issjónvarpsmönnum til halds og trausts við lýsingarnar og hér gef- ur hún okkur uppskrift að „snúð- unum hennar ömmu“. Innihald 50 g pressuger 100-150 g smjörlíki V21 mjólk 1-1,5 lítri sykur 1 tsk. salt 1,5 lítri hveiti -sv Deigið er hnoðað og svo látið hef- ast i 1-2 klukkustundir. Þá er það flatt út og smurt með smjörlíki. Því næst er blandað saman sykri og kanil og þvi stráð yfir deigið. Þá er deiginu rúllað upp i lengju og hún svo skorin niður í sneiðar. Hver snúður er penslaður með eggi. Loks er stráð yfir svolitlu af perlusykri Hitið ofninn í 220°C og bakið í 10-12 mín. m m Hveitið er nauðsynlegt í „snúðana hennar ömmu“. Kristín Harðardóttir segist býsna lunkin við snúðana. DV-mynd Pjetur Kínverskur snöggsteikt- ur fiskur -SV mmmmmmwmmmmmmmmsmm matgæðingur vikunnar Magni Guðmundsson býður upp á nokkuð sérstakan rétt: 2 msk. jarðhnetu- eða sólblómaolía 2 fint saxaðir hvít- lauksgeirar 5 sm af engiferrót, flysjuð og rifin 6 saxaðir vorlaukar 2 gulrætur, í löngum strimlum 75 g sykurbaunir 75 g lítill sykurmais, skorinn langsum í tvennt 4 blöð af söxuðu blöðrukáli 1 rauður pipar, fræ- hreinsaður og skorinn niöur 200 g dós bambus- skot, sigtuð 100 g dós af hnetum í vatnslegi, sigtaðar 250 g roð- flettur hvít- ur fiskur. Sósa 2 msk. sojasósa 3 msk. hvítvínsedik 1 tsk. chilliduft 150 ml vatn 2 msk. sætuefni 2 msk. tómatpúrra 2 msk. sólblómafræ Aðferð Hitið olíuna á stórri pönnu (eöa wok- pönnu) og snöggsteikið hvítlauk, engifer og alit grænmetið nema bambusskotin og hnet- urnar í um tvær mín- útur. Blandiö saman öllu sem á að fara í I sósuna og setjið siðan út á pönnuna ásamt bambusskotunum, hnetunum og fiskin- um. Látiö krauma þar í til sósan þykknar, setj- ið þá lok á pönnuna og eldið í um tvær mínút- ur. Berið fram strax. Saltfiskur með kjúklingum „Ég mæli ein- dregið með þessum rétti þegar taka á á móti gestum. Þetta er mjög óvenjulegur réttur en kjúklingar og saltfiskur saman gefa mjög sérstakt bragð. Þar að auki er þetta mjög heppi- legt ef einhver hef- ur ekki áhuga á öðru hvoru,“ segir Magni Guð- mundsson, netagerðar- maður á ísa- firði, mat- gæðingur vikunnar. Hann býður upp á saltfisk með kjúkling- um. Meðan beðið er eftir matnum skal þerra roðið af salt- fiskinum, skera það í mjóa strimla og velta þvi upp úr hveiti. Það er síðan steikt í mikilli olíu þar til það verður stökkt. Saltfiskur með kjúklingum 4 þykkir saltfiskbitar 2 litlir kjúklingar 2 stórir laukar 4 tómatar, vel þroskaðir hveiti 3-5 hvítlauksrif í sneiðum olia hvítvínsedik salt ef þarf. Útvatnið saltfiskinn og hreinsið kjúklingana, hlutið þá í sundur, saltið aðeins. Látið í eldfast fat og hellið vænni lögg af olíu yfir. Bakið við 200 C í u.þ.b. 1 klst., þar til kjúklingamir em orðnir meyrir. Ausið öðru hverju yfir með soðinu sem myndast. Bætið við lauknum sem skorinn er í fernt og tómötunum, skornum í fernt, þegar Magni fer æföum höndum um saltfiskinn og kjúklinginn. liðnar em 20 mínútur. Þerrið saltfiskbitana vel, veltið bit- unum upp úr hveiti og steikið í mikilli vel heitri oliu þar til fiskurinn verður gullin að lit. Bætið saltfiskbitunum í ofninn þeg- ar líður að því að kjúklingarnir verði tilbúnir, eftir um 50'mín. Lækkið hit- ann og bakið í 10-15 mínútur í viðbót. Hitið dálitla olíu í potti rétt áður en rétturinn er borinn fram, steikið þar í hvítlaukinn sem er skorinn í sneiðar eftir endilöngu. Passið að hann brenni ekki. Takið af hellunni og bætið edik- inu út í. Hrærið í og hellið þessu yfir kjúklingana og saltfiskinn. Berið rétt- inn fram strax. Steikt grænmeti Með þessu er gott að hafa steikt grænmeti: DV-mynd Höröur 1 zuccini 1 eggaldin 1 lítil, græn paprika 1 lítil, rauð paprika 1 púrra 1 lítill haus kínakál olía aromat-krydd. Brytjið grænmetið frekar smátt, hit- ið olíuna á pönnu (gott að nota wok- pönnu). Steikið fyrst paprikuna og púrruna og bætið síðan hinu fljótlega út i. Kryddið með aromat eftir smekk. Berið fram vel heitt. „Ég mæli með rauðvíni frá Rioja með þessum rétti. Verði ykkur að góðu,“ segir Magni og skorar á Höllu Sigurðardóttur, Hliðarvegi 28 á ísa- firði, að vera næsti matgæðingur. -sv Kótel ettu pottráttu r 2 lambakótelettur á mann hveiti salt og pipar olía til steikingar 1 lambsnýra á mann 1 saxaður laukur á hverja kótelettu 4 gulrætur, í bitum kartöflur, nógu mikið til þess þekja pottinn með, í þykkum sneiðum 1 tsk. sykur Aðferð Skerið alla fitu af kótelett- unum, veltið þeim upp úr hveiti og kryddi og steikið í olíunni þar til báöar hliðar eru vel brúnar. Setjið síðan upp á rönd í djúpt eldfast mót, mjórri endinn visar upp. Setjið nýrun út í. Steikið laukinn létt og setjið með kótelettunum í nokkur lög með niðurskornum gulrótum. Hitið ofninn í 180°C (350°F). Myndið þak yfir pottinn með kartöflubitunum. Takiö fituna af pönnunni og búið til soð með því að hrista saman 2 msk. af hveiti og 450 ml af vatni. Hrærið þar til suðan kemur upp og bætið síðan sykrinum út í. Hellið soðinu út í mótið, setjið lok á það og eldið í 2 klukkustundir. Um tíu mínútum áður en bera á réttinn fram skal fjarlægja lok- ið og láta kartöflumar brúnast örlítið. Rétturinn verður enn betri ef hann er búinn til daginn áður og látinn kólna til þess að hægt sé að fjarlægja alla um- framfitu. Fylltir tómatar 8 meöalstórir tómatar salt 3 msk. ólífuolía + örlítið til að smyrja með að lokum V2 fint saxaður laukur 1 saxaður hvítlauksgeiri 225 g magurt hakkað nauta- eða lambakjöt 115 g svínapylsa V2 msk. fersk tímíanlauf 2 msk. söxuð steinselja 40 g hvit brauðmylsna svartur pipar 1 stórt egg, pískað ■ 3rr >t Aorero Skerið hatt af tómötunum og skafið innan úr þeim. Gæt- ið þess að gera ekki gat á tómat- inn. Stráið örlitlu salti innan í tómatinn og á hatt- inn. Látið síðan þorna á grind meðan fyllingin er búin til. Hitið 2 msk. af olíu á stórri pönnu og mýkið laukinn. Setjið hvítlaukinn og eldið í eina mín- útu tfl viðbótar. Bætið hakkinu og pylsunni við og steikið við háan hita í nokkrar mínútur. Hellið af pönnunni í skál og blandið laufunum, brauðmylsn- unni og salti og pipar saman viö. Setjið síðan nógu mikið af eggi út í fyllinguna til þess að binda hana saman. Fyllið þurrkaða tómatana með fyllingunni. Hitið ofninn í 180°C (350°F). Setjið tómatana á hitaþolinn disk og látið hattinn yfir aftur. Setjið smá ólífuolíu yfir að lokum og bakið í ofninum í um 45 mínút- ur. Berið fram heitt eða kalt. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.