Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 55
T>V LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 afmæli « Snorri Styrkársson Snorri Styrkársson, markaðs- og þróunarstjóri Fiskiðjunnar Skag- frrðings hf., Laugatúni 10, Sauðár- kóki, varð fertugur í gær. Starfsferill Snorri fæddist í Reykjavík en ólst upp í Lambastaðahverfi á Seltjam- arnesi. Snorri útskrifaðist sem fiskiðnað- armaður frá Fiskvinnsluskólanum i Hafnarfirði 1979 og sem fisktæknir frá sama skóla 1981. Hann stundaði nám við Hagfræði- og viðskiptadeild HÍ 1984-88 og útskrifaðist þaðan sem hagfræðingur 1988. Snorri var verkstjóri í nokkrum fiskvinnsluhúsum víða um land um tveggja til fimm mánaða skeið jafn- framt námi og í hléum á árunum 1978-81, var framleiðslustjóri hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfirðinga hf. 1981-82, rekstrarráðgjafi við íslensk- an fiskiðnað hjá Framleiðni sf. í Reykjavík 1982-84, framkvæmda- stjóri fréttatímaritsins Þjóðlífs 1986-87, fjármála- og skrifstofustjóri Neskaupstaðar 1988-90, starfsmaður og eigandi Viðskiptaþjónustu Aust- urlands hf. í Neskaupstað 1990-97, verkefnisstjóri átaksverkefnisins Norðfirðingar í sókn í Neskaupstað 1994-97, ráðgjafi og framkvæmda- stjóri Mjólkursamlags Norðfirðinga hf. í Neskaupstað 1993-97 og er markaðs- og þróun- arstjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. frá 1997. Snorri sat í stjórn Fiskiðnar, fagfélags flskiðnaðarins, 1983-84 og var stjórnarformað- ur félagsins 1986-87, var formaður Búseta á Norðflrði hsf. 1989-97, formaður atvinnumála- nefndar Neskaupstaðar 1990-97, formaður hús- næðisnefndar Neskaupstaðar 1994-97, sat í stjórn Atvinnuþróun- arsjóðs Austurlands 1991-1997 og varaformaður stjórnar 1994-97, sat í stjórn Atvinnuþróunarfélags Aust- urlands 1991-97 og var stjórnarfor- maður félagsins 1993-97 og situr í stjórn Viðlagatryggingar íslands frá 1995. Fjölskylda Kona Snorra er Kristrún Ragn- arsdóttir, f. 9.2, 1959, leikskólakenn- ari og starfsmaður Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Norðurlandskjör- dæmi. Hún er dóttir Ragnars Á. Sig- urðssonar, f. 27.1. 1930, d. 29.4. 1988, lofskeyta- manns og hafnarstjóra í Neskaupstað og síðar sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Norðflarðar, og Kristínar Lundberg, f. 30.1. 1930, bankastarfs- maður í Sparisjóði Norðflarðar. Sonur Snorra og Dag- rúnar Magnúsdóttur bóndakonu, menntaðra úr Myndlista- og hand- íðaskólanum, f. 5.11. 1961, er Styrkár, f. 27.5. 1981, d. 24.11. 1987. Börn Snorra og Kristrúnar eru Styrkár Kristrúnar, f. 7.9. 1981, nemi; Kristín, f. 5.2. 1991; Steinunn, f. 14.2. 1994. Systkini Snorra eru Hrafn Helgi, f. 24.1.1949, nú búsettur í Gautaborg í Svíþjóð; Sveinbjöm, f. 21.2. 1950, prentari, búsettur í Reykjavík; Auð- ur, f. 26.8. 1951, MA í stjórnmála- fræði, lektor við HÍ, búsett í Reykja- vík, en maður hennar er Svanur Kristjánsson prófessor og eiga þau þrjú börn; Unnur, f. 18.3. 1961, dr. í sameindaerfðalíffræði og verkefnis- stjóri hjá íslenskri erfðagreiningu hf„ búsett í Reykjavík, en maður hennar er Sveinn Bragason arkitekt og eiga þau tvo syni; Herdís Ditta, f. 7.7.1970, nemi í Fósturskóla íslands, búsett í Reykjavík, en maður henn- ar er Jón Ágúst Reynisson land- fræðingur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Snorra eru Styrkár Sveinbjarnarson, f. 23.2. 1927, d. 2.12.1989, prentari í Reykjavík, og k.h., Herdís Helgadóttir, f. 15.05.1929, húsmóðir. Ætt Styrkár var sonur Sveinbjöms Péturs Guðmundssonar, kennara í Flatey á Breiðafirði og á Reyðar- firði, en hann var sonur Guðmund- ar Jóhannssonar og Steinunnar Sveinbjarnardóttur. Móðir Styrkárs var Margrét, dótt- ir Guðmundar Ásbjarnarsonar, for- maður á Eskiflrði, og Ambjargar Oddsdóttur. Herdís er dóttir Helga Jónssonar húsgagnasmiðs en hann var sonur Jóns Helgasonar og Herdísar, systur Huldu skáldkonu, Herdís var dóttir Benedikts, b. á Auðnum, eins aðal- stofnanda samvinnuhreyfingarinn- ar, Jónssonar. Móðir Herdísar var Elisabet Magnúsdóttir, f. á Vopna- firði og uppalin þar. Snorri Styrkársson. Guðríður Soffía Sigurðardóttir Guðriður Soffla Sigurðardóttir kaupkona, Sunnubraut 43, Kópa- vogi, verður sjötug á mánudaginn kemur. Starfsferill Guðríður fæddist á Geirseyri við Patreksflörð og ólst þar upp. Að loknu barna- og unglinganámi stundaði hún nám við Húsmæðra- skólann á Akureyri. Guðríður sinnti bústörfum hjá foreldmm sínum á Geirseyri en stundaði auk þess verslunarstörf og vann síðan við Sjúkrahúsið á Pat- reksflrði. Hún var búsett á Patreksfirði þar til hún gifti sig 1955. Þá flutti hún til Bíldudals. Þau hjónin fluttu síðan til Reykjavíkur 1971. Guðríður festi kaup á versluninni Regnhlífabúðinni, Laugavegi 11, ár- ið 1971 og hefur starfrækt hana sið- an. Guðríður starfaði í skátahreyftng- unni á Patreksfirði, í slysavarnafé- laginu þar og í kvenfélaginu. Þá tók hún þátt í félagsstörfum slysavarn- adeildar kvenna á Bíldudal og í kvenfélagsins þar. Fjölskylda Guðríður giftist 17.6. 1955 Jónasi Ásmundssyni, f. 24.9. 1930, deildar- stjóra. Hann er sonur Ásmundar Jónassonar, sjómanns og verka- manns á Bíldudal, og k.h., Mörthu Ólafíu Guðmundsdóttur húsmóður. Börn Guðríðar og Jónasar eru Ás- mundur Jónasson, f. 20.7. 1957, læknir á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Vignisdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau flögur börn; Gylfi Jónas- son, f. 24.6.1960, viðskiptafræðingur hjá S.Þ. í New York, kvæntur Ásdísi Kristmundsdóttur, söngkonu og kennara, og eiga þau tvö böm; Helgi Þór Jónasson, f. 20.7. 1964, hagfræð- ingur hjá Eimskipafélagi íslands, kvæntur Kristínu Pétursdóttur, starfsmanni við fasteignasölu, og eiga þau einn son. Stjúpdóttir Guðríðar er Guðrún Jóna Jónasdóttir, f. 31.12.1952, skrif- stofumaður í Reykjavík, og á hún þrjú börn. Andlát Jakob Pálmason, Gilsbakkavegi 3, Akureyri, andaðist á flórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 19. febrúar. Björk Aðalheiður Birkisdóttir, Búhamri 13, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtu- daginn 19. febrúar. Kristbjörg Lúthersdóttir, frá Þrándarstöðum í Kjós, Nökkvavogi 11, Reykjavík, er látin. Guðmundur Guðjónsson, Espi- gerði 2, lést 19. febrúar. Skarphéðinn Helgason, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Suðurgötu 83, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, mið- vikudaginn 18. febrúar. Guðrún Elín Kristjánsdóttir lést á Dvalarheimilinu Hlíð að kvöldi mið- vikudagsins 18. febrúar. Jarðarfarir Bjarnþór Valdimarsson, Reykja- mörk 2-B, Hveragerði, verður jarð- sunginn frá Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 21. febrúar kl. 13.00. Anna Guðrún Erlendsdóttir, Há- steinsvegi 60, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Ása Jónasdóttir, Kirkjustíg 5, Siglufirði, veröur jarðsungin frá Siglufiarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Útför Jóns Þorkelssonar, Hofgerði 7, Vogum, verður gerð frá Kálfatjamarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Útför Margrétar Finnbjörnsdótt- ur verður gerð frá ísaflarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Fálag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsvist í Risinu kl. 14 sunnu- dag og dansað í Goðheimum kl. 20 sunnudagskvöld, eldri borgarar á Akranesi koma í heimsókn. Söngvaka í Risinu mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Stjórnandi er Vig- dís Einarsdóttir og undirleik annast Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Aðal- fundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 1. mars kl. 13.30 í Glæsibæ. Systkini Guðríðar: Árni, f. 24.10. 1918, nú látinn, vélsmiður í Reykjavík; Sigurður, f. 3.1. 1919, vélsmiður á Patreksfirði; Ásta, f. 14.7. 1921, húsmóðir í Borgarnesi; Þóroddur Thoroddsen, f. 11.10. 1922, nú látinn, véla- verkfræðingur og vatns- veitustjóri í Reykjavík; Ingveldur, f. 14.7. 1923, kaupkona í Reykjavik; Guðmundur, f. 29.1.1926, nú látinn, verkstjóri hjá Jarðborunum ríkisins; Anna María, f. 25.11. 1929, dó tólf ára; Rögnvaldur Geir, f. 19.8. 1931, stórkaupmaður í Reykjavík; Svan- dís, f. 16.3.1934, dó í bernsku; Ásgeir Hjálmar, f. 10.12. 1936, skrifstofu- maður í Reykjavík; óskírð stúlka, f. 8.8. 1937, dó í frumbernsku. Foreldrar Guðriðar voru Sigurð- ur Andrés Guðmundsson, f. 29.11. 1886, d. 23.12. 1948, skipstjóri og bóndi á Geirseyri við Patreksfiörð, og k.h., Svandís Árna- dóttir, f. 9.9. 1893, d. 29.2. 1968, húsmóðir. Ætt Sigurður Andrés var sonur Guðmundar, hreppstjóra í Breiðuvík, Sigurðssonar, Breiðvík- ings, bátasmiðs. Móðir Sigurðar Andr- ésar var Helga Thorodd- sen, dóttir Jóns Thorodd- sen, b. í Hvalláfrum. Svandís var dóttir Árna, sjómanns á Akra- nesi, Guðmundssonar, á Seltjarnarnesi, Bjarnasonar. Móðir Áma var Jóhanna Sigríður Jóns- dóttir. Móðir Svandísar var Ingveld- ur Sveinsdóttir, b. í Innsta-Vogi, Sveinssonar og Sigríðar Narfadótt- ur. Guðríður tekur á móti gestum á Sóloni íslandusi, efri hæð, sunnudaginn 22.2. milli kl. 15.00 og 18.00. tilkynningar Ferðafélag íslands Sunnudaginn 22. febrúar kl. 10.30 verður skíðaganga á konudegi: Fremridalur-Eden í Hveragerði. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Kl. 13: Rauðavatn- El- liðaárdalur-Mörkin 6, flölskyldu- ganga. Brottför einnig frá Ferðafé- lagshúsinu Mörkinni 6. Áttavita- námskeið 2. og 3. mars, skráning á skrifstofu. Bíósalur MÍR Stórmyndin „Stríð og friður“, byggð á samnefhdri skáldsögu Leós Tolstojs, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 21. febr- úar kl. 10 og lýkur kl. 18.30. Heildar- sýningartími myndarinnar er um sex og hálf klukkustund en hlé verð- ur gerð á sýningunni milli ein- stakra myndhluta. Breiðholtskirkja Áhugahópur um svokallaða Tómasarmessu efnir til þriðju Tóm- asarmessunnar í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 22. febrú- ar kl. 20 og mun hr. Karl Sigur- bjömsson, biskup íslands, prédika. Kvikmyndasýning fyrir börn Sýndar verða þrjár teiknimyndir um Múmínálfana í Norræna húsinu sunnudaginn 22. febrúar kl. 14. Sænskt tal 64 mín. Aðgangur ókeyp- is og allir era velkomnir. Lipurtá Ása Sif Arnar- dóttir, snyrti- og förðunarfræð- ingur, hefur flutt sig um set og er komin á nýja og notalega snyrti- stofu þar sem í boði er öll al- hliða snyrting og nudd. Lipurtá er fótaaðgerða-, nudd- og snyrtistofa til húsa að Staðarbergi 2-4 í Hafnar- firði. Ása Sif var íslandsmeistari í förðun 1997. Til hamingju með afmælið 22. febrúar 80 ára Eirikur Þorvaldsson, Vesturgötu 90, Akranesi. Klemens Jónsson, Ólafsvegi 7, Ólafsfirði. Kristinn Karl Jónsson, Gnoðarvogi 30, Reykjavik. 75 ára Aðalsteina Sumarliðadóttir, Skálholti 17, Ólafsvik. Njáll Ingjaldsson, Hagamel 33, Reykjavík. Óskar Hróbjartsson, Lyngheiði 3, Selfossi. 60 ára Sigfús Jónasson, Birkilundi 10, Akureyri. Sjöfn Ásbjömsdóttir, Dalatanga 12, Mosfellsbæ. 50 ára Elísabet Sigvaldadóttir, Breiðvangi 10, Hafnarfirði. Guðfinna Helgadóttir, Kleifarási 5, Reykjavik. Guðný Margrét Magnúsdóttir, Blöndubakka 9, Reykjavík. Heiðdís Guðmundsdóttir, Túngötu 5, Stöðvarfirði. Pétur R. Guðmundsson, Snælandi 4, Reykjavík. Sigrún Jóhannsdóttir, Starmýri 15, Neskaupstað. 40 ára Pétur Jónsson pípulagningar- meistari, Álfholti 2 C, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Steinþóra Þorsteinsdóttir. Þau era stödd í Grikklandi. Brynja Sigurðardóttir, Laufrima 24, Reykjavik. Elín Bjarnadóttir, Kvistabergi 17, Hafnarfirði. Guðjón Sigurbjörnsson, Akurholti, Mosfellsbæ. Kristín Valsdóttir, Goðalandi 5, Reykjavík. Lone Stenström Nielsen, Barónsstíg 41, Reykjavík. *> ' * (Jrval —960 síður á ári— fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.