Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 29
I>V LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Guömundur með eitt þeirra argentísku dagblaða sem greindu frá heimsókn forsetans til Chubuts- héraös og kynningunni á íslensku trefjabátunum úr Hafnarfirði. DV-mynd PÖK Bátarnir sex frá Hafnarfirði innan tollgirðingar í Argentínu og bíöa eftir rekstrarleyfinu. Einn þeirra var nefndur Árni í minn- ingu Árna Gíslasonar sem fórst við undirbúning verkefnisins. Hinir heita Padagonia Seafood 1, 2, 3, 4 og 5. DV-mynd: Guö- mundur honum og hentu hon- um í land og upp í þyrlu. Hann var þá kom- inn í hrókasamræður um bát- ana og sýndi þessu mikinn áhuga. Var mjög skemmtilegur og virkaði vel á mig,“ segir Guðmundur. Hann komst að því að forsetinn vissi sitt lítið af hverju um ísland. Spurði mikið og vissi t.d. að fisk- I veiðar væru aðalatvinnu- vegur þjóðarinnar og að við værum mjög tæknilega þró- aðir í þeim efnum. Forset- 1 inn sagði Guðmundi að hann væri fyrsti íslending- urinn sem hann hitti þann- Ú ig að þetta var sögulegur fundur. „Honum fannst það mjög merkilegt að ég hefði tekið þátt í því að skipta um forseta á íslandi sem pólitískur samherji," segir Guðmundur kankvís en hann var einn af helstu stuðningsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar i síðustu forsetakosningum. Bátarnir eru bylting Þrátt fyrir forsetaheimsóknina kom rekstrarleyfið ekki fyrr en í Guðmundur M. Kristjánsson skipstjóri nýkominn heim frá Argentínu: Hitti sjálfan forsetann Sérstakt jólahald Guðmundur tók konu sína, Krist- inu Arnardóttur, með til Argentínu og fjögurra ára dóttur þeirra, Helgu. Tvö elstu börnin, Örn og Erla, sem komin eru á framhaldsskólaaldur, voru eftir heima á fslandi. Fjölskyld- an eyddi jólum og áramótum í Argentínu og segir Guðmundur það hafa verið sérstaka upplifim. Jóla- haldið hafi verið stutt og laggott, ekkert vesen. Skálað hafi verið í kampavíni á jólanótt á hóteli með nokkrum argentískum vinum. Guðmundur hefur lengst af verið togaraskipstjóri á íslandsmiðum en einnig dvalið um hríð erlendis við ýmis verkefni í samstarfi við Nýsi hf. og fleiri aðila. Var m.a. á Græn- höfðaeyjum fyrir 13 árum og nokkra mánuði í fyrra á Falklandseyjum, einnig með ljölskylduna. í Evrópureisu „Ég er því búinn að kynnast Falklandseyjastríðinu frá báðum hliðum. Eyjaskeggjar voru mjög upp- teknir af stríðinu og gleyma því aldr- ei. Sama er að segja um Argentínu- menn. Ég komst að því að þeir hata hvorir aðra jafn mikið," segir Guð- mundur sem varð að fá sér nýtt vegabréf þegar hann fór til Argent- ínu. Það gekk víst ekki að sýna vega- bréf með Falkslandseyjastimpli á! Nýjustu tíðindi af Guðmundi eru að hann hefur gert samning við Út- „Þetta var virkilega skemmtileg ferð og eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. Ég myndi telja að ís- lensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi eigi góða möguieika á að koma sín- um vörum þarna á framfæri, eink- um bátum og veiðarfærum," segir Guðmundur M. Kristjánsson skip- stjóri sem nýlega er kominn heim frá Argentinu eftir nokkurra vikna verkefni í héraðinu Chubut í mið- hluta landsins, Patagóníu. Þar dvaldist hann í 50 þúsund manna bæ, Puerto Madryn, við að kenna heimamönnum á fiskibáta sem tveir argentískir auðjöfrar keyptu af plastbátaframleiðandanum Trefjum hf. í Hafnarfirði. Alls voru sex bátar keyptir þama suður eftir. Mjög vel tækjum búnir bátar þar sem mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt fram sína framleiðsluvörur í, m.a. DNG og Hampiðjan. Ferðin er eftirminnileg og sérstök fyrir þær sakir að Guðmundur fékk að hitta sjálfan forseta Argentínu, Carlos Menem, og er líklega eini ís- lendingurinn sem hefur hlotnast sá heiður. Forsetinn er nefnilega góð- kunningi auðjöfranna, Carlosar Spandone og Hectors Fernandez, sem fengu hann til að skoða bátana við hátíðlega viðhöfn. í kjölfarið fylgdu forsíðufréttir í helstu dag- blöðum Argentínu þar sem Guð- mundur sást á myndum með forset- anum. Þess má geta að Spandone þessi á eitt stærsta dagblað lands- ins, Joumada, ásamt nokkrum öðr- um. Beðiö eftir leyfinu Guðmundur fór til Argentínu í lok október sl. með skömmum fyrir- vara. Árni heitinn Gíslason hafði undirbúið þessa sölu en eftir að hann fórst í slysforum í Mexíkó sl. haust var Guðmundur fenginn til að klára verkið. í minningu Árna var einn báturinn einmitt nefndur eftir honum. Málin þróuðust hægt fyrstu vik- umar eftir að bátamir vora komnir til Argentínu. í nóvembermánuði var bara beðið. Illa gekk að fá rekstrarleyfi fyrir bátana í stjórn- kerfinu, þrátt fyrir að eigendumir séu bestu vinir sjáifs forsetans. Guð- mundur segir forsetann vera mjög umdeildan, sem og eigendurna, og margir vilji bregða fyrir þá fæti. Til að ýta á að leyfíð kæmi fengu Spandone og Femandez forsetann til að koma í heimsókn um miðjan nóvember og skoða bátana. Fjöl- miðlum var boðið á staðinn og heil- mikið gert úr þessu. Skoðunin var tvinnuð inn í opinbera heimsókn forsetans til höfuðborgar Chubuts- héraðs, Rawson. Þangað voru bát- arnir fluttir 100 kílómetra leið frá Puerto Madryn. Skemmtilegur forseti „Öryggisgæsla var mjög ströng þegar forsetinn kom og lenti á þyrlu á bryggjunni. Þarna var fjöldinn all- ur af fólki og margar ræður haldn- ar. Að því loknu sýndi ég forsetan- um bátana og leiddi hann í allan sannleik um helstu tækninýjungar. Hann var áhugasamur þó hann hafði ekki hundsvit á bátum. Hon- um var naumt skammtaður tíminn og þegar komið var fram yfir áætl- aðan tíma i heimsókninni þrifu ör- yggisverðimir nánast í öxlina á Eiginkona Guðmundar, Kristín Arnardóttir, og fjögurra ára dóttir þeirra fóru meö til Argentínu. Hér sitja þau að snæðingi á gamlárskvöld. Guðmundur sýnir forseta Argentínu, Carlos Menem, stjórntækin í brúnni um borð í einum plastbátanna úr Hafnarfirðinum og útskýrir á reiprennandi spænsku. Forsetinn sötrar þjóðardrykk Argentínu af yfirvegun og eigendur bátanna, auökýfingarnir Carlos Spandone og Hector Fernandez, fylgjast spenntir með hvor sínum megin við Guðmund. DV-mynd: Discovery Publicidad byrjun desember. Núna eru fjórir af sex bátum komnir af stað. Famir að veiða merlúsu, sem er lýsingsteg- und og er seld dýram dómi, einkum til Spánar í beinu flugi. „Við vorum fyrst og fremst að kenna þeim á tækin. Þeir kunna að fiska. Það er rík hefð fyrir smábát- um á þessum slóðum en þeir eru orðnir gamlir og úreltir. Geta varla farið út nema á spegilsléttan sjó á meðan bátarnir frá Trefjum eru margfalt öflugri. Þeir geta róað á hverjum degi á meðan gömlu bátarn- ir ná að meðaltali 8 dögum í mánuði. Þetta er mikil bylting fyrir þá.“ flutningsráð um verkefni í Evrópu til næstu sjö mánaða. Hann á að stýra plastbáti frá Trefjum sem mun sigla á milli Hollands, Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Bretlands, Spánar, Portúgal, Orkneyja, Hjaltlandseyja, Danmerkur og loks til Noregs. Báturinn stoppar lengst á heimssýningunni í Lissabon í Portúgal í vor. Um borð í bátnum verða tæki frá 8 íslenskum fyrir- tækjum þannig að alíslensk smíði verður á ferðinni með traustan skipstjóra í brúnni. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.