Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 jLlV %ikamál Tékkóslóvakíu, Bandaríkjanna og Hollands. Leyniþjónustan sýnir áhuga Um alllangt skeið haföi breska leyniþjónustan glímt við óleyst vandamál. Mikil hlerunarstöð er í Cheltenham og þar höfðu á þrettán árum greinst um tvö hundruð óskýrðar fjarskiptasendingar frá Prag. Ómögulegt hafði reynst að finna hverjum þær væru ætlaðar en ljóst var aö þeim var beint til Lon- don. Því var talin full ástæða til að ætla að jafnmörgum íjarskiptasend- ingum hefði verið beint frá London austur á bóginn. Almennt er njósnurum skipað í tvo hópa. Annars vegar er um að ræða starfsfólk sendiráða, blaða- menn og aðra sem hafa löglega starfsemi að yfirskyni. Hins vegar er ipn að ræða njósnara sem ganga undir fölskum nöfnum. Þá er oft mjög erfitt að góma því enginn veit í raun hverjir þeir eru. Og það var einmitt höfuðvandi gagnnjósna- deildarinnar i þessu tilviki. Árvökull flugvallar- starfsmaður Það sem kom gagnnjósnadeild- inni á sporið var starfsmaður á He- athrow-flugvelli. Hann veitti því at- hygli að Erwin Van Haarlem fór í margar utanlandsferðir. En þótt hann gæfi sig út fyrir að vera lista- verkasali hafði hann aldrei nein listaverk meðferðis. Flugvallar- starfsmaðurinn hafði því samband við leyniþjónustuna og sagði að ástæða kynni að vera til að kanna hagi Van Haarlems. Það var gert. í ljós kom að vegabréf hans var felsað. Ekki var þó hreyft við hon- um, því í tilvikum sem þessum er venja að kanna við hverja meintir Útvarpið, sem var í senn móttökutæki og sterkt senditæki, holt sápustykki og falska vegabréfið. báti. Van Haarlem ílúði til Tékkóslóvakíu til að byrja nýtt líf. Hún settist að í Prag, þar sem hún kom syni sínum fyrir á uppeldis- hæli, en hún hafði þá ákveðið að leita að fósturforeldrum handa hon- um. Joanna Van Haarlem missti sjón- ar á syni sínum en þegar komið var vel fram yfir styrjöldina leitaði hún til Rauða krossins í von um að hann gæti haft upp á syninum. Og henni til mikillar gleði var henni sagt árið 1977 að týndi sonurinn hefði fund- ist. Hann byggi nú í London. Hún bruck í Austurríki þar sem hann hefði fengið vinnu á Hilton-hótel- inu. Joanna var ánægð yfir að leit hennar hafði borið árangur og næstu árin hitti hún Erwin reglu- lega. Nokkru eftir að fundum þeirra bar saman skýrði Erwin henni frá því að hann væri farinn að stunda málverkasölu, einkum sölu á litlum málverkum. Þá sagðist hann verja hluta tíma síns í aö hjálpa rússnesk- um gyðingum og fólki frá löndunum austan jámtjaldsins. Hann ferðaðist líka mikið og fór oft til Rússlands, Rafmagnið í íbúðarhverfinu í London var úr lagi gengið. Raf- magnsklukkur gengu aftur á bak, myndbandstæki og sjónvörp sprungu og þaö kviknaði á raf- magnsofnum um miðjar nætur. Ókunnugir menn komu í autt hús við eina götuna í hverfinu á öllum tímum sólarhrings og fóru þaðan svo í skyndi. Þeir komu fyrir undar- legum loftnetum á þvi og af og til mátti sjá þá við glugga með sjón- auka í höndum. Loks ofbauð íbúum nærliggjandi húsa og hringdu í lög- regluna. En því miður virtist hún ekki sérstaklega samvinnuþýð. í raun bað lögreglan fólkið að ræða þetta mál ekki og láta sem ekkert væri. Skýringin á því að lögreglan kom þessari óvenjuleg ósk á framfæri var sú að hún hafði fengið um það boð frá bresku leyniþjónustunni að blanda sér ekki í málið. Leyniþjón- ustan var nefnilega að reyna að koma höndum yfir einn snjallasta njósnara sem kann að hafa starfað á breskri grundu, og þá er mikið sagt. Og það voru hlerunar- og eftirlits- tæki gagnnjósnadeOdar leyniþjón- ustunnar sem settu raftæki í nær- liggjandi húsum úr sambandi eða eyðilögðu þau. Njósnir eru taldar lofsvert athæfi af þeim sem standa fyrir þeim en þeir sem verða fyrir barðinu á njósnurum flokka athæfi þeirra undir afbrot. Þegar njósnarinn, sem setið var um í þessu hverfi í London, var loks handtekinn var hann leiddur fyrir rétt og dæmdur í tíu ára fangelsi. En þar með var ekki öll sagan sögð. Týndi sonurinn Hluti þekktrar forsögu málsins er á þá leið að i síðari heimsstyrjöld- inni bjó í Amsterdam ung kona, Joanna Van Haarlem. Hún átti vin- gott við þýskan hermann og eignað- ist með honum son. Hermaðurinn féll síðar í orrustunni um Caan og þá stóð móðirin ein uppi með foður- lausan dreng. Fjölskylda hennar hafði haft andúð á því að hún var með Þjóðverja og þegar hér var komið hafði henni verið visað úr foðurhúsum og var hún nú ein á Erwin Van Haarlem. hélt þangað að húsi því sem hann var sagður búa í. Hann tók vel á móti henni, fagnaði henni og sagði: „Loksins ertu búin að finna mig, mamma.” Saga unga mannsins Erwin Van Haarlem hafði margt að segja. Hann sagðist hafa alist upp í Prag en síðan gegnt herþjónustu. Þar á eftir hefði hann farið til Inns- njósnarar hafa samband og i hverju starfsemi þeirra er fólgin en það get- ur tekið langan tíma. Það næsta sem í ljós kom var að drengurinn Erwin Van Haarlem, sem Joanna Van Haarlem hafði komið á uppeldishæli í Prag, hafði dáið nokkru eftir stríð. í þriðja lagi könnuðust engir listaverkasalar í Evrópu við að hafa gert nein viðskipti við Erwin Van Haarlem. Ljóst var að hann átti nokkurt fé í banka á Englandi en á skattframtali var það sagt til komið vegna listaverkasölu. Hringurinn þrengist Starfsmenn gagnnjósnadeildar- innar fóru nú að fylgjast með ibúð Van Haarlems. Þeir komu á laun fyrir sérstökum búnaði á þaki húss- ins og hann var eltur hvert sem hann fór, dag og nótt. Fram kom að hann átti leynilega fundi með starfs- mönnum úr tékknska sendiráðinu í London og fóru sumir fundanna fram niðri við skipalægin við Thames. Ekki leið á löngu þar til frekari sannanir fóru að fást fyrir hinni raunverulegu starfsemi Van Haarl- ems. í ljós kom að fjarskiptasend- ingunum var beint til hússins sem hann bjó í og að þeim var svarað þaðan með sendingum sem beint var til Prag og Moskvu. Kannað var hvort um væri að ræða fjarskipta- sendingar innaniands, það er til annarra njósnara í Bretlandi, en ekki þótti rétt að verja miklum tíma til þess því Van Haarlem gæti verið svo hættulegur að hann þyrfti að taka úr umferð sem allra fyrst. Handtakan Aðfaranótt 2. aprO 1988 ruddust menn úr gagnnjósnadeOdinni fyrir- varalaust inn í íbúð Van Haarlems. Hann var þá að lesa úr dulmáls- sendingu sem honum hafði borist rétt áður. Útvarp hans var tekið og leit gerð í íbúðinni. Margt fannst sem benti til þess að Van Haarlem heföi beint njósnum sínum að svonefndri stjömustríðsá- ætlun NATO, auk þess sem hann hefði gefið yfirmönnum sínum eystra nöfn fólks sem þar bjó og var Vesturlöndum hjálplegt. Meðal þess sem fannst í íbúðinni var ósýnilegt blek, litlir miðar með dulmálslyklum, skOaboð frá þeim Joanna Van Haarlem. sem hann hafði samband við í Bret- landi og lýsing á stöðum þar sem hann kom fyrir skilaboðum og sótti þau. Var meðal annars vísað á gam- alt tré á Berkeley-torgi í London og holt tré úti í sveit. Þögull sem gröfin Maðurinn sem gekk undir nafn- inu Erwin Van Haarlem hafði kom- ið tO Englands 1975 á fölsku vega- bréfi sem njósnaþjónustan í Tékkóslóvakiu hafði búið tO. Eftir komuna til London komst hann fljótlega í samband við stjórnmála- menn og snæddi stundum hádegis- verð með þingmönnum. Þannig komst hann i kynni við vopnafram- leiðendur og rússneska gyðinga sem voru í útlegð í London. Hjá þeim fékk hann svo nöfn fólks sem bjó austan járntjalds og kom upplýsing- um vestur á bóginn. Breska leyniþjónustan komst aldrei að því hvert var raunverulegt nafn mannsins sem þóttist vera Erwin Van Haarlem. Hann sagði aldrei neitt um sig eða starfsemi sína. Hola tréð við sveitaveginn. DNA-sýni tóku af allan vafa um að Joanna Van Haarlem var ekki móðir hans. Tékkneska njósnaþjón- ustan hafði nýtt sér að sonur henn- ar dó skömmu eftir stríð og hún varð að taka þeirri dapurlegu frétt að maðurinn, sem hún hélt vera týnda soninn sem fundist hafði fyr- ir mOligöngu Rauða krossins, var ef tO vill einn hættulegasti njósnari kommúnistaríkjanna í Bretlandi fyrr og síðar. Fær nú frelsið „Hann hefur aldrei sagt neitt um hvaða upplýsingum hann kom áleiðis," er haft eftir fyrrverandi starfsmanni bresku leyniþjónust- unnar. „En það verður að teljast heldur ólíklegt að tékkneska njósna- þjónustan hafi menntað hann eins vel og hún gerði og skapað honum þann starfsgrundvöll í London sem raun bar vitni tO þess eins að láta hann njósna um rússneska gyðinga. Við töldum að hann hefði átt að njósna um stjörnustríðsáætlun NATO.“ Enginn utan starfsmanna tékk- nesku njósnaþjónustunnar veit hver „Erwin Van Haarlem" er í raun. Og þeir hafa ekki skýrt frá því. Þótt kalda stríðinu sé lokið halda njósnirnar enn áfram og njósnaþjónusturnar telja það sem fyrr skyldu sína að vernda starfs- menn sína. Fangelsisvist óþekkta njósnarans lýkur í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.