Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Qupperneq 31
JL^V LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 menningarverðlaun DV 3l „í>aó er til gríöarlega mikiö af stórkostlegum listaverkum fyrir pí- anó. Nótnaborðið er í raun bara töfraborö sem maöur situr við og ef maóur er hraólœs á nótur getur maöur leyst verkin upp í fangiö á sér þegar, líkt og þegar maöur tínir ber af lyngi. Það er spennandi. Mér finnst ég eiga svo margt eftir ólœrt og mikið ógert. Ég vona að ég eigi eftir aó spila lengi ogfá tœkifæri til að spila mörg þeirra verka sem ég hefást á og enn ekki komist í, “ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari sem í tilefni 20 ára afmœlis Menn- ingarverölauna DVfœr sérstök heið- ursverölaun fyrir óviðjafnanlegt framlag sitt til tónlistar á íslandi. Viö setjumst niður með kaffisopa í stofunni heima hjá Jónasi í Kópa- voginum. Hljóðfærið er á sínum stað og segir Jónas að hér eyði hann mestum tíma sínum. Hér æfi hann sig sjálfur og hingað komi þeir tón- listarmenn sem hann vinni með. Það er ekki laust við að skynja megi anda tónlistarinnar í notalegu and- rúmsloftinu. mjög mikið. í landinu eru um 80 tónlistarskólar með um 12 þúsund nemendum. Skólarnir vinna sitt starf í hljóði, skila fyrirtaksnemend- um út í heim þar sem þeir nema hjá frægum kennurum. Það skilar sér vissulega." Jónas segir að framtakið „tónlist fyrir alla“ sé mjög merkilegt, þ.e. heimsóknir okkar besta tónlistar- fólks í skólana. Hann segir nauðsyn- legt að gefa gaum að því að ala upp hlustendur og gefa fólki hlutdeild í tónlistinni með þeim hætti. Hann vill að ungviðið fái t.d. að njóta söngsins hennar Diddúar. Þjóðin eigi Diddú, rétt eins og Laxness, Kjarval og Stefán Islandi, síðan vita- skuld líka Kristin Bjömsson, Völu Flosadóttur og marga fleiri. Hann segir að þjóðin finni til samkenndar vegna þessa fólks. „Sumir segja að við getum ekki eitt og annað vegna fámennisins en ég held að það viðhorf sé rangt. Einmitt vegna fámennisins eigum við að vera öðrum þjóðum gott for- dæmi. Við eigum að byggja tónlist- arhús og kenna fólki að meta tón- list, sem og aðra list,“ segir Jónas sem hefur svo sannarlega lagt sitt á - segir Jónas Ingimundarson píanóleikari um starf sitt Það er kannski lýsandi fyrir hug- arfar Jónasar til tónlistarinnar að þótt hún sé hans aðalstarf segist hann aldrei hafa verið í þessu vegna peninganna. Hann hafi aldrei byrj- að á því að spyrja hvað hann fái fyr- ir tiltekin verkefni. Fyrstu opinberu tónleikana hélt Jónas 1967 og síðan frá árinu 1970 hefur hann haldið um 40 tónleika á ári, stundum fleiri, sjaldan færri. Hann spilar með söngvurum og hljóðfæraleikurum og síðan heldur hann sólótónleika en á því segir hann að allt hitt byggist. Þar að auki hefur hann spilað á ótal tón- leikum, bæði erlendis og um allt ís- land. Hann vill þó ekki samþykkja að það sé vegna einhvers sérstaks dugnaðar af hans hálfu. Óstöðvandi löngun „Ég þarf töluvert að hafa fyrir því að læra ný verkefni og finnst ekkert eðlilegra en að reyna að koma þeim frá mér oftar en einu sinni. Ef ein- hvers staðar er fólk sem vill hlusta er ég ekkert of góður að koma og spila. Fólk er í eðli sinu forvitið og hefur þörf fyrir fallega hluti. Ég hef í mér einhverja óstöðvandi löngun til þess að setjast niður með þessu fólki og leiða það inn í þennan heim,“ segir Jónas í einlægni. Jónas segist ekkert hafa með það að gera að honum séu veitt heiðurs- verðlaun Menningarverðlauna DV nú. Hann taki við þeim með þakk- læti og þyki vænt um ef mönnum finnst hann hafa skilað einhverju því til listarinnar að verðskulda þau. Hann segist ekki eiga von á að þau breyti honum að neinu marki. En hvernig er það með starfið, hef- ur það breyst? „Tónlist fyrir alla" „Áður fyrr kenndi ég mjög mikið og stjórnaði kórum í ein 20 ár. Pí- anóið hefur samt alltaf verið aðalat- riðið og nú hefur þetta þróast þannig að ég get sinnt því meira, auk þess að annast skipulagsmál. Tónlistarlífið sjálft hefur líka breyst vogarskálarnar. Hann hefur sem tónlistarráðunautur Kópavogs stað- ið fyrir og stendur fyrir röð tónleika þar í bæ auk þess sem á hann þátt i því að Kópavogur byggir nú með miklum myndarhrag sérstakt tón- listarhús í hænum. „Mér finnast störf mín ekki vera neitt sérstakt airek. Ég hef yndi af þeim og er sem slíkur eins og ham- ingjusamur bóndi. Ég er sennilega bara á réttri hillu í því sem ég er að fást við og hlakka til hvers dags,“ seg- ir Jónas Ingimundarson viö DV. -sv Kristján Davíðsson listmálari enn að og loksins verðlaunaður: Alveg dýrðlegt Kominn á nírœðisaldur hefur Kristján Davíðsson listmálari loksins hlotið Menningarverðlaun DV í myndlist. Hann á að baki langan og glcesilegan feril, feril sem nœr alveg aftur til fjórða áratugarins. Hann er líklega þekktastur sem einn af frum- kvöðlum Ijóörænnar abstraktlist- ar á íslandi en sýning hans í fyrra, í boði Kjarvalsstaða og þáverandi stjórnanda þeirra, Gunnars Kvaran, gerði útslagiö um val dómnefndar DV í mynd- list, eða eins og hún orðaði það sjálf þegar tilnefningar voru gerð- ar kunnar: „Myndlistarnefndin tilefnir Kristján Davíðsson list- málara fyrir þá listrœnu endur- nýjun sem birtist í málaralist hans á síðasta ári og kristallaðist á sýningu sem haldin var á verk- um hans að Kjarvalsstöðum á ár- inu 1997. „Mér finnst þetta alveg dýrðlegt. Það hvarflar ekki að mér að fara að setja út á þessi verðlaun. Þetta er virðingarverð viðleitni og ég er af- skaplega þakklátur," segir Kristján um verðlaunin þegar við heimsækj- um hann í Barðavoginn í vikunni þar sem hann býr í einkar skemmti- legu húsi, bláu og hvítu með boga- dregnum þökum. Hann hefur líka aðra ástæöu til að gleðjast því undir höndum hefur hann dágóða ávísun, glóðvolga úr pósti frá Bandaríkjunum fyrir mynd sem notuð var á forsíðu bók- ar sem er að koma út þar vestra eftir Milan Kundera í tugum þús- unda eintaka. Málverkið, sem Kristján málaði árið 1945, sá Kund- era er hann heimsótti listmálarann fyrir fáum árum. Þeir hafa tengst vináttuböndum síðan og fleiri myndir Kristjáns hafa prýtt for- síður bóka hans. Gat lítið annað Aðspurður segist hann muna ágætlega eftir fyrstu myndinni sem hann málaði. Hann var þá 15 eða 16 ára á æskuslóðunum á Pat- reksfirði í upphafi fjórða áratugar- ins. Hún sýndi fólk að breiða út fisk. Hann man einnig vel eftir annarri mynd sem nú er í eigu Jóns úr Vör. Hún sýndi tvö andlit, pilt og stúlku. „Þá mynd sá Jóhannes Kjarval er ég var kornungur. Hann skírði hana „Manstu hverju þú lofaðir mér?“, líklega fyrir munn stúlkunnar," segir Kristján og hlær er hann rifjar þetta upp. Hann segist hafa verið búinn að ákveða það á þessum árum að verða listmálari. „Ég fann það á mér einhvern veginn að ég gæti ekki gert neitt annað. Reyndar fannst mér alltaf gaman af tónlist og spilaði stundum á böllum. Lék þar á fiðlu, mandólín og jafnvel trommur - þá kornungur," segir listmálarinn, ungur í anda. Á yngri árum lærði hann mynd- list hér heima hjá Jóhanni Briem og Finni Jónssyni. Skömmu eftir seinna stríð fór hann til Bandaríkj- anna í frekara nám. Kynntist þar nútímalist fyrir alvöru. Átök í ýmsar áttir Þegar Kristján er spurður að því hverju hann sé stoltastur af þegar horft sé um öxl segir hann ferilinn hafa einkennst af átökum í ýmsar áttir. „Ég hef alltaf haft gaman af því að koma nálægt þeim breytingum sem hafa átt sér stað. Nú er ein upp á teningnum í dag sem ég hef mest gaman af. Það er nú svo með áhrif sem maður verður fyrir af góðum listamönnum að útkoman verður allt önnur en fyrirmyndin í upphafi. Þess vegna er nú hreyfing i þessu öllu saman. Menn eru ekki alltaf að mála sömu myndina. Ég verð aldrei leiður á því að mála. Þetta er ein- hver tegund af þörf sem maður losn- ar aldrei við og verður að þjóna,“ segir Kristján eins og ekkert væri sjálfsagðara. Honum finnst erfitt að meta hvort íslenskir listamenn séu betri í dag en fyrir hálfri öld eða svo. Tímarn- ir breytist svo mikið - og mennirn- ir með. Kristján hefur á undanföm- um ámm haft góða aðstöðu til að sjá hvað unga fólkið er að hugsa. Alveg þar til nýlega kenndi hann myndlist við MHÍ og sá þar fólk þroskast í ýmsar áttir. „Kennslan gerði mér gott að því leyti að ég var orðinn of mikið einn. Þarna hafði ég greinda unga menn og konur til að ræða við og leið- beina eftir því sem mér lánaðist. Ég sá þama marga duglega nemendur. Ég man t.d. eftir Ólafi Jónssyni for- verði sem nú hefur verið að upp- götva falsanirnar margfrægu. Af- skaplega greindur og viðkunnalegur maður,“ segir Kristján sem hafði gaman af því að bjóða nemendum sinum til vinnustofunnar í Barða- voginum árlega að lokinni hverri önn. Bauð þeim upp á hvítvínsglas um leið og þau spurðu hann spjör- unum úr. Allir ánægðir Fyrmefnd sýning á Kjarvalsstöðum lukkaðist vel og segist Kristján vera ánægður með hana. Þetta hafi verið stórt átak, líkt og allar sýningar, og hann ekki getað málað lengi á eftir. „Mér fannst ég koma mörgum í ppna skjöldu þama á Kjarvalsstööum. í fyrsta skipti á ævinni upplifði ég þannig móttökur að allir virtust ánægðir. Maður var ekki alltaf vanur slíku áður fyrr,“ segir Kristján, hnykl- ar brýmar en brosir svo. Hann hefúr frá áramótum málað fjórar stórar myndir og ein þeirra prýddi veggina á Hótel Holti á fimmtudag þegar menningarverð- launin vora afhent. Hann segist að endingu í stuttu spjallinu ekki getað lofað hvenær næsta sýning verður. Guð einn verði að fá að ráða þeirri framvindu. -bjb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.