Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 26
hin hliðin mmmmmmm „Þetta var ótrúlega gaman. Frábært aö lyfta bikar í fyrsta skipti sem fyrirliði," segir Erla Reynisdóttir, 19 ára Keflavíkur- mær, sem fór fyrir sínum stúlk- um í Keflavíkurliðinu er þær urðu bikarmeistarar í körfubolta um síðustu helgi. Keflavík hefur ekki tapað bikarleik síðan 1992 þannig að þær fara að verða áskrifendur að þeim titli. Erla hefur fjórum sinnum orðið bikar- meistari og tvisvar sinnum ís- landsmeistari. Hún á að baki fjölda landsleikja með unglinga- landsliði og A-landsliði kvenna í körfubolta og er eitt mesta efni sem fram hefur komið í kvenn- akörfunni. Enda er hún á leið úr landi. Næsta haust fer hún til Erla Reynisdóttir, fyrirliöi Keflavíkurliös- ins í körfubolta, hampar hér bikarnum sem liöiö hennar vann um liðna helgi. Hún stefnir aö því aö spila körfubolta i háskóla í Bandaríkjunum næsta vetur. DV-mynd BG Bandaríkjanna í háskóla þar sem hún mun leika körfubolta við bestu aðstæður. Hennar verður sárt saknað í Keflavíkurliðinu næsta vetur. Erla segist vera staðráðin í að kveðja stöllur sínar með íslands- meistaratitli. Nú styttist í úrslita- keppnina milli flögurra efstu lið- anna í 1. deild en í dag mætast einmitt tvö þau efstu, KR og Keflavík. Þar verður Erla í eldlín- unni, baráttuglöð aö vanda. sv/bjb Fullt nafn: Erla Reynisdóttir. Fæðingardagur og ár: 8. sept- ember 1978. Maki: Kærastinn heitir Daníel Kristinsson. Börn: Engin. Bifreið: MMC Colt 1989. Starf: Nemi og þjálfari. Laun: Of há til að gefa þau upp. Hefurðu unnið í happdrætti eða lottói? Ég fékk eitt sinn þrjá rétta í lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila körfubolta, hafa nóg að gera, já og auðvitað að sofa og fara í bíó. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Burrito’s. Uppáhaldsdrykkur: Fresca. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag? Michael Jordan og Vala Flosadóttir. Uppáhaldstímarit: Séð og heyrt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, fyrir utan unnust- ann? Kobe Bryant. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Ég hugsa lítiö um það. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jordan. Uppáhaldsleikari: Leonardo DiCaprio. Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: Baby Face. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hjálmar Árnason. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Tweety - Kærleiksbirnirnir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Bráðavaktin, Beverly Hifls og Vinir. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Subway. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Enga. - Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? FM-957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Rún- ar Róbertsson á FM. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigmundm- Ernir. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Það er enginn skemmtilegur skemmtistaður í Keflavík. Uppáhaldsfélag í fþróttum? Keflavík. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Ég stefni að því að fara og spila körfu- bolta í háskóla í Bandaríkjunum i haust. Hvað ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Ég ætla að vinna í sumar og svo fer ég líklega út í byrjun ágúst. lihglingar LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Hafnfirskar yngismeyjar sem skemmtu sér konunglega á grunnskólahátíö Hafnarfjaröar sem fram fór í fyrradag. Hátíðin hófst í Hafnarfjarðarleikhúsinu með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Fulltrúar allra skólanna komu fram meö leikþætti og söngleiki. Um kvöldiö var svo dansleikur í Víöistaöaskóla. Nemendur úr Setbergsskóla flytja hér leikritið „Þá og nú“ sem þeir sömdu sjálfir. Sannarlega vel af sér vikiö. Það var Æskulýðsráö Hafnarfjaröar og nemendur á unglingastigi sem stóöu aö hátíðinni. Hún fór vel fram og æskulýöur Hafnarfjaröar sýndi sínar bestu hliöar. DV-myndir Hilmar Þór Unglingahátíð í Hafnarfirði Þessi föngulegi hópur úr Víöistaöaskóla var aö gera sig kláran baksviös þegar Ijósmyndari DV rakst á krakkana. Þau frumfluttu söngleikinn Gleöibankinn. Sunna María Schram meö verð- launin fyrir dansinn Neon. Frjálsir dansar: Sunna og Campo sigruðu í Reykjavík Reykjavíkurkeppnin í frjáls- um dönsum, freestyle, fór ný- lega fram i Tónabæ á vegum félagsmiðstöðvarinnar og ÍTR, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. í hópakeppninni bar Campo sigur úr býtum en þann hóp skipa Karen Briem, Heiða Gunnarsdóttir, Guðný Kjartansdóttir, Þórkatla Hauksdóttir og Saga Sigurðar- dóttir. Sunna María Schram var hlutskörpust í flokki ein- staklinga. Kynnir kvöldsins var Magnús Scheving sem stóð sig frábærlega að vanda. Stemmningin í Tónabæ var engri lík en vinsældir þessarar danskeppni hafa stöðugt auk- ist. Þetta var í 17. sinn sem hún fór fram. Stemmningin hefur áreiðanlega ekki verið minni í gærkvöldi þegar kepp- endur af öllu landinu komu í Tónabæ og kepptu um íslands- meistaratitilinn. Við segjum frá þeim úrslitum á næstu unglingasíðu. Erla Reynisdóttir, fyrirliði bikarmeistara Keflvíkinga íkörfubolta: Á leið til Bandaríkjanna -f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.