Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 32
32 %Henningaiyerðlaun DV LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 1-3 V „Eg get þú sagt aö ég sé mjög sátt viö bókina. I millitiöinni var ég buin aö skrifa aöra skáld- sögu og var heldur færarí í fingrunum aö stjórna persónunum, aö þurfa ekki alltaf að elta þær út í móa og tefja fyrlr lesandanum frekar en skemmta honum,“ segir Kristin m.a. um verðlaunabokina, Elskan mín ég dey. DV-mynd Hilmar Þór Kristln er fædd í Reykjavík en uppvaxtarárin átti hún í Hafnar- firði. Skólagangan var hefðbundin. Eftir skyldunám tók Flensborg við. Hugurinn stefndi í ýmsar áttir, jafn- vel í myndlist eða raungreinar en hún segist snemma hafa fengið áhuga á skrifum hvers konar. Eftir stúdentspróf frá Flensborg fór hún i Háskólann til að nema íslensku, bókmenntafræði og spænsku. „Þar fékk ég gott næði til að lesa bækur og varð fljótt óþolinmóð á að fara að byrja að skrifa sjálf,“ segir Kristín um upphaf rithöfundarfer- ilsins sem hófst líklega fyrir alvöru árið 1987 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta leikrit. Það varð hlutskarpast í leikritasamkeppni á vegum Þjóð- leikhússins. Hún hélt áfram að skrifa með fram ýmsum störfum og hefur jöfnum höndum skrifað skáld- sögur, ljóð og leikrit. Nýjasta leikrit hennar, Ástarsaga 3, vakti einmitt mikla athygli í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur og nú eru aukasýningar í gangi á litla sviðinu. Skáldsagan togar í mann Kristín segist oft spyrja sjálfa sig hvort sé skemmtilegra að skrifa Kristín Ómarsdóttir rithöfundur vonar að hún hafi glatt útgefandann, fjölskyldu og vini: W Kristín Ómarsdóttir var verölaunuó í flokki bókmennta fyrir skáldsöguna Elskan mín ég dey, sem kom út fyrir síö- ustu jól. Þetta var hennar þriöja skáldsaga en hún hefur einnig sent frá sér 2 Ijóóabœkur, 2 smásögubœkur og 4 leik- rit. Þegar viö hittum hana aó máli á heimili hennar í Skerjafiröinum er auöséð aó hún er uppnumin og spennt yfir því aó hafa hlotiö menningarverðlaunin. Segir þetta mikinn heiöur sem áreióanlega gleöji útgefandann og vonandi einnig fjölskyldu og vini. „Allir verða montnir meó mann. Þaó er ágœtt því stundum hefur fólk ekkert veriö svo aga- lega montiö með mig, “ segir Kristín og brosir breitt þegar vió setjumst niöur meö kajfibolla í hönd. Hún má líka svo sannarlega brosa því aörir tilnefndir höfundar voru Guöbergur Bergsson, Einar Már Guómundsson, Þórunn Valdi- marsdóttir og Ágústína Jónsdóttir. skáldsögu eða leikrit. Henni finnist virkilega gaman að vinna í leikhúsi um leið og skáidsöguformið sé eftir- sóknarvert og heiOandi. „Það er eitthvað við skáldsöguna sem togar í mann,“ segir Kristín, þungt hugsi, um leið og hún sötrar á kaffinu. Hún segist verða að að- skilja ritun skáldsögu og leikrits á frumstigum en í eftirvinnslunni sé hægur vandi að blanda þessu sam- an. „Maður þarf bara að passa sig á að hafa ekki rauðu sokkana í leik- ritinu einnig rauða í skáldsögunni," segir hún og kímir. Verðlaunabókin, Elskan mín ég dey, varð reyndar fyrst tO hjá Krist- ínu veturinn 1993-94, áður en hún samdi Dyrnar þröngu, sem m.a. var tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna. „Sumarið 1994 setti ég söguna bara í salt þar til ég tók hana upp aftur tveimur árum síðar. Sagan breyttist töluvert og hafði gott af hléinu." Tíu litlir negrastrákar í umsögn dómnefndar DV í bók- menntum sagði m.a. um bók Kristín- ar að í meðfórum hennar yrði dauð- inn „eftirsóknarvert og bráð- skemmtOegt hlutskipti". Hún segist ekki vera neinn sérfræðingur í dauð- ans málum, ef svo má að orði kom- ast. Við ritun bókarinnar hafi hún í bláupphafi hugsað tO 10 litlu negra- strákanna sem hurfu hver á fætur öðrum þar tO enginn stóð eftir. „Á tímabOi var ég hrædd um að veikindi, ofbeldi og dauði væri of fyrirferðarmikið í bókinni en þegar ég kom að henni seinna var hræðsl- an ekki lengur fyrir hendi,“ segir Kristín en fer hjá sér þegar spurt er næst hvort þetta sé besta bók hennar tO þessa. „Ég get þó sagt að ég sé mjög sátt við bókina. 1 mOlitíðinni var ég búin að skrifa aðra skáldsögu og var heldur færari i fingrunum að stjórna persónunum, að þurfa ekki alltaf að elta þær út í móa og tefja fyrir lesandanum frekar en skemmta honum,“ segir Kristín og bætir við: „Síðan má kannski passa sig á að vera ekki of agaður. Þá get- ur efnið orðið leiðinlegt." Kristín segist vera byrjuð á nýju skáldverki. Þó sé það á slíku frum- stigi að nánari lýsing sé ekki við hæfi í bOi. Bókin komin ekki út á þessu ári, því geti hún lofað. „Núna vO ég fá tíma tO að safna hugmyndum. Ég tel mig vera á nýj- um upphafsreit. Slíkt gerist sjaldan og um að gera að njóta þess,“ segir Kristín Ómarsdóttir menningar- verðlaunahafi DV 1998 í bókmennt- um. -bjb Menningarverðlaunahafi DV fyrir tónlist Köllun eða klikkun - segir tónskáldið Haukur Tómasson um starf sitt Haukur Tómasson tónskáld er nú aö semja verk sem pantaö hefur veriö á tónlistarhátíö í Póllandi í haust. DV-mynd E.ÓI „Atvinnuöryggi tónskálda á ís- landi er lítiö og þrátt fyrir aö þetta sé óttalegt hokur hef ég ekki unniö vió annaö síöustu fjögur árin en aö semja tónlist. Þetta er bara svo skemmtilegt aó maöur vill fórna ýmsu fyrir þaö aö geta starfaö viö þetta. Þaö má kannski segja aö þetta sé köllun þótt eflaust megi líka kalla þaö klikkun, “ segir Haukur Tómasson tónskáld, menningarverö- launahafi DVfyrir tónlist. Haukur lauk píanó- og tónsmíða- námi frá Tónlistarskólanum i Reykjavík 1983. Þaðan lá leiðin tO tveggja ára dvalar í Köln í Þýska- landi þar sem hann nam píanóleik og tónsmíðar, eitt ár var hann í námi í tónsmíðum í HoOandi og San Diego- meistaragráðu lauk hann sið- an frá University of California 1990. „Löndin þrjú eru mjög ólík og ég hafði gott af þvi að kynnast þessum ólíku menningarheimum. Klassíska tónlistin hefur óskaplega sterka hefð á bak við sig í Þýskalandi en í Kaliforníu líta menn i raun til allra átta. Skólinn var opinn og fjölbreytt- ur og nemendurnir voru að gera mjög mismunandi hluti. Þjóð- verjamir fylgja fast eftir ákveðinni línu á hinu klassíska sviði og ég vona að ég sé nokkuð víðsýnni eftir nám í þetta ólíkum skólum," segir Haukur. Údrepandi áhugi Hann segist strax á unga aldri hafa haft mikinn áhuga á tónlist. Fyrst poppi og djass og síðan hafi fleiri tegundir bæst við. Hann viður- kennir aðspurður að það hljóti að teljast frekar óvenjulegt fyrir ungan mann að ætla sér að verða tónskáld. Þetta geti varla talist með praktísk- ari leiðum að velja enda hafi hann í raun bara leiðst út i þetta smám saman, fyrst og fremst vegna forvitni og ódrepandi áhuga á tónlist. Hann þurfti að vísu ekki að sækja fyrir- myndina langar leiðir því eldri bróð- ir hans er tónskáld og afi þeirra var organisti og samdi eitthvað af lögum. „Ég hef eingöngu fengist við að semja tónlist fyrir þessi svokölluðu klassísku hljóðfæri. Ég hef t.d. gert fjögur eða fimm verk fyrir sinfóníu- hljómsveit, nokkur verk fyrir Caput-hópinn, eina hálfgerða óperu, Fjórða söng Guðrúnar, og eitt leik- hústónlistarverk þar sem hljóðfæra- leikaramir sjá sjálfir um sviðsetn- inguna." Semur fyrir sjálfan sig Aðspurður hvað hann geti sagt um tónlistina sína segist Haukur semja flókna tónlist, ekki bara fyrir hljóðfæraleikara að spila heldur ekki síður fyrir þá sem hlusta. Hann segir að fólk verði að gefa sér tíma tO að hlusta á verkin hans, ekki að vera að gera eitthvað annað á meðan, keyra bíl eða vaska upp. Hann segist ekki hugsa um hvað fólki muni faOa í geð þegar hann setjist niður til að semja. „Maður hugsar eiginlega bara um sjálfan sig enda held ég að það hljóti að vera heilast. Maður reynir að semja eitthvað sem maður er sjálfur ánægður með í stað þess að reyna að ímynda sér einhvern ákveðinn áheyrendahóp." Haukur segir að það sé totölulega auðvelt að fá verk flutt á íslandi. Vandamálið sé hversu lítiO markað- urinn er en tónlistarmenn njóti þess þó umfram sumar aðrar listgreinar að ekki þurfi að þýða verkin fyrir erlenda áheyrendur. Hann segist hafa meiri tekjur frá útlöndum en hér heima, í gegnum spOun á disk- um í útvarpi erlendis og með því að selja tónverk. Hann segist ekki vera þekkt nafn í hinum Stóra tónlistar- heimi, ekki enn þá, en samt er hann að semja verk fyrir sinfóníuhljóm- sveit sem pantað var tO þess að flytja á tónlistarhátíð í Varsjá í Pól- landi í haust. Sænska útvarpshljóm- sveitin mun spila verkið. Á disk í vor „Þetta er mjög spennandi og mik- il viðurkenning vegna þess að þetta er mjög góð hljómsveit," segir Haukur. Önnur viðurkenning á verkum hans er að Fjórði söngur Guðrúnar, verkið sem hann fær nú Menningarverðlaun DV fyrir, verð- ur gefíð út á geisladisk í Svíþjóð í vor. Þriðja viðurkenningin eru Menningarverðlaun DV. „Ég vona að þau verði mér til framdráttar. Þetta er ánægjulegt og ég neita því ekki að þau hafa sett mig í smá stuð,“ segir Haukur Tóm- asson. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.