Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 11
13‘V LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 11 Konudagurinn er á morgun. Það ætti ekki að fara fram hjá neinum. Við blasa heilsíðuauglýs- ingamar í dagblöðunum. Blóma- salar hafa eignað sér daginn. Það er skynsamlegt hjá þeim enda er helmingur þjóðarinnar konur. Til þess er beinlínis ætlast, í auglýs- ingum blómasalanna, að karlar, hinn helmingur þjóðarinnar, kaupi blóm handa konum þennan dag. Bræðir kartöflumús hjartað? Það er gott og blessað enda prýðilegur siður að gefa blóm. Persónulegra er þó að gefa blóm af sérstöku tilefni, án þess að blómasalar hafi bein áhrif á það, likt og á konudaginn. Blómasal- amir em samt ekki einir í freist- ingunum. Þannig bauð stórmark- aður í dagblaðsauglýsingu „allt sem karlmenn þurfa til að halda konudaginn heilagan". Fram til þessa hafa menn haldið hvíldar- daginn heilagan, helst jóladag; fostudaginn langa og páskadag. Nú skal halda konudaginn heilag- an. Það gera menn, samkvæmt auglýsingunni, með því að kaupa svínarifjasteik, rauðvinskryddað- an lambahrygg, möndluköku, bjór, kex, kartöflumús og ís. Það má til sanns vegar færa að rómantískt kunni að vera að kaupa steik og möndluköku. Það er ekki alveg eins víst að kart- öflumúsin bræði hjarta konunn- ar. Til viðbótar bætti stórmarkað- urinn þvi við að körlum bæri að kaupa blómvönd og buðu túlip- anabúnt á tæpan flmmhundrað- kall. Sparnaðarblóm Það er ágætt hjá stórmarkaðn- um að bjóða blómvönd á tilboðs- verði. I þessu lífi er samt ekkert garantí. Það að gefa konu tilboðs- búkett kann að ganga upp en get- ur einnig klikkað. Konan gæti gert athugasemd um meintan nánasarskap gefandans. Hann tími ekki að splæsa í almennileg- an blómvönd. Ástin sé ekki meiri en þetta. Séu menn í sparnaðarhugleið- ingum en vilji samt gefa blóm er það sennilega betri kostur að splæsa í eina stóra og góða rós heldur en tilboðsvönd. Konur eru nefnilega nokkuð glöggar á tilurð blómvanda. Þótt manni finnist blómvöndur í statifi við kassa stórmarkaðar fagur á að líta er ekki hægt að blekkja konu með honum. Hún áttar sig með ein- hverjum hætti á upprananum. Kannski eru blómstertarnir styttri? Þá má vera að sellófan, slaufur og annað dúllerí blóma- búðanna skili sér ekki í til- boðsvendinum. Allt er þetta dálítið undarleg sálfræði vegna þess að konum dettrn- gjaman i hug að grípa með sér blómvönd úr stórmarkaði til að punta heima hjá sér. Þá er allt í lagi þótt blómin séu ekki inn- pökkuð í finirí eða stertamir séu stuttir. Pottablómin vafasöm Ég hef aldrei verið sérlega sterkur í blómum. Konu- og mæðradagar fara fram hjá mér af tómum aulaskap. Því er tekið af æðruleysi á mínu heimili. Þó kemur fyrir að ég man eftir tylli- dögum í lífi okkar hjóna og kaupi blóm. Reynslan hefur kennt mér að fara í blómabúð og fá fint inn- pakkað. Fráleitt er ég hugmynda- ríkur þegar kemur aö vali blóm- anna. Til öryggis bið ég blóma- konur í búðinni að velja fyrir mig fallegar rósir. Ég met það svo að rósir standi efst í virðingarstiga blóma, með fullri virðingu þó fyr- ir túlipönum og brönugrösum. Eitt sinn var vinnufélagi minn að vandræðast með nokkra blóm- vendi sem honum bar að losna við sem félagi í Lions, Kiwanis eða þess háttar félagi. Eg sá aumur á félagsmálamanninum og keypti vönd. Þennan vönd færði ég konu minni gersamlega tilefnislaust. Það var á mörkunum að hún kynni að meta það. Þekkjandi sinn mann skaut hún á að ég hefði fengið vöndinn fyrir slikk. Ég varð að játa það. Síðan hef ég látið útsölublóm í friði. Þrjú ár í röð gaf ég konunni potta- blóm í afmælis- gjöf. Hún lét sem ekkert væri í tvö fyrri skiptin. Þeg- ar ég færði henni það þriðja tók hún sig til og skilaði því. Lærdómur sá er ég dró af þeim gjörningi var að konan vildi ekki pottablóm í afmæl- isgjöf. í blómamál- um skilur maður ekki fyrr en skell- ur í tönnum. Samt á konan pottablóm, stór og smá. Hún virðist bara vilja velja þau sjálf. Vera kann að hún vilji ekki að eiginmaðurinn sleppi svo billega frá afmælisgjöfinni. Ég get svo sem viðurkennt það að potta- blóm á afmælisdegi heittelskaðrar eiginkonu er fremur ódýr lausn. Jólakaka og rauðvínstár Forráðamenn stórmarkaðarins, sem auglýsti kartöflumúsina og fleira fyrir konudaginn, eru bjart- sýnismenn. Þeir treysta því að leiðin að hjartanu liggi gegnum magann. Árni Björnsson getur þess í bók sinni, Sögu daganna, að athafnamenn i kaupstöðum hafi reynt að gera sér mat úr konudeg- inum á fjórða áratug aldarinnar. Þar er m.a. birt auglýsing versl- unarinnar Goðalands á Bjargar- stíg þar sem auglýst var úrvals hangikjöt, norðlenskt dilkakjöt, nautakjöt, saltkjöt og ódýrt kjöt af fullorðnu. Þá mátti og fá bjúgu, pylsur, fars, dilkasvið og rjúpur. Þessar auglýs- ingar hafa ekki þótt nógu róm- antískar því þær sáust ekki aftur fyrr en á sjötta áratugn- um. Enn er ekki fullreynt með matarást- ina ef marka má kart- öflumúsartil- boð stórmark- aðarins. Árni getur þess að blómaversl- anir í Reykja- vík taki að aug- lýsa konudags- blóm á fyrsta degi góu á sjötta áratugnum. Það er gert með við- eigandi hvatn- ingu til karlmanna að gleðja sína heittelskuðu með blómum á konu- daginn. í blaðaauglýsingu frá ár- inu 1957 segir að á konudegi gefi allir góðir eiginmenn konum sín- um blóm. „Kaupið blóm fyrir lok- un á laugardag," segir í auglýs- ingunni. Árni Björnsson segir frá því, og vitnar í sýslumannsfrú í Þingeyj- arsýslu frá því um miðja síðustu öld, að „föstudagurinn fyrstur í þorra er nefndur bóndadagur en sunnudagurinn fyrstur i góu konudagur. Húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju á konudaginn en húsfreyjan manni sínum á bóndadaginn." Sýslu- mannsfrúin gaf bónda sínum jóla- köku á bóndadaginn en sýsli kætti kellu sína með rauðvínstári á konudaginn. Blómstertar vart við hæfi Með vaxandi jafnréttisumræðu og sjálfræðisvitund kvenna, segir Ámi Bjömsson, þótti söluvænlegt að konur gæfu bændum sínum og unnustum blóm á bóndadaginn sem mótvægi við blómagjafir til kvenna á konudaginn. Blóma- framleiðendur sáu sér enn leik á borði og byrjuðu að hamra á þessu við fósturlandsins freyjur árið 1980. Þótt hér sé borin full virðing fyrir blómaframleiðendum er það heldur klént að stinga fjólum og sólliljum að körlum. Má ég þá frekar biðja um jólaköku aö hætti sýslumannsfrúar Ingibjargar Sculesen. Dagar elskenda Hugmyndaríkum mönnum duga þó ekki bóndadagur og konudagur. Því hefur svokallaður Valentínusardagur verið fluttur hingaö heim. Sá er dagur elskenda um miðjan febrúar þeg- ar fuglar í Evrópu taka að para sig. Sé hægt að selja blóm á konu- og bóndadegi jafnast það ekkert á við sjálfan elskendadaginn. Skipt- ir þá engu þótt hérlendir fuglar láti allt ástalíf bíða fram á vorið. Enn eru ónefndir tveir dagar sem bjóða upp á blóm og kart- öflumús, piltadagurinn og stúlknadagurinn. Þetta eru dagar íslenskra elskenda, líkt og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur bent á. Piltadagurinn er fyrsti dagur einmánaðar og stúlknadagurinn mánuði síðar, fyrsti dagur hörpu. Þá era ís- lenskir fuglar lika farnir að hafa sig til. Það er því bjart fram undan hjá blómasölum þessa lands. Þeir verða ekki síður brosmildir á konudaginn en allar þær góðu konur þessa lands sem vakna við rós og koss i fyrramálið. Laugardagspistill Jónas Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.