Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 27
LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1998 0dfa/ 27 Jón G. Pétursson, skipstjóri á Guðnýju ÍS-266 og jsbjarnarbani": Þeir eru llklega ekki margir skip- stjórar íslenskra fiskiskipa sem eiga jafnlangan og farsælan feril að baki á sama skipinu og Jón G. Pétursson, skipstjóri í Bolungarvík. Nú styttist í að skipstjómartími hans á Guðnýju ÍS-266 nái aldarfórðungi en þar byijaði Jón 22. október árið 1974. Segist hann ætla að reyna að klára 25 árin svo framarlega sem ekkert komi upp á. Jón er fæddur í Bolungarvík og uppalinn i Skálavík og síðan í Bolung- arvík. Hann byijaði sína sjóróðra á trillum en alvöru sjómennsku sína segist hann hafa byrjað 1964 sem há- seti á vélbátnum Þorláki Ingimundar frá Bolungarvík. Hann er kvæntur Ester Hallgrimsdóttur og eiga þau fjögur böm. Guðnýju ÍS var hleypt af stokkun- um í Bardenfleth í Þýskrdandi í janúar 1957 og átti því fertugsafmæli á síðasta ári. Hún hét reyndar fyrst Sunnutind- ur og var gerð út frá Djúpavogi og bar einkennisstafina SU-59. Skipið var selt til Búðaness hf. á ísafirði í nóvember 1960. Byggt var yfír skipið árið 1985. Búðanes seldi Guðnýju til Bolungar- víkur 1991 og í dag er hún gerð þaðan út af útgerðarfyrirtækinu Dýra ehf. Með Jóni í áhöfn í dag em Ólafur Friðbjörnsson stýrimaður, Baldvin Sigurðsson vélstjóri, Egill Jónsson og Sveinbjörn Guðmundsson. Annars hafa margir komið við sögu i áhöfn Guðnýjar þó lítið rót hafi verið á mannskapnum. Reyndar segir Jón að lykillinn að farsælum ferli sé að halda góðum mannskap. Nokkra nefndi Jón þar til sögunnar af handahófi, eins og Sigurð Finnbogason landformann, Rósmund Skarphéðinsson og Bjössa Boggu (Guíjmundsson). Auk þess hafa margir þekktir skipstjórar komið við sögu á þessu skipi. - .Hefúr Guðný lent í einhveijum áfóllum í þinni tíð? „Ég man eftir nokkrum veiðiferð- um í brælu. Fyrsta árið þegar maður var svona hálfgerður byijandi í þessu man ég eftir einni sjóferð sem þó end- aði vel. Það hafði verið spáð illa og bátamir fóra þvi snemma um morg- uninn stutt út í Álinn. Við höfðum verið að fá ágætan físk daginn áður djúpt út af Ströndunum. Ég fór því aft- ur þangað. Þegar við vorum búnir að leggja var komið vitlaust veður. Við drógum 16 eða 18 bala en urðum þá frá að hverfa. Á leiðinni heim misstum við hana nokkrum sinnum á hliðina en þetta reddaðist. í dag myndi manni ekki detta slíkt í hug, maður er alltaf að læra.“ Anægjulegast að geta bjargað mannslífum - Era ekki eftirminnilegir margir túrar sem famir hafa verið á Guð- nýju? „Jú, það era nokkrir, sérstaklega þegar mönnum hefur verið bjargað eins og úr Mýrarfellinu í hittifyrra. Það era án efa ánægjulegustu róðram- ir að geta bjargað mönnum, það er dýrasti farmurinn sem maður fær. Oft hefúr maður lent í brælum og fyrstu árin á Guðnýju á meðan maður var að læra á þetta uggði maður sjálfsagt ekki nógu vel að sér. Þá var ekki búið að byggja yfir hana og ekkert nema balaskýlið bakborðsmegin við stýris- húsið. Nú er búið að byggja yfir dekk- ið og allt er orðið lokað, svo þetta er eins og svart og hvítt.“ „Farið í Guðs friði" „Ég vil taka fram að þegar maður var að þvælast þetta í vondum veðrum þá fylgdust þeir vel með okkur Jón gamli Magnússon og Sigurður Sveins- son. Siggi tók reyndar alltaf á móti okkur á höfninni, sama hvenær sólar- hrings það var, en hann dró þó aðeins úr því seinni árin, enda kominn með talstöð heima til að fylgjast með okk- ur. Jón gamli hringdi iðulega á hveij- um degi í okkur. Einu sinni þurfti að fara með Jón gamla á sjúkrahús og sjúkraflutninga- mennimir vora komnir með hann í börum langleiðina út í sjúkrabílinn. Þá mundi hann allt í einu eftir því að hann átti eftir að hringja í Guðnýju. Hann lét því bera sig inn aftur til að hringja þvi ekki vildi hann að ég þyrfti að bíða eftir hringingunni frá honum. Þegar hann hringdi og maður var að ferðast í brælu þá endaði Jón alltaf samtalið: „Farið í Guðs friði“. Þetta fannst mér notaleg kveðja og maður beið oft eftir hringingunni frá honum í slæmu veðri.“ Bruni og válarhrun - Hefur þetta verið farsæll ferill hjá Guðnýju? „Já, það er komið á tuttugasta og Qórða árið og allt hefur gengið vel. Það hafa ekki orðið slys á mönnum og ekk- ert komið fyrir utan þess að einu sinni kviknaði i vélarrúminu. Það er nú gaman að geta þess að daginn fyrir brunann, á sunnudegi, var skipið lán- að til Lionsmanna sem fóra þá í róður í fjáröflunarskyni. Gekk sá róður eins og í sögu en daginn eftfr þegar farið var í róður kviknaði í vélarrúminu og var skipið dregið til hafnar. Segir svo ekki meira af því en gert var við skip- ið og aftur haldið á miðin. Ekki dugði það þó lengi því skömmu seinna bræddi vélin úr sér. Þá var farið í að skipta um vél í Guðnýju og ný Ca- terpillar-vél var sett niður í hana. Þeg- ar allt er orðið klárt og ég kem niður á höfn að morgni dags á leið í róður sé ég hvar Þorleifur Pálsson, Lionsmað- ur og fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Hrönn hf., var á vappi á dekkinu. Þeg- ar ég spurði hann hvað hann væri að gera sagðist hann vera að koma með gömlu konuna um borð. Þar átti hann við Guðnýju gömlu Sveinsdóttur sem báturinn er nefndur eftir. Vildi hann Jón G. Pétursson, einhver farsælasti skipstjóri landsins. Hann er búinn að stjórna sama skipinu í nærri aldarfjóröung. DV-myndir Hörður Kristjánsson Frægasti túr Guðnýjar ÍS er án efa þegar áhöfnin kom með ísbjörn að landi, hangandi utan á skipshlið. Umhverfisverndarsinnar brugðust ókvæöa við og dómsmál voru höfðuö. Nú er búið aö stoppa bjössa upp og málaferlum væntanlega lokiö. meina að branirm og hranið á vélinni mætti rekja til þess að þeir Lions- menn hafi í túmum góða haft gömlu konuna með sér í land og nú væri hann að skila henni aftur um borð. Siðan hafa engin óhöpp hent skipið." 18 þúsund tonn að landi Það hafa verið mörg handtökin við línulögnina á Guðnýjunni i gegnum tíðina og margir krókamir sem hefur þurft að beita. Ef við spinnum svolítið út frá tölum slðasta árs þá vora lagð- ar 1.884 mílur af línu á vetrarvertíð ári 1997 eða 3.547,57 km. Jón hefúr því að öllum líkindum lagt á sínum skip- stjómarferli á Guðnýju riflega 45 þús- und milur af linu eða 85 þúsund kíló- metra. Það er meira en tvisvar sinn- um í kringum jörðina um miðbaug en hún er rétt rúmlega 40 þúsund km. Þá era ekki taldar þær lagnir sem lagðar hafa verið á sumrin á lúðu og grálúðu- veiðum. Aflinn á síðasta ári var 994 tonn fyrir utan lúðuna sem fékkst sl. sumar. Ef áætlaður meðalafli hefur verið 750 tonn á ári, sem líklega er ekki fjarri lagi, þá hefur Guðný komið með á skipstjórnarferli Jóns nærri 18 þúsund tonn. Fiskar nú ýsu á norskan kúk! - Er það kvótaskortur sem helst hamlar veiðum í dag? „Já, nú má ekkert veiða þó ekki vanti fiskinn í sjónum. Eins og er er mikið af þorski á miðunum og í vetur hefur lika verið óvenjumikið af ýsu. Það er mun meira af fiski en áður og í allan vetur hefur maður ekki þurft að róa nema í klukkutíma héma rétt út í Djúpálinn. Áður fyrr vorum við að róa mikið hér austur og héma út á grunn-Halann en nú þarf ekki að fara neitt í langferðir. Það hefur verið mikið af ýsu en það getur lika verið kúkurinn. Kúkur- inn er ýsubeita sem ættaður er frá Nor- egi. Þetta er hakk sem sett er í fina grisju sem síðan er skorin niður og beitt á línuna. Við byijuðum með þetta i fyrra og það fiskast vel ýsa á þetta og ýmislegt fleira líka. Það er miklu meira af fiski á miðunum en fiski- fræðingar vilja vera láta. Undanfarin ár hefur verið viðburð- ur að það sjáist tog- ari á Vestfjarðamið- um. Þeir hafa þó verið hér eitthvað undanfarið, sérstaklega Akureyring- amir.“ Feill að afnema línu- tvöföldunina - Hvað finnst þér um fréttir utan úr heimi af kröfunni um vistvænan veiðiskap? „Ég held að þar séum við alveg á réttri hillu með línuveiðamar. Þetta er þróunin, ég held að það sé bara staðreynd. Það var mikill feill að af- nema línutvöfóldunina. Stjómvöld vora búin að hvetja menn árin þar á undan til að fara á línu. Ég tel upp á að Vestfirðingamir með Einar Odd í fararbroddi hafi verið sjálfum sér verstir með að afhema linutvöfoldun- ina. Nú erum við eini stóri linubátur- inn sem eftir er hér á norðanverðum Vestfjörðum, hitt era allt smá trillur. í heimabæ Einars Odds er enginn stór línubátur eftir. Þegar ég byrjaði vor- um við lengi vel þrír línubátar bara frá ísafirði. Áður var fjöldi línubáta við Djúp. Ég hef þó þá trú að þetta eigi eftir að koma upp aftur vegna þessar- ar vistvænu umræðu úti í heimi.“ Bölvad kvútabrask - Hvað með kvótann, hefði átt að taka þá stefnu að binda hann við byggðarlögin? „Það er ekki spuming. Nú má fara með kvótann hvert sem er og í sumum byggðarlögum er ekki til einn einasti kvóti lengur. í Víkinni er sáralítill kvóti og bæjarstjóranum fannst það nú rétt stefna að selja alla togara og kvóta úr plássinu. Ég held að það hafi verið mikil mistök. Kvótinn er búinn að fara geysilega illa með okkur. Þetta bölvaða kvóta- brask er að fara með allt til andskot- ans. Það er verið að úthluta mönnnum kvóta ár eftir ár og þeir fara aldrei að veiða sjálfir heldur bara leigja og selja. Þeir sitja á bak við skrifborð og hafa það fint á meðan menn eins og ég, sem fór 16 ára á sjó, á ekki eitt einasta kíló af kvóta. Þetta framsalskerfl getur ekki annað en breyst." Isbjarnartúrinn - Er ekki ísbjamartúrinn þin fræg- asta sjóferð? „Jú, hann varð frægur fyrir rest. Þá voru nú meiri lætin. Þetta fór í mála- ferli og það var sjálfsagt meiningin að setja okkur í tugthúsið. Sennilega hefðu ekki orðið meiri læti þó maður hefði drepið mann. Það varð allt vit- laust í kringum þetta, náttúruvemdar- samtök og alls kyns hópar. Trúlega hefðu þeir ekki skipt sér af því þó maður hefði kálað einum manni." - Hvemig atvikaðist þetta? „Við vorum í um 70 mflum NA af Homi en sáum hvergi ís. Þá sjáum við ísbjöm á sundi og það kom strax upp veiðieðlið í okkur. Það var ekki hugs- að um annað en að ná honum þó við hefðum engin tæki til þess. Við út- bjuggjum okkur snörur og eltum hann uppi og þá tókst að snara hann. Það gekk ágætlega að ná honum að síð- unni. Ég sá að kvikindið var vel lif- andi og þvi ekki vegur að ná honum inn svoleiðis. Svo okkur datt í hug að hengja hann. Við settum þá snöruna um hálsinn á honum og hífðum í. Hann barðist ekki mikið um sjálfsagt hefur hann verið orðinn þreyttur á sundinu og eltingarleiknum. Hann hefði sjálfsagt ekki látið ná sér ef hann hefði verið óþreyttur og sprækur." Göldrum beitt „Já, það vora mikil læti út af þessu en nú er hann kominn uppstoppaður, greyið, og verður settur á nýja Nátt- úraminjasafnið sem á að setja upp hér. Það komu alls konar hótunarbréf og hringingar í kjölfarið á þessu, bæði til bæjarstjórans og okkar á Guðnýj- unni og útgerðarmannsins. Hvort það hafa fylgt þessum hótunum einhverjar galdraþulur eða bölbænir veit ég ekki en ég veiktist eftir þetta. Ég var úti á sjó á svipuðum slóðum og við náðum isbirninum, þá veiktist ég mikið. Ég fékk innvortis blæðingar og var flutt- ur hálfdauður suður á spítala. Menn sögðu það svona sín á milli að þar hefðu verið einhveijir galdrar á ferð- inni frá þessu dýravemdunarfólki." - Að endingu, hvemig ber þetta 41 árs gamla skip aldurinn? „Hún ber hann vel, er í góðu standi og er vel haldið við. Ég hef trú á að hún eigi mörg ár eftir enn. Mér kæmi það ekki á óvart að maður kláraði 25 árin sem skipstjóri á henni ef maður fær að halda heilsu og ef það verður ekki búið að reka mann af henni áður,“ sagði þessi farsæli skipstjóri. -Hörður Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.