Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 64
fl Alki líiíifjú: fjrrr a9:ao l kmkl ÍFRÉTTASKOTIÐ @IJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1998 Vill svipta lækninn' Landlæknir hefur lagt til vlö heil- brigðisráðherra að hann svipti lækni úr Reykjavík lækningaleyfi í kjölfar þess að sjúklingur kærði hann fyrir kynferðisbrot í vitjun. Tillagan er gerð í samræmi við sjálfstæða rannsókn embættisins á háttsemi læknisins sem var vaktstjóri á læknavaktinni þegar atburðurinn átti sér stað. Þar sem læknirinn við- urkenndi að hafa haft mök við sjúk- linginn þótti ljóst að hann hefði brot- ið starfsreglur lækna. TiUaga landlæknis um sviptingu er alls ótengd meðferð lögreglu og ákæruvalds á kæru sjúklingsins. -Ótt Utilokar ekki heimkomu Keikós I Háhyrning rak á land um síðustu helgi við bæinn Núp á Berufjarðarströnd eystra. Hann er sjö metra langur, sennilega full- vaxinn og lítur út fyrir að vera ungur. Lfklega hefur hann verið nýdauður þegar hann rak á land í miklu brimi því úr honum lak blóð. Háhyrningurinn er töluvert skrapaður af fjörugrjótinu. Menn frá Hafrannsóknastofnun hafa skoðað dýrið og tek- ið úr því sýni. í fjörunni voru tveir ungir menn að skoða þennan frænda Keikós. DV-mynd Hanna, Breiðdalsvík „Ef það er álit innlendra og erlendra sérfræðinga að ekki fylgi honum sjúk- dómahætta þá finnst mér ástæða til að skoða málið ítarlega og vil ekki hafna því fyrir fram að hann komi,“ sagði Guðmundur Bjamason umhverfisráð- herra um komu Keikós háhyrnings á bernskustöðvamar við ísland nú í morgun. Guðmundur sagði að afstaða forsætisráðherra og ferðamálayfir- valda i málinu væri kunn og kynni að eiga hljómgrunn i rikisstjórn. -SÁ íslendingur dæmdur fyrir smygl á Antillaeyjum: 4 | ir 14 kíló af kókaíni Fékk 20 mánuði fyr- samkvæmt upplýsingum saksóknara í Williamstad Ómar Örvarsson, 33 ára gamall íslendingur, var dæmdur í gær til að afplána 20 mánaða fangelsis- dóm fyrir að hafa reynt að smygla miklu magni af kókaíni frá hol- lensku Antillaeyjum til Amster- dam, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk á skrifstofu saksóknara í Williamstad. Ómar var handtek- inn á flugvellinum í Williamstad á eyjunni Curacao 8. október á síð- asta ári og reyndist vera með 14 kíló af kókaíni í farangrinum. Hann hefur setið síðan í fangelsi í Williamstad. Ómar játaði brot sitt umsvifa- laust samkvæmt upplýsingum DV og reyndist mjög samvinnufús við yfirheyrslur. Hann sagðist hafa hitt fólkið sem fól honum verkið í Reykjavík og i Amsterdam. Ómar gat þó ekki nafngreint þá sem fengu hann til verksins en af niðurstöðu dómsins má ráða að hann hafi ein- göngu verið talinn í hlutverki burð- ardýrs . Réttað var í málinu 6. febrúar síð- astliðinn og dómur kveðinn upp í gær. Antillaeyjar heyra undir hol- lensk lög og var dæmt í málinu sam- kvæmt þeim. Ómar hefur ekki komið við sögu fikniefncdögreglunnar hér á landi og talið er mjög ólíklegt að fikniefn- in hafi verið ætluð á íslenskan markað vegna hins gifurlega magns sem um ræðir. Líklegt er talið að kókaínið hafi átt að fara á markað i Hollandi. Samkvæmt upplýsingum DV myndu 14 kíló af kókaíni nægja tugþúsundum fikla. Dómur Ómars verður að teljast nokkuð vægur, sérstaklega þegar hann er borinn saman við dóm Valdísar Óskar Hauksdóttur sem tekin var í Danmörku með 2,5 kíló af kókaíni. Hún var dæmd í 8 ára fangelsi fýrir brot sitt. -Sól. * * * * * * * * * * * vj, ^ jr *-6^k *-4^^ * * * * * * * 3fí >fí 3fc 3j< >i< *2°- ****** * , y Sunnudagur Mánudagur Veðrið á morgun: Hlynandi veður Veðrið á mánudag: Hvöss norðaustanátt Á morgun er gert ráð fyrir allhvassri sunnan- og suðaustanátt og rign- ingu eða slyddu, einkum sunnanlands, hlýnandi veður í bili. Á morgun snýst í hvassa norðaustanátt, einkum á Vestfjörðum. Snjó- koma eða él með skafrenningi verður um landið norðanvert en að mestu úrkomulaust syðra. Víðast verður vægt frost. Veörið í dag er á bls. 65. CHANN ER BARA KEIKUR, RAÐ- HERRANN! ©llómoöCil Mæðgurnar í Neðstaleiti: Krefjast útburðar Dagbjört Inga Olsen og dóttir hennar, Kristín Olsen, hafa kraf- ist þess að maður, sem fundinn var sekur um að hafa banað hundi þeirra, Qeenie, i fyrravor, verði borinn út úr íbúð sinni að Neðstaleiti 1. Einkamál með kröf- um þeirra var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavík- ur í gær. Einar . Gautur Steingríms- son, lög- maður mæðgn- anna, segir að krafa þeirra sé sú að þær þurfi ekki að búa undir sama þaki og sá sem framdi voðaverkið. „Þetta reynir á efni laganna og hversu víðtækar heimildir þau veita. Spurningin er sú hvort lög- in heimili útburð í tilviki sem þessu og hversu alvarlegum aug- um dómstólar líti þennan at- burð,“ segir Einar Gautur. Hann segir að samkvæmt lög- um um fjöleignarhús sé eigendum gert að fara úr íbúðum sínum brjóti þeir af sér og um endurtek- ið brot sé að ræða. Með þessu máli sé látið reyna á það hvort þetta ákvæði sé fortakslaust, þ.e. að ekki skipti máli hvers eðlis brotið sé og hversu alvarlegt það er heldur að því aðeins sé hægt að beita þessu ákvæði sé brotið ít- rekað. -Sól. Dagbjört Inga Olsen. DV-mynd Brynjar Gauti MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 Knur Aðeitts kr. 10.925 ■ ..JP Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.