Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 36
V 44 * LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Minni mengun Parísarbúar hafa mátt búa við mikla mengun undanfarið en á síðustu dögum hefur dreg- ið talsvert úr henni. Það kom mönnum reyndar nokkuð á óvart því veðurskilyrði hafa ekki verið hagstæð en hlýtt og sólríkt hefur verið í borginni. Þrátt fyrir bjartar horfur eru íbú- ar borg- arinnar enn beðnir að stilla notkun bíla í hóf. Strandaglópar Um 500 ferðamenn voru strandaglópar í Madeira I Portúgal í síöustu viku. Mikil þoka var i borginni og rigndi eldi og brennisteini um þriggja daga skeið. Á meðan lágu sam- göngur í lofti niðri en ekki væsti um mikinn fjölda ferða- manna á meðan þeir biöu heimferðar. Mótmælt í Aþenu Grískir bændur lokuðu einni af aðalumferðaræðum Aþenu- borgar á dögunum. Bændurnir notuðu til þess hvorki meira né minna en þúsund dráttarvélar. Mikið umferðaröngþveiti skap- aðist en að lokum tókst yfir- völdum að fá bændur til að láta af aögerðum sínum. Bændurnir voru að mótmæla þvi að stjórn- völd hyggjast draga úr niður- greiðslum til landbúnaðar. Eldur í Ríó Mikil skelfmg greip um sig á Iinnanlandsflugvelli Ríó de Jan- eiro í síðustu viku þegar eldur braust út. Eldurinn barst um bygginguna og olli talsverðum skemmdum. Ekkert manntjón varð en Qöldi farþega mátti bíða lengi eftir að komast leið- ar sinnar. Talið er að það taki um ár að koma flugvellinum í fyrra ástand en nú er unnið hörðum höndum að þvi að gera við til bráðabirgða, enda kjötkveðju- hátíðin aö bresta á. IUffizi opnað á ný Hið víðfræga Uffizi-safn i ítölsku borginni Flórens varð fyrir sprengjuárás ítölsku mafi- unnar í maí árið 1993. Endur- bygging safnsins hefur tekið fimm ár en nú hefur það loks verið opnað almenningi á ný. Alls eru níu salir í safninu og eins og áður verða tveir þeirra helgaðir hinum fræga málara, Tiziano Vecello, sem var uppi á fyrri hluta sextándu aldar. Ferðaskrifstofur kynna sumarbæklingana: Sólarlandaferðir enn í sókn Um síðustu helgi kynntu allflestar ferðaskrifstofur landsins sumarbæk- linga sína. Mikill mannfjöldi lagði leið sína á ferðaskrifstofumar og virð- ist ferðaáhugi landsmanna engu minni en fyrri ár. Fjölmargir bókuðu ferðir strax um síðustu helgi og segja forráðamenn ferðaskrifstofa söluna fara hratt af stað og fólk sé fyrr á ferð- inni en oft áður. Bæklingar ferðaskrifstofanna eru afar glæsilegir sem endranær og eru sólarlandaferðimar fyrirferðarmestar í þeim. Þó er talsvert um nýjungar á borð við sumarhúsaferðir, gönguferð- ir og skipulagðar ferðir til landa sem ekki hafa verið áður í boði hr ' landi. Portúgal og Spánn Sumar- bækling- ar ferða- skrifstof- anna eru komnir út og hafa sjaldan verið glæsilegri. 1 bæklingi ferðaskrif- stofunnar Úrvals-Út- sýnar eri s ó 1 a r - strendur á Spáni og í Portúgal áberandi. Mun fleiri áfangastað- ir og gisti- staðir era í boði í ár en í fyrra. Ails eru fimm hótel i boði og era fjögur þeirra fjögmra stjömu. Þá ætlar ferðaskrifstofan að bjóða gestum sem dvelja i Albufeira að fara í tveggja daga ferð á heimssýninguna sem haldin verður í Lissabon frá 22. maí til 30. september. Ferðir til Puerto Vallarta í Mexíkó verða aftur í boði í sumar. Þessar ferð- ir vora fyrst famar í fyrra og þóttu takast vel. Fyrirkomulag sem kallað er „allt innifalið“ tíðkast á tveimur hótel- um sem bjóðast í þessum ferðum. Margar nýjungar er að fmna i þess- um bæklingi og má þar nefna viku- ferðir til Toskana-héraðs á Ítalíu, sum- arhúsaferðir tO Þýskalands og Dan- merkur og margt fleira. Afmælistilboð Samvinnuferðir-Landsýn fagna tuttugu ára afmæli um þessar mund- ir og verður nokkuð um sérstök af- mælistiiboð af því tilefni. Dæmi um Mlkill fjöldi íslendinga mun að líkindum spóka sig á sólarströndu í sumar. ferðir í bæklingi Ferðaskrifstofu Reykjavikur. Benidorm er stærsti áfangastaðurinn og áberandi mikið úrval gististaða á þeim slóðum. Þá er aukin áhersla á bæinn Sitges sem er rétt utan við borgina Barcel- óna að ógleymdum Flórídaferðunum. Einnig verða ferðir til Halifax í Kanada og boðið verður upp á beint flug til Munchen og Dusseldorf í Þýskalandi. Nýir áfangastaðir Gönguferð um skosku hálöndin er ein af spennandi nýjungum sem kynntar era í sumarbæklingi Flug- leiða að þessu sinni. Bæklingurinn er afar yfirgripsmikili og fjölbreytnin gríðarleg. Flugleiðir ætla að róa á ný mið í sumar og má nefha ferðir til Kos í gríska eyjahafinu og til tyrk- nesku „rivíerunnar“ en þær ferðir eru famar í gegmnn Ósló. Af öðrum nýjum áfangastöðum má nefna Minneapolis í Bandarikjunum, Helsinki í Finnlandi, Sankti Péturs- borg í Rússlandi og ævintýraferð um Eystrasalt svo eitthvað sé nefnt. slíkt tilboð er flugfargjald á að- eins 23.900 krónur til einnar af tíu borgum í Evrópu sem Flug- leiðir fljúga til. Borgimar era París, Hamborg, Amsterdam, París, Kaupmannahöfn, Stokk- hólmur, Helsinki, Ósló, Frank- furt og Zurich. Nokkrar nýjungar er að fmna í bæklingi Samvinnuferða og er ein þeirra til dæmis beint flug til Ríminí á Ítalíu. Þá er í fyrsta sinn boðið upp á ferðir til Pegu- era á Mallorca en einnig verða ferðir til Calador á sömu eyju. Þá munu Samvinnuferðir- Samvinnuferöir-Landsýn efndu til útihátíöar á Austurvelli um síöustu helgi en þar á bæ fagna menn tuttugu ára afmæli skrifstofunnar um þessar mundir. DV-mynd Þök vinsælu ferðir til Kempervennen í Hollandi en þar hafa þúsundir íslend- inga dvalið í sumarhúsum undanfar- in ár. Flogið verður beint til Eind- hoven í allt sumar en þaðan er ekki nema 15 minútna akstur í sumar- húsabyggðina. Sólarferðir og París Heimsferðir bjóða ferðir til Spánar; nánar tiltekið til Benidorm, Costa del sol og Barcelona. Beint leiguflug verð- ur 1 allt sumar til Costa del sol og verður þetta í fyrsta skipti sem slikt er í boði án millilendingar. Af öðrum sumartilboðum sem getið er í bæklingi Heimsferða má nefha beint flug til Parísar og svo ferðir til Cancun í Karabíahafi. Beintflug til Spánar Mest áhersla er lögð á sólarlanda- Lundúnir: Svindl á Oxfordstræti - fórnarlömbin oftast ferðamenn Sölumennska á götum Lundúnaborgar hefur færst í auk- ana síöustu ár. Bráf til forsetans Banda- rikjaforset- inn Frank- lin D. Roosevelt var mikill frímerkja- safnari og þau tólf ár sem hann var í emb- ætti gaf hann sér góðan tíma til að sinna áhugamáli sínu. Ekki einasta safnaði forsetinn frí- merkjum heldur kom hann að hönnun þeirra á meðan hann sat á valdastóli. Þannig gætir áhrifa hans á mörgum frí- merkjum frá valdatíð hans. Tímabært þótti að boða til sýn- ingar á frímerkjum forsetans og nú kváðu frímerkjaáhuga- menn flykkjast á Frímerkja- safnið í Washington en þar verður frímerkjasýningin hald- in næstu vikur. Þeir sem hafa gengið eftir hinni miklu verslunargötu Oxfordstræti í London hafa sjálfsagt orðið varir við mikinn fjölda götusölumanna sem selja alls kyns vaming. Sölumennska af þessu tagi hefur aukist mjög 1 London síðustu ár og er mest áber- andi á Oxfordstræti enda mikill manníjöldi sem fer þar um á degi hverjum. Götusölumennska þykir vaxandi vandamál í borginni en þrátt fyrir það hafa ferðayfirvöld reynt að þegja mál- ið í hel og svo óliklega sem það hljóm- ar era það samantekin ráð þeirra sem starfa á ferðaskrifstofum að vara ferðamenn ekki við þessmn vafasömu viðskiptaháttum. Uppboðshúsin varasöm En það era ekki einungis götusölu- menn sem heija á vegfarendur Oxford- strætis heldur þykja uppboðshús sem hafa sprottið upp víða við götuna vera vafasöm. Uppboðshúsin era jafnan á áberandi stöðum og oftar en ekki era risastórir gluggar þannig að starfsem- in fer ekki fram hjá neinum sem geng- ur hjá. Sé horft inn í þessi hús virðast uppboðin afar spennandi og alltaf er einhver sem virðist græða eða gera reyfarakaup. Ferðamenn hafa margir verið ginnkeyptir og látið glepjast af þessum gylliboðum en útkoman er yf- irleitt á eina leið; pen- ingatap. Neytendasam- tök Lundúna- borgar hafa lýst áhyggjum sínum af þessu ástandi og segja svona svindl á ferða- mönnum afleitt og slæmt til af- spurnar. Ilm- vatnssölu- menn, sem ganga um göt- urnar, þykja með þeim óprúttnari en þeir leyfa viðskiptavin- inum gjama að lykta af dýrindisilm- vötnum frá frægum fyrirtækjum. Dm- vatnsglösin líta undantekningarlaust vel út og harla erfitt er að sjá að um eft- irlíkingar sé að ræða; en það fer þó yfir- leitt ekki á milli mála þegar glasið er opnað en þá gýs oft upp hinn versti fnykur. Vilja harðar aðgerðir Á síðustu misserum hefur lög- reglan í London gert ókjörin öll af eftirlíkingum upptæk en þeir sem verða uppvísir að slíku athæfi sleppa oftast með smásekt. Þetta fer fyrir brjóstið á heiðarlegum versl- unareigendum sem vilja harðar að- gerðir. Ferðamálaráð Lundúnaborgar heldur fast í þá ákvörðun að senda ekki út sérstakar viðvaranir enda sé borgin þekkt fyrir að vera örugg ferðamannaborg. Slík viðvörun myndi fæla marga frá því að sækja borgina heim. I síðasta mánuði var tveimur uppboðshúsinn lokað við Oxford- stræti en fróðir menn segja að þau verði vafalaust opnuð fljótt í nýju húsnæði. Ferðamenn ættu að fara varlega i að kaupa af götusölumönnum og alfarið að láta uppboðshús eiga sig. Byggt á Condé Nast rf~~sryrjxr~7' ! ]''' j I v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.