Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 JLí’V Kristín Huld Sigurðardóttir, nýráðinn prófessor við Úslóarháskóla: Vildi heldur vera heima DVOslo:___________________________ „Auðvitað vildi ég heldur gera þetta sama heima en aðstæðurnar eru bara ekki fyrir hendi. Þess vegna er ég hér,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, nýráðinn prófessor í forvörslu við háskólann i Ósló, í viðtali við helgarblað DV. Ekki þó svo að skilja að Kristín sitji með tár- in í augunum í gljáfægðum sölum fornleifadeildarinnar í miðborg Óslóar. Öðru nær - hér er allt til alls. Kristín vann í 13 ár við Þjóð- minjasafnið heima í Reykjavík en sagði upp fyrir ári. Ástæðan? Skipu- lagsbreytingar sem hún var ekki sátt við; skipulagsbreytingar sem að hennar mati lýsti takmörkuðum skilningi á faginu sem hún fæst við. Nú og svo bætir hún við; „Það er alltaf skynsamlegt að skipta um vinnu af og til. Breyta til og reyna eitthvað nýtt. Mig langaði til þess.“ Ný deild - nýtt starf Kristín tekur á móti mér á skrif- stofu sinni. Hún er rétt að flytja inn og hefur ekki náð að átta sig á öll- um aðstæðum og enn síður að taka allt upp úr kössunum að heiman. Úti er snjór og kuldi en hvítt og heitt inni. Hér er eins og allt sé nýtt þótt húsið sé gamalt og bara eins og lokafrágangur sé eftir áður en húsið fyllist af fólki. Staðan i deildinni er líka eins og hún lítur út fyrir að vera - kassar með bókum og tækjum úti um allt. Þetta er nýtt nám í Noregi og Krist- ín hefur valist til að byggja það upp. Fyrstu nemendurnir þreyta inn- tökupróf í vor og í haust setjast væntanlega tíu útvaldir á skóla- bekk. Kristín getur frætt mig á að und- legu samstarfi for- varða og því hafi nafn hennar kannski verið þekkt. Það eru ekki svo margir forverðir í heiminum. Þá munu kennarar hennar frá Englandi hafa mælt með henni. Þetta er auðvitað hið besta mál fyrir Norðmenn - en ekki fyrir íslendinga. Nú er bara hálf staða í for- vörslu forngripa eftir við Þjóðminjasafnið I Reykjavík og engin með sérmenntun í fag- inu. Hvað á það að gera ef merkar fom- minjar koma upp á yf- irborðið og þeim þarf að bjarga frá eyðilegg- ingu á stundinni? Mér er spurn og Kristín svarar eftir stutta umhugsun. „Bara að moka yfir allt aftur. Það er ekk- ert hægt að gera nema það takist að ná í er- lenda forverði með stuttum fyrirvara." Ja, svo einfalt var það. irbúningur námsins í forvörslu forngripa og viðgerð málverka hafi staðið allt frá árinu 1984. Norðmenn taka sér alltaf góðan tíma til undir- búnings og hrapa ekki að neinu. Kristín kom þó fyrst að þessu starfi í lok janúar þegar annar prófessor- anna við deildina veiktist. Grafa aftur það sem finnst Hún vill sem minnst segja um af hverju leitað var til hennar þegar fá þurfti nýjan prófessor. Segist þó undanfarið hafa tekið þátt í alþjóð- Kristín lærði upphaflega sagn- fræði á íslandi en sneri sér síðan að fornleifafræði í Englandi. Þaðan lá svo leiðin til Danmerkur í nám í forvörslu og í ár lýkur hún dokt- orsprófi í grein sinni í Lundúnum. Doktorsritið fjallar um járn; jám í islenskum fomgripum. Kristín Kristín Huld Sigurðardóttir er helsti sérfræðingur íslendinga í torvörslu forngripa. Hún hef- ur fundiö sér starfsvettvang í Noregi. DV-myndir Gísli Kristjánsson Járn úr öllum áttum hefur undanfarið ár rannsakað að hve miklu leyti íslendingar gátu í fornöld nýtt sér íslenskan mýrrarauða til að framleiða járn og að hve miklu leyti þeir fluttu járnið inn. Niðurstaðan er að þeir gerðu hvort tveggja og hafa notað sænskt og norskt járn í sverð sín og spjót þegar það íslenska hrökk plrl/i fil Fórmeðflugi Fl 321 Forvarsla byggir á efnafræði og Kristín er sérfræðingur í efnafræði málma. Það er t.d. hægt að komast að uppruna járnsins með því að efnagreina gjallið í því. Þekkingu á þessu sviði þarf einnig til að bjarga gömlu sverði frá eyðileggingu og þessi þekking var tiltæk á íslandi þar til um síðustu mánaðamót. Þá hvarf hún úr landi með flugi FI 321 til Fornebu. „Það býr sjálfsagt í öllum íslend- ingum að vilja helst vera heima. Ég er óhemjumikill íslendingur í mér en hér eru allar aðstæður eins og best verður á kosið og nógir peningar að því virðist," segir Kristín eftir að hún hefur sýnt mér húsnæði deildarinnar. Hún segir að heima fari vandinn vaxandi vegna þess að byggðasöfn- um fjölgar og áhuginn úti um land fer vaxandi. Þá þurfa söfnin að geta leitað eitthvað með gripi sem þarf að verja og gera við. Forvarsla fyrir allt landið í tengslum við ríkissöfnin eða há- skóla væri lausnin, að mati Krist- ínar, en íslenska niðurskurðar- hnífnum er ekkert heilagt og nú er ekki annað til ráða á íslandi en að grafa það aftur í jörðu sem finnst. Söguþjóðin lætur ekki að sér hæða. -GK Dagskrárstjóri ZDF-sjónvarpsstöðvarinnar í Þýskalandi rifjar upp íslenskuna sína á ráðstefnu um heimildarmyndir: Nóg komið af pálmatrjám og sól - Olaf Grunert segir vaxandi áhuga vera fyrir Norðurlöndunum í Þýskalandi Olaf Grunert, dagskrárstjóri ZDF í Þýskalandi, stundaöi nám við Háskóla íslands í tvö ár á sínum tíma en er nokkuð farinn að ryðga í íslenskunni. DV-mynd E.ÓI „Ástæðan fyrir því að ég er hér er aðallega sú að ég hef ekki kom- ið hingað í þrettán ár og að ég vil kynnast íslensku kvikmyndagerð- arfólki. Það er mjög erfitt að hitta íslendinga, sem hafa gert heimild- armyndir, á kvikmyndahátíðum í Evrópu. Miklu máli skiptir í mínu starfi að kynnast fólki. Ég er miklu líklegri til þess að skoða efni gaumgæfilega frá fólki sem ég hef hitt. Stundum get ég ekki not- að efnið sjálfur en get þá í ein- hverjum tilvikum mælt með því við einhvern annan,“ segir Olaf Grunert, dagskrárstjóri þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF, stærstu sjónvarpsstöðvarinnar á landsvísu í Þýskalandi, þegar DV hitti hann í Norræna húsinu um síðustu helgi. Olaf var fenginn hingað til lands, ásamt fleiri dagskrárstjór- um og áhugafólki um heimildar- myndir hvaðanæva að, til þess að halda fyrirlestur á ráðstefnu um heimildarmyndir. Ryðgaður í íslensku Undirritaður átti frekar von á að mæta jakkafataklæddum manni sem talaði þýsku eða kolómögu- lega ensku en því að viðkomandi biði góðan dag á íslensku, íklædd- ur gallabuxum og ullarpeysu. Gat verið að þessi þýski dagskrárstjóri talaði íslensku? Hann var vissu- lega ryðgaður en jú, íslenskan var þarna. „Ég hef mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur Norðurlöndun- um og skráði mig á sínum tima í nám í dönsku í há- skóla í Þýska- landi. Þar var boðið upp á kennslu í ís- lensku og mér fannst ótækt að kennarinn, Jón Hilmar Jónsson, hefði engan nem- anda. Ég skráði mig á námskeiðið og í framhaldinu fékk ég styrk til þess að fara til íslands í nám. Ég var í Háskóla ís- lands frá 1978 til loka árs ’79, fór út og snéri svo aftur hálfu ári síðar í eitt ár. Hér var ég sem sagt í um tvö ár og var hér síðan öll sumur til 1985 sem leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn. Eftir að sett voru lög sem bönnuðu erlenda leiðsögu- menn hætti ég að koma og íslens- kunni hefur hrakað jafnt og þétt,“ segir Olaf og undirritaður sam- þykkir að við tölum saman á ensku. Áhugi á íslenskri mynd „Ég var kolómögulegur í íslensk- unni þegar ég kom í fyrradag, að- eins betri í gær og bara nokkuð góð- ur eftir tvo bjóra í gærkvöld," segir Olaf og hlær og bætir við að honum reynist mjög erfitt að tala íslensku nú. Svo virðist sem Norðurlanda- málin séu öll geymd á sama stað í heila hans og þau ruglist hvert fyr- ir öðru þegar hann reyni að tala eitthvert þeirra. Olaf segist þekkja nokkuð til ís- lenskrar kvikmyndagerðar því sum- ar bíómyndirnar hafi verið sýndar í sjónvarpi í þýskalandi. íslenskar heimildarmyndir þekkir hann lítið en hann trúði helgarblaöinu fyrir því að hann hefði áhuga á einni slíkri, vildi þó ekki upplýsa hvaða mynd það væri því höfundur henn- ar vissi ekki af áhuga hans. „Þjóðverjar hafa mikinn áhuga á því sem er að gerast á Norðurlönd- unum í dag. Fólk virðist á vissan hátt vera búið að fá nóg af pálmatrjám og sólskini. Allar heimsins sjónvarpsstöðvar hafa ver- ið á Tahítí, Hawaii og þess háttar stöðum og nú vill það fá eitthvað annað. Þjóöverjar hafa þegar gert heimildarmynd um víkingana og það gekk vel og ég held að náttúru- lífsmyndir frá íslandi, Færeyjum, jafnvel Grænlandi, myndu falla fólki í geð,“ segir Olaf sem aldrei hefur gert mynd í samvinnu við Is- lendinga. Auðheyrt er þó á honum að áhuginn er til staðar. Út með tvær „Ég fer með tvær íslenskar mynd- bandsspólur með mér utan. Önnur er náttúrulífsmynd en ég veit varla enn um hvað hin er. Ég tek aldrei með mér myndir en geri þó þessa undantekningu nú. Ég hef heyrt af nokkrum heimildarmyndum sem gætu átt erindi inn í sjónvarp í út- löndum en það verður bara að koma í ljós. Náttúrulífsmyndir eiga mesta möguleika, myndir sem sýna lands- lag og dýralíf, og svo myndir um ferðaiðnaðinn," segir Olaf og kveð- ur um leið og hann segir á íslensku að hann vonist til þess að geta kom- ið bráðlega aftur til íslands, kannski til þess að kaupa íslenskar heimildarmyndir. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.