Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Side 34
« (mienningarverðlaun DV '■’rC LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 UV Arkitektar hjá Glámu/Kím hönnuðu Rauða kross húsið: Margir eiga heiðurinn „Þó aó viö Siguróur höfum haft umsjón með hönnun hússins þá erum viö langt í frá þeir einu sem eigum heióur- inn af þessu öllu saman. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir aö sérfrœöikunnátta margra aöila liggur þarna aö baki. í hönnunarferlinu hafa líklega 20-25 manns komiö viö sögu, þar af 8 hjá okkur, “ sagöi Ólafur Tr. Mathíesen arkitekt sem ásamt kollega sínum, Siguröi Halldórssyni, veitti Menningarverölaunum DV í byggingarlist viötöku fyrir hönd arkitektastofunnar Glámu/Kím. Þeir höföu aöalumsjón meö hönnun á verölaunabyggingunni, húsi Rauöa kross íslands viö Efstaleiti í Reykjavík, á horni Listabrautar og Háaleitisbrautar. Við heimsóttum Glámu/KIM og ræddum við þá Ólaf, Sigurð og Árna Kjartansson arkitekta. Þeir voru sammála um að teiknistofan ætti að mynda eina heild í verkefnum og að ekki ætti að keyra á gamalli arki- tektaímynd um einn ofurmann. „Þetta er hópur sem við virkjum sem eina heild til að kraftar okkar nýtist sem best,“ sagði Ámi en auk hans eru eigendur arkitektastofunn- - ar þeir Jóhannes Þórðarson arki- tekt, Sigbjöm Kjartansson arkitekt og loks Sigurður Halldórsson. Aðrir arkitektar, auk Ólafs, eru Anna Kristín Hjartardóttir og Láms Guð- mundsson. Árni og Sigbjörn voru á sinum tima tilnefndir til Menning- arverðlauna DV fyrir fjallaskála Jöklaferða i Suðursveit. Hús Rauða krossins er eitt af fyrstu verkum sem Gláma/Kím hannar eftir að þessar tvær stofur runnu saman í eina. Rauði krossinn efndi til samkeppni um hönnun ný- byggingar og úr hópi 22 umsækj- enda voru 5 teiknistofur valdar. Gláma/Kím bar þar sigur úr býtum eða eins og dómnefnd sagði m.a. um tillögu þeirra: „Höfundar virðast hafa skilið vel starfsemi RKÍ sem mannúðarsamtaka. Kyrrt andrúms- loft og látlaust yfirbragð byggingar- innar samræmist vel hlutverki RKÍ. Næmt formskyn, þroskað efnisval og góðar byggingartæknilegar lausnir mynda listræna heild.“ Verkfræðingar hússins komu frá Almennu verkfræðistofunni, lands- lagsarkitekar voru Reynir Vil- hjálmsson og Þráinn Hauksson og lýsingu hannaði Helgi Eiríksson. Verkefnisstjórn og eftirlit með bygg- ingu hússins var í höndum Vífils Oddssonar verkfræðings. Mikil viðurkenning Þeir sögðu verölaunin hafa mikla þýðingu fyrir þá, ekki síst þar sem þau væru þau einu sem veitt væru fyrir byggingarlist hér á landi. „Þau eru líka valin af kollegum þar sem horft er til þeirra þátta sem við telj- um mikilvægasta í arkitektúr. Þetta er því mikil viðurkenning," sagði Ólafur og Sigurður tók heils hugar undir. Sagði verðlaunin ekki síður mikilvæg fyrir verkkaupann, Rauða krossinn. Þar væri fólk stolt og ánægt. „Viðskiptavinir okkar meta svona verðlaun mikils. Það gefur okkur aukið sjálfstraust og trú á að við séum að gera vel. Jafnframt eru okkar verk metin utan frá af okkar kollegum og ekki síst notendum,“ sagði Ólafur. Krefjandi verkefni Við hönnun hússins setti Rauði krossinn ströng mörk hvað varðaði stærð, kostnað og byggingartíma. Skapa þurfti aðstöðu undir fjöl- breytta starfsemi. Húsið er í senn félagsheimili 18 þúsund félaga Rauða krossins, skrifstofur og fræðslumiðstöð. „Þetta var mjög krefjandi verk- efni. Þarna fer fram góðgerðarstarf- semi Rauða krossins. Húsið á að endurspegla ákveðna festu, yfirveg- un og friðhelgi. Við teljum okkur hafa náð þessu yfirbragði bærilega vel og garðurinn er mikilvægur þáttur í því,“ sagði Ólafur en hús- ið er byggt í kringum innri trjá- garð og opið gróðursvæði með vatnsspegli. Garðurinn er lokaður frá Háaleitisbraut með lágum vegg til að undirstrika friðhelgi hans. Hægt er að ganga í garðinn úr for- sal, úr miðju byggingar og frá gestaíbúð. Þeir vildu lýsa yfir ánægju með samstarfið við byggingarnefnd Rauða krossins og aðra sem komu að verkinu. Aðstandendur Glámu/Kím hafa starfað sem arkitektar um nokkurt skeið og eftir þá liggja mörg verk sem vakið hafa athygli og hlotið verðlaun og viðurkenningar. Svo tekin séu dæmi um helstu verkefni stofunnar í dag, sem mörg hafa fengist að undangenginni sam- keppni, má nefna II. áfanga að byggingu Háskólans á Akureyri, nýjan Borgaskóla í Reykjavík, Grunnskóla Eyrarsveitar, Aðal- Ólafur Tr. Mathíesen og Siguröur Halldórsson hjá Glámu/Kím höföu aöalum- sjón meö hönnun Rauða kross hússins viö Efstaleiti. DV-mynd ÞÖK skipulag Hafnar í Hornafirði og hjúkrunarheimilið Ás í Hvera- gerði. Þeir bentu sérstaklega á að af þeim fjórum byggingum sem voru tilnefndar til verðlaima DV voru þrjár þeirra reistar að undan- gengnum samkeppnum á meðal arkitekta. Þær byggingar væru því búnar að fara í gegnum töluverða síun. „I umræðunni innan fagsins finnst okkur þetta skemmtilegt. Sýnir líka gildi svona samkeppna," sagði Sigurður. Þeim fannst það jákvæð þróun að samkeppnum fer fjölgandi, öðruvísi kæmust ekki nýir menn að með ferskar hugmyndir. Og ferskleikann skortir ekki hjá Glámu/Kím. Bara innréttingin hjá þeim sjálfum ber þess skemmtileg merki. -bjb Vinnan er viðurkenningin - segir Erla Sólveig Oskarsdóttir, handhafi menningarverðlauna DV fyrir listhönnun „ Viö eigum sama möguleika og aörar þjóöir til þess aó ná árangri í hönnuninni. Þetta krefst mikillar vinnu því fólk veröur sjálft aó koma sér á framfœri, fara á sýningar og kynna verkin sín. Eftir aö ég hef náö aö kynna mig eitthvaö á sýningum get ég kannski nú fyrst fariö aö senda upplýsingar til þeirra framleiðenda sem ég treysti. Mér dettur ekki í hug að senda hugmyndirnar af verkunum mínum hvert sem er því hœttan á eftiröpun er alltaffyrir hendi," segir Erla Sólveig Óskarsdóttir, handhafi Menningarverölauna DVfyrir listhönnun. Erla nam iðnhönnun i Danmörku og lauk námi 1993. Hún hefur verið í hönnun húsgagna undanfarin ár og einbeitt sér sérstaklega að stólum. Nýverið seldi hún framleiðsluréttinn á stólnum Dreka til Þýskalands og Danir hafa tryggt sér framleiðslurétt á „bróður" hans, Jaka. Framleiðsla er hafm á Dreka í Þýskalandi og þar er hann einnig framleiddur sem barstóll auk þess sem borð fylgir. Sólveig vonast til þess að framleiðsla á Jaka heQist í Danmörku innan skamms. Framleiðsluvænir „Svona stólar þurfa að vera staflanlegir, auðveldir í framleiðslu, hafa sérstöðu í útliti og vera þægilegir. Mót fyrir stóla úr plasti eru dýr en hvert stykki mjög ódýrt. Ég ‘hugsa fyrst og fremst um að mínir stólar sé fram- leiðsluvænir," segir hönnuðurinn, aðspurð um hvaða sérstöðu stólarnir hennar hafi. Aðspurð hvort ekki sé erfitt fyrir hönnuði að vera frjóir, hvort ekki sé búið að gera nánast allt, segir hún svo ekki vera. Hún segir það meira að segja vera það einfaldasta í þessu. Vissulega þurfi að vinna með hug- myndimar út í ystu æsar því mjög hætt sé við því að einhvers staöar geti verið til álíka stóll og hugmynd kvikni að í fyrstu. Löngunin til að skapa „Ég kynnti Jaka sem stól úr plasti en í samráði við framleiðendurna var ákveðið að hafa hann úr krossviði. Ég hugsa hann fyrir fyrirtæki, stofnanir, fundarsali og slíkt en Dreki er meira fyrir veitingahús. Hann má líka nota utandyra þar sem hann er úr plasti." Erla Sólveig segir Menningarverðlaun DV hafa kom- Erla Sólveig Óskars- dóttir á öörum stóln- um sem hún hlýtur Menningarverðlaun DV fyrir. DV-mynd ÞÖK WVKIWIK VnKVO M>n ANGEMíS ið sér þægilega á óvart. Hún segist litið hafa leitt hug- ann að verðlaunum af þessu tagi. Löngunin til að skapa drífi hana áfram en ekki von hennar eftir verðlaunum. Hún segist vera með marga stóla í vinnslu þessa dag- ana. „Það er eins og einn stóll fæði af sér fleiri og fleiri hugmyndir. Þegar ég fer að gera frumgerðir í einn á móti einum sér maður hvað virkar og hvað ekki. Þetta er allt mjög dýrt í vinnslu. Maður eru jú bara að vinna með eitt einstakt verk. Mótin eru mjög dýr en síðan verður þetta betra þegar farið verður að fjöldaframleiða þetta,“ segir Erla Sólveig og bætir við aðspurð um nöfn- in á stólunum. „Eitthvað urðu þeir að heita.“ Hún segist aðspurð ekkert geta selt af stólunum sín- um hér á landi. Markaðurinn sé of lítill fyrir þetta dýra framleiðslu. Hún segist hafa rétt til þess að selja Dreka hér og vonast til þess að af því geti orðið. Erla Sólveig er með vinnustofu í kjallaranum heima hjá sér. Hún segist vera með lítil böm og því sé mjög hentugt að geta laumað sér á vinnustofuna þegar búið sé að koma þeim í ró á kvöldin. Hún segir þetta vera fullt starf hjá sér þótt það sé kannski ekki unnið frá 9 til 5. Bjartsýn á söluna „Ég hef síðan 1990 tekið þátt, ásamt nokkrum öðrum íslendingum, í einni sýningu í Danmörku á ári og hing- að til hefur verið yfirdrifið nóg fyrir mig að vera með einn stól þar. Ég hef ekki bolmagn í margar frumgerð- ir á hverju ári. Þetta er svo mikil vinna og kostar svo mikla peninga." Hvað markaðsmöguleika varðar segist hún bjartsýn. Dönsku framleiðendurnir selji á hinn stóra markað í Japan og vonandi fari hennar stóll þangað. Hún segist viss um að einhvern daginn smelli allt saman og hún fari að selja grimmt. „Það er í þessu eins og öðru að annað slagið kemur í mann eitthvert vonleysi en alltaf heldur maður samt áfram. Þegar maður fær hvatningu, hittir jákvæða framleiðendur eða er verðlaunaður fyrir verk sín, er þetta fyllilega erfiðisins virði. Ég hef látið skrifa í ne- onljós i eldhúsinu hjá mér: Vinnan er viðurkenningin. Mér ftnnst það ágætt mottó," segir Erla Sólvéig Öskars- dóttir. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.