Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Page 26
hin hliðin mmmmmmm „Þetta var ótrúlega gaman. Frábært aö lyfta bikar í fyrsta skipti sem fyrirliði," segir Erla Reynisdóttir, 19 ára Keflavíkur- mær, sem fór fyrir sínum stúlk- um í Keflavíkurliðinu er þær urðu bikarmeistarar í körfubolta um síðustu helgi. Keflavík hefur ekki tapað bikarleik síðan 1992 þannig að þær fara að verða áskrifendur að þeim titli. Erla hefur fjórum sinnum orðið bikar- meistari og tvisvar sinnum ís- landsmeistari. Hún á að baki fjölda landsleikja með unglinga- landsliði og A-landsliði kvenna í körfubolta og er eitt mesta efni sem fram hefur komið í kvenn- akörfunni. Enda er hún á leið úr landi. Næsta haust fer hún til Erla Reynisdóttir, fyrirliöi Keflavíkurliös- ins í körfubolta, hampar hér bikarnum sem liöiö hennar vann um liðna helgi. Hún stefnir aö því aö spila körfubolta i háskóla í Bandaríkjunum næsta vetur. DV-mynd BG Bandaríkjanna í háskóla þar sem hún mun leika körfubolta við bestu aðstæður. Hennar verður sárt saknað í Keflavíkurliðinu næsta vetur. Erla segist vera staðráðin í að kveðja stöllur sínar með íslands- meistaratitli. Nú styttist í úrslita- keppnina milli flögurra efstu lið- anna í 1. deild en í dag mætast einmitt tvö þau efstu, KR og Keflavík. Þar verður Erla í eldlín- unni, baráttuglöð aö vanda. sv/bjb Fullt nafn: Erla Reynisdóttir. Fæðingardagur og ár: 8. sept- ember 1978. Maki: Kærastinn heitir Daníel Kristinsson. Börn: Engin. Bifreið: MMC Colt 1989. Starf: Nemi og þjálfari. Laun: Of há til að gefa þau upp. Hefurðu unnið í happdrætti eða lottói? Ég fékk eitt sinn þrjá rétta í lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila körfubolta, hafa nóg að gera, já og auðvitað að sofa og fara í bíó. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Burrito’s. Uppáhaldsdrykkur: Fresca. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag? Michael Jordan og Vala Flosadóttir. Uppáhaldstímarit: Séð og heyrt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, fyrir utan unnust- ann? Kobe Bryant. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Ég hugsa lítiö um það. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jordan. Uppáhaldsleikari: Leonardo DiCaprio. Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: Baby Face. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hjálmar Árnason. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Tweety - Kærleiksbirnirnir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Bráðavaktin, Beverly Hifls og Vinir. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Subway. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Enga. - Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? FM-957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Rún- ar Róbertsson á FM. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigmundm- Ernir. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Það er enginn skemmtilegur skemmtistaður í Keflavík. Uppáhaldsfélag í fþróttum? Keflavík. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Ég stefni að því að fara og spila körfu- bolta í háskóla í Bandaríkjunum i haust. Hvað ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Ég ætla að vinna í sumar og svo fer ég líklega út í byrjun ágúst. lihglingar LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Hafnfirskar yngismeyjar sem skemmtu sér konunglega á grunnskólahátíö Hafnarfjaröar sem fram fór í fyrradag. Hátíðin hófst í Hafnarfjarðarleikhúsinu með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Fulltrúar allra skólanna komu fram meö leikþætti og söngleiki. Um kvöldiö var svo dansleikur í Víöistaöaskóla. Nemendur úr Setbergsskóla flytja hér leikritið „Þá og nú“ sem þeir sömdu sjálfir. Sannarlega vel af sér vikiö. Það var Æskulýðsráö Hafnarfjaröar og nemendur á unglingastigi sem stóöu aö hátíðinni. Hún fór vel fram og æskulýöur Hafnarfjaröar sýndi sínar bestu hliöar. DV-myndir Hilmar Þór Unglingahátíð í Hafnarfirði Þessi föngulegi hópur úr Víöistaöaskóla var aö gera sig kláran baksviös þegar Ijósmyndari DV rakst á krakkana. Þau frumfluttu söngleikinn Gleöibankinn. Sunna María Schram meö verð- launin fyrir dansinn Neon. Frjálsir dansar: Sunna og Campo sigruðu í Reykjavík Reykjavíkurkeppnin í frjáls- um dönsum, freestyle, fór ný- lega fram i Tónabæ á vegum félagsmiðstöðvarinnar og ÍTR, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. í hópakeppninni bar Campo sigur úr býtum en þann hóp skipa Karen Briem, Heiða Gunnarsdóttir, Guðný Kjartansdóttir, Þórkatla Hauksdóttir og Saga Sigurðar- dóttir. Sunna María Schram var hlutskörpust í flokki ein- staklinga. Kynnir kvöldsins var Magnús Scheving sem stóð sig frábærlega að vanda. Stemmningin í Tónabæ var engri lík en vinsældir þessarar danskeppni hafa stöðugt auk- ist. Þetta var í 17. sinn sem hún fór fram. Stemmningin hefur áreiðanlega ekki verið minni í gærkvöldi þegar kepp- endur af öllu landinu komu í Tónabæ og kepptu um íslands- meistaratitilinn. Við segjum frá þeim úrslitum á næstu unglingasíðu. Erla Reynisdóttir, fyrirliði bikarmeistara Keflvíkinga íkörfubolta: Á leið til Bandaríkjanna -f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.