Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Uppstillingarnefnd Reykjavíkurlistans: Atök um 9 sætiö Ingibjörg Sólrún mun einnig ráða 14. sæti Hér má sjá hluta uppstillingarnefndar Reykjavíkurlistans. Guömundur Haraldsson, Alþýðuflokki, Valdimar K. Jónsson, Framsóknarflokki og Einar Daníel Bragason frá Alþýöubandalagi hafa í nógu aö snúast. DV-mynd E.ÓI. Uppstillingarnefnd Reykjavíkur- listans, sem hefur þaö verkefni að ljúka uppröðun þeirra frambjóðenda sem eru fyrir neðan áttunda sætið, hittist í Ráðhúsinu á hádegi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri er formaður nefndarinnar. Ljóst er að nokkur átök eru um röð sæta og bæði Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag sækjast enn eftir að fá níunda sætið. Ingibjörg Sólrún mun hins vegar standa fast á sínu og vilja ráða því sæti sem og því fjórtánda. Sagði Ingbjörg í samtali við DV að vinna gengi vel og að listinn mundi liggja fyrir fljótlega eftir mánaðamót. Hún sagði aö þó að flokkarnir legðu til hugmyndir um fulltrúa á listann væri það hlutverk uppstillingar- nefndar að ganga frá heildstæðum lista. Ákveöið með Árna Þór Samkvæmt heimildum DV hefur Alþýðubandalagið þegar ákveðið að þau Ámi Þór Sigurösson og Sigrún Elsa Smáradóttir verði varaborgar- fulltrúar flokksins. Alþýðuflokkur- inn á hins vegar í meiri vandræðum. Pétur Jónsson sagði í samtali við DV i gær að litlar líkur væru á að hann tæki sæti á listanum, jafnvel þó eftir því yrði leitað við hann, og Bryndís Kristjánsdóttir mun hafa lýst efa- semdum innan flokks um setu. Áhrifamaður innan Alþýöuflokksins sagði menn þar á bæ leita að „konu sem tengdist vel við flokkinn og breikkaði listann í skírskotun sinni.“ Þar hefúr nafn Aðalheiðar Sigursveindóttur, nema í stjómmála- fræði, verið nefnt sem og nafn Krist- ínar Dýrfjörð sem lengi hefur staðið framarlega i flokki fóstra. Þá hafa Pálmi Gestsson leikari, Tómas Waage, starfsmaður viðhaldsdeildar Rikisspítalanna, og Þorsteinn Vil- hjálmsson tölvufræðingur verið nefndir en vegna þess að tveir aðal- borgarfúUtrúar veröa karlar þá eru líkur þeirra álitnar minni. Innan Framsóknarflokks era allar líkur taldar á að þau Guðrún Jóns- dóttir arkitekt og Óskar Bergsson trésmiður verði varaborgarfúlltrúar. Auk borgarstjóra eiga sæti í nefnd- inni Guðrún Ögmundsdóttir, fráfar- andi borgarfulltrúi Kvennalistans, Valdimar K. Jónsson prófessor, Framsóknarflokki, Guðmundur Har- aldsson, skólastjóri Brunamálaskól- ans, fyrir Alþýðuflokk, og Einar Dan- íel Bragason trésmiður fyrir Alþýðu- bandalag. Þegar niðurstaða uppstill- ingarnefndar liggur fyrir þarf listinn síðan að fara fyrir fulltrúaráð og fé- lagsfundi flokkanna til endanlegrar samþykktar. -phh Hér má sjá Magnús Hreggviösson, framkvæmdastjóra Fróöa hf., afhenda Sigrlöi Siguröardóttur, markaösstjóra DV, verölaun fyrir auglýsinguna „Rak- vélarblaö". ímark-verðlaunin: DV verðlaunað fyrir auglýsingu Imark-verðlaunin fyrir athyglis- veröustu auglýsingar ársins 1997 vora afhent í Háskólabíói í gær. Veitt vora verðlaun i 11 flokkum. I flokki tímaritaauglýsinga fékk DV fyrstu verðlaun fýrir auglýsinguna „Rakvélarblað" sem Hvíta húsið framleiddi. Fyrir auglýsingaherferðir fékk Vifilfell verðlaun fyrir „Sumarflösk- ur“ sem Mátturinn og Dýrðin fram- leiddi. í flokknum dagblaðaauglýs- ingar fengu Samtök iðnaðarins fyrstu verðlaun fyrir auglýsinguna „Þessi stíll hindrar samdrátt". Fram- leiðandi er Nonni og Manni. Fyrir kvikmyndaðar auglýsingar fékk Eimskip fyrstu verðlaun fyrir aug- lýsinguna „Eimskip" sem framleidd var af Hvíta húsinu og Hugsjón sam- eiginlega. Óvenjulegasta auglýsingin var að mati dómnefhdar Langbylgja Ríkisútvarpsins" sem ffamleidd var af auglýsingastofunni P&Ó. -rt Gullinbrú matsskyld Umhverfisráðuneytið hefur úr- skurðað aö umhverflsmat þurfi að fara fram vegna fyrirætlaðrar tvöföldunar Gullinbrúar. Ráðuneytið skilgreinir tvöfóldunina sem nýffamkvæmd. Sigurður Ingi Skarphéðinsson gatnamálastjóri sagði i samtali við DV í gær að hann teldi framkvæmd- ina ekki matsskylda þar sem þetta væri framkvæmd sem var byrjað á árið 1984 og væri sýnd á skipulagi 1990. Lögin um umhverfismat tækju ekki gildi fyrr en 1994, eða tíu áram eftir að framkvæmdir við brúna hófust. „Mér er ómögulegt að líta á þetta sem nýffamkvæmd en úrskurð- urinn er kominn og að sjálfsögðu munum við hlíta honum," sagði Sig- urður. Hann sagði að borgaryfirvöld hefðu á sínum tíma tekið þá ákvörð- un að láta gera öll þau skjöl sem krafist væri við umhverfismat og nú yrðu þau gerð formlegri þar sem lægi fyrir að gert yrði formlegt mat. Umhverfismatið tekur um 9-10 vik- ur. Gatnamálastjóri segir að sú töf verði þó ekki veruleg. Hann segir að áætlað hafi verið að framkvæmdir hæfust í byrjun apríl. Nú telur hann að framkvæmdir gætu hafist um mán- aðamótin apríl-maí og að framkvæmd- ir myndu því tefjast um 3 vikur. -sm Reykjanes og Kópavogur: Prófkjör og skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn í Kópavogi mun framkvæma skoðanakönnun meðal félaga sinna í dag. Þá lýkur skoöanakönnun sama flokks í Reykjanesbæ í dag en hún hefur staðið yfir síðan á fimmtudag. Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjanesbæ mun síðan verða með prófkjör í dag, en þar er Ellert Eiríksson bæjarstjóri í fyrsta sæti. -phh Hlaup er I Skeiðará og var þessi mynd tekin I gærdag af Skeiöarárbrú. Hlaup- iö er lltið, mun minna en venjuleg hlaup, og sérfræöingar Orkustofnunar telja að um helmingur vatnsmagnsins I ánni sé hlaupvatn. Öræfabúar greindu sterka brennisteinslykt af ánni 9. febrúar og hefur rennsliö aukist ró- lega þar til nú. Mannvirki á Skeiöarársandi eru ekki talin I hættu. DV-mynd Einar R. Sigurösson stuttar fréttir Suðurstrandarvegur Sveitarstjórnir í Grindavík og Þorlákshöfn skora á þingmenn Reykjaness og Suðurlands að beita sér fyrir því að lagður veriö hið fyrsta vegur milli Þorláks- hafnar og Grindavikur, Suður- strandarvegur. Vegurinn sé í þágu atvinnu-, viöskipta- og ör- yggishagsmuna. Sendiherra i Bosníu Róbert Trausti Ámason sendi- herra hefur af- hent Izet- begovic, forseta Bosniu- Herzegóvínu, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands með aðsetur i Kaupmanna- höfn. Nítrítsaltkjöt stöðvað Heilbrigðiseftirlitin á höfuð- borgarsvæðinu hafa tekið 19 sýni af sprengidagssaltkjöti. Nítrít, eða saltpétursinnihald, reyndist yfir viðmiðunarmörkum í fimm sýnum og var sala á því kjöti stöðvuö. Kuldaskór til Kasakstan :: Rauði kross íslands hefur ; keypt 20.000 pör af loðfóðruðum j kuldaskóm sem verða gefnir fólki, einkum börnum í Kasakst- I an sem ekki komast í skóla vegna j skó- og fataleysis. Skórnir kost- ! uðu 10 milljónir kr. Hrossasjúkdómur Upp hefur komið veiki í hross- | um á höfuðborgarsvæðinu sem lýsir sér með háum hita. Verið j er að rannsaka málið og biður yfirdýralæknir hestamenn að I hafa sem minnstan samgang milli hesthúsa meðan á rann- sókn stendur. Ekki er talið að i hægt sé að rekja sýkina til fóð- urs. Kaupþing á flugi Verðbréfafyrirtækið Kaupþing hagnaðist um ! 179,3 milljónir króna á síðasta ári. Heildartekj- ur jukust um 56% á milli ára og arðsemi eig- in fjár var 36%. j Starfsmönnum fjölgaði á sið- asta ári um 60%, úr 43 í 72. j Skattasýknun áfiýjað Ríkislögmaður ætlar að áfiýja ógildingu héraðsdóms á úrskurði yfirskattanefndar um að hækka hafi mátt skatta á brauðgerðina Mylluna vegna gjaldaliða í skatt- framtali árið 1990 upp á samtaig 45 milljónir. Sveitarfélagið Hérað Sameiningarnefnd fimm sveitar- félaga á austanverðu Fljótsdalshér- aði leggur til að nýja sameinaða sveitarfélagið fái nafnið Hérað. Mokveiði af loðnu Mok loðnuveiöi var í gær skammt austur af Papey. Loönan er á litlu svæði og er stutt á milii veiðiskipa sem fylltu sig hvert af öðru. í gærkvöld voru 30 skip komin með fullfermi. Byggingarvísitalan upp Byggingarvisitalan um miðjan febrúar, sem er vísitala mars- mánaðar, hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 12 mán- uði hefur byggingarvísitalan hækkað um 5,3% og um 1,9% síð- ustu þrjá mánuði. Hiö síðasttalda jafngildir 7,8% verðbólgu. Hlaup í Skeiðará 3 „Það er hlaup í Skeiðará en j það verður aldrei stórt,“ segir j Hrefna Krist- 5 mannsdóttir, deildarstjóri hjá Orkustofn- un. Rennsli ár- I innar er um 155 j rúmmetrar á sekúndu og j Hrefna telur að j um helmingur þess sé hlaup- vatn. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.