Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sjálfseyðing góðærisins
Þeir, sem gera það gott í góðærinu, kaupa of mikið af
bílum, fara of mikið í utanlandsferðir og nota peningana
yfirleitt of mikið í rekstur líðandi stundar. Þetta veldur
geigvænlegum halla á utanríkisviðskiptunum, æsir til
verðbólgu og grefur þannig undan sjálfu góðærinu.
Nauðsynlegt er, að ábyrgir og áhrifamiklir aðilar
brýni sem mest fyrir fólki, sem er aflögufært, að það setji
peninga góðu áranna í ávöxtun til notkunar á mögru ár-
unum eða í ellinni. Það eyði ekki peningunum, heldur
safni þeim og láti þá vinna fyrir sig.
Þetta eru auðvitað margtuggin sannindi langt aftur í
Mósebók, en flytjast því miður ekki greiðlega milli kyn-
slóða. í andrúmslofti eyðslunnar verður hver ný kynslóð
að læra að spara, því miður of oft af biturri reynslu.
Langtímahugsun hefur ekki reynzt fólki auðveld.
Stjórnvöld hafa takmörkuð tæki til að hafa áhrif á
þetta. í tengslum við kjarasamninga hefur ríkisstjómin
lofað að lækka tekjuskattinn um 4% um næstu áramót og
sturta þannig hálfum öðrum milljarði króna inn á sóun-
armarkað bílakaupa og utanlandsferða.
Ekki er góð latína að ganga á bak orða sinna, þótt slíkt
hafi jafnan komið fyrir ríkisstjómir hér á landi. Slíkt
grefur undan trausti og getur hæglega orðið kjósendum
minnisstætt nokkrum mánuðum síðar, þegar þeir ganga
að kjörborðinu í alþingiskosningum næsta árs.
Þess vegna neyðist ríkisstjórnin til að lækka skatta um
áramótin, þótt hagfræðin segi, að við núverandi skilyrði
sé nauðsynlegt að hækka skatta. Þess vegna verður að
leita annarra úrræða við að þrýsta fólki til ákvarðana,
sem eru í þágu þess sjálfs og þjóðarinnar í heild.
Það má gera með því að hækka vexti. Því hærri sem
vextir em, þeim mun líklegra er, að fólk leggi fyrir til að
græða vexti og þeim mun líklegra er, að það tími ekki að
lifa um efni fram. Hærri vextir dempa líka óhóflega
framkvæmdaþrá og þenslu í atvinnulífinu.
Þessi aðferð er þeim annmarka háð, að útlánavextir
eru hér hærri en í nágrannalöndunum og hefta sam-
keppnishæfni atvinnulífsins. Munurinn stafar einkum af
lélegum bankarekstri og af herkostnaði við að halda ís-
landi og krónunni utan við Evrópusamstarfið.
Auðvitað væri unnt að stokka upp bankakerfið, kasta
út pólitísku kvígildunum og hefja ábyrgar lánveitingar.
Og auðvitað væri unnt að ganga í Evrópusambandið og
taka upp evruna sem gjaldmiðil. En þetta eru of stórar
ákvarðanir fyrir ríkisstjóm lítilla sanda og sæva.
Þá er aðeins eitt eftir, sem getur dregið úr óhjákvæmi-
legri vaxtahækkun. Gera má ýmsan sparnað gimilegri
fyrir fólk, þótt varhugavert sé að mismuna sparnaðar-
formum of of. Sérstaklega væri áhugavert að búa í hag-
inn fyrir stóraukinn lífeyrissparnað fólks.
Ný lög gera fólki kleift að leggja til hliðar meira en þau
4+6%, sem flestir kjarasamningar gera ráð fyrir. Þau
gera fólki einnig kleift að velja milli sameignar- og sér-
eignasjóða í þeim lífeyrissparnaði, sem umfram er. Með
skattfríðindum mætti þrýsta á þessa þróun.
Þjóðhagsstofnun spáði nýlega 24 milljarða viðskipta-
halla á þessu ári. Sú spá mun reynast of væg, þegar hver
stéttin á fætur annarri áttar sig á kúgunargildi þess að
nota þensluna á vinnumarkaði og segir hreinlega störf-
um sínum lausum til þess að láta kaupa sig til baka.
Ef stjómvöldum tekst ekki að búa i haginn fyrir minni
viðskiptahalla, fer verðbólgan á skrið. Þá heldur mgl
fyrri áratuga innreið sína í þjóðfélagið að nýju.
Jónas Kristjánsson
Er ég var núna á dögunum, eins
og stundum áður, að harma þau
áhrif kvótakerfisins að svipta
mörg sjávarþorp lífsbjörginni,
meðal annars og ekki síst, sum
sjávarþorp á Vestfjörðum, þá svar-
aði mér ungur maður á þá lund að
þeir gætu sjálfum sér um kennt.
Hefðu ekki Vestfirðingar sjálfir
selt burt kvótann?
Þessi ungi maður hafði vissu-
lega rétt fyrir sér svo langt sem
það náði. Þeir sem seldu umrædd-
an kvóta burt úr byggðarlaginu
voru að sönnu Vestfirðingar en
hvað um alla hina? Spurðu menn
það fólk sem vann í frystihúsi
staðarins, sem nú stendur autt,
hvort það vildi koma kvótanum
burt úr byggðarlaginu? Hvað um
sjómennina sem drógu kvótann úr
sjó og breyttu þar með geldum töl-
um á blaði í áþreifanleg verðmæti,
voru þeir spurðir?
Aukaverkanir kvótakerfisins
Það er gömul saga en þó alltaf
ný að verði til yfírstétt með ein-
Trillukarlar, sem áratugum saman höfðu haft atvinnu af útgerð, stóðu nú
allt í einu uppi með skertan hlut og enga afkomu á honum að byggja.
Hverjum er um
að kenna
það ekki ósjaldan að
trillukarlar sem höfðu
áratugum saman haft
atvinnu af útgerð sinni
stóðu nú allt í einu uppi
með svo skertan hlut að
á honum var enga af-
komu að byggja. Til að
bjarga því sem bjargað
varð voru úrræðin því
oft þau að selja kvótann
og snúa sér að öðrum
verkum, væru slík í
boði. Kaupendur að því-
líkum kvóta voru tíðast
togaraeigendur, oftar
en ekki úr öðrum
byggðarlögum. Þeir
sem nú hokra við skert-
an kost vegna atvinnu-
leysis í sjávarþorpum
víðs vegar um landið og
„Detti kvótaeiganda í hug að
betri séu mittjónir i hendi en físki-
von í sjó getur enginn sagt neitt
við því að hann skipti á þessu
tvennu og kveðji það fískvinnslu-
fólk sem físklaust situr eftir.u
Kjallarinn
Sigríður
Jóhannesdóttir
alþingismaður Alþýðu-
bandalags og óháðra í
Reykjaneskjördæmi
hverjum hætti,
hvort sem hún sæk-
ir tign sína til
eigna eða nafnbóta,
þá finnur hún frem-
ur til skyldleika við
stéttarbræður sína
en við sauðsvartan
almúgann.
Það eru nefnilega
aukaverkanir
kvótakerfisins að
skipta þeim er fást
við sjávarútveg í
tvær stéttir. Ann-
ars vegar þá sem
eiga fiskinn í sjón-
um og hins vegar
þá sem veiða hann
og vinna. Þeir síð-
artöldu eiga allt sitt
undir geðþóttaá-
kvörðunum hinna
fyrmefndu.
En tiifærsla á
kvóta hefur svo
sem ekki aðeins
orðið vegna þess að
stórfyrirtæki hafi
talið hag sínum bet-
ur borgið með sam-
einingu af margvís-
legu tagi sem hefur,
því miður, oft haft í
för með sér að kvótaeign hefur
verið færð milli byggðarlaga eftir
hagsmunum fjármagnsins fremur
en fólksins.
Ekki eingöngu stórfyrirtæki
Detti kvótaeiganda í hug að
betri séu milljónir í hendi en fiski-
von í sjó getur enginn sagt neitt
við því að hann skipti á þessu
tvennu og kveðji það fiskvinnslu-
fólk sem fisklaust situr eftir. Það
eru því ekki eingöngu stórfyrir-
tæki sem selt hafa kvóta. Þegar
aflaheimildir voru skertar henti
eru jafnvel með vissum hætti átt-
hagabundnir vegna óseljanlegra
eigna, þeir geta því ekki meö
nokkrum hætti „sjáifum sér um
kennt“. Þeir eru fórnarlömb þeirr-
ar gróöahyggju núverandi stjóm-
arflokka að aht það sem unnt er að
gera sér peninga úr skuli tekið úr
eigu þjóðarinnar og fengið með
einhverjum hætti einstökum aðil-
um til eignar.
Því er það að þegar Hafrann-
sóknastofnun mælir með auknum
kvóta sem augljóslega mun skila
þjóðinni milljörðum í viðbótar-
tekjur er það sanngirniskrafa að
umræddum fjármunum verði var-
ið til þess að bæta, eftir því sem
hægt er, byggðarlögum víða úti
um land þann skaða sem þau hafa
orðið fyrir vegna þeirrar fiskveiði-
stjómunar sem augljóslega þjónar
öðrum hagsmunum en almenn-
ings.
Ríkisstjórnin reyndist
meövitundarlaus
Er undirrituð vakti máls á því á
Alþingi að þeim viðbótarkvóta
sem nú er úthlutað yrði þannig
varið, og þótt undir þann málflutn-
ing tækju fulltrúar bæði Samtaka
um kvennalista og Alþýðuflokks,
fengust þau svör ein frá Þorsteini
Pálssyni að ekki stæði til á þessu
þingi að flytja frumvarp til breyt-
inga á fiskveiðistjórnunarlögum.
Nú má svo sem segja að sú
kvótaaukning sem Hafrannsókna-
stofnun heimilaði á þessu ári
hefði ekki dregið ýkja langt til
þess að bæta það tjón sem orðið
er heldur hefði með þessari ráð-
stöfun fremur verið um að ræða
nokkurs konar yfirlýsingu um að
ríkisstjórnin væri meðvituð um
þann skaða sem kvótakerfið hef-
ur valdið á atvinnulífi sjávar-
þorpa víða út um land.
En ríkisstjórnin reyndist því
miður meðvitundarlaus eins og
endranær þegar heitið er á hurðir
hennar um aðstoð við þá sem aug-
ljóslega þurfa á aðstoð að halda.
Reiði vegna þess hvernig kvóta-
kerflð hefúr af ákveðnum öflum
verið notað til þess að auka mis-
rétti í þjóðfélaginu fer vaxandi og
stjórnvöld verða að lokum knúin
til þess að snúa af þessari braut.
Ég óttast að þá verði skaðinn orð-
inn svo mikill að langan tíma taki
að bæta úr.
Sigríður Jóhannesdóttir
Skoðanir annarra
Gengisbreytingar
„Gengisbreytingar slá ryki í augun á fólki og
breyta forsendum samninga. Þær kunna að draga úr
óvissu í einni atvinnugrein (sjávarútvegi) en auka
óvissu annars staðar. Stöðugt gengi og stór gjaldmið-
ilssvæði þykja fýsilegri en áður þó að enn séu uppi
efasemdaraddir. Merki þessarar hugarfarsbreyting-
ar má meðal annars sjá í því að undanfarin fimm ár
hefur gengi krónunnar verið nokkurn veginn
stöðugt... Eftir því sem gengið er minna notað í hag-
stjórnarskyni mælir færra gegn því að taka upp Evr-
ópumynt."
Sigurður Jóhannesson í 13. tbl. Vísbendingar.
Auðmýkjandi launakjör?
„í spítalalífinu er ekkert eins auðmýkjandi fyrir
lækni og að fá svipuð laun og hjúkrunarkona! Þess
vegna er boltinn bara rétt að byrja aö rúlla inni á
sjúkrahúsunum. Fyrst koma þeir sem búið er að
skilja eftir og krefjast þess að fá sína eðlilegu leið-
réttingu ... En þegar þeir hafa fengið sitt liggur fyr-
ir að læknarnir eru að sjáifsögðu komnir í óþolandi
stöðu ... Og þegar búið er að bjarga þessu óréttlæti í
horn munu hjúkrunarfræðingarnir auðvitað þurfa
sitt og svo hinir þar á eftir. Svona er ísland í dag.“
Garri í Degi 3. júlí.
Tvísýnt í efnahagsmálum
„Þenslan sem nú er í efnahagslífinu hefur leitt af
sér að verðbólgan er komin á kreik ... Stjómvöld
hafa gripiö til þess ráðs að slá á verðbólguáhrifin
meö því að hækka gengi og því hefur verðlag á inn-
ílutningi lækkað. Með efnahagsstjórn sinni hefur
rikisstjómin teflt í tvísýnu stöðugleika í efnahags-
málum og forsendur kjarasamninganna um kaup-
máttaraukningu til láglaunafólks standa því ótraust-
ari fótum en áður var ætlað."
Kristinn H. Gunnarsson í Mbl. 3. júlí.