Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Page 40
 VimiÍMgstöIur laugardaginn: 27. 06, Jókertölur vikuntiar: Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 5 af 5 1 25.499.550 2. 4 af 5+®££ 7 211.250 3. 4 af 5 274 9.310 4. 3 af 5 9.662 610 >rV FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ1998 Áreksturinn var haröur. Þrír bílar skullu saman. Myndin sýnir oltinn jeppa á veginum og fólksbíl utan vegar. DV-mynd G. Bender. Arekstur í Noröurárdal í gær: Farþegi slasaðist en tvö hross sluppu ómeidd Harður þriggja bíla árekstur varð við Dalsmynni í Norðurárdal í . gærkvöldi þegar tveir jeppar, báðir ^ með kerrur, og fólksbíll skullu sam- an á um 80 tO 90 km hraða. Tildrög slyssins virðast hafa verið þau að fólksbíllinn fór yfir á öfugan vegar- helming, lenti þar á öðrum jeppan- um, sem kastaðist þá yfir á hinn jeppann sem kom úr sömu átt og fólksbíllinn. Annar jeppinn var með hestakerru sem í voru tveir hestar. Þá sakaði ekki. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en einn farþegi skarst í andliti og var fluttur á heilsugæslustöðina i Borgarnesi þar sem gert var að sárum hans. Báðir jepparnir eru talsvert skemmdir en fólksbíllinn minna. Lífeyrissjóðir sameinast Lífeyrissjóðir arkitekta og tæknifræðinga hafa sameinast og myndað Lifeyrissjóð arki- tekta og tæknifræðinga. Samein- ingin var samþykkt á aðalfund- um sjóðanna í vor og hefur fjár- málaráðuneytið samþykkt reglu- gerð hins nýja sjóðs, sem er samin með hliðsjón af nýjum lögum um starfsemi lífeyris- sjóða. Tilgangurinn með stofnun sjóðsins er, eins og segir í frétta- tilkynningu, að stofna hag- kvæman lífeyrissjóð sem sam- einar kosti séreignar- og sam- tryggingarsjóða. Heildareignir hins nýja sjóðs eru um 3,6 millj- arðar króna og voru sjóðfélagar 1400 fyrsta júlí síðastliðinn. -fin Féll úr klettum Dönsk ferðakona féll úr klett- um milli Djúpalóns og Dritvikur J* á Snæfellsnesi um áttaleytið á laugardagskvöld. Hún brotnaði illa á vinstra fæti og þurfti að bera hana nokkurn spöl upp að bílastæðum en þaðan var henni ekið á Fjórðungssjúkrahúsið á Akranesi. -sm Meðvitundarlítil í Bláa lóninu Kona af indversku bergi brot- in fannst meðvitundarlítil I Bláa lóninu um miðjan dag í gær. Ekki er vitað hvað kom fyrir en konan var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Læknir, sem DV ræddi við, sagði að hún ■ væri ekki í lífshættu. -sm Steingrímur J. Sigfússon ósáttur við niðurstöðu landsfundar: Málamiðlun tókst ekki — fimm af átta þingmönnum með Steingrími „Að sjálfsögðu tel ég ekki hafa verið komið nægilega til móts við sjónarmið okkar, enda var ekkert komið til móts við þau,” sagði Stein- grímur J. Sigfússon þegar DV spurði hvort hann teldi að komið hefði verið til móts við sjónarmið hans á landsfundi Alþýðubandalags- ins um helgina. „Mér fmnst það bæði miður og óskynsamlegt að ekki skuli hafa verið komið til móts við sjónarmið þess fjölmenna hóps í flokknum sem ég veit að deilir skoð- unum með mér og öðrum sem lögðu fram þessa tillögu. Auk þess á ég í raun erfitt með að skilja það hvers vegna enginn vilji var sýndur til þess, hvorki fyrir fundinn, á hon- um, né eftir hann. Allir sem þekkja til í stjórnmálaflokki hljóta að sjá að stuðningurinn, sem sjónarmið okk- ar nutu, var umtalsverður.” Steingrímur telur að tillaga sín hefði fengið mun meira fylgi ef hún hefði staðið jafnt að vígi við tillögu formannsins. „Ef önnur tillagan er flutt í upphafi fundar af formanni og varaformanni flokks er fundin- um í raun stillt upp við vegg. Það vita auðvitað allir að í stjómmála- flokki þar sem flokks- hollustan er eins sterk og í Alþýðubandalag- inu er ekki léttasta verk í heimi að fara að leggja annað til. Ef öðravísi hefði verið staðið að málum og mæting á fundinn ver- ið betri er ég ekki frá því að hlutfollin hefðu getað orðið 60% gegn 40%. Auk þess breyttu þeir fyrirvarar sem síðar voru settir við til- lögu Margrétar miklu hér um. Fólk treysti sér frekar til að styðja tillögu hennar eftir þá en sá stuðningur fylgdi miklu hiki. Þarna voru nokkrir tugir fundarmanna hikandi í stuðningi sínum og það fólk lítur svo á að það sé ekki búið að gera upp hug sinn til sameigin- legs framboðs." Þingflokkur í uppnámi Á landsfundinum var ljóst að meirihluti þingmanna flokksins studdi tillögu Steingríms. Auk Steingríms studdi Ragnar Arnalds tillöguna og að sögn Steingríms gerðu Svavar Gestsson og Kristinn H. Gunnars- son það einnig. Þá hafa Hjörleifur Gutt- ormsson og Ögmund- ur Jónasson lýst sig andvíga þeirri tillögu sem samþykkt var á landsfundinum. Þetta eru fimm af átta þing- mönnum flokksins sem þýðir að aðeins Bryndís Hlöðversdótt- ir og Sigríður Jóhann- esdóttir hafa stutt tillöguna, auk Margrétar. „Ég tel að þessi niður- staða megi vera mönnum nokkurt umhugsunarefni. Það verður að ætla að þingmennimir hafi tilfinn- ingu fyrir því hvernig landið liggur í flokknum og í þeirra kjördæmum. Annars er athyglisvert að núna eft- ir fundinn slá formaður flokksins og aðrir miklu fleiri vamagla en í und- irbúningi fundarins þar sem reynt var að telja fólki trú um það að allt væri meira og minna klappað og klárt.” -kjart Flórída: íslendingar yfir- gefa heimili sín íslendingar búsettir á Flórída hafa ekki farið varhluta af skóg- areldunum sem þar geisa um þessar mundir. Þórir S. Gröndal, ræðismaður íslands á Flórída, sagði í samtali við DV í gær að a.m.k. einum íslendingi, Guðnýju Fisher, hefði verið skipað að yfir- gefa hús sitt á fimmtudaginn. Guðný er búsett á Palm Coast í Flórída en þar er talsverð hætta á skógareldum enda er bærinn byggður inni í skógi. Þar brunnu nokkur hús núna en Þórir sagðist ekki vita hvort hús Guðnýjar hefði sloppið. „Það eru fjögur til fimm heimili íslendinga á svæð- um þar sem hætta stafar af eldun- um. Ég hef hringt þangað reglu- lega síðan á fimmtudaginn en Guðný er sú eina sem ég hef náð sambandi við. Það er líklegt að hinar fjölskyldurnar hafi líka þurft að yfirgefa heimili sín fyrst svo erfltt er að ná sambandi við fólkið í síma,“ sagði Þórir. Að hans sögn minnkaði hættan af eldunum nokkuð í gær vegna hag- stæðrar vindáttar. Jafnframt er von á rigningu þegar líða tekur á vikuna þannig að versta hættan virðist yfirstaðin. -KJA Veðrið á morgun: Þykknar upp seinni- partinn Á morgun verður að mestu létt- skýjað norðanlands og austan og sæmilega hlýtt þar. Hins vegar þykknar upp og fer að rigna sunnan- og suðvestanlands þegar liður á daginn. Veðrið í dag er á bls. 45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.