Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjérnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Fijálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Taka ber á landníðingum
Hálendi íslands er perla, viðkvæm perla, og því ber
að umgangast það sem slíkt. Hálendið er dýrmæt sam-
eiginleg auðlind. Þangað sækja ferðamenn, innlendir
sem erlendir, upplifun og endurnæringu. Því er hryggi-
legt að sjá viðkvæmu landsvæði misþyrmt eins og gerð-
ist um nýliðna helgi.
Viðhorf landsmanna til umhverfismála er allt annað
en áður var. Þekkt er að áður óku menn víða eins og
bílar komust, óháð vegarslóðum. Það er breytt og var
ekki vanþörf á. Sár eftir ógætilegan akstur utan vega og
slóða eru jafnvel áratugi að jafna sig. Uppgræðslan tek-
ur langan tíma, ef á annað borð er hægt að bæta
skemmdirnar.
Umhverfisspjöll þau sem útlendir ferðamenn á þung-
um fjallabíl oUu vekja menn tU umhugsunar. Fólkið ók
út fýrir slóða og kolfesti 7-8 tonna þungan bU sinn í
hverasvæði við KerlingarfjöU. Lögregla þurfti að kaUa
út björgunarsveit tU aðstoðar enda var eitt hjól bUsins
sokkið í hver. Björgunarmenn unnu gott starf og tókst
að losa bUinn en eftir sitja sárin og skemmdirnar í
hinu viðkvæma landi.
Staðarhaldari í KerlingarfjöUum er að vonum ósátt-
ur og segir Ult að þurfa að horfa upp á þetta. Þá er bUl-
inn var laus hafi ekkert annað verið að gera en óska
skemmdarvörgunum góðrar ferðar. Viðurlög séu engin.
Því sleppi sökudólgarnir án aðgerða yfirvalda og án
sekta. Þetta er sorglegt, segir staðarhaldarinn.
Reikna verður með því að íslendingar viti hvernig
umgangast á landið. Spurningin er hvort erlendir gest-
ir okkar vita það. Oft virðist landið auglýst ytra þannig
að fólk haldi að það megi aka hvar sem er. Staðarhald-
arinn í KerlingarfjöUum segir lögreglu hafa greint sér
frá því að þegar menn komi með bUa tU landsins fái
þeir pappíra í hendur um bann við akstri utan vega. í
ofangreindu tUviki virðist misbrestur hafa orðið á því
þar sem bUlinn kom með skipi en fólkið með flugvél.
Þar er því brotalöm í kerfinu.
Mönnum finnst að vonum grátlegt að horfa upp á
landníðslu, jaj&ivel þótt af gáleysi hafi verið, og að
menn komist upp með það bótalaust. Aðrir gætu þá
leikið sama leik. Sem betur fer eru þó heimUdir í lög-
um tU aðgerða. Þær heimUdir verður að nýta þótt ekki
væri nema öðrum tU viðvörunar. Jafnframt verður að
sjá tU þess að útlendir ferðamenn, sem leggja í hálend-
isferðir á eigin bUum, fái upplýsingar um akstur þar.
í lögum um náttúruvernd segir að öUum sé skylt að
sýna varúð svo að náttúru landsins sé ekki spUlt að
þarflausu. SpjöU á náttúru landsins, sem framin eru
með ólögmætum hætti af ásetningi eða gáleysi, varða
refsingu, segir í lögunum. í sömu lögum segir að um-
hverfisráðherra skuli, að fenginni tUlögu Náttúru-
vemdar ríkisins, setja reglugerð, meðal annars um
akstur utan vega. Þar segir og að þar sem hætta sé á
náttúruspjöUum sé akstur utan vega og merktra slóða
óheimUl.
RefsiheimUdin er því tU staðar og henni ber að beita
og mun hafa verið beitt í einhverjum tUvikum. Þó kann
að vanta í regiugerð sektarákvæði og úr því verður að
bæta. Ekki verður við það unað að menn spUli þjóðar-
gersemum og komist upp með það bótalaust.
Mestu varðar þó að brýna fýrir öUum sem um land-
ið fara að umgangast það með gát. Þá lenda þeir síður
í svipuðum ógöngum og erlendu ferðamennirnir í Kerl-
ingarfjöUum.
Jónas Haraldsson
Forsaga málsins varpar Ijósi á þá staöreynd aö sjómannaafslátturinn er í eðli sínu niöurgreiösla á útgerðar-
kostnaöi," segir Geir m.a. í grein sinni.
Sjómanna-
afslátturinn
þá staðreynd að sjó-
mannaafslátturinn
er í eðli sínu niður-
greiðsla á útgerðar-
kostnaði. Ailt bendir
til þess að hefði
hann ekki komið til
sögunnar væri
launakostnaður út-
gerðarinnar hærri
en hann er nú. Ég er
sammála Snjólfi
Ólafssyni um að eðli-
legast sé að útgerðin
beri sjálf þennan
kostnað en ekki
skattgreiðendur
enda hefur hagur út-
gerðar sem betur fer
„Að mínum dómi er eðlilegasta
leiðin til að afnema afsláttinn sú
að útgerðin taki þennan kostnað
á sig þannig að heildarkjör sjó■
manna verði óbreytt. Skynsam-
legt væri að slík breyting gengi
yfír á nokkrum árum þannig að
röskun yrði sem minnst.“
Kjallarinn
Geir H. Haarde
fjármálaráöherra
Snjólfur Ólafsson
prófessor beindi til
mín fyrirspurn um
sjómannaafsláttinn í
DV nýlega. Mér er
ánægja að skýra við-
horf mín til þess máls
í fáum orðum.
Til upprifjunar er
rétt að geta þess að
umræddur afsláttur
sjómanna frá skatti á
rætur að rekja til
skorts á sjómönnum
og harðvítugra kjara-
deilna á árum áður.
Uppruna sjómannaaf-
sláttarins má rekja allt
aftur til ársins 1954
þegar lögleidd voru
ákvæði um hlífðarfata-
frádrátt og fæðisfrá-
drátt lögskráðra fiski-
manna.
Þessi skattívilnun
hefur síðan tekið
nokkrum breytingum
í tímans rás til þess
fyrirkomulags sem í
dag gildir og miðast
við dagaíjölda á sjó.
Hygg ég að allar breyt-
ingar á þessu kerfi,
aðrar en hreinar
tæknilegar breytingar,
hafi verið knúnar í gegn í tengsl-
mn við kjaradeilur og hugsaðar
sem framlag af ríkisins hálfu til að
leysa ágreining milli útvegsmanna
og sjómanna.
Niöurgreiösla á útgeröar-
kostnaði
Forsaga málsins varpar ljósi á
almennt braggast verulega frá því
þetta kerfi var innleitt.
Nú á dögum held ég að fáum
dytti í hug að leysa kjaradeilur
með sérákvæðum í lögum um
lægri skatta fyrir tiltekna starfs-
hópa. Mjög vafasamt er að slík
ráðstöfun stæðist jafnræðisregl-
una sem formlega var tekin í
stjórnarskrá árið 1995. Hins vegar
hefur þetta kerfi verið við lýði ára-
tugum saman sem hluti af heildar-
kjörum sjómanna og þar með má
segja að komin sé viss hefð fyrir
þessum skattafslætti.
Eðlilegast aö semja
um breytingar
Að mínum dómi er eðlilegasta
leiðin til aö afhema afsláttinn sú
að útgerðin taki þennan kostnað á
sig þannig að heildarkjör sjó-
manna verði óbreytt. Skynsamlegt
væri að slík breyting gengi yfir á
nokkrum árum þannig að röskun
yrði sem minnst. Þannig var farið
að árið 1996 þegar lögfest var sam-
ræming tryggingagjalds milli at-
vinnugreina í þrepum allt til
ársins 2000. Um þetta tel ég að
allir aðilar máisins verði að
semja og eflaust má fara ýmsar
leiðir í þessu efni.
Snjólfur Ólafsson segist í
grein sinni ekki minnast þess
að Friðrik Sophusson, forveri
minn, hafi nokkru sinni fært
nein rök fyrir sjómannaaf-
slættinum. Það hygg ég að sé
rétt enda reyndi hann að fá
honum breytt. í frumvarpi um
breytingar á skattalögum á ár-
inu 1992 gerði hann tilraun til
að fá þessu kerfi breytt og
spara ríkissjóði hundruð milljóna
en náði ekki árangri vegna and-
stöðu meðal þingmanna úr öllum
flokkum. Ég tel einnig, í ljósi þess-
arar reynslu, hyggilegra að reynt
sé að semja um þetta mál milli að-
ila þótt löggjafinn hafi að sjálf-
sögðu síðasta oröið.
Geir H. Haarde
Skoðanir annarra
Þjóðarvilji og sáttarleið
„Niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup hefur
gert um afstöðu fólks til kvótakerfisins koma ekki á
óvart. Samkvæmt þessari nýju könnun eru yfir 80%
þeirra sem spurðir voru ósáttir við kvótakerfið og
rúmlega 69% vilja breyta því... Viðhorf þingmanna
og útgerðarmanna hefur smátt og smátt verið að
breytast. Þetta hefur m.a. komið fram í málflutningi
Einars K. Guðfmnssonar, alþingismanns Sjálfstæöis-
flokks í Vestfjarðakjördæmi ... Vilji fólksins í land-
inu er skýr. Nú hlýtur verkefnið að vera að finna
sáttaleið, sem tekur miö af þessum sterka þjóðar-
vilja, en virðir jafnframt réttmæta hagsmuni útgerö-
armanna."
Úr forystugrein Mbl. 25. júlí.
Velðileyfagjaldið
„Það er búið að rugla þjóðina, sem á allt sitt und-
ir sjávarútvegi, svo mikið að það væri hægt aðfá
hana til að samþykkja nánast hvað sem er. Ég er
sannfærður um að ekki nema litill hluti þjóðarinnar
gerir sér grein fyrir því um hvað er veriö að tala.
Umræðan er þannig að örfáir menn eru að fá þann
stimpil á bakið að þeir eru sagðir sægreifar, en væri
auðlindaskattur lagður á myndi það koma illa við
mörg byggðarlög á landinu sem og sjómenn og fisk-
vinnslufólk. Síðan kæmi þessi skattheimta á endan-
um í bakið á þjóðinni sjálfri."
Sverrir Leósson í Degi 25. júlí.
Göngin - ekkert afrek lengur
„Það var kannski afrek á sinni tíð, fyrir um fjöru-
tíu árum, að sprengja göngin gegnum Stráka við
Siglufjörð, á þeim tíma sem verkkunnátta til sllks
var ekki í landinu. Nú er hún til. Búin að vera lengi
til. Það er alltaf verið að sprengja göng, það er orð-
inn hvunndagsviðburður. Að ekki sé talað um út-
lönd. Það er búið að bora undir Ermarsund, allar
helstu borgir Evrópu eru útboraðar af neðanjarðar-
brautum ... Göng undir Hvalfjörð eru ekki annað en
rökrétt framhald á því sem löngu var byrjað á, sami
straumur niður í sama svelg ... Hvalfjarðargöng
boða í engu breytt hugarfar, einungis mögnun þess
sama bíladellu- og struns- hugarfars sem fyrir var.“
Eyvindur Erlendsson í Lesbók Mbl. 25. júlí.