Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 ]Ö!'W %rir 15 árum Helga Sigurjónsdóttir með kjallaragreinar fyrir 15 árum um heimspeki klámsins: Mörkin hafa færst niður Heimspeki klámsins var heiti á tveimur kjallaragreinum sem Helga Sigurjónsdóttir, kennari i Mennta- skólanum í Kópavogi og fyrrum bæj- arfulltrúi, skrifaði i DV í ágúst 1983. Greinarnar fjölluðu um klámiðnað og klámhugmyndafræði „sem nú flœóir yfir landió," eins og Helga skrifaði í inngangi þeirrar fyrri. Þar kom líka fram að kveikjan að greinunum var m.a. frétt í DV þar sem sagt var frá leit að íslenskri stúlku í fegurðarsam- keppni á vegum tímaritsins Penthou- se. Keppnin nefndist Milljóna dollara gœludýr ársins. í greinum sínum tók Helga Pent- house m.a. fyrir og sögu þess rits, auk blaða eins og Playboy. Glögglega mátti sjá á skrifum hennar að hún var ekki par hrifin af þróuninni og hvemig klámið var að halda inn- reið sína til íslands. Okkur þótti fróðlegt að fá Helgu til að rifja þetta upp, m.a. í ljósi mikillar umræðu nýlega um nektarmyndir af íslensk- um stúlkum í Playboy. í samtali við helgarblaðið í vikunni sagði Helga að skoðun sín hefði ekkert breyst á undanfornum 15 árum. Varhugaverð hugsun „Ég tel þá hugsun sem liggur að baki klámiðnaðinum varhugaverða. Þótt ég sé mikill frelsisunnandi held ég að menn þurfi alltaf að setja sér einhver mörk. Eftir því sem þeim fækkar þurfa menn enn frekar að hafa varann á,“ sagði Helga og benti á að þegar hún ritaði umræddar greinar hafi flestum þótt hugtakið klám frek- ar óþægilegt. Nú virðist það hins veg- ar vera viðurkennt í samfélaginu og að nú sé aðeins amast við barnaklámi. „Á þessum 15 árum hafa mörkin því færst ansi langt niður, frá mínum sjónarhóli séð að minnsta kosti, enda fæ ég ekki betur séð en að klámbylgj- an sé að skella á landinu af fullum þunga,“ sagði Helga. Vegna greinaskrifanna varð hún að kynna sér klámritin og hún sagði starfsfólk bókabúðanna hafa misst andlitin þegar virðuleg kennslukona kom að afgreiðsluborðun- um og spurði: Hvaða klámtímarit hafið þið á boðstólum? „Afgreiðslu- stúlkurnar hlupu burtu. Ég held að afgreiðslufólk myndi ekki bregðast svona við í dag.“ Konur gegn klámi Aðspurð um viðbrögð við kjallaragreinunum sagði Helga þau ekki hafa verið mikil á opinberum vettvangi. Hins vegar hefðu margir talað við sig og sagt brýna þörf vera á þessu umræðuefni. „En síðan tókum við okkur saman, nokkrar konur, og mynduðum hóp sem við kölluðum Konur gegn klámi. Við störfuð- fimm breytingar Helga Sigurjónsdóttir leit inn f bókabúðina Vedu í Kópavogi og gluggaði í hið umtalaða eintak Playboy þar sem íslenskar stúlkur bera kroppana. Hún segir blaðið lítið hafa breyst frá því fyrir 15 árum er hún kynnti sér efni þess vegna greinaskrifanna í DV. DV-mynd E.ÓI. um nokkuð og pöntuðum m.a. spólu i gegnum smáauglýsingar DV. Spólan kom erlendis frá og var heldur ógeðs- leg. Við ákváðum að sýna hana þing- mönnum og þeir þoldu flestir ekki lengi við,“ sagði Helga en hópurinn starfar ekki lengur. Aðspurð sagði hún að sér virtist ■ hópurinn því miður ekki hafa áorkað miklu. Þær verði að viðurkenna að hafa þurft að láta í minni pokann. „Ef ég tala hreint út þá tel ég það ekki æskilegt að skella klámbylgjunni yfir island. Ég veit ekki til þess að hún hafi neins staðar gert gott. Mikl- ir peningar eru í þessu og það eru fyrst og fremst þeir sem menn eru að sækjast eftir. Þetta hefur ekkert með frelsi að gera.“ Klám innan um Andrés önd Hvað varðar þátttöku íslenskra stúlkna í myndatökum fyrir Playboy sagði Helga að sér hefði fundist ieið- inlegt að heyra þær fréttir. „Ég vil ekki segja neitt nei- kvætt um þessar stúlkur. Þetta vh'ðist vera tíðarand- inn. Þegar reynt er að vinna ákveðnum hugmyndum fylgi er unnið rækilega að hugar- farsbreytingu á ýmsum stöð- Ég man eftir einu viðtali í tengslum við útkomu þessa íslenska Piayboyblaðs þar sem rætt var við starfsmann bókabúðar sem hampaði því að nú væri ekki lengur reynt að hafa þessi blöð hátt uppi, svo litlu bömin kæmust ekki í þau. Nú væru þau innan um Andrés önd. Ég sé ekki tilganginn með þessu og tel ekki að sýningarárátta fullorðinna geri börn- um neitt gott. Þau verða að njóta verndar," sagði Helga Sigurjónsdótt- ir. -bjb Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðn- um birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, aö verðmæti kr. 3-490- ~ 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verð- mæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Wit- hrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkiö umslagiö með lausninni: FLnnur þú fimm breyting- ar?476 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 476 „Ég myndi bjóða þér inn ef ég ætti eitthvað með kaffinu." Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 474 eru: l.verðlaun: 2. verðlaun: Elín B. Arnadóttir, Lækjarkinn 18, 220 Hafnarfjörður. Kristinn Gíslason, Hátúni 11, 230 Keflavík. METSÖLUBÆKUR Bfmuum SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. lan McEwan: Enduring Love. 2. Arundhati Roy: The God of Small Things. 3. Helen Fieldlng: Bridget Jones's Diary. 4. James Patterson: Cat and Mouse. 5. Louis de Berniéres: Captains Corelli's Mandolin. 6. Clare Francis: A Dark Devotion. 7. Patricia Cornwell: Unnatural Exposure. 8. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 9. Charles Frazler: Cold Mountain. 10. Alan Bennett: The Clothes They Stood Up ln,. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Dava Sobel: Longitude. 2. Paul Wllson: The Little Book of Calm. 3. John Grey: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Frank Mccourt: Angela’s Ashes. 5. Adellne Yen Mah: Falling Leaves. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island, 7. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 8. Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 9. Jean-Domlnique Bauby: The Diving Bell and the Butterfly. 10. Simon Singh: Fermat's Last Theorem. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Terry Pratchett: The Last Continent. 2. Bernard Cornwell: Sharpe's Truímph. 3. Davld & Lelgh Eddlngs: The Rivan Codex. 4. Jeffrey Archer: The Eleventh Commandment. 5. Chris Ryan: The Kremlin Device. 6. Nlck Hornby: About a Boy. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Lenny McLean: The Guv’nor. 2. Mlchael Wood: In the Footsteps of Alexander the Great. 3. Anthony Beevor: Stalingrad. 4. Slmon Wlnchester: The Surgeon of Crowthorne. 5. Paul Hoffman: The Man Who Loved Only Numbers. 6. Dlrk Bogarde: For the Time Being. (Byggt á The Sunday Times) SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Rebecca Wells: Divine Secrets og the Ya-Ya Sisterhood. 2. Wally Lamb: She’s Come Undone. 3. Nora Roberts: Rising Tides. 4. Caleb Carr: The Angel of Darkness. 5. Arundhati Roy: The God of Small Things. 6. Robert Ludlum: The Matarese. 7. Nlcholas Sparks: The Notebook. 8. Anne Rivers Slddons: Up Island. 9. Jack Higglns: The President’s Daughter. 10. Patrlcia Cornwell: Unnatural Expos- ure. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff and it’s all small stuff. 2. Robert Atkin: Atkin's New Diet Revolution. 3. Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 4. Jon Krakauer: Into Thin Air. 5. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 6. Katharlne Graham: Personal History. 7. Jon Krakauer: Into the Wild. 8. Drs. Mlchael R. & Mary Dan Eaden: Protein Power. 9. Dave Pelzer: A Child Called „lt" 10. Dr. Andrew Weil: Eight Weeks to Optlmum Health. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patrlcla Cornwell: Point of Origin. 2. Wally Lamb: I Know This much Is True. 3. Judy Blume: Summer Sisters. 4. Helen Relding: Bridget Jones’s Diary. 5. Nlcholas Sparks: Message in a Bottle. 6. Arthur Golden: Memories of a Geisha. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Mitch Albom: Tuesday with Morrie. 2. H. Lelghton Steward: Sugar Busters! 3. Jlmmy Buffett: A Pirate Look at Rfty. 4. lyanla Vanzant: In the Meantime. 5. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 6. Frank McCourt: Angela's Ashes. (Byggt á The Washington Post).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.