Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 28
28 fffelgarviðtalið LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 Alda Björk Ólafsdóttir söngkona er að slá í gegn í London og smáskífa með laginu sem hún söng á l Alda Björk á Wembley-leikvanginum í London um síðustu helgi þar sem hún söng sumarsmellinn í London, Real Good Time, fyrir framan 70 þúsund áhorfendur. Hundruð milljónir manna um allan heim horfðu á beina útsend- ingu frá leik Arsenal og Manchester United um Góðgerðarskjöldinn. DV-mynd Hallur „Þetta getur ekki verið betra,“ segir Alda m.a. í viðtalinu um samninginn sem hún náði við plötufyrirtækið Wild Star. Eins og sjá má er Alda hárprúð. Að mestu leyti er þetta hennar eigin hár en hún lét einnig bæta við það. Það tók 5 hárgreiðslu- meistara á einni stofu í London sex tíma að laga það til! Skipta þarf um feld á fjögurra mánaða fresti. ekki við okkur þegar platan kom síðan út. Það sama gerðist í seinni smáskífunni. Við fundum okkur ekki og hættum hjá þeim eftir tveggja ára samstarf. Þeir vissu eig- inlega ekkert í sinn haus og vissu ekki hvað ætti að gera við okkur. Gjörbreyttu músíkinni okkar. Það er ekki hægt að líkja þessu fyrir- tæki við þaö sem við erum núna með. Þar höfum við virkilega fund- ið okkur og fáum að vinna saman með mig sem sólósöngkonu," segir Alda en í júlí í fyrra komust þau Malcolm að hjá Wild Star. „Þetta er frábært fyrirtæki, alveg meiri hátt- ar,“ segir hún og er greinilega ánægð með vinnuveitendurna. Allir raula Real Good Time Lagið Real Good Time hefur feng- ið gríðarlega spilun i Bretlandi og það er ekki síst því að þakka að út- varpsstöðin Capitol Radio, ein vin- sælasta stöðin í London, á plötufyr- irtækið. Þar hefur lagið verið ofar- lega á vinsældalista stöðvarinnar frá því í maí sl. Það hefur einnig verið notað í auglýsingum hjá BBC- sjónvarpsstöðinni og Capitol Radio notaði það í auglýsingum sínum í öllum leikjum frá HM í Frakklandi í sumar. Lagið var spilað í hverjum einasta hálfleik. Þá hefur hún að undanförnu komið daglega fram á tónlistarsjónvarpsstöðinni Box. „Ég held svei mér þá að annar hver Breti geti raulað lagið en það er fyrst núna sem þeir eru að átta Þeir eru fjölmargir listamennirnir sem ganga með þann dra, það í útlöndum“. Sumir ganga með þennan draum alla œvi § hlutunum en aðrir gera allt til þess að draumurinn verði að draumarnir vera að rœtast hjá mjög svo hárprúóri stúlku fm London fyrir níu árum „til þess að meika það“, svo vitnað \ Þetta er hún Alda Björk Ólafsdóttir sem margir muna eflau anda Stjórnarinnar á sínum tíma ásamt Grétari Örvarssyni Real Good Time, er aó slá í gegn í London og það áður en ur til dreifingar í plötuverslanir núna 17. ágúst. Lagið hefur gera það gott hér á landi og er í 8. sœti íslenska listans. Vim úti urðu til þess m.a. að hún var fengin til að syngja á Wem\ um í London sl. sunnudag áður en Arsenal og Manchester Góðgerðarskjöldinn frœga. íslendingar sáu hana í beinni út og líklega nokkur hundruð milljónir manna um allan heim. gert plötusamning við Wild Star Records sem er eitt virtasta tœki Bretlands um þessar mundir. Von er á breiðskífu í nóv annarri smáskífu um svipað leyti. Við tókum viðtal við Öldu daginn eftir að hún söng á Wembley og komumst að því að hún er æði upp- tekin þessa dagana. Enda sagði hún okkur heppin að hafa náð í skottið á sér. Hún býr í norðurhluta Lund- úna ásamt sambýlismanni og sam- starfsmanni sínum í tónlistinni, Malcolm hinum breska. Þau búa ásamt tveimur hundum og una sannarlega vel við sitt. Au-pair án barns Hún segist hafa ákveðið að fara út til að semja og syngja eigin lög. Hún hafi verið orðin þreytt á að syngja lög eftir eða fyrir aðra. „Ég vildi skapa eitthvað sjálf,“ segir Alda, ákveðin að vanda. Hún segist hafa gert sér grein fyr- ir því að hún yrði ekki fræg á einni nóttu og að hún þyrfti að hafa í sig og á. Því leitaði hún fyrst eftir vinnu sem „au-pair“. Ekki vildi hún passa böm og gekk inn á skrifstofu í London og spurði hvar hún gæti gerst au-pair án þess að passa lítil börn. „Ég tek fram að ég hef ekkert á móti börnum, hef gaman af þeim, en ég ætlaði bara að hafa tima til að semja lög og koma mér áfram í tón- listinni," segir Alda. Hún réði sig til pólskra hjóna sem komin voru á efri ár. Þar var hún aðeins í þrjár vikur því fljótlega kynntist hún Malcolm og flutti inn til hans. Hann hafði nokkra reynslu af því að semja og taka upp lög. Þau fóru að semja lög á fullu og gera demó, þ.e. hljóðupptökur. Demó um allt Bretland „Við höfum líklega sent demó til allra plötufyrirtækja í Bretlandi þrisvar sinnum hvert og jafn oft verið hafnaö," segir Alda. Loksins sáu þau uppskeru erfiðisins fyrir þremur áram þegar þau komust á plötusamning. Það var hjá Jive þeg- ar lagið Exodus kom út á smáskifu með samnefndri hljómsveit. „Það samstarf gekk ekki því plötufyrirtækið sá okkur allt öðru- vísi en við vorum. Við könnuðumst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.