Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Síða 32
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 33'V 40 &iðsljós Geri ætlar að opna sig á BBC Geri Halliwell, kryddið sem kom- ið er fram yfir síðasta söludag, hefur samþykkt að fara í opinskátt viðtal til Jeremy Paxman á BBC. Búist er við að hún opni sig um allt er varð- ar Kryddpíutímabilið og hvað varð til þess að hún hætti. Spuming hvort við fáum þá ekki að heyra viturlegar lýsingar á fyrmm tengdadóttur íslands, henni Mel B.. Er hún þessi frekja sem af er látið? Vituð ér enn eða hvat? Kynlíf með Cindy Crawford: Betra en Á tali með Hemma Gunn? Cindy Crawford ætlar að hyrja með nýja sjón- varpsþætti í Bandaríkjunum innan skamms. Heiti þeirra er „Kynlif með Cindy Crawford". Ágætistitill, jafnvel betri en Á tali meö Hemma Gunn. Cindy seg- ir að hún hafi spurt heilan sal hvort einhver hefði átt í skyndikynnum og allir strákarnir hefðu svarað því játandi. Cindy hefði hins vegar verið sú eina sem jánkaði þessu af stelpunum. „Þetta var mjög vandræðalegt." Cindy hefur hins vegar ekki gefið uppi hver það var. Sagði einhver Richard Gere? Usss, skammastín! Taktu sumarmyndimar þinar á Kodak filmu og sendu okkur bestu myndina strax. Þú getur lagt myndimar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eöa sent þær beint til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merktar sumarmyndakeppni. Glæsilegir vinningar í boöi: Aöalveröfaun: Vikuferö fyrir tvo til Kanaríeyja meö IJrval íltsýn, flug, feröir til og frá flugvelli erlendis gisting og íslensk fararstjóm. ÚRVAL ÚTSÝN Canon E0S1X7 meö 22-55mm linsu aö verömæti 54.900,-. Mjög fullkominn og einföld SLR myndavél sem nýtir alla kosti APS Ijósmyndakerfisins. Canon lxus Z-90 aö verömæti kr. 34.900,-. Öflug myndavél meö góöri 22,5 - 90mm linsu, sérstaklega gott og öflugt flass. Canon lxus aö verömæti 24.900,-. Margverðlaunuð einstök mynda- vél á stærö viö spilastokk Fyrir bestu innsendu sumarmynd mánaöarins í júní, júli og ágúst veitum viö verölaun Canon lxus L-1 aöverömæti 17.500,-. Jodie Foster ljómaði af hamingju þessa dag- ana, enda nýbúin að eignast myndarlegan strák. Hún er ekki smeykf við að sjá ein um uppeldið, því hún segis þekkja mæta- vel til að- stæðna ein stæðra for- eldra. Máliö er að foreldr- ar hennar skildu þegar hún var smástelpa. Sjálf varð hún ófrísk með tæknifrjógvun og vill alls ekki gefa upp nafn sæöis- gjafans. Nafn besta vinar henn- ar, Randys Stone, heyrist oft nefnt í lágum hljóðum þegar faðemið ber á góma. ... að fyrir- sætan fræga, Sophie And- erton, hefði verið sektuð og svipt öku- leyfi vegna ölvunar við akstur. Hún má ekki setj- ast undir stýri næsta árið. Sophie var stöðvuð í London um miðja nótt og var þá vel þétt við aksturinn. Hún var að koma frá heimili kærastans, Róberts Hansons. Viö yfir- heyrslur sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki borðað al- mennilega máltíð í viku þar sem hún hefði verið að vinna við tískusýningu í París. Hún hefði drukkið 2-3 glös á fastandi maga áður en hún ók af stað. ... að leikkonan Caroline Aheme, (Mrs. Merton) hefði loks gengið í AA-samtök- in eftir mikla bar- áttu. Hún hefur lengi átt við of- drykkju- vandamál að stríða og ætlar nú loks að taka á því af festu. Ástæöan er ein- föld. Ekki alls fyrir löngu reyndi leikkonan að fremja sjálfsmorð með því að gleypa í sig svefntöflur og kampavín. Það tókst ekki og Caroline hef- ur nú snúið blaðinu viö. ...að margir stæðu nú á önd- inni því búast mætti við Karli prinsi og Camillu Parker-Bow- les saman í brúðkaups- veislu i haust. Þau eru þó ekki að ganga í það heilaga heldur ætlar Santa Pal- mer-Tomkin- son að giftast sínum heittelskaða sem er blaðamað- ur. Karl og Camilla munu vera boðin i þá veislu því fjölskylda Söntu hefúr lengi verið í vin- fengi við konungsfjölskylduna. Að vísu mun Karl eiga að vera í opinberri heimsókn á Balkanskaga en búist er við að hann taki brúðkaupsveisluna fram yfir ferðalagið. ...að bryta Díönu prinsessu, Paul Burrell og fjölskyldu hans, hefði verið sagt aö rýma íbúð sína í Kensingtonhöll. Eða með öðram og einfaldari orðum, fjöl- skyldan verður að hypja sig. Paul mun dvelja áfram i London þar sem hann sinnir starfi sínu en fjöl- skylda hans flytur til Wa- les.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.