Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 E^"V -*6« kvikmyndir \ -t > SÍMI ht,p:'w«,ípiiiíi,feyi TVÆR SÖGUR TVÖFÖLD SKEMMTUN „Sllding Doors er snjöll og skemmtileg rómantísk kómedía, sem státar af hinni frábæru Gwyneth Paltrow í tvöföldu hlutverki, sem hún fer einstaklega vel með og sérlega frumlegum og skemmtilegum söguþræði/þráðum' ***■★ People Weekly ALVÖRU 8IÓ! CCDolby SIAFRÆNT "«»*■■»»» m HLJOSKERFII ITT ÖLLUIW SBLUM!-------- AÐIRINN, SQNURINN , HINN HEILAGI LÉIKUfl Krottug, djort og ettirminmleg. Vinsælasta Spike Lee myndin til þessa. Lenti strax I fyrsta sæti þegar hún var frumsýnd í vor í Bandaríkjunum. Frábær tónlsit Public Enemy. Pið eigið leik. Aðalhlutverk: Danzel Washington (FAIIen) og Milla Jovovich. WIL^S WYNETH PALTROW t < SEGJAORÐ Líklegar óskarsmyndir Oruggt verður að teijast að Saving Private Ryan verði ein heitasta óskarsverð- launamyndin. Það er stutt síðan fagnaðarlátum ^ætlaði aldrei að linna þegar tveir ungir leikarar fengu óskarsverð- laun fyrir besta handritið eða að- eins um það bil fjórir mánuðir og átta mánuðir eru þar til næsta óskarsverðlaunahátíð fer fram. ' Þessi staðreynd hefur þó ekki hindrað ýmsar bollaleggingar um það hvaða kvikmyndir muni fá flestar tilnefningar á næsta ári. Þegar hafa tvær kvikmyndir verið frumsýndar sem allir tala um sem óskarsmyndir, The Truman Show, leikstýrt af Peter Weir, og Saving Private Ryan, en leikstjóri hennar er Steven Spielberg. Var hún frumsýnd um síðustu helgi og var nánast samdóma álit gagnrýenda að hér væri á ferðinni ein besta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Það var þó við frumsýningu The Truman Show sem einn ágætur gagnrýnandi, Joel Siegel, sagði i sjónvarpi að nú væri óskarsfiðr- ingurinn hafinn. Einn úr bransan- um, sem þekkir vel til i Hollywood, lét svo um mælt að ör- uggt væri að The Truman Show yrði tilnefnd sem besta kvikmynd og Peter Weir sem besti leikstjóri en ekki væri eins öruggt að Jim Carrey yrði tilnefndur þrátt fyrir að sýna frábæran leik: „Akademí- an er ekki tilbúin enn sem komið er til að taka Jim Carrey alvarlega." Þessu er öðru- vísi farið með Tom Hanks í Saving Private Ryan. Það þykir öruggt að hann fái tilnefningu. Hann hefur tvisvar feng- ið óskarinn fyrir leik i kvikmyndum alvarlegs eðlis og víst er að hann er sá leikari sem hin 5000 manna akademía er einna hrifnust af. Samt er það Steven Spielberg sem er stjaman í Saving Private Ryan og mestu lofi hefur verið hlaðið á hann. Lítil aðsókn minnkar líkurnar Það er staðreynd með dýru amerísku kvik- myndimar að aðsókn hef- ur nokkuð að segja þegar komið er að óskarstil- nefningum. Tvær kvik- myndir sem framleiðend- ur bundu miklar vonir við þegar kæmi að óskarstilnefningum, Primary Colors og Bulworth, fengu frekar dræma aðsókn en góða krítik og þykir aðsóknin vega þyngra á vogarskálunum þegar kemur að tilnefhingum heldur en krítikin. Primary Colors, sem skartaði John Travolta og Emmu Thompson og var leikstýrt af Mike Nichols, þykir nú aðeins líkleg til að fá eina tilnefningu og er það Kathy Bates fyrir leik í aukahlut- verki. Warren Beatty er ábyrgur fyrir Bulworth og ef hann hefur gert sér vonir um á annan tug til- nefninga, eins og hann fékk fyrir Reds á sínum tíma, þá hefur að- sóknin gert þær vonir hans að engu. Disney-fyrirtækið gerir sér vonir um að The Horse Whisperer með Robert Redford verði „heit“ þegar að tilnefningum kemur og er talið að þær vonir geti ræst ef ekkert óvænt verður á næstu mánuðum. Sú kvikmynd sem þegar hefur ver- ið frumsýnd og gagnrýnendur mundu vilja sjá fá nokkrar tilnefn- ingar er Out of Sight, sem Steven Soederberg gerði eftir skáldsögu Elmore Leonard, með George Cloo- ney og Jennifer Lopez í aðalhlut- verkum. Ólíklegt þykir að þeir fái ósk sína uppfyllta, þykir hún of dimm til að falla í kramið. Einnig þykir ólíklegt að There’s Somet- hing about Mary, eftir Farrely- bræður falli í kramið hjá akademí- unni. Þetta er mynd sem fengið hefur feikilega góðar viðtökur á öllum vígstöðvum, en reynslan sýnir að mikill húmor hefur aldrei unnið óskar. Þær ósýndu Þær kvikmyndir sem koma til greina við næstu óskarsverðlauna- afhendingu verða að hafa verið frumsýndar fyrir áramót. Ein sem þótti mjög líkleg er Thin Red Line, sem Terence Malick leikstýrir, en nú þykir fullreynt að hún verði ekki frumsýnd fyrr en næsta ár. Þær sem örugglega verða sýndar og vonir standa til að verði líkleg- ar óskarsmyndir eru Beloved, þrælasaga gerð eftir skáldsögu Toni Morrison. Leikstjóri er Jon- athan Demme (Silence of the Lambs) og í aðalhlutverki er Oprah Winfrey. Sony krossar fing- ur og vonast til að grátmyndin Stepmon með Susan Sarandon og Juliu Roberts verði þeirra happ- drættisvinningur og Draumasmiðj- an gerir sér miklar vonir um að teiknimyndin Prince of Egypt eigi eftir að slá í gegn og fá nokkrar tilnefningar. Þá er vert að geta tveggja kvikmynda sem frumsýnd- ar verða um jólin. Dancing with Lughnasa er á klassískum nótum með Meryl Streep í aðalhlutverki og John Travolta sýnir miklar til- finningar í réttarhaldamyndinni A Civil Action. Gott orð fer af báðum þessum myndum. -HK Annette Bening í In Dreams sem sýnd verður snemma á næsta ári. Fjárhættu- spilarinn Bob írski leikstjórinn Neil Jordan hefur átt velgengni að fagna að undanfórnu og síðustu tvær myndir hans, Michael Collins og The Butcher Boy, hafa fengið góða dóma. Næst ætlar Jordan að leita á náðir Frakka og hefur keypt rétt á að endurgera klassíkina Bob Le Flambeur sem gerð var 1955 og leik- stýrð af Jean-Pierre Melville. Mun enska útgáfan fá nafnið Bob, The Gambler. Á sínum tíma var Bob Le Flambeur mjög vinsæl kvikmynd og er af mörgum talin forveri frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndum. Það er Draumasmiðjan í Hollywood sem mun bera kostnað af gerð myndarinn- ar. Áður en Fjárhættuspilarinn Bob kemur fyrir augu almennings verður frumsýnd In Dreams sem NeU Jordan leikstýrir einnig. Um er að ræða sakamálamynd með Anette Bening, Aidan Quinn, Robert Downey jr. og Stephen Rea. Verður hún frumsýnd snemma á næsta ári. De Bont leikstýrir hryllingsmynd Jan De Bont, leikstjóri Speed mynd- anna og Twister ætlar að hvUa sig á stórslysamyndunum og leikstýra næst hryUingsmyndinni The Hauning of Hill House, sem DreamWorks æfiar að framleiða. Myndin er byggð á eldri kvikmynd sem Robert Wise (West Side Story) leikstýrði árið 1963 og hét The Haunting. í þeirri mynd voru í aðalhlutverkum Julie Harris, Claire Bloom og Russ Tamplyn. Ekki hefur enn verið ráðið i hlutverkin, en Draumasmiðjan hefur hug á því að frumsýna hana fyrir jólin 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.