Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 0lönd Þegar Hollywood og raunveruleikinn renna saman í eitt: Sprengt vegna augn- anna hennar Monicu „Þeir réðust á Afganistan og Súdan fyrir Monicu Lewinsky. Og núna gera þeir árásir á Bagdad vegna augnanna á Monicu.“ Þannig mæltist fréttaskýranda ar- abískrar gervihnattarsjónvarpsstöðv- ar aðfaranótt flmmtudagsins síðastlið- ins þegar bandariskar og breskar flug- vélar voru í óðaönn að senda flug- skeyti á Bagdad, höfuðborg íraks. Yf- irlýstur tilgangur þeirrar árásar var auðvitað að eyðileggja alla möguleika íraka á að framleiða gereyðingarvopn og refsa þeim fyrir að neita að vinna með vopnaeftirlitsmönnum Samein- uðu þjóðanna. Því trúa þó ekki allir. Nei, það þarf ekki að fara alla leið til Mið-Austurlanda til að finna máls- metandi menn sem leyfa sér að draga í efa að opinberar ástæður Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta fyrir flug- skeytaárásunum sé hin eina. í hæsta máta grunsamlegt „Það er mjög grunsamlegt að svona mál skuli komast á úrslitastig daginn fyrir atkvæðagreiðslu um hvort ákæra eigi forsetann fyrir embættis- glöp,“ sagði repúblikanaþingmaður- inn Bob Barr á miðvikudagskvöld. Barr þessi er einn harðasti andstæð- ingur Clintons forseta í fulltrúadeild- inni og hefur lengi hvatt til þess að hann verði ákærður og sviptur emb- ætti. Ekki fer hjá því að enn einu sinni rifjist upp Hollywoodkvikmyndin Wag the Dog sem sýnd var í reykvísk- um kvikmyndahúsum fyrr á árinu. Þar segir frá kvensömum forseta sem lendir í svo miklum ógöngum vegna kvennamálanna að eitthvað róttækt verður að gera til að dreifa athygli al- mennings. Spurningin er því þessi: Var eins komið fyrir Clinton nú og Hollywoodforsetanum? í kvikmyndinni fá aðstoðarmenn forsetans sérfræðing i að bjarga klúðri stjórnmálamanna til að gera það sem þarf. Sérfræðingurinn, sem leikinn var af þeim ágæta Robert De Niro, fær til liðs við sig aðra sérfræð- inga í fjölmiðlun og saman búa þeir til stríð við Albaníu handa forsetan- um. Hér er áherslan á sögnina að búa til, því stríðið var hvergi til nema í myndveri brellumeistaranna og á sjónvarpsskjám borgaranna. En það dugði. „Maður skyldi aldrei vanmeta frá- vita forseta,“ sagði repúblikaninn Gerald Solomon í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sama kvöld og árásimar hófust. „Hvað er hægt að gera til að koma ákærunni til embætt- ismissis af forsíðum dagblaðanna og hugsanlega að fá henni frestað?" Það er nú einmitt það sem gerðist. Fulltrúadeildin ákvað að fresta um- ræðum og atkvæðagreiðslu um ákæruna á hendur forsetanum vegna atburðanna í Bagdad. Joe Lockhart, talsmaður forsetans, vildi lítið segja um orð Solomons. Ekki annað en það að ekkert fengi hann til að tjá sig um það hvemig for- setinn tekur ákvarðanir sínar. Henry Hyde, formaður dómsmála- nefndar fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, nefndarinnar sem samþykkti á dögunum fjögur ákæraatriði á hendur Clinton, var hins vegar ekki á sömu skoðun og áðumefndir flokksbræður hans. „Ég tel ekki að hér sé á ferðinni eitthvert kaldranalegt kænskubragð," sagði Hyde. Hann vísaði þar með til fóðurhúsanna getgátum um að sömu hvatir lægju að baki ákvörðun Clint- ons um flugskeytaárásimar á Bagdad og ákvörðun kvikmyndarforsetans um að búa til stríð. Kvikmyndin Wag the Dog var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir ná- kvæmlega einu ári og tveimur dögmn betur. Hneykslismálið sem kennt er við lærlinginn Monicu Lewinsky komst svo í hámæli mánuði síðar. Gerð kvikmyndarinnar lauk hins veg- ar hálfu ári fyrr og segir talsmaður Roberts De Niros, sem framleiddi kvikmyndina jafnframt því að leika aðalhlutverkið, að það væri algjör til- viljun að hægt væri að finna líkindi með myndinni og hneykslismálinu í Hvíta húsinu. Sprengt hér og þar Engu að síður var þegar farið að tala um tengsl raunveruleikans og skáldskaparins í febrúar á þessu ári Bill Clinton Bandaríkjaforseti var brúnaþungur eftir að hann hafði skýrt þjóðinni og heimsbyggðinni frá því að hann hefði fyrirskipað flugskeyta- árásir á Bagdad, höfuðborg íraks, á miðvikudagskvöld. þegar Clinton var borinn þungum sökum um að hafa gerst sekur um meinsæri í tengslum við kynlifsævin- týri sín. Á sama tíma vofðu líka árás- ir yfir írökum vegna þess hve þeir vora ósamvinnuþýðir við vopnaeftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna. Ekk- ert varð þó af árásum þá. Sömu sögu er ekki að segja í ágúst. Þá var rykið dustað af myndinni eina ferðina enn. Um það leyti hafði Clint- on borið vitni fyrir ákærukviðdómi Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara í málinu, og um fátt var annað talað í fjölmiðlum og á mannamótum. Og hvað gera bændur þá? Jú, grípa til hemaðaraðgerða. Hvort sem það er nú tilviljun eður ei, réðust bandariskar flugvélar á bækistöðvar hryðjuverkamanna, eins og það var kallað, í bæði Afganistan og Súdan nokkrum dögum eftir vitnis- burð Clintons. Þær árásir vom sagðar gerðar í hefndarskyni fyrir mjög mannskæð sprengjutilræði við sendi- ráð Bandaríkjanna í bæði Keníu og Tansaniu. Byggt á Reuter o.fl. Borð og 6 stólar......kr. 69.000 Skenkur...............kr. 29.700 Glerskápur............kr. 28.800 T I L B 0 Ð Skrifborð TILBOÐ 48.500) Fallegir sjónvarpsskápar 378 fyrir stór tæki TOLVIJBORÐ H -79 B-95 Jgg D-55 1 „ 'kr. 12.900) Tölvuborð á hjólum þar sem allt er á einum stað Fáanlegur með örmum. Níðsterkur vinnuþjarkur með ' mjóbaksstuðningi, gaslyftu íkr~9 500) 09 stillanleðu baki- B-159/153 Beykilinan P ~ 61/dS_ H0RNSKR1FB0RÐ ,kr. 18.700) Hirzlan Verö á tilboðum miöast viö staögreiöslu DIF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.