Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 0lönd Þegar Hollywood og raunveruleikinn renna saman í eitt: Sprengt vegna augn- anna hennar Monicu „Þeir réðust á Afganistan og Súdan fyrir Monicu Lewinsky. Og núna gera þeir árásir á Bagdad vegna augnanna á Monicu.“ Þannig mæltist fréttaskýranda ar- abískrar gervihnattarsjónvarpsstöðv- ar aðfaranótt flmmtudagsins síðastlið- ins þegar bandariskar og breskar flug- vélar voru í óðaönn að senda flug- skeyti á Bagdad, höfuðborg íraks. Yf- irlýstur tilgangur þeirrar árásar var auðvitað að eyðileggja alla möguleika íraka á að framleiða gereyðingarvopn og refsa þeim fyrir að neita að vinna með vopnaeftirlitsmönnum Samein- uðu þjóðanna. Því trúa þó ekki allir. Nei, það þarf ekki að fara alla leið til Mið-Austurlanda til að finna máls- metandi menn sem leyfa sér að draga í efa að opinberar ástæður Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta fyrir flug- skeytaárásunum sé hin eina. í hæsta máta grunsamlegt „Það er mjög grunsamlegt að svona mál skuli komast á úrslitastig daginn fyrir atkvæðagreiðslu um hvort ákæra eigi forsetann fyrir embættis- glöp,“ sagði repúblikanaþingmaður- inn Bob Barr á miðvikudagskvöld. Barr þessi er einn harðasti andstæð- ingur Clintons forseta í fulltrúadeild- inni og hefur lengi hvatt til þess að hann verði ákærður og sviptur emb- ætti. Ekki fer hjá því að enn einu sinni rifjist upp Hollywoodkvikmyndin Wag the Dog sem sýnd var í reykvísk- um kvikmyndahúsum fyrr á árinu. Þar segir frá kvensömum forseta sem lendir í svo miklum ógöngum vegna kvennamálanna að eitthvað róttækt verður að gera til að dreifa athygli al- mennings. Spurningin er því þessi: Var eins komið fyrir Clinton nú og Hollywoodforsetanum? í kvikmyndinni fá aðstoðarmenn forsetans sérfræðing i að bjarga klúðri stjórnmálamanna til að gera það sem þarf. Sérfræðingurinn, sem leikinn var af þeim ágæta Robert De Niro, fær til liðs við sig aðra sérfræð- inga í fjölmiðlun og saman búa þeir til stríð við Albaníu handa forsetan- um. Hér er áherslan á sögnina að búa til, því stríðið var hvergi til nema í myndveri brellumeistaranna og á sjónvarpsskjám borgaranna. En það dugði. „Maður skyldi aldrei vanmeta frá- vita forseta,“ sagði repúblikaninn Gerald Solomon í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sama kvöld og árásimar hófust. „Hvað er hægt að gera til að koma ákærunni til embætt- ismissis af forsíðum dagblaðanna og hugsanlega að fá henni frestað?" Það er nú einmitt það sem gerðist. Fulltrúadeildin ákvað að fresta um- ræðum og atkvæðagreiðslu um ákæruna á hendur forsetanum vegna atburðanna í Bagdad. Joe Lockhart, talsmaður forsetans, vildi lítið segja um orð Solomons. Ekki annað en það að ekkert fengi hann til að tjá sig um það hvemig for- setinn tekur ákvarðanir sínar. Henry Hyde, formaður dómsmála- nefndar fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, nefndarinnar sem samþykkti á dögunum fjögur ákæraatriði á hendur Clinton, var hins vegar ekki á sömu skoðun og áðumefndir flokksbræður hans. „Ég tel ekki að hér sé á ferðinni eitthvert kaldranalegt kænskubragð," sagði Hyde. Hann vísaði þar með til fóðurhúsanna getgátum um að sömu hvatir lægju að baki ákvörðun Clint- ons um flugskeytaárásimar á Bagdad og ákvörðun kvikmyndarforsetans um að búa til stríð. Kvikmyndin Wag the Dog var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir ná- kvæmlega einu ári og tveimur dögmn betur. Hneykslismálið sem kennt er við lærlinginn Monicu Lewinsky komst svo í hámæli mánuði síðar. Gerð kvikmyndarinnar lauk hins veg- ar hálfu ári fyrr og segir talsmaður Roberts De Niros, sem framleiddi kvikmyndina jafnframt því að leika aðalhlutverkið, að það væri algjör til- viljun að hægt væri að finna líkindi með myndinni og hneykslismálinu í Hvíta húsinu. Sprengt hér og þar Engu að síður var þegar farið að tala um tengsl raunveruleikans og skáldskaparins í febrúar á þessu ári Bill Clinton Bandaríkjaforseti var brúnaþungur eftir að hann hafði skýrt þjóðinni og heimsbyggðinni frá því að hann hefði fyrirskipað flugskeyta- árásir á Bagdad, höfuðborg íraks, á miðvikudagskvöld. þegar Clinton var borinn þungum sökum um að hafa gerst sekur um meinsæri í tengslum við kynlifsævin- týri sín. Á sama tíma vofðu líka árás- ir yfir írökum vegna þess hve þeir vora ósamvinnuþýðir við vopnaeftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna. Ekk- ert varð þó af árásum þá. Sömu sögu er ekki að segja í ágúst. Þá var rykið dustað af myndinni eina ferðina enn. Um það leyti hafði Clint- on borið vitni fyrir ákærukviðdómi Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara í málinu, og um fátt var annað talað í fjölmiðlum og á mannamótum. Og hvað gera bændur þá? Jú, grípa til hemaðaraðgerða. Hvort sem það er nú tilviljun eður ei, réðust bandariskar flugvélar á bækistöðvar hryðjuverkamanna, eins og það var kallað, í bæði Afganistan og Súdan nokkrum dögum eftir vitnis- burð Clintons. Þær árásir vom sagðar gerðar í hefndarskyni fyrir mjög mannskæð sprengjutilræði við sendi- ráð Bandaríkjanna í bæði Keníu og Tansaniu. Byggt á Reuter o.fl. Borð og 6 stólar......kr. 69.000 Skenkur...............kr. 29.700 Glerskápur............kr. 28.800 T I L B 0 Ð Skrifborð TILBOÐ 48.500) Fallegir sjónvarpsskápar 378 fyrir stór tæki TOLVIJBORÐ H -79 B-95 Jgg D-55 1 „ 'kr. 12.900) Tölvuborð á hjólum þar sem allt er á einum stað Fáanlegur með örmum. Níðsterkur vinnuþjarkur með ' mjóbaksstuðningi, gaslyftu íkr~9 500) 09 stillanleðu baki- B-159/153 Beykilinan P ~ 61/dS_ H0RNSKR1FB0RÐ ,kr. 18.700) Hirzlan Verö á tilboðum miöast viö staögreiöslu DIF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.