Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 37
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 Ásta Vilhjálmsdóttir er lærður klæðskeri. Hún saumar og afgreiðir í nýju búðinni sinni. Nælon og jarðarber Á þriðjudagskvöld stóð verslunin Nælon og jarðarber fyrir nýstárlegri tískusýningu. Módelin voru ekki stúlkur sem líkjast leikkonunum í Baywatch. Þær voru að sjálfsögðu foxi og sætar en það var eitthvað alvarlega mikið á milli eyrnanna á þeim og meira á milli handanna. í höndunum höfðu þær nefnilega nýútkomin verk sín. Þetta var landslið kvenna í skáld- sagnagerð. Allur aldur leyfilegur. Al- vöru íslenskar konur með sín sérein- kenni hvað útlit og klæðaburð varðar. Eina sem þær áttu sameiginlegt var að vera módel í eitt kvöld. Þeir fengu að ganga ganginn, eins og ef- laust er sagt í bransanum. Bak við sýninguna stóð eins og fyrr sagði ný verslun sem greinilega fer ótroðnar slóðir hvað kynningu á búðinni varðar. Hvaöan kemur nafnið, Nælon og jarðarber? „Það er nú svolítið erfltt að segja frá því,“ segir Ásta Vilhjálmsdóttir, einn aðal- eigandi búðarinnar, sem er beint fyrir aftan Búnaðar- bankann við Hlemm. „Við vorum búin að vera að vand- ræðast með nafn og þau vandræði enduðu á þvi að við skrifuð- um nokkrar tillögur á miða og svo dró dóttir mín þessa tillögu úr bunkan- um.“ Hvernig búð er þetta? „Þetta er saumastofa og verslun fyr- ir framan hana. í versluninni erum við að selja það sem við búum til hér í bland við innflutt fót.“ Er hægt að mæta og fá saumað á sig eftir pöntun? „Já. Hér er hægt að fá allt gert. Ég er klæðskeramenntuð og við saumum fót á alla, líka eftir pöntunum." En hvernig kom það til að þú fórst út í atvinnurekstur? „Siðan ég kláraðf að læra hefur þetta verið draumurinn. Það eru held- ur ekki mörg atvinnutækifæri í þessu fagi hér á landi. Áður var ég að vinna hjá Kápusölunni og þegar hún, eig- andinn, fór að draga saman hjá sér þá ákvað ég að slá til og opna mína eigin verslun." Búðin var opnuð í lok nóvember en Ásta hefur verið að sauma þarna frá því í febrúar. „Hér er saumað fyrir kóra, sak- sóknara, einstaklinga og jafnvel fyrir aðrar búðir,“ segir Ásta og þarf að drífa sig aftur að vélinni. Augljóst að Nælon og jarðarber samanstendur af iðnum konum. -MT Skáldkonurnar Vigdís Grímsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Auður Jónsdóttir sýndu föt frá Næloni og jarðarberjum í Kaffileikhúsinu síð- astliðið þriðjudagskvöld. ^OO^n^ningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sfmi 568 6822 W HAGKAUP í stofu HAGKAUP(öý vísir.is GEFST LITILL TIMI TIL AD VE Þá er lausnin hér. Þú ferð inn á www.visir.is og velur að versla í netverslun Hagkaups, skoðar úrvalið, pantar það sem hugurinn girnist og færð vörurnar sendar heim. Gerðu innkaupin á einfaldan og skjótan hátt. Þú færð úrval bóka, geisladiska, myndbanda, spila og tölvuleikja á Hagkaupsverði. FÍ Karfa Meira úrval betra verð! HAGKAUP@WÍS i r. Í www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.