Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Side 14
14
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarfomnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Fijálsrar flölmiðiunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskrftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Illa undirbúnar hvalveiðar
Á tíðum ferðum um heiminn hafa íslenzkir ráðherrar
víða þreifað á viðbrögðum við endumýjun íslenzkra
hvalveiða og hvarvetna fengið fálegar viðtökur. Þennan
kalda veruleika hafa forsætis- og utanríkisráðherra ver-
ið að reyna að segja sjávarútvegsnefnd Alþingis.
Það er ekki nægur undirbúningur hvalveiða, að ráð-
herrar boði fagnaðarerindið í Mexíkó og Malasíu, Mó-
sambík og Malaví. Það er heldur ekki nóg að efna til enn
einnar skoðanakönnunarinnar og leita að þessu sinni
álits helztu viðskiptamanna okkar erlendis.
í skoðanakönnunum erlendis hefur komið í ljós mun-
ur á viðbrögðum eftir orðalagi spuminganna. Óundir-
búnir em flestir Vesturlandabúar andvígir hvalveiðum,
en geta með ákveðnum skilyrðum, sem tilgreind em í
spumingunni, failizt á takmarkaðar hrefnuveiðar.
Ef menn heyra þær röksemdir, að hrefnustofninn sé
ekki í hættu, heldur telji eina milljón dýra, að kjötið fari
til manneldis, að veiðamar séu hluti þjóðmenningar, að
Alþjóða hvalveiðiráðið ákveði aflakvóta og tryggi stærð
stofnsins, fara hinir spurðu að verða jákvæðari.
Yfirveguð viðhorf af slíku tagi ráða hins vegar ekki
ferðinni. Ef við hefium hvalveiðar að nýju án þess að
hafa breytt viðhorfum fólks í viðskiptalöndum okkar,
munum við verða fyrir dýrkeyptum hliðarverkunum,
sem hvalveiðitekjur munu ekki standa undir.
Ef það er í alvöru ásetningur þings og þjóðar að hefja
hvalveiðar að nýju, er nauðsynlegt að efna til stórfelldr-
ar herferðar í viðskiptalöndum okkar, þar sem reynt
verði að sýna fram á, að röksemdir okkar í málinu eigi
að vega þyngra á metunum en tilfinningasemin.
Til spamaðar er brýnt að hafa um þetta samráð við
aðra aðila, sem hafa svipaðra hagsmuna að gæta, til
dæmis í Noregi. Eðlilegt er, að hugsjónaöfl hvalveiða,
með meirihluta þjóðanna að baki, efni til fjársöfnunar til
að standa undir slíkri herferð á Vesturlöndum.
Eðlilegt er, að ríkin taki einhvem þátt í þessum kostn-
aði, sem fyrst og fremst ætti þó að hvíla á herðum hug-
sjónaafla hvalveiðanna. Fyrsta skynsamlega skrefið í átt
til hvalveiða felst í að tryggja fjármögnun slíkrar her-
ferðar á hendur almenningálitinu á Vesturlöndum.
Þegar skoðanakannanir hafa leitt í ljós, að tekizt hafi
að milda þetta álit nægilega, er hægt að fara að stíga
næstu skref, en fyrr ekki. Það er til dæmis óráðlegt að
vera með miklar yfirlýsingar um hvalveiðar, meðan við-
horfin em eins neikvæð og raun ber vitni.
Einnig ber hinum hyggnari í röðum hvalveiðisinna að
láta minna bera á fyndnum kenningum róttæklinga um,
að veiðar á 250 hrefhum úr 1.000.000 dýra stofni muni
létta veiðimönnum samkeppnina við hvalinn og auka
aflaverðmæti okkar um milljarða króna á ári.
Þegar reynt verður að hafa vit fyrir útlendingum með
upplýsingum og áróðri, er mikilvægt að velja sér vopn
rökhyggju og raunhyggju, en skilja fyndnustu fullyrðing-
amar eftir heima, því að dreifing þeirra á alþjóðamark-
aði mun ekki flýta fyrir hvalveiðum.
Það sýnir innihaldsleysi hinnar árvissu æfinga alþing-
ismanna á sviði þingsályktana um hvalveiðar, að málið
skuli ekki vera lagt fyrir eins og hér hefúr verið lýst. Það
sýnir, að billegir þingmenn em að gæla við fávísa kjós-
endur sína, án þess að meina neitt með því.
Við höfum áður lent í að fóma hagsmunum hvalveiða
fyrir meiri hagsmuni og munum áreiðanlega lenda í því
aftur, ef jarðvegurinn hefur ekki verið undirbúinn.
Jónas Kristjánsson
Hermálastefna NATO
fremstir í flokki, en mið-vinstri
stjómir Þýskalands og Ítalíu
vilja heldur ekki að NATO veröi
of háð stefnu Bandaríkjanna í
þessum heimshluta. Skemmst er
að minnast þess að stjómvöld í
ýmsum Evrópuríkjum töldu að
Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í apríl verður þess
minnst að 50 ár eru liðin frá stofnun NATO, auk þess sem bandalagsaðild
þriggja fyrrverandi Varsjárbandalagsþjóða, Pólverja, Tékka og Ungverja,
verður staðfest. NATO stendur þó frammi fyrir mörgum vandamálum, eins
og Kosovo-deilan sýnir, og nú er tekist á um nýja hermálastefnu bandalags-
ins. Á myndinni má sjá frá upphafi fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkj-
anna.
Þegar fufltrúar NATO-rikjanna
hittast á leiðtogafundi Atlantshafs-
bandalagsins í Washington í lok
apríl má ganga út frá því vísu að
komist verði að óljósri málamiðlun
um hermálasteftiu bandalagsins
(“Strategic Concept"). Um það er
ekki deilt að fundurinn hefur bæði
sögulegt og táknrænt gildi. Leiðtog-
amir munu ekki aðeins minnast
þess að 50 ár eru liðin ffá stofnun
NATO, heldur einnig staðfesta
bandalagsaðild Pólverja, Tékka og
Ungverja og fylla þar með upp i það
hemaðarlega tómarúm, sem mynd-
aðist við hmn Sovétríkjanna og
Varsjárbandalagsins í Mið-Evrópu.
Enn á þó eftir að svara ýmsum
lykilspumingum um framtíðarhlut-
verk og markmið bandalagsins.
NATO var stofnað til að halda Sov-
étríkjunum í skefjum og það sem
batt aðildarríkin saman á kalda-
stríðstímanum var baráttan gegn kommúnismanum.
Það gefur augaleið að ekki er unnt að réttlæta tilvist
bandalagsins með þeim rökum lengur. Og þar sem
mikil áhersla verður lögð á það í Washington að
NATO sé ekki beint gegn Rússlandi hlýtur það að
skipta miklu máli að skflgreina stefnu bandalagsins
við breyttar aðstæður í alþjóðamálum.
Fyrir ári var talið hugsanlegt að NATO-ríkin
kæmu sér saman um frekari stækkun bandalagsins.
Ljóst er að öflum slíkum vangaveltum verður slegið
á frest í Washington, enda engin sátt um málið. Það
sama má segja um hugmyndir um að marka skýra
steftiu varðandi hemaðaraðgerðir og fr iðargæslustörf
utan NATO-svæðisins. Öll NATO-ríkin styðja friðar-
gæslustaríið í Bosníu og þá ákvörðun bandalagsins
að senda 30 þúsund manna herlið til Kosovo til að
standa vörð um hugsanlegt ffiðarsamkomulag í hér-
aðinu. Eftir að NATO-þjóðimar gerðu sér grein fyrir
því að trúverðugleiki bandalagsins væri í húfi í
Kosvo komust þær að þeirri óhjákvæmilegu niður-
stöðu að grípa yrði í taumana eins og í Bosníu. And-
staða Serba við beina hemaðaríhlutun í Kosovo gæti
þó sett strik í reikninginn: Hún gæti ekki aðeins leitt
til hemaðarátaka í Kosovo, held-
xu- einnig truflað hátíðarsam-
komuna í Washington.
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
Bandaríkjamenn hefðu gengið of
langt með eldflaugaárásum sínum á
Súdan og Afganistan í ágústmánuði
sl. til að hefna fyrir hryðjverk, sem
Osama bin Laden og samtök hans
vora sögð standa fyrir. Annað deilu-
efni snýst um rétt NATO til hemað-
aríhlutunar án formlegs umboðs
Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkja-
menn og Bretar segja að ekki sé unnt
að reiða sig á Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna vegna andstöðu Rússa og
Kínverja við hernaðaraðgerðir
NATO. Frakkar og Þjóðverjar éra
tregari til að sniðganga Sameinuðu
þjóðirnar, enda þótt þeir styðji þá
ákvörðun að senda herlið til Kosovo
án beins stuðnings Öryggisráðsins.
Bandaríkin og NATO
Forræði Bandaríkjanna í NATO er
óumdeilanlegt, ekki síst eftir að van-
máttur Evrópuríkjanna kom fram í Bosníustríðinu.
Aflan þennan áratug hafa Bretar komið í veg fyrir til-
raunir Evrópuríkjanna til að koma á sjálfstæðum ör-
yggisarmi af ótta við að það mundi veikja NATO. Nú
hefur Blair-stjórnin hins vegar látið af þeirri and-
stöðu. Ekki er svo að skilja að Vestur-Evrópusam-
bandið hafi öðlast nýjan tilgang; sú stofnun er sem
fyrr hvorki fugl né fiskur. En sú ákvörðun breskra og
franskra stjómvalda í desember sl. að taka upp nán-
ara samband í öryggismálum kom á óvart og gæti gef-
ið evópskum sjónarmiðum innan NATO byr undir
báða vængi.
Hvað sem því líður má búast við því að tvíræðni
einkenni hina nýja hermálastefnu NATO, sem sam-
þykkt verður á Washington-fundinum. Samkvæmt
þeirri málamiðlun, sem rætt hefur verið um, mundi
NATO áskilja sér rétt til hemaðaríhlutunar utan
NATO-svæðisins, eins og Bandaríkjamenn vilja, án
þess að fara nánar út í eðli hennar og umfang í sam-
ræmi við óskir ýmissa Evrópuríkja. Ef það verður
niðurstaðan, er ljóst að enn á eftir að skilgreina til
fulls öryggismarkmið NATO I breyttum heimi.
Deilur um markmið
Viðkvæmasta málið í Was-
hington verður án efa ný her-
málastefna bandalagsins. Uppi
era miklar efasemdir meðal Evr-
ópuþjóðanna um þá tillögu
Bandaríkjamanna að gera NATO
að eins konar alheimslögreglu,
sem unnt væri að beita í Mið-
austurlöndum og fleiri átaka-
svæðum. Bandaríkjamenn vilja
að NATO taki virkan þátt í frið-
argæslustörfum í öðrum heims-
hlutum og leggi sitt af mörkum i
baráttunni gegn hryðjuverka-
starfsemi og útbreiðslu gereyð-
ingarvopna. Bretar hafa veitt til-
lögunni skilyrtan stuðning, en
margar Evrópuþjóðir óttast að
nái hún fram að ganga mundi
NATO þjóna heimsveldishags-
munum Bandaríkjanna í Mið-
austurlöndum. Hér fara fYakkar
skoðanir annarra
-------
ik ik
Aumt að vera Kúrdi
„Af þeim smáþjóðum sem sífellt er verið aö troða
á, er eins gott að vera ekki Kúrdi. Betra er að vera
j Kosovobúi eða Palestínumaður. í augum Bandaríkj-
anna og Evrópusambandsins skipta Kúrdar ekki
máli. Þeir era 25 til 30 milljónir, dreifðir um fjögur
lönd, tala sama tungumálið, eiga jafiimikinn rétt á
sjálfsforræði og Palestínumenn eða Kosovobúar og
hafa mátt þola jafnmikiö, ef ekki meira en þeir. En
þar sem það er ekki í þágu hagsmuna neins stór-
veldis að styðja réttmætar kröfur þeirra og af því að
það er ógæfa Kúrda í Tyrklandi að vera undir hæln-
um á bandamanni Bandaríkjanna og aðildarríki
NATO verður ekki haldin nein Madrídarráðstefna
fyrir kúrdísku þjóðina og hún fær enga Dayton-
samninga."
Úr forystugrein Le Monde 18. febrúar.
| Harmleikur
„Satt er það að Bandaríkin geta ekki komið i veg
fyrir hvaða harmleik sem er hvar sem er. Harm-
leikur í Kosovo fellur hins vegar klárlega undir það
landfræðilega og pólitíska svæði þar sem Bandarík-
in eiga óneitanlega hagsmuna að gæta.“
Úr forystugrein Washington Post 17. febrúar.
Tækifæri til sátta
„Beiðni írans um kaup á komi og sykri frá
Bandaríkjunum býður upp á hentugt tækifæri til
sátta. Betri samskipti við íran gætu orðið mikilvæg
vegna deilunnar við Saddam Hussein. En stjómvöld
hafa réttilega sett skilyrði fyrir því að samskiptin
verði eölileg að fúllu. Yfirvöld í Teheran verða að
falla frá áætlunum sinum um kjamavopn og önnur
óhefðbundin vopn, hætta stuðningi við hryðjuverk
og hætta afskiptum af friðartilraunum ísraelskra og
arabískra leiðtoga. Bandarikin ættu að fara varlega
í sakimar í samskiptunum við íran. En þegar tæki-
færi býðst, sem ekki fylgir nein alvarleg áhætta, á
að grípa það.“.
Úr forystugrein New York Times 16. febrúar.