Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Side 18
i8 &ygarðshornið
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 J3"V
Pólitísk ákvörðun
„Þetta er pólitísk ákvörðun
mín,“ segja ráðherrar alltaf þegar
þeir gera eitthvað af sér - og vita
af því sjálfir. Orðalagið „pólitísk
ákvörðun“ jafngildir í huga ís-
lenskra stjórnmálamanna réttin-
um til að ganga í berhögg við al-
mannahagsmuni þegar ríkari
hagsmunir eru í húfi - það er að
segja hagsmunir þeirra sjálfra.
Frasinn „pólitísk ákvörðun min“
þýðir beinlínis þetta í hinni sérís-
lensku pólitísku hugtakanotkun:
ég veit að þetta er rangt hjá mér en
það er ég sem ræð og reyniði bara
að breyta þessu ef þið getið. Þetta
er orðalag valdsmannsins sem með
þessu segir: þetta er ekki til um-
ræðu, ég þarf ekki að rökstyðja
ákvarðanir mínar, ég er búinn að
ákveða að hafa þetta svona, dixi.
Munið: alltaf þegar þið heyrið
ráðherra segja þetta er annaðhvort
von á því að vanhæfur flokksbróð-
ir sé tekinn fram yfir hæft fólk til
einhvers starfa i almannaþágu eða
að flutt sé stofnun með manni og
mús á einhvern útkjálka í kjör-
dæmi ráðherrans - eða kjördæmi
einhvers sem á hönk upp í bakið á
ráðherranum.
******
Aldrei heyrir maður borgar-
stjórann í Reykjavík tala svona,
enda starfar meirihlutinn hér í bæ
í þágu þess almennings sem trúði
honum fyrir starfa sínum. Eins og
raunar víðast hvar í sveitarstjórn-
um - þaö er bara þegar yfir okkur
dynja „sterkir leiðtogar“ að von
getur verið á „pólitískum ákvörð-
um mínum“ sem í tilviki slíkra
manna felast ævinlega i stórbrotn-
um minnisvörðum yfir styrk
þeirra. í sveitarstjórnarkosningum
er nefnilega lýðræði. Þar nýtist at-
kvæöi hvers og eins þeim sem kos-
inn er hverju sinni, sem veitir
stjórnmálamönnunum aðhald og
knýr þá til að starfa í þágu þeirra
sem þeir þiggja vald sitt frá - okk-
ur.
Það sést best hve farsæll meiri-
hlutinn og borgarstjórinn eru í
störfum sínum á hinu hlálega
þvargi minnihlutans um fundar-
sköp sem einkennt hefur leiðtoga-
tíð Ingu Jónu Þórðardóttur sem er
mesti formalisti sem enn hefur lit-
ið dagsins ljós í íslenskri pólitík og
sýnir okkur hversu málefnalegur
Ámi Sigfússon i raun var.
Borgarstjórans í Reykjavík bíö-
ur hins vegar ein raunveruleg
pólitísk ákvörðun, sem að þessu
sinni væri í þágu okkar borgarbúa
en kann að vera andstæð hagmun-
um annarra. Ingibjörg Sólrún
þyrfti að fara að taka af skarið um
þennan endemis flugvöll sem rist
hefur Reykjavík í sundur að
ósekju um árabil, komið í veg fyr-
ir eðlilega þróun byggðar hér,
hrakið fólk upp á reginheiði og í
hinn afskekkta fossvogsdal í stað
þess að það geti hlýjað hvert öðru
í þéttri byggð, eyðilagt margan sól-
ríkan sunnudag fyrir okkur vest-
urbæingum með gengdarlausum
fretum í leikfangaflugvélum.
******
Það er alls ekki viðunandi fyrir
okkur Reykvíkinga að það skuli
vera í höndum fyrsta þingmanns
Norðurlandskjördæmis eystra að
taka ákvarðanir um flugvöllinn í
Reykjavík, af þeim sökum einum
að sá þingmaður sinnir ráðherra-
störfum samgöngumála samhliða
störfum sínum fyrir kjördæmi sitt.
Ekki eru Reykvíkingar að rekast í
því hvar þeir hafa flugvöllinn á
Egilsstöðum. Sú röksemd að þeir
sem leið eiga til Reykjavíkur eigi
Guðmundur Andri Thorsson
ekki að þurfa að ferðast um langan
veg til borgarinnar í rútu eða bíl
er ekki nægilega þung á metunum
til þess einu sinni að hún sé rædd,
hvað þá látin ráða ákvörðun um
uppbyggingu borgarinnar.
Því verður heldur ekki að
óreyndu trúað að búið sé að reikna
endanlega út að hagkvæmara sé
hafa flugvöllinn áfram inni í miðri
borg en reisa ný íbúðarhverfi þess
í stað einhvers staðar í Kjósinni.
Einhvem tímann eftir þrjátíu ár
mun einhver labba um á sólríkum
sunnudegi og segja við samferðar-
mann sinn: já Reykjavíkurlistinn,
það var hér Reykjavíkurlisti fyrir
þrjátíu árum sem ríkti - hvað
gerði hann? Þá mun samferðamað-
urinn sem er glöggur og greinar-
góður sagnfræðingur og væn
manneskja segja: Hann lyfti
grettistaki í leikskólamálum og
skólamálum almennt og svo má
ekki gleyma því að hann flutti
flugvöllinn og endurreisti þar með
borgina. Það var víst pólitisk
ákvörðun.
dagur í lífi
Bikardagur í lífi Davíðs B. Sigurðssonar, guðföður Aftureldingar:
Dagurinn byrjaði mjög rólega
hjá mér og ég upplifði hann ein-
ungis eins og hvern annan venju-
legan dag. Ég tygjaði mig þó tím-
anlega af stað og var mættur upp
í höll klukkutíma fyrir leik og
upplifði stemninguna þar sem
allir biðu í anddyrinu. Síðan fór
ég inn í sal og sat ég meðal ann-
arra áhorfenda og beið eftir leikn-
um.
Það ríkti viss eft-
~ fyrr en búið er að landa
irvænting því að stórtíðindi gátu
átt sér stað,
meistaraflokk-
ur Aftureld-
ingar átti
möguleika á að
vinna sinn
fyrsta stóra
titil. Reynd-
ar höfðum
við unnið
deildar-
meistara-
titil áður
og það
fannst mér stór
stund, en ekki
eins og sú sem
í vændum
var. Bikar-
titill sem
þessi er
auðvitað
gífurlegur
sigur fyr-
ir bæj-
arfélag.
Bæjar-
búar hafa
þá eitt-
hvað til að
sameinast
um. Aftur-
elding er
sameiningar-
tákn fyrir
fólk sem flutt
hefur til
Mosfellsbæj-
ar víða að og
Davíð
B. Sig-
urðsson er
sigurreifur eftir
að hafa landað bikarmeistaratitii.
DV-mynd E.ÓI
það gerir bænum mikið gagn að
eiga íþróttalið í fremstu röð.
Hált ró minni
Það er stór kjami sem fylgist
vel með Aftureldingu, en sá kjami
er breytilegur. Hann er sífellt að
stækka og verða öflugri. Sá kjami
var mjög vel sýnilegur þennan
dag.
Afturelding byrjaði leikinn ekki
vel og það fór að fara um einstcika
áhorfendur. Þrátt fyrir að byrjim-
in hafi ekki verið glæsileg misst-
um við þá aldrei langt frá okkur,
ekki lengra en þrjú-fjögur mörk.
Ég hef svo oft gengið í gegnum
þetta ferli að ég hélt alveg ró
minni.
Ég sá að liðið var ekki að spila
þann handknattleik sem því er
eiginlegur. Sóknarleikurinn var
ómarkviss, skotin voru tekin á vit-
lausum tíma og það vantaði yfir-
vegun. Vörnin hökti einnig örlítið
og þeir voru að fá ódýr mörk.
Það var ekki bara lið Aftureld-
ingar sem var óöruggt í byrjun.
Dómararnir voru líka nokkuð
„nervusir" við hvar ætti að draga
mörkin.
Leikurinn snerist við
í leikhléi sátum við og spjölluð-
um um leikinn, en þá var tveggja
marka munur. Ég ræddi við gaml-
an Aftureldingarkappa og vorum
við sammála um að þetta væri
ekki eins og það ætti að vera, en
það hlyti að lagast.
Það reyndist rétt því við náðum
fljótlega að jafna, 14-14. Síðan kom
Bergsveinn með eitt af sínum
löngu köstum sem var ekki til
samherja heldur fór í markið hjá
andstæðingimum. Þá varð ákveð-
inn vendipunktur í leiknum og
hægt og bítandi fóru hjólin aö snú-
ast okkur í hag. Það var greinilegt
á öllu að liðið hafði ekki farið inn
á völlinn til annars en að vinna
leikinn. Þegar leið á leikinn sýndi
það sig að Aftureldingarmenn
voru likamlega betur á sig komnir
og að liðið bjó yfir betri einstak-
lingum.
Leikurinn endaði 24-19 og síð-
ustu mínútumar voru ekki mjög
erfiðar.
Gripurinn handleikinn
Þegar leiknum lauk fagnaði ég
óspart með mínum mönnum. Ég
fór niður í klefa til minna gömlu
vina og félaga og þar fékk ég að
handleika gripinn. Síðan tók ég
þátt í gleðskapnum með þeim fram
undir morgun.
í klefanum voru þau orð látin
falla að viö yrðum að taka allt í
réttri röð, næst yrði það deildar-
meistaratitillinn og síðan íslands-
meistaratitillinn. Það getur þó allt
gerst. Það er ekkert í höfn fyrr en
búið er að landa því - það þarf líka
að hafa kvóta fyrir því.
Ekkert í